Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR í DAG Skráning í alþjóðleg- ar sumarbúðir barna SKRÁNING þátttakenda í Al- þjóðlegar sumarbúðir barna (CISV) sumarið 1999 stendur nú yfir. Boðið verður upp á fjögurra vikna sumarbúðir fyrir 11 ára börn í Svíþjóð, Noregi, Dan- mörku, Finnlandi, Ítalíu og Bandaríkjunum. Einnig unglinga- búðir fyrir börn á aldrinum 13-15 ára á Islandi og í Lúxemborg og námsstefnubúðir fyrir 17 ára ung- linga í Fillippseyjum og í Svíþjóð. Allar búðirnar eru haldnar á tímabilinu júní til ágúst og er öll- um börnum og unglingum frjálst að sækja um. Alþjóðlegar sumarbúðir barna, sem á ensku nefnast Children’s International Summer Villages (CISV), eru alþjóðleg friðarsam- tök, óháð stjórnmálum og trúar- brögðum. Dr. Doris Allen, banda- rískur barnasálfræðingur, stofn- aði CISV árið 1951. Fyrsti ís- lenski hópurinn fór til Svíþjóðar árið 1954, en Islandsdeild var formlega stofnuð 8. október 1981, segir í fréttatilkynningu. Frá upphafi starfseminnar hafa um 500 íslensk börn farið í sumar- búðir á vegum CISV. I hverjar sumarbúðir barna fer hópur fjög- urra barna frá hverju landi, tvær stúlkur og tveir drengir auk þess sem með hverjum hópi fer einn fararstjóri sem er eldri en 21 árs. Þannig er mjög vel hugsað um ör- yggi og velferð barnanna í sumar- búðunum auk þess sem hópur unglinga á aldrinum 16-17 ára frá öðrum löndum er til aðstoðar við leik og störf í búðunum. Mánuðina áður en farið er í búðirnar hittast hóparnir undir handleiðslu sinna fararstjóra til að undirbúa ferðina og byggja upp hópanda. Þá er einnig ætlast til að foreldrar taki þátt í undirbúningnum með börn- um. Eftir fyrstu sumarbúðirnar veitir CISV börnunum tækifæri til að halda áfram þátttöku í al- þjóðastarfi samtakanna þar sem þau samfara aukinni reynslu og þroska fá að axla meiri ábyrgð. Starfsemi samtakanna er nú borin uppi af slíkum sjálfboðaliðum. Sjálf vistin í búðunum, þ.e. fæði og húsnæði er í boði þess lands sem sumarbúðirnar eru haldnar í. Kostnaður hvers barns er því að mestu takmarkaður við ferða- kostnað auk fjórðungshlutar í far- miða fyrir fararstjóra hópsins. Reynslan hefur því verið sú að kostnaður fyrir dvöl í sumarbúð- um CISV er svipaður og dvöl í innlendum sumarbúðum. CISV á íslandi hefur útbúið lista yfir þær sumarbúðir sem boðið er uppá og hægt er að nálg- ast hjá félaginu. Auk þess verða haldnir kynningarfundir fyrir þá sem vilja kynna sér starfsemina. Það verður auglýst síðar auk þess sem hægt er að fá upplýsingar í síma samtakanna, segir í tilkynn- ingunni. ff^n FASTEIGNA <f I rMj markaðurinn ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540 Netfang: http://habil.is/fmark/ OPIÐ í DAG FRÁ KL. 12-14. SÉRBÝLI FoSSVOgur.Glæsilegt 327 fm nýlegt Garðaflöt - Gbæ.Snyrtilegt og gott 142 fm einbýlishús á einni hæð. Stór stofa með kamínu. 3 svefnherb. Nýtt baðherb. Parket. Studíóíbúð í bílskúr. Fal- leg ræktuð lóð. Áhv. byggsj. / húsbr. 5,0 millj. Verð 13,5 millj. Kúrland. Vorum að fá í sölu fallegt og vel staðsett 196 fm raðhús (palla- hús) ásamt 26 fm bílskúr. Ný eikarinnr. í eldhúsi. Arinn í stofu. Svalir. 3-4 svefnherb. Vandaðar innr. og gólfefni. Afgirt ræktuð lóð með skjólveggjum. Áhv. húsbr. 4,8 millj. Góð eign á þess- um eftirsótta stað. einbýlishús ásamt 32 fm bílskúr. Leitið uppl. á skrifst. 4RA-6 HERB.____________________ Kelduland - laus strax. góö 81 fm íbúð á 3. hæð á góðum stað í Fossvogi. 2-3 svefnherb. Þvottaaðst. í íbúð. Suður- svalir. Sameign og hús að utan i mjög góðu ástandi. Laus strax. Verð 8,5 millj. 3JA HERB. Hraunbær - glæsii. íbúð. virki- lega fín 84 fm íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli sem er nýtekið í gegn að utan. Góðar inn- réttingar og gólfefni. Þvottaaðst. í ibúð. Stórar suðvestursv. Áhv. byggsj. 3,6 millj. Verð 7,7 millj. Litlagerði. Vorum að fá i sölu snyrti- legt og gott 120 fm einbýlishús sem er tvær hæðir og kjallari. Rúmgott eldhús, saml. stofur, 3 svefnherb. Furugólfborð. Nýtt rafmagn. Áhv. byggsj./húsbréf 3,1 millj. Verð 13,5 millj. Eign í góðu ástandi. Tjarnarmýri - Seltj. stórgiæsi- legt 251 fm endaraðhús sem er tvær hæðir og kjallari, með innb. bílsk. Á aðalhæð eru gestaw.c., glæsilegar saml. stofur með arni og rúmgott eld- hús. Uppi eru 4 góð svefnherb. og baðherb. Svalir. I kjallara eru hol, þvottaherb. og 1 herb. Gert ráð fyrir sauna. Vandaðar innr. og gólfefni af fyrstu gerð. Áhv. húsbr. 9,3 millj. 2JA HERB. Freyjugata - laus strax. Björt og rúmgóð 83 fm kjallaraib. i fjórbýli. Rúmgóð stofa Nýlegt þak, hús viðgert að utan. Áhv. byggsj. 4,5 millj. Verð 7,1 .millj. NÝBYGGINGAR___________________ Suðurmýri - Seltj. aðeins 4 HÚS EFTIR. 152 fm vel skipulögð par- hús á tveimur hæðum. 27 fm bílskúr. Frábær staðsetning. Teikn. og frekari uppl. á skrifstofu. ATVINNUHÚSNÆÐI_________________ Skúlagata. 3.155 fm glæsileg og vel staðsett skrifstofu- og þjónustubygging á fjórum hæðum. Afhendist fullb. að utan, tilb. til innréttinga að innan. Sameign og lóð frágengin. Teikn. á skrifstofu. Brautarholt - laust strax. 73 fm verslunarhúsnæði. Verð 7,5 millj. Lykl- ar á skrifst. Laugavegur - fjárfestingar- kostur. Til sölu heil húseign við Lauga- veg. Góður fjárfestingarkostur. Leitið uppl. á skrifstofu. r VELVAKAJ\PI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Enn um orðið ellilífeyrisþegi I Velvakanda var iyrir stuttu talað um að ekki ætti að nota orðið ellilíf- eyrisþegi. Ég er á móti því að nota þetta orð. Fannst mér ágætt að nota orðið ellilaunafólk, -þegi er ómögulegt, við erum ekki að þiggja neitt. Orðið hljómar eins og fólk sé að þiggja ölmustu. Elin . Fyrirspurn f SEINUSTU viku var fluttur þáttur í útvarpinu um einhvem Jónas og var hann aftur fluttur á laug- ardaginn. Þetta var mjög áhugaverður þáttur en hver er þessi Jónas? Ég hringdi í útvarpið til að fá úr því skorið en fékk engin svör. Allir þeir sem komu í þáttinn höfðu eitthvað að segja um þennan Jónas og finnst mér ómerkilegt að ekki væri kynnt í þættin- um hver þessi Jónas væri. Utvarpshlustandi. Staðsetning tónlistarhúss TILLÖGUR um staðsetn- ingu tónlistarhúss við höfnina virðast nú vinna mjög á. Höfnin og Tjörnin eru mesta prýði Reykja- víkur en það virðist skipu- lagsnefnd ekki koma auga á. Hræðileg mistök urðu við að setja Seðlabankann á þennan stað. Þetta Ijóta hús sem líkist mest verk- smiðju eða fangelsi skygg- ir mikið á útsýni út á sjó- inn og hafnarsvæðið. Ekki þarf að orðlengja mistök skipulagsnefndar á síðustu áratugum t.d. byggingu við Lækjartorg, húsið við hliðina á Hótel Borg og nú síðast hin til- komulausa bygging Hæstaréttar, sem líkist mest bílskúr eða bíla- geymslu svo fátt eitt sé talið. Sem tillögu um stað fyr- ir tónlistarhús og hótel vildi ég nefna Lindargöt- una eða þar í grennd. Keypt yrðu nokkur gömul hús og rifin. Það yrði ekki nema lítill hluti af kostnaði við svo dýra byggingu og kannski ekkert dýrara en uppfýlling. Sighvatur Finnsson. Þakklæt i fyrir góðan djassþátt ÉG VIL koma á framfæri þakklæti til Lönu Kolbrún- ar Eddudóttur og Tómasar Einarssonar fyrir þeirra mjög svo góðu djassþætti á föstudögum. Djassunnandi. Þakkir til lakkris- mannsins á öskudag ÉG HEF verið að keyra krakka, bæði mína og annarra, á öskudegi á milli verslana og fyrir- tækja og er allavegana tekið á móti krökkunum þai\ Vil ég nefna að það er sérstaklega einn maður sem tekur vel á móti krökkunum, er það maður sem vinnur í lakkrísgerð- inni Kólus, Sambó-lakkrís, Tunguhálsi 5. Börnin kalla þennan mann lakkrískall- inn. Þessi maður leysir hvert einasta barn út með a.m.k. hálfu kílói af lakk- rls, og er það alveg ný vara. Finnst mér frábært hvað hann gerir vel við þau og vil ég senda honum þakkir fyrir. En í sambandi við ösku- daginn hefði ég helst viljað að þessi siður að ganga í fyrirtæki hefði aldrei kom- ist á og veit ég að sumir kaupmenn hafa lokað fyrir hádegi þennan dag til að þurfa ekki að taka á móti krökkunum. Ein ásamt öllum krökkunum. Tapað/fundið GSM-simi 1 óskilum GSM-sími, Nokia, fannst í Garðabænum fyrii- 3 vik- um. Upplýsingar í síma 565 7392. Peningabudda týndist PENINGABUDDA týnd- ist sl. föstudag líklega í ná- grenni Bónuss eða Hag- kaups í Skeifunni. Skilvís finnandi hafi samband í síma 568 6993. Lyklakippa týndist LYKLAKIPPA (sem á er hangandi- dalahestur og áritað Sverige, ásamt hjörtum sem synda í vatni og pínulítill fslandsbanka- þríhyrningur) með fjórum lyklum týndist líklega á bílastæðinu fyrii- ofan Sjó- vá í Kringlunni eða á leið- inni í Kringluna eða í Kr- inglunni. Skilvís hafi sam- band í síma 555 4015. Gullhringur týndist GULLHRINGUR með rauðum steini týndist þriðjudaginn 16. febrúar á leiðinni frá gatnamótum Holtsgötu og Framnesveg- ar að Nóatúni. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 551 1608. Fundarlaun. Dýrahald Bröndótt læða týndist í Hafnarfirði LÍTIL læða, bröndótt með bleika ól, ómerkt, týndist frá Víðivangi 5 fimmtudag- inn 11. febrúar. Hennar er sárt saknað. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband við Hjördísi í síma 565 0530. Víkverji skrifar... AÐ er ótrúlegt hversu mikið hef- ur breyst í austurhluta Evrópu á þeim áratug sem liðinn er frá því að Berlínarmúrinn féll. Víkverji þurfti á dögunum að bregða sér til Prag en þangað hafði hann ekki komið síðan á síðasta áratug, áður en umskiptin urðu. Þótt Prag hafi á þeim tíma verið falleg borg eru þær breytingar sem orðið hafa síðan ótrúlegar. Nær hvergi má sjá nein ummerki er minna á áratugina undir oki kommúnism- ans. Umskiptin eru alls staðar sjáan- leg. Hinar gömlu glæsilegu bygging- ar hafa verið gerðar upp og eru nú fallega upplýstar en ekki dimmar og drungalegar. Ólíkt flestum öðrum stórborgum meginlandsins kom Prag nær ósködduð út úr stórstyrjöldum aldarinnar og því gáfust, sem betur fer, ekki mörg tækifæri fyrir bygg- ingameistara Sovéttímans til að menga borgina með hryllingsarki- tektúr þeim, sem enn er víða áber- andi í austurhlutanum. Borgin iðar af lífi og jafnvel í þeim vetrarhörkum, er gengið hafa yfir Mið-Evrópu síðustu vikur er hún hlýleg og aðlaðandi. I stað hins þrúg- andi andrúmslofts sem einkenndi austantjaldsríkin ræður nú lífsgleðin ríkjum, þrátt fyrir að Tékkar hafi að undanfórnu gengið í gegnum veru- legar efnahagsþrengingar. GÆÐI á þjónustu, hótelum og veitingahúsum eru víðast hvar komin á vestrænt stig þótt því fylgi jafnframt að verðlag hefur færst á svipað stig og í nágrannalöndunum. Enn má þó finna staði, þar sem tím- inn hefur staðið í stað, að minnsta kosti hvað verðlag varðar. Þannig fór Víkverji eitt kvöld út að snæða með litlum hópi og voru það tékk- neskir gestgjafar er réðu ferðinni. Undir kvöldverði, kvöldið áður, á einum af „fínni“ veitingastöðum Prag á Petrin-hæð með yfirsýn yfir Pragkastala, hafði einn Tékkanna, aðstoðarrektor við Karlsháskóla, tjáð Víkverja að þetta væri svo sem ágætur staður en ekki samt í þeim dúr sem Tékkar sjálftr kysu. Hann valdi því slíkan stað kvöldið eftir, huggulega knæpu í kjallai'a við bakka Moldár. Þar var boðið upp á tékkneskan bjór, sem er einn sá besti í heimi, eins og allir gátu í sig látið ásamt einfóldum en bragðgóð- um mat og Slivovice, plómubrandí. Þegar fór að hða á máltíðina fóru nú hinir vestrænu gestir að ókyrrast og velta fyrir sér hvort þeir væru með nægjanlega margar tékkneskar kiúnur fyrir öllum herlegheitunum. Þær áhyggjur reyndust ástæðulaus- ar þótt vissulega hafi mönnum brugðið er þeir fengu reikninginn. Hljóðaði hann upp á heilar þrjú þús- und íslenskar krónur fyrir sjö manna hóp. Það er hins vegar vafamál hversu lengi þetta endist. Víkverji og félag- ar voru líklega íyrstu útlendingamir er höfðu ratað þama inn í langan tíma og ein þjónustustúlkan tjáði hópnum að til stæði af hálfu eigenda að hressa upp á staðinn og reyna að laða þangað fleiri ferðamenn. I aug- um tékkneska veitingamanna er dæmið eflaust einfalt. Af hverju að selja heimamönnum stóran bjór á 40 krónur, þegar hægt er að selja ferða- mönnum hann á 140 krónur án þess að þeir kvarti? XXX TÉKKLAND er orðið einn vin- sælasti viðkomustaður ferða- manna í Evrópu og skipta þeir tug- um milljóna á ári hverju, sem sækja landið heim. Jafnvel í miðri viku um hávetur er miðborg Prag stútfull af erlendum ferðamönnum. Létu nokkrir heimamenn í ljós áhyggjur af því að Tékkar hefðu stílað um of inn á fjöldaferðamennsku, ferða- menn er skildu kannski ekki mjög mikið eftir sig, þótt vissulega virðist verslun í miðborginni standa í blóma. Töldu þeir hættu á að Prag yrði að eins konar Costa del Sol Mið-Evr- ópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.