Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR STEFÁNSBLÓM býður nú upp á blómaöskjur sem klæddar eru að innan með satínklæði. Nýtt hjá Stefánsblómum STEFÁNSBLÓM á Laugavegi 178 bjóða viðskiptavinum sínum upp á þrjár nýjungar á hinum ís- Ienska blómamarkaði, segir í fréttatilkynningu frá verslun- inni. I fyrsta lagi er boðið upp á rósa- og blómaöskjur, klæddar að innan með satínklæði sem blómin eru lögð á og fyrir utan að vera fallegar umbúðir hæfa vel íslenskri veðráttu. í öðru lagi hefur verið gefinn út blómaval- seðill sem líkist venjulegum mat- seðli. Nú geta viðskiptavinir Stefánsblóma setið heima eða hvar sem er og pantað blóm og blómvendi. Upplýsingar um inni- hald og verð blómvandanna er að finna á valseðlinum. I þriðja lagi er nú hægt að panta blóm allan sólarhringinn. VALDÍS Haraldsdóttir, versl- unarstjóri í verslun Lyfju í Lágmúla 4. Heilsuhorn Gauja litla í Lyfju GAUI litli og Lyfja hefja um þess- ar mundir samstarf undir nafninu „Heilsuhorn Gauja litla“. Gaui litli er þekktur fyrir árang- ur sinn í megrun í sjónvarpi á ár- unum 1996-1997. Síðan þá hefur hann helgað störf sín ráðgjöf og námskeiðahaldi fyrir fólk sem á við offituvandamál að stríða. Gaui litli hefur valið sérstakan vörurekka sem er framsettur í verslunum Lyfju í Lágmúla og í Setbergi í Hafnarfirði og myndar Heilsu- hornið. Vörurnar samanstanda af vítamínum, næringar- og hollustu- vörum ásamt ýmiss konar um- hverfisvænum hreinlætisvöi’um. Einnig er að finna þar ýmsar sér- hæfðar vörur, t.d. fyrir sykur- sjúkra. Tríó Reykjavikur og Alina Dubik í Hafnarborg Verk eftir Martinú, Chopin, Brahms og Poulenc ÞRIÐJU tónleikarnir í tónleikaröð Tríós Reylg'avíkur og Hafnarborg- ar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, verða á morgun, sunnudag, kl. 20. Gestur tríósins að þessu sinni verður mezzosópran- söngkonan Alina Dubik. Alina er pólsk að ætt og uppruna og útskrifaðist frá Tónlistaraka- demíunni í Gdansk árið 1985. Hún hefur komið fram sem einsöngvari í Þýskalandi, Lúxemborg, Italíu, Sviss og margoft hér á íslandi. Einnig hefur hún sungið með óper- unni í Kraká í heimalandi sínu. Á efnisskránni er tríó eftir Martinú, 6 sönglög op. 74 og polona- ise brillante op. 3 fyrir selló eftir Chopin, en 150 ár eru liðin frá dán- ardegi hans í ár, fiðlusónötuþáttur og sönglög með víólu eftir Brahms og 4 sönglög eftir Poulenc en 100 ár eru liðin frá fæðingu hans. Tríó Reykjavíkur skipa þau Guð- ný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Morgunblaðið/Ámi Sæberg TRÍÓ Reykjavíkur og Alina Dubik á æfingu; Peter Máté, Gunnar Kvaran, Alina Dubik og Guðný Guðmundsdóttir. sem einnig mun leika á víólu á tón- Áskriftarkort gilda á tónleikana en leikunum, Gunnar Kvaran selló- lausamiðar verða seldir við inn- leikari og Peter Máté píanóleikari. ganginn, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Ásdís ATRIÐI úr leikritinu I raun og veru sem sýnt verður í Hafnarfjarðarleikhúsinu LISIAII VM IMMCOD sunnudaginn 28. fcbrííar Glæsileg verk gömlu meistaranna. Til dæmis eftir Jón Stefánsson, Kjarval, Ásgrím Jónsson, Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts, Mugg, Gunnlaug Blöndal, Jóhann Briem, Þórarin B. Þorláksson og fleiri. Einnig styttur eftir Sæmund Valdimarsson. Jón Slefánsson Jóhann Briem Gunnlaugur Scheving Getum enn bætt vió nokkrum vcrkum á uppboðið. Vinsamlegast halið samband scm fyrst. BÖRG Síðumúla 34 Sími 581 1000 Leikrit unglinga í Hafnarfjarðarleikhúsinu UNGLINGADEILD Leikfélags Hafnarljarðar frumsýnir nýtt leikrit, „I raun og veru“, í Hafnarfjarðarleikhúsinu við Vesturgötu í dag, laugardag, kl. 17. Leikritið er eftir þau Garðar Borgþórsson og Hildi Krisljánsdóttur meðlimi unglingadeildarinnar og eru þau ennfremur leikarar í sýningunni. Leiksljóri er Þorsteinn Bachmann. I fréttatilkynningu segir að leikritið sé óvægin sýn unglinga á eigin veröld og á veröld hinna fullorðnu. Helstu hlutverk eru í höndum Hildar Kristjánsdóttur, Garðars Bergþórssonar, Völu Hrannar Pétursdóttur, Andra F. Gunnarssonar, Sjafnar Þórarinsdóttur, Brynju Bjargar Jóhannsdóttur og Ástrósar Oskar Jónsdóttur. Um förðun sér María Kristín Haraldsdóttir og ljósahönnun er í höndum Kjartans Þórissonar. Ennfremur segir: „Yfirleitt hafa atvinnuleikstjórar séð um kennslu og leikstjórn í uppsetningu deildarinnar, en unglingarnir hafa alfarið séð um aðra þætti, s.s. leikmynd, búninga, Ieikskrá og miðasölu.“ Næstu sýningar verða sunnudaginn 21., fimmtudaginn 25. og laugardaginn 27. febrúar kl. 17. Sigurður Magnússon sýnir í Listhúsi Ofeigs SIGURÐUR Magnússon myndlist- armaður opnar sýningu á verkum sínum í dag, laugardag, í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Á sýning- unni eru nokkur ný olíumálverk sem máluð eru á striga og olíupappír. Sigurður stundaði nám í MHI til 1991 en hélt síðan utan til framhalds- náms og lauk námi með MA-prófi í listmálun frá The London Institute 1996. Sigurður hefur haldið fimm einka- sýningar hér á landi og erlendis og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Síðasta einkasýning hans var haldin í Ásmundarsal í fyrra. Verk eftir Sigurð eru í eigu ein- staklinga, fyrirtækja og stofnana, og hann á nú í viðræðum við gallerí bæði í París og Palma sem falast hafa eftir að sýna verk hans. Sýningin stendur til 6. mars og verður opin á verslunartíma mánu- daga til fóstudaga frá kl. 19-18 og laugardaga frá kl. 11-14. Að sýningunni lokinni mun Sig- urður opna vinnustofu og heimagall- erí í Helguvík á Álftanesi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.