Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 61 . . HLUTI starfsfólks rækjuvinnslunnar við tölvurnar. Fólkið neitaði að stilla sér upp til myndatöku því það tæki of langan tíma frá tölvunum. Rækjuvinnslan á Skagaströnd á tölvunámskeiði Setið í tölvuveri í stað þess að pilla Skagaströnd - Starfsfólk rækju- vinnslunnar á Skagaströnd gerir fleira en að pilla rækju. Um þessar mundir eyðii' stór hluti starfsfólksins laugardögum í að sitja á námskeiði um tölvur og tölvunotkun. Halldór Gunnar Ólafsson, rekstr- arstjóri rækjuvinnslunnar, stendur fyrir þessu námskeiði en hann og annar starfsmaður rækjunnai', Björn Ingi Óskarsson, leiðbeina fólkinu um grundvallaratriði í tölvunotkun. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu því þeir félagar gefa vinnu sína og kennslan fer fram í tölvuveri Höfðaskóla sem lánað er STJÓRN Landssambands útgerðar- manna kvótalítilla skipa hefur boðað til fundar um vandamál og lausnir vegna útgerðar þeirra er eiga ekki nægar aflaheimildir til þess að hafa atvinnu af útgerð allt árið. Fulltrú- um stjórnmálaflokkanna er boðið til fundarins og að tjá sig um vilja sinn til að leysa málin strax. Fundurinn verður á Hótel Loftleiðum á morg- un^ laugardag og hefst kl. 15.00. I nýútkomnu fréttabréfí LÚKS er áréttuð sú krafa samtakanna að fundin verði lausn á málefnum kvótalítilla útgerða til tveggja ára, eða þar til endurskoðun laga um fískveiðar verði lokið. I því sam- bandi er m.a. bent á afnám Kvóta- þings og ráðstafanir til rýmkunar framsalsheimilda eða afnám veiði- skyldu. Hvatt er til sértækra ráð- stafana, þar sem þeir sem lítinn eða engan kvóta eiga, geti leigt hann á eðlilegu verði. Lagt er til að leigu- verð taki mið af markaðsverði af- urða og jafnframt af leiguverði afla- heimilda áður en Kvótaþing tók til starfa. Samtökin leggja áherslu á að Fundur um • • starf Or- yrkjabanda- lagsins FÉLAQ áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og annarra minnissjúkra heldur félagsfund mið- vikudaginn 24. febrúar nk. í Hátúni 10, fundarsal ÖBÍ, 9. hæð. Fundur- inn hefst kl. 20.30. Haukur Pórðarson, formaður ÖBÍ, segir frá starfi Öryrkjabanda- lagsins og Garðar Sveirisson, vara- formaður ÖBÍ, frá störfum kjara- málanefndar Öryrkjabandalagsins og svarar þeir fyrirspurnum. Veitingar verða í boði staðarins. endurgjaldslaust. Að sögn Halldórs er þetta námskeið haldið mest til gamans og til að gefa starfsfólkinu nokkra innsýn í heim tölvunnar og hvaða möguleika hún býður upp á. „Aðsóknin kom mér gleðilega á óvart og það besta við hana er að það eru ekkert síður eldri starfsmennirnir sem taka þátt í námskeiðinu," sagði hann. Þátttakendurnir, sem fréttaritai’i ræddi við, lýstu einróma yfír ánægju sinni með þetta framtak og sögðust skemmta sér vel við að fást við hluti gjörólíka því, sem þeir eru vanir í vinnunni. aðgerðir af þeirra hálfu stangist ekki á við lög en ef ekki verði komið til móts við réttmætar kröfur megi treysta því að gripið verði til fjölda- aðgerða, enda telji menn nauðsyn að brjóta lög. Sýning á myndum og texta Hein- ers Miillers SÝNING á myndum og textum Heiners Mullers verður opnuð í Goethe-Zentrum í dag, laugardag, kl. 16.30. Heiner Muller var einn af merk- ustu og umdeildustu rithöfundum og leikstjói'um Þýskalands eftir seinna stríð. Eftir umskiptin í Þýskalandi var Muller um stutt skeið leikhússtjóri við leikhús Berlínar Ensemble við Schiff- bauerdamm, fyrrum leikhús Ber- tolts Brechts. Textar Mullers og leikrit eru á meðal öfgakenndustu og kraft- mestu verka sem samin hafa verið á þýska tungu, segir í fréttatil- kynningu. Sýningin stendur til föstudags- ins 12. mars og er aðgangur ókeyp- is. Félag um verndun hálendis Austurlands Flj ótsdals virkj - un fari í lög- formlegt um- hverfísmat FÉLAG um verndun hálendis Austurlands hefur sent eftirfarandi til formanna allra þingflokka Al- þingis: „Nú þegar ljóst er að Norsk Hydro muni ekki byggja álver við Reyðarfjörð á næstu árum, vill Fé- lag um verndun hálendis Austur- lands skora á þingmenn að sjá til þess að Fljótsdalsvirkjun fari í lög- formlegt umhverfismat. Hingað til hefur því verið borið við að tími væri ekki nægur til að framkvæma lögformlegt mat á um- hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjun- ar, þar sem samningar um bygg- ingu álvers á Reyðarfirði þyldu ekki biðina. Nú eiga þessi rök ekki lengur við. Við erum ekki þeirrar skoðunar að virkjanir norðan Vatnajökuls og stóriðja snúi byggðaþróun á Aust- urlandi til betri vegar og viljum við því einnig skora á þingmenn að horfa til nýrra leiða í atvinnuupp- byggingu í Austurlandsfjórðungi. Við viljum því skora á stjómvöld og Alþingi að fyrirskipa nú þegar lögformlegt mat á umhverfisáhrif- um Fljótsdalsvirkjunar." Erindi um börn og flogaveiki ANNAR fræðslufundur LAUF, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, á árinu verður mánu- daginn 22. febrúar í sal Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26, 4. hæð og hefst hann kl. 20.30. Gengið er inn í húsið Grettisgötumegin. Pétur Lúðvíksson, barnalæknir og taugasjúkdómasérfræðingur, flytur erindi um böm og flogaveiki. Allir velkomnir. Gufubaðstofa Jónasar 40 ára FJÖRUTÍU ár era liðin í dag, laugardag, frá því að sundkappinn síungi Jónas Halldórsson opnaði gufubaðstofu Jónasar að Kvisthaga 29 sem hann rak í aldarfjórðung þar til klúbbfélagar tóku við og fluttu stofuna að Austurströnd 1. I dag milli kl. 15-20 er opið hús fyrir gamla og nýja félaga með veisluborði og tilheyrandi og Jónas sjálfur heiðursgestur. Málfundur vegna þingkosninga AÐSTANDENDUR sósíalíska vikublaðsins „Militant“ standa fyr- ir málfundi í dag, en yfirskrift fundai’ins er: „Af'staða vinnandi fólks til þingkosninganna." Með framsögu fer Gylfi Páll Hersir, fé- lagi í Eflingu. Fundurinn, sem haldinn er á Klapparstíg 26,2 hæð, hefst klukk- an 14. Leiðrétting Rangur myndartexti VILLA var í myndartexta í gær um Kaupfélagssafnið á Hvolsvelli. Neðsta myndin sem var af Matthí- asi Péturssyni og Margréti Björg- vinsdóttur, sem bám öðmm frem- ur hitann og þungann af því að láta drauminn um Kaupfélagssafnið rætast, var með röngum m texta en þar var talað um Guðbrand Magnússon, fyrsta kaupfélags- stjóra KR, og konu hans sem bæði era látin. Einnig vantaði eitt nafn við efstu myndina og var það nafn Guðmundar Svavarssonar oddvita Hvolhrepps. Við miðmyndina hefði mátt bæta nafni Halldórs Eyjólfs- sonar fyrram verkstæðisstjóra á Rauðalæk og nafni Friðjóns Guð- röðarsonar sýslumanns Rangæ- inga. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Hluta setningar vantaði TVÖ orð féllu niður í frétt um úr- skurð Hæstaréttar í tveimur áfrýjunarmálum Vífilfells gegn Framsóknarflokki og Fram- kvæmdasjóði. Orðin „á breyting- um“ vantaði og rétt er setningin svona: „Kaupendurnir hafi sætt sig við að endurgreiðslufyrirvar- inn væri takmarkaður með ofan- greindum hætti og ættu þeir því ekki kröfu á seljendurna, enda væru ákvarðanir skattyfirvalda ekki byggðar á breytingum á skattareglum og skattafram- kvæmd.“ Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Frestað verði ákvörðun um deiliskipulag SAMTÖKIN Betri borg sendu borgarfulltrúum í Reykjavík áskoran um að fresta ákvörðun um að samþykkja deiliskipulag en ekki aðeins auglýsingu þess eins og sagði í frétt blaðsins í gær. Segir Eyþór Ai’nalds, sem bar upp tilmælin í borgarstjórn, þau til komin vegna þess að borgarar vilji sjálfir benda á leiðir til að leysa úr lóðaskorti í borginni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ÞAÐ ber oft vel í veiði í Vatnsá við Vík eins og myndin ber með sér, en bún er ein af þeim ám sem sjaldan er getið í veiðifréttum. Hraustir stofnar - athyglis- verðar tölur EKKI er ástæða til að ætla að nið- ursveifla sé að byrja meðal sjó- birtingsstofna í Skaftafellssýslum þótt „komið sé að því“ eins og menn tala gjarnan um og eiga þá við að menn hafa talið sig sjá tíu ára sveiflu og samkvæmt tímatal- inu sé „komið að því“. Rýr veiði í ám á umræddu svæði síðasta tíma- bil þótti renna stoðum undir ótta manna, en að sögn Gunnlaugs Óskarssonar, formanns Stanga- veiðifélags Keflavíkur, fengu fé- lagsmenn SVFK nýjar og kær- komnar upplýsingar nýverið. „Við erum byrjaðir að halda okkar opnu hús og á eitt þeirra fyrir skömmu kom í heimsókn Magnús Jóhannsson, fiskift’æðing- ur hjá Suðurlandsdeild Veiðimála- stofnunar, en hann hefur rannsak- að sjóbirtingsstofna á þessum slóðum um árabil. Það var ekki á honum að skilja annað en að stofn- arnir þarna eystra væru í góðu lagi, nóg hefði verið af fiski en sér- stök veðrátta hefði lækkað mjög veiðitölur. Þetta kemur alveg heim og saman við okkar reynslu, en veðráttan olli því að ýmist var uppbólgið vatn og skolað eða því sem næst ekkert vatn og hvorugt hentar sjóbirtingsveiðum. Þeir sem voru svo heppnir að hitta á árnar, t.d. Geirlandsá, á uppleið eða niðurleið ef við getum orðað það svo fengu yfirleitt góða veiði og urðu varir við mikinn fisk. Tvö síðustu hollin í Geirlandsá fengu t.d. bæði svoleiðis skilyrði og veiddu vel er áin sjatnaði. Hollið á undan var hins vegar í vatnsleysi og fékk einn fisk. Eg var sjálfur í Geirlandsá síðustu dagana og það var auk þessa talsvert að koma af nýjum fiski, þannig að slatti af fiski hefur gengið seint,“ sagði Gunnlaugur. Hann bætti við að Magnús fiskifræðingur hefði sagt kenningar sínar ná yfir allt svæðið í Skaftafellssýslum. „Menn fylltust kappi eftir þenn- an fund með Magnúsi og sala veiðileyfa á sjóbirtingssvæðin hef- ur verið að hressast, en það var dálítið til þar sem menn ætluðu greinilega að bíða og sjá til eftir rólegheitin síðasta haust,“ bætti Gunnlaugur við, en SVFK er með Geirlandsá, Fossála, Vatnamót og Hörgsá efri á leigu. Á þessum slóðum eru einnig Tungufljót, Eld- vatn á Brunasandi og Hörgsá neðri sem SVFR hefur umsjón með, Grenlækur, Eldvatn og Jóns- kvísl svo einhver svæði séu nefnd. N orður-Atlantshafslaxasj óður- inn, NASF, gekkst fyrir getraun um hvað myndu veiðast margir laxar á stöng á íslandi sumarið 1998. í lok vertíðar fóru síðan sjóðsmenn að safna saman tölum og köfuðu þá dýpra en gengur og gerist í venjubundnum fréttaflutn- ingi af laxveiði í ám á Islandi, þ.e.a.s. þeir grófu upp tölur úr ýmsum lítt þekktum ám sem sjald- an eða aldrei eru í hringiðu frétta. NASF sendi síðan frá sér niður- stöðurnar og úrslit í getrauninni. Hér skulum við hins vegar líta á nokkrar aflatölur úr nokkrum minna þekktum laxveiðiám og öðr- um sem erfitt er að afla talna úr nema með umtalsverðum eftir- gangsmunum. Athyglisverðar tölur Skjálfandafljót 563, Fljótaá 284, Flekkudalsá 238, Laxá á Refasveit 192, Deildará 192, Miðfjarðará við Bakkaflóa 149, Laxá á Skógar- strönd 121, Brynjudalsá 116, Vík- urá 115, Sæmundará 103, Hvanna- dalsá 100, Vatnsá ásamt Kerling- ardalsá 98, Reykjadalsá í Borgar- firði 95, Húseyjarkvísl 94, Botnsá 92, Krossá í Bitru 85, Vatnasvæði Lýsu 78, Brúará 78, Laxá í Hrúta- firði 75, Kolka í Skagafirði 65, Tjarnará á Vatnsnesi 61, Set- bergsá 60, Kálfá 60, Urriðaá 42, Dunká 39, Hallá 38, Fróðá 33, Hrófá 33, Glerá 30, Staðará í Steingrímsfirði 28, Fjarðarhornsá 22, Selfljót og Gilsá 22, Hörðudalsá 20, Fossá í Skefilstaðahreppi 20, Eyjafjarðará 20, ísafjarðará 13, Prestbakkaá 13, Hrollleifsdalsá 13, Fjarðará í Borgarfirði eystri 12, Hofsá í Vesturdal 10, Selá í Stein- grímsfirði 4 og Grísholtsá og Bakkaá 1 lax. Fundur um mál- efni kvótalítilla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.