Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 45 UMRÆÐAN Hermann og gyðingarnir ÉG HEF alltaf gaman af hressi- legum skrifum Péturs Péturssonar og vona að þau verði fleiri. En það er ástæða til þess að gera athuga- semd við stutta grein hans í Morg- unblaðinu 31. janúar síðastliðinn. Pétur er harður á því, að Hermann Jónasson og framsóknarmenn hafi haft andúð á gyðingum. Hann birtir máli sínu til stuðnings ljósrit af skeyti lákisstjórnarinnar til Sveins Björnssonar, sendiherra í Kaup- mannahöfn, sem Asgeir Guðmunds- son sagnfræðingur hefur látið hon- um í té. í skeytinu kemur fram, að ríkisstjórnin sé principielt mótfallin því að veita þýskum gyðingum dval- arleyfi. Þetta skeyti var reyndar þekkt áður, og greindi dr. Þór Whitehead fyrst frá því árið 1974 í Lesbók Morgunblaðsins. Það er ekkert leyndarmál, að gyðingar voru sendir nauðugir úr landi íyrm stríð. Tvisvar sinnum með þeim skilaboðum, að íslensk yfirvöld myndu borga fyrir framsendingu þeirra til Þýskalands, ef ákvörðun um það yrði tekin af Dönum. Danir sendu gyðingana hins vegar ekki úr landi. Pétur þekkir gi’einilega ekki aðra mikilvæga heimild. Það er skeyti Sveins Björnssonar, sent 17. nóvem- Landvist Best hefði verið, segir Yilhjálmur Örn Vil- hjálmsson, að fleiri gyðingum hefði verið ✓ veitt landvist á Islandi. ber 1938. Er fyrrnefnt skeyti ríkis- stjórnar Hermanns svarið við því er- indi. Skeytið hljóðar svo: „umbiðst símað hvort takmarkað dvalarleyfi allt að einu ári mundi fást eða pricipielt [sic] verða neitað þýskum Gyðingahjónum sem ekki óska atvinnu en té- láta danska bankatrygg- ingu fyrir mánðarlegum yfirfærslum til lífsviður- væris svoog brottfarar- kostnaði Islandi. Til upplýsingar fráskýrist að vegna núverandi ástands er áhugi nor- rænum og vesturevr- ópskum ríkjum hjálpa eins og hægt er innan óhjákvæmilegra tak- marka tilgangi forðast meiriháttar innflytj- endastraum“. Skeyti Sveins Björnssonar um stefnu ým- issa ríkja og svar ríkisstjórnarinnar verður vitaskuld að skoða í sam- hengi. Ekki má heldur gleyma því að Jón Krabbe í danska utanríkis- ráðuneytinu tilkynnti íslensku ríkis- stjórninni þann 14. júlí 1938, að Danir hefðu lokað landamærum sýnum fyrir austurrískum gyðingum 1. júlí 1938. Itrekaðar fyrh’spurnir voru sendar til Islands um stefnu yf- irvalda gagnvart flóttamönnum og er skeyti Sveins Björnssonar meðal þeirra. Vissulega var ákvörðun ríkis- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson ISLENSKT MAL Umsjdnarmaður Gísli Jónsson 993. þáttur MÖRGUM brá í brún er þeir sáu að Háskóli Islands var tek- inn að óska eftir umsóknum á ensku. Þetta hefur að vísu verið gagnrýnt rækilega, bæði hér í blaðinu og af Islenskri mál- nefnd. Undir þessa gagnrýni tekur umsjónarmaður þessa þáttar með því að birta svofelld- an hluta af forystugrein Morg- unblaðsins 13. janúar síðastlið- inn: „Telur nefndin eðlilegi’a, með- al annars vegna þess að um ís- lenskan háskóla er að ræða, að umsóknir séu á íslensku, þótt fara megi fram á að þær séu einnig þýddar á ensku. Taka verður undir þetta. Islenska á að vera tungumálið sem notað er í Háskóla íslands. Með því að brjóta þá grundvallarreglu er verið að ganga á rétt íslenskrar tungu, sem Jón forseti Sigurðs- son talaði um í Nýjum Fjelags- ritum árið 1885, rétt þjóðarinnar til þess að geta rætt „löggjafar- mál og sérhver önnur stjórnmál landsins á þess eigin máli; að hafa kirkjustjórn, skólastjórn og dómskipan á sínu eigin máli“. Islensk tunga er ein af burð- arstoðum menningar og sjálf- stæðis þjóðarinrmi'. Stofnun Há- skóla Islands árið 1911 var mik- ilvægur þáttur í endurreisn tungunnar, sem hafði staðið allt frá því á öndverðri nltjándu öld, og stórt skref í átt til sjálfstæð- is. Nú þegar tunga okkar á undir högg að sækja gagnvart auknum erlendum máláhrifum, einkum frá enskri tungu, á það að vera metnaðarmál Háskólans að standa vörð um hana. I þeirri baráttu ættu afsakanir um fjár- skort og tímasparnað ekki að heyrast.“ Um dróttkvæðan bragarhátt. V. hluti Er þá komið að stíleinkennum dróttkvæða, en þar er tvennt í öndvegi: Annars vegar heiti og kenningar, hins vegar óregluleg orðaröð, svo að jafnvel fáránlegt má kalla stundum. Lítum þá fyrst á það fyrir- brigði, sem kallast heiti. Dróttkvæðaskáldin sóttust ekki eftir því einfalda, sagði ég, eða hversdagslega. Það var ekki nógu gott að kona héti bara kona. Víf, brúður, sprund, hrund, feima, sprakki og drós skyldi hún heita. nausta blakks = hests J hlémána = „skýlitungls' J gífurs = tröllkonu - drífu = hríðu • gim = eld- slöngvir = sá sem slöngvar, sveiflar- Fram skal tekið að stundum gat verið blæbrigðamunur á þessu, og er þá sérstaklega þess að geta, að „drósir eni þær sem kyrrlátar eru“, sagði Snorri. Það er víst ekki lengur. Mann þótti heldur ófínt að nefna mann. Hann gat heitið ver, gumi, seggur, halur og í fleirtölu voru menn t.d. ýtar og skatnar. Á sum- um þessara orða var blæbrigða- munur að merkingu, eins og með- al kvenheitanna. Sjórinn hét ekki bara sjór eða haf, heldur og hlér, græðir, flóð, ver, lá, rán, salt og glær. Goðin hétu höft, bönd, díar, jólnar og regin (rögn). Jörðin var fold, grund, hauður, land, láð og frón, en hestur nefndist goti, lungur, mar, vigg, fákur. Eldur var bál, eisa, gim, hyr(r), funi, fúr(r) og leygur, en þegar kom að konung- inum sjálfum, voru orðgnóttinni litlar skorður settar. Hann hét t.d. gramur, þengill, fylkir, jöfur, vísi, vísir, harri, sinjór (tökuorð úr lat.), mildingur, landreki, hilm- ir, dróttinn, döglingur, öðlingur, buðlungur, siklingur, sjóli og still- ir. Þetta voru nokkur dæmi af heitum. Kenningar eru stórum flóknara fyrirbæri en heiti, og þar era dróttkvæðaskáldin í essinu sínu, einkum þegar kenningamai’ eru flóknar að marki. En tökum fyrst þægilegt dæmi. Þór var sagður sonur Óðins. Hann mátti kenna við föður sinn og nefna hann þá Óðins bur, því að heitið bur er = sonur (sá sem borinn er). En Óð- inn átti marga sonu, og ef menn vildu taka af öll tvímæli um Þór, mátti kenna hann til konu sinnar, því að hann var einfaldur og ein- kvæntur. Kona hans var Sif. Þór er því rétt og skilmerkilega kenndur Sifjar ver(r), sjá Þrymskviðu, en ver(r) er karl- maður, eiginmaður. Frumver konu er sá maður, er hún kennir ekki annars karlmanns áður. I kenningunni Óðins bur er bur stofn, en eignarfallsorðið Óð- ins er einkunn eða kenniliður. Samsett orð getur verið kenning, og jafngilda þá samsetningarliðir einkunn og stofni. Dæmi: stafn- kvígur (kvígur er naut, „naut með stafni“ er skip). Síðan má halda áfram, eins og Egill Skalla- Grímsson gerði, og búa til kenn- inguna stafnkvígsvegur, en vegur skipsins er náttúrlega hafið. Gerðust lítil takmörk fyrir því hversu langt mátti halda á þess- ari braut, það er að ummynda kenniorðið enn frekar. Þess eru dæmi að til hafi verið sjöliðuð kenning: nausta blakks hlémána gíf(u)rs drífu gim-slöngvir. Þetta má reyna að setja upp í eins konar mynd eða töflu: Nausta blakkur (blakkur = hestur) er skip; hlémáni þess eða „skýlitungl“ er skjöldur (langskip vora ósjaldan sköruð skjöldum) gífur er tröllkona, en „tröllkona skjaldarins“ er öxi (sú sem eyði- leggur skjöldinn); drífa er hríð, en öxardrífa er orusta, því að þá „snjóar" vopnum; gim er eldur, en eldur orustunnar er sverð (það sem glampar á í bardaganum) og sá, sem slöngvar sverði, er her- maður. Höfundur Þórður Sjáreksson. ★ Hlymrekur handan kvað: Bág er vist á fingri, mælti baugurinn. Eg bið ég implóderi, sagði haugurinn; í skapi vondu báðir, af sköpum sinum þjáðir, en skemmtilegt er myrkrið, sagði draug- urinn. Óskar Þór Kristinsson (Sailor) hefur spurt mig um uppruna sagnarinnar að tvínóna við eitt- hvað, eða tvínóna ekki. Ég fer beint í smiðju hins lærða Ásgeirs Blöndals. Þar segir að sagnmynd- in tvínóna sé kunn í tungu okkar frá því á 17. öld. Yngri eru svo myndirnar að tvínóla, eða tvínóra. Nón er um miðjan dag hjá okkur, en orðið til úr latínu (nona hora) = níunda stund. Síð- an segir Ásgeir: „Upphafl. merk- ing er e.t.v. að syngja tvöfalda eða langa nónmessu, síðar taka sér langan tíma til nónmatar. Víxlmyndirnar tvínóla og tvínóra eru líkl. tilkomnar fyrir tengsl við nóla og nóra.“ Nóla er = hika, dunda, en nóra loga illa, tíra. stjómar Hermanns hörð, en hún sannar ekki andúð Hermanns á gyðingum, umfram það sem gerðist meðal manna í hans stöðu í heiminum. Orðaval embættismanna á Norðurlöndunum um gyðinga var ekki mikið frábrugðið orðavali ís- lensku ríkisstjórnarinn- ar. Gyðingar voru til dæmis ekki viður- kenndir sem flóttamenn í Danmörku í líkingu við þýska krata og kommúnista. Sem dæmi má nefna, að embættis- maður utanríkisþjón- ustunnar dönsku tilkjmnti á fundi í Kaupmannahöfn árið 1938, að „Dan- ir tækju ekki umsvifalaust á móti gyðingum, bara vegna þess að þeir væru gyðingar". Danski dómsmála- ráðherrann, sósíaldemókratinn K.K. Steincke, lét árið 1937 eftirfarandi orð falla: „Maður getur auðveldlega skilið, hve ómögulegt það er fyrir lít- ið land eins og Danmörku, að opna dyr sínar upp á gátt fyrir alla þá, sem ekki eru pólitískir flóttamenn í hefðbundinni merkingu þess orðs, - vegna þess að þeir tilheyra til dæm- is einhverju trúfélagi sem Þýska- land viðurkennir ekki lengur." Þrátt fyrir skoðanir sínar á hrein- leika hins íslenska stofns, gat Her- mann einnig verið sveigjanlegur. Hann gaf þannig framlengingu á dvalarleyfi gyðingafjölskyldu árið 1937-38, að beiðni danska sendiráðs- ritarans C.A.C. Brun. Stefna ríkis- stjórnar Hennanns árið 1938-39 endurspeglar að mínu mati ekki hreina kynþáttastefnu, heldur ís- lenska útlendingahræðslu, sem var ríkjandi eftir allri öldinni, ekki bara hjá framsóknarmönnum. Oskir voru settar fram af ríkisstjórn Hermanns Jónassonar um að blökkumenn yrðu ekki í herliði Bandai'íkjamanna og aðeins „úrvalslið". Við gerð varnar- samningsins 1951 voru sömu sjónar- mið ríkjandi og engar athugasemdir voru gerðar við þessa kynsþátta- stefnu af öðrum rikisstjórnum síðar. Það er fjarstæða að tengja allan Framsóknarflokkinn fyrr og síðar og Steingrím Hermannsson við meintar skoðanir föður hans á þann hátt sem Pétur Pétursson gerir. Enn fjarstæðara er að blanda fjöl- skyldu, sem að hluta til er af af gyð- ingaættum og sem er kaþólsk, inn í þá umræðu. Reyndar höfnuðu dönsk yfirvöld beiðni um að veita aldraðri ekkju frá Vín, skyldri þessari fjöl- skyldu, leyfi til að staldra við í Kaupmannahöfn á leið til íslands. Islensk yfirvöld voru búin að veita konunni dvalarleyfi. Hún fórst í fangabúðunum í Theresianstadt árið 1942. Henni var hafnað vegna þess að dönsk yfirvöld héldu, að Éim- skipafélagið væri hrætt um að skip þess yrðu kyrrsett á Englandi, ef um borð fyndust þýskh’ flóttamenn. Gerir það forsvarsmenn Eimskipa- félagasins að gyðingahöturum? Sömuleiðis er fokið í flest skjól fyrir sagnfræði, eins og þeirri sem Pétur beitir fyrir sig varðandi aðild Hermanns Jónassonar að íslenskum gyðingaofsóknum. Menn ættu fyrir löngu að vera búnir að yfirgefa kaldastríðssagnfræðina. Það kalla ég sagnfræði, þar sem menn gera ekki greinarmun á baráttu í stjórn- málaflokk sem þeir tengjast, og sagnfræðilegu verkefni því sem þeir taka sér fyrir hendur. Eitt nýlegt dæmi um hana get ég gefið. Ágætur íslenskur sagnfræðingur, sem hefur mjög ákveðna skoðun á stefnu Framsóknarflokksins gegn gyðing- um, lýsir því yfir, án rökstuðnings í grein á veraldarvefnum, að Thors- fjölskyldan hafi margsinnis „viður- kennt gyðinglegan uppruna sinn“. Hann kallar Olaf Thors „tvífara Ben-Gurions“. Hvað sem er satt í þeim efnum, útilokar það ekki að sjálfstæðismenn voru margir hverjir jafnandsnúnir gyðingum og fram- sóknarmenn, og sumir hallir undir nasisma á yngri árum. Það sannar þó ekki almenna andúð sjálfstæðis- manna fyiT og síðar á gyðingum. Hugmyndin um hinn „hreina ís- lenska stofn“, sem Hermann og margir samtímamenn hans trúðu á, hélt því miður velli og ætlar að fylgja okkur fram á næstu öld. Söguskoðunin sem veldur henni, er enn heilagur sannleikur, sem til dæmis gerir það að verkum að margir trúa einlæglega á að fram- tak fyrirtækisins Islenskrar erfða- gi’einingar hf. muni gera þjóðina ríkari. Höfundur er fomleifafræðingur, búsettur í Kaupmanimliöfn. F1u££ Luxair til Islands Á ÁRUM áður þegar Flugleiðir áttu í fjár- hagserfiðleikum, veittu stjórnvöld í Lúxem- borg félaginu sína að- stoð með niðurfellingu lendingargjalda. Nú þegar Flugleiðir treysta sér ekki til að halda áætlunai-fluginu áfram leitar Luxair eft- ir velvilja íslenskra stjórnvalda varðandi niðui-fellingu lending- argjalda á Keflavíkur- flugvelli. Rétt á meðan þeir eru að skapa flug- inu gi’undvöll. í leiðara Morgun- blaðsins 12. febrúar sl. um þessa málaleitan: er fjallað Farþegaflug Ég tel, segir Dagfinnur Stefánsson, að marg- vísleg rök fyrir niður- fellingu lendingar- gjalda gildi nú. „Nú fer Luxair fram á sams kon- ar fyrirgreiðslu og yfii-völd í Lúx- emborg veittu Flugleiðum á árum áður. Hins vegar er ljóst að hún var veitt á þeim tíma vegna þess að Lúxemborgarar höfðu hag af því að Amel’- íkuflug Flugleiða héldi áfram og þeir hefðu ella misst af margvíslegum tekjum. Varla er hægt að segja að sömu rök eigi við um flug Luxair til íslands nú.“ Ég tel að margvísleg tök til stuðnings niður- fellingu lendingar- gjalda gildi nú. Ferða- þjónusta er Islending- um mikilvægur at- vinnuvegur og ferða- Dagfinnur menn færa okkur Stefánsson margvíslegar tekjur, einnig þeir sem munu fljúga hingað á vegum Luxair. Svo em það einnig hagsmunir íslenskra farþega að geta haldið áfram að fljúga til Lúxemborgar þótt ís- lenska flugfélagið sé hætt að fljúga þangað. Einnig má segja að flug Loftleiða og síðar Flugleiða milli Lúxem- borgar og Bandaríkjanna beri einna hæst í flugsögu Islendinga til þessa dags. Samvinna þjóðanna hefur að mörgu leyti verið einstök og þarf ekki fleiri orða við hér. Það er okkur íslendingum ekki annað sæmandi en að launa vinar- greiðann á sama hátt og fella niður lendingargjöld tímabundið. Við get- um ekki verið þekkt fyrir annað. Höfundur er flugstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.