Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 26

Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 26
26 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ „Erum sár- þjáðir á lík- ama og sál“ Kúrdum hefur að undanförnu tekist að vekja athygli umheimsins á sjálf- stæðisbaráttu sinni með eindregnum stuðningi við útlægan leiðtoga sinn, Ab- dullah Ocalan. Sigurbjörg Þrastardóttir fylgdist með mótmælastöðu Kúrda í London og hitti þar m.a. að máli fram- kvæmdastjóra Þjóðþings Kúrdistan. KÚRDAR hafa í liðinni viku setið um sendiráð Grikklands um alla Evr- ópu og staðið þar iyrir fjölmennum og víða harkalegum mótmælaðgerðum. Astæðan er meintui- hlutur Grikkja í handtöku Abdullah Öcalans, leiðtoga Verka- mannaflokks Kúrdistan, PKK, en hann var á mánudag seldur í hend- ur tyrkneskum yfirvöldum eftir að hafa leitað hælis í gríska sendiráð- inu í Kenýa. Hér og hvar hafa kúrdískir mótmælendur tekið sendiráðsmenn í gíslingu og nokkr- ir hafa borið eld að klæðum sínum til að ítreka stuðning sinn við mál- staðinn sem er í senn krafa um lausn Öcalans og ósk um sjálfstjórn Kúrda. Ganga æðrulausir í logana „Við erum hátt í 30 milljónir en eigum ekkert land og höfum engin réttindi," sagði Bektas Kava sem búsettur hefur verið í Bretlandi í tæpa tvo áratugi. Kava tók ásamt ungri dóttur sinni þátt í fimm hund- ruð manna mótmælastöðu við gríska sendiráðið í London á fimmtudag. Við sendiráðsbygging- una við Holland Park í vesturhluta London var umsátursástand; innan dyra sátu nærri eitt hundrað mót- mælendur og neðst í götunni héldu til margfalt fleiri stuðningsmenn sem formæltu Tyrkjum og sungu foringja sínum, Abdullah Öcalan, lof. Karla og konur dreif að í hóp- ferðabifreiðum allan daginn við mikinn fögnuð þeirra sem íyrir voru og fjölskyldur komu fótgang- andi með börn í kerrum. Fólkið söng baráttusöngva, klappaði fyrir hrópandi ræðumönnum og steig taktvísan dans þegar líða tók á kvöldið og kólnaði í veðri. „Við er- um ekki ofbeldisseggir. Það eina sem við biðjum um er virðing og eðlileg mannréttindi," sagði Kava sem rekur fataframleiðslu í London og stýrir þar fjölþjóðlegu starfsliði. ,Aðgerðir okkar eru friðsamlegar - enn sem komið er. En um Ieið og fréttist af pyntingum eða dauða ERLENT Morgunblaðið/Sigurbjörg BEKTAS Kava og Jawad Mella fyrir utan gríska sendiráðið í London. herra Öcalans mun hér allt loga í ofbeldi og óeirðum," sagði Kava og benti í kringum sig á menn sem hvarvetna sökktu sér niður í nýút- komin dagblöð í leit að fregnum af foringja sínum. A forsíðum flestra blaðanna var mynd af Neilja Kanteper, 15 ára gamalli stúlku sem kveikti í sér í mótmælaskyni daginn áður. Kava sagði sögulegar skýringar liggja að baki örþrifaráðum mótmælenda á borð við sjálfsíkveikjur. „Tyrkir hafa rekið innlimunarstefnu í garð minnihlutahópa frá því fyrir 1920 þegar fyrsti samningurinn um sjálf- stætt ríki Kúrda var undirritaður í Sévres. Þeir hafa pyntað okkur svo lengi, bæði á líkama og sál, að við erum sárþjáðir nú þegar og munai' ekkert um að ganga í logana,“ sagði Kava sem sjálfur hélt sig aftarlega í hávaðasömum mótmælahópnum ásamt kunningjum sínum og ungri dóttur. „Einhvem tíma langar mig að geta farið og sýnt dóttur minni landið okkar,“ sagði hann. „Kúrdar bíða allir þess dags.“ Kjömir þingmenn dæmdir í fangelsi „Við fórum fram á það að samfé- lag þjóðanna máði stimpil hryðju- verkamanna af Öcalan og tæki að líta á hann sem pólitískan fanga,“ sagði Jawad Mella í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Mella er framkvæmdastjóri samtaka sem kallast Þjóðþing Kúrdistan og em regnhlífasamtök þjóðernissinnaðra Kúrda um víða veröld. Samtökin hafa starfað í 15 ár og hafa höfuð- stöðvar í London. „Við starfrækj- um undirdeildir í ýmsum löndum, líka í Kúrdistan en þar er starfsem- in að sjálfsögðu leynileg," útskýrði Mella. Hann hefur búið í London í 15 ár sjálfur en kveðst ætíð verða Kúrdi. „Það er okkur lífsnauðsynlegt að fá að halda í tungu okkar og menn- ingu, rétt eins og þið Islendingar hljótið að hugsa um ykkar tungu- mál og menningararfleifð. En í Tyrklandi jafnast það á við glæp að segjast vera Kúrdi. Orðið Kúrdist- an er bannorð og allt sem því teng- ist. Tyrknesk yfirvöld hafa jafnvel breytt litnum á umferðarljósunum á svæðum Kúrda í Tyrklandi og sett bláar perar í stað hinna grænu. Rauður, gulur og grænn eru nefni- lega litirnir í fána Kúrdistan," sagði Mella. „Þeir reyndu líka áram sam- an að bæla niður hátíðarhöld Kúrda sem fagna áramótunum þann 21. mars. Að lokum lýstu þeir yfir sinni eigin hátíð þann dag og innlimuðu þannig okkar hátíð í sitt skipulag.“ Mella fullyrti að þótt Tyrkir hefðu fyrir tveimur árum slakað á banni við kennslu í kúrdísku í skólum hefði það aðeins verið til þess að sýnast í augum umheimsins. „Kúrdar sem kosnir voru til þings í Tyrklandi fyrir fímm áram fengu að kenna á stífni tyrkneskra yfir- valda. Nokkrir þeirra sóra þing- skapareið sinn á kúrdísku og voru samstundis dæmdir til fimmtán ára fangelsisvistar. Þar dúsa þeir enn.“ Samtíminn einkennist af sáttavilja Mella var yfirvegaður í frásögn sinni, talaði lágt, en sjá mátti að honum lá mikið á hjarta. Hann bætti við að 20 þúsund Kúrdar sætu í haldi sem pólitískir fangar og þúsundir væru í útlegð. Slagorð- ið „Tyrkir - fasistar" ómaði að baki honum og af og til týndust orð hans í lófaklappi þeirra sem hlýddu á ræðumenn með gjallarhorn fremst í hópnum. Mella vék talinu að Abdullah Öcalan sem Tyrkir telja ábyi'gan fyrir dauða 29 þúsund manna í blóðugri frelsisbaráttu undanfar- inna tveggja áratuga. Mella ítrek- aði að Þjóðþing Kúrdistan hefði engin tengsl við fylkingu Öcalans, PKK, en neitaði þó ekki stuðningi við hinn útlæga leiðtoga. Mella kvað ímynd Kúrda á al- þjóðavettvangi litaða af áróðri Tyrkja sem hefðu yfir að ráða öfl- ugum áróðursvélum. Sagði hann þá jafnvel beita mútum til þess að breiða út óhróður um Kúrda og gegn slíku mætti sín lítils útgáfa Kúrda af sannleikanum. „Tvær milljónfr Kúrda hafa verið drepnar - hvers vegna hlustar enginn á okk- ur? Hvers vegna samþykkja Sa- meinuðu þjóðimar ekki Kúrdistan sem sjálfstætt ríki? Vestrænar þjóðir ganga nú á milli stríðandi fylkinga í hverju landinu á fætur öðra og leiða menn að samninga- borði. Sjáðu til dæmis hvað þeir hafa lagt á sig í Kosovo þar sem ástandið er ekki ósvipað og í Kúr- distan. Byrinn er þannig í veröld- inni um þessar mundir að það ætti ekki að vera erfitt að brydda upp á sáttaviðræðum. Fyrir 20-30 árum var það kannski draumsýn, þá var líka draumsýn að Berlínarmúrinn félli og að ríki Sovétríkjanna fengju sjálfstæði. Það gerðist hins vegar og meira að segja án blóðsúthell- inga. Af hverju getur draumur okk- ar um sjálfstæði ekki líka ræst?“ Staða Kúrda ætíð ver- ið verst í Tyrklandi Kúrdar eru oft sagðir eina fjölmenna þjóðin í heiminum sem ekki á eigið ríki. Auðunn Arnórsson fékk Erlend Haraldsson, sem þekkir vel sögu Kúrda, til að segja frá bakgrunni rétt- indabaráttu þeirra. Erlendur Haraldsson ALLT frá því Vesturveldin gáfu upp á bátinn áform um að setja á stofn sérstakt ríki Kúrda þegar Tyrkjaveldi var leyst upp við lok heimsstyrjaldarinnar fyrri, hafa Kúrdar skipzt að mestu niður á fjögur lönd sem öll eiga í óvin- veittum samskiptum, þ.e. Tyrk- land, Sýrland, írak og Iran. Talið er að Kúrdar séu á bilinu 20-25 milljónir, en erfítt er að segja ná- kvæmlega til um það þar sem þeirra er sjaldnast getið í opinber- um manntalstölum ríkjanna sem þeir búa í. Erlendur Haraldsson, sálfræði- prófessor við Háskóla Islands, hefur um áratuga skeið fylgzt með örlögum Kúrda og verið í tengsl- um við talsmenn þeirra. Hann ferðaðist um Kúrdahéruð Iraks og írans á sjöunda áratugnum og skrifaði bók um kynni sín af bar- áttu þeirra. Morgunblaðið fékk Erlend til að greina stuttlega frá bakgrunni þessarar baráttu. „Staða Kúrda hefur alla tíð ver- ið verst í Tyrklandi. Það var í rauninni miklu betra að lenda undir stjórn Breta [eins og varð hlutskipti Íraks-Kúrda] en gamals ríkis eins og Tyrkjaveldis. Þar vora mannréttindi ekki virt og fá- tæklegar hugmyndir við lýði um slíkt,“ segir Erlendur. Tyrkir virtu ekki S'evres- samninginn, sem undirritaður var af Tyrkjum og bandamönnum árið 1920 og kvað á um stofnun nýrra ríkja í kjölfar upplausnar Tyrkja- veldis Ottómana. Átthagar flestra Kúrda voru innan landamæra hins gamla Tyrkjaveldis. Þar sem S' evres-samningurinn komst aldrei til framkvæmda var gerður annar samningur, kenndur við Lausanne. „í þessum samningi var Kúrdum, einnig innan tyrk- nesku landamæranna, heitið viss- um menningarlegum réttindum um notkun tungumáls þeirra o.s.frv., en þau voru aldrei virt,“ segir Erlendur. „Það hefur alla tíð - þangað til því var breytt að nafninu til nýlega - verið strang- lega bannað í Tyrklandi að rita og birta nokkuð á prenti á tungu Kúrda. (...) Hvergi er notuð kúrdíska í bamaskólum, Kúrdum í Tyrklandi hefur meira að segja verið bannað að syngja opinber- lega á móðurmáli sínu.“ Þessi harða kúgunarstefna Tyrkja gegn kúrdísku þjóðerni hefur „að sjálfsögðu valdið mikl- um illindum,“ að sögn Erlends. Hófsamir Kúrdar, sem tekizt hef- ur að koma sér inn í viðurkennda stjómmálaflokka og hlotið kosn- ingu á þing, hafa verið dæmdir til fangelsisvistar í hvert sinn sem þeir hafa gerzt svo djarfir að vekja máls á auknum réttindum til handa þjóðarbroti þeiiTa. Áætlað er að um fimmtungur íbúa Tyrk- lands séu Kúrdar. íbúar Tyrk- lands era nú um 60 milljónfr og Tyrklands-Kúrdar því á að gizka 12 milljónir. Þeir era súnní- múslimar eins og Tyrkir. „Þetta er stór þjóð, sem ekki er hægt að breyta í Tyrkja svona í einu vetfangi," segir Erlendur. Milljón í útlegð Gizkað er á, að á tímabilinu frá árinu 1992 hafi tyrkneski herinn jafnað við jörðu yfir þrjú þúsund kúrdísk ljallaþorp í þeim tilgangi að tryggja að uppreisnarmenn PKK, hins bannaða Kúrdíska verkamannaflokks Abdullah Öcal- ans, ættu hvergi höfði að halla. Um 50.000 stjómarhermenn halda uppi eftirliti í Kúrdahéruð- um Tyrklands, sem kostar ríkis- sjóð a.m.k. 8 milljarða Bandaríkja- dala á ári. Með þessum aðferðum hefur Tyi-kjum tekizt að fækka liði PKK niður í um 8.000 virka skæraliða og sett athafnafrelsi þeirra verulegar skorður. En, eins og tímaritið Economist bendir á, íþyngir þetta fjárhagi ríkisins mjög og hefur eyðilagt landbúnað og efnahags suðausturhluta lands- ins, auk þess að hafa þrýst heilli kynslóð Kúrda í útlegð og í arma PKK. Um ein milljón landflótta Kúrda frá Tyrklandi era búsettir víðs vegar um Evrópu. Talið er að um 30.000 manns hafi fallið í valinn á þeim fimmtán árum sem PKK hefur staðið í skærahernaði gegn stjórnarher Tyrklands. Ekki sér fyrir endann á þessum átökum þótt skæraliða- leiðtoginn Öcalan sé nú fallinn í hendur Tyrkja. I w

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.