Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 48
.48 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hvað er erfða- greining? FYRIR nokkrum ár- um hringdi margsinnis í mig tryggingasali og vildi fá mig til að taka þátt í svokallaðri hóp- tryggingu lækna. Þar kom að ég bauð hann velkominn á heimili mitt, þar sem ég fyllti út viðeigandi eyðublöð. Nokkru síðar barst mér * bréf þar sem mér var tilkynnt að því miður hefði mér verið hafnað. Ég var sem sagt of lé- legur fyrir tryggingafé- lagið. Takmark tiygg- ingafélaga er gróði. Þetta hefur satt að segja ekki angrað mig. Ég efast ekki um að ég hef verið íslenzku heilbrigð- iskeifi heill þjónn. Og verð áfram. En gæti erfðagreining gert eitt- hvað fyrir afkomendur mína? í nokk- ur ár hef ég verið að bíða eftir grein frá Kára Stefánssyni um gagnsemi erfðagreiningar, enda hefur hann Rannsóknir Ekki einasta er heilsan það dýrmætasta sem þú átt, segir Jóhann Tdmasson, heldur gildir það sama um upplýsingar um hana. haft til þess ómælt rúm í fjölmiðlum. Ég hef spurt marga „samstarfs- lækna“ Islenzkrar erfðagreiningai' hvað erfðagreining sé? Enginn þeiira hefur getað svarað mér. Þrátt fyrir það skirrast sumir þessara lækna ekki við að rita bréf tii sjúk- linga og aðstandenda þeirra með ósk um þátttöku í rannsókn, þar sem þeir segja markmið sitt að fínna orsök alzheimer-sjúkdóms og æðakölkun- ar, svo dæmi séu tekin, í samvinnu við íslenzka erfðagreiningu. Ekkert minna. Fremstu vísindamenn heims sýna meiri hógværð. Isaac Newton líkti sér á gamals aldri við dreng sem fundið hefði fallegar steinvölur á út- hafsströnd. Hver Iifsins þraut Að undanfórnu hef ég horft á nokkra þætti sem Stöð 2 hefur gert í samráði við Islenzka erfðagreiningu og bera ofangreint nafn. Ekki hafa þeir þættir varpað neinu ljósi á gildi erfðagreiningar. Einn þáttanna fjallaði um heilablóðfóll. Þar var m.a. talsvert sagt frá arfgengri heilablæðingu og rannsóknum á henni án þess að geta þeirra ís- lenzku lækna, sem eiga þar heiður að máli. Hér á ég við Olaf Jensson, fyrrver- andi yfirlækni í Blóð- bankanum, og Gunnar Guðmundsson, prófessor í taugasjúkdómum, sem helguðu sig rannsóknum á umræddum sjúkdómi um áratuga skeið. Og þar á undan Arni Arna- son héraðslæknir. Allir alvöru vísindamenn og háskólaborgarar þekkja það heiðursorð og virða, að skreyta sig aldrei með fjöðrum annarra. Jafnvel ekki þótt líf liggi við. Há- skóli íslands fylgir heið- ursviðurkenningum úr hlaði með orðunum „enda sé það góðú heilli gjört og vitað“. I þættinum um heilablæðingu sagði ung kona frá því að hún hefði haldið sjúkdómsáhættu sinni leyndri fyrir maka sínum þar til þau höfðu eignazt tvö böm. Hver vill dæma hana? I þættinum um MS sagði eig- inkona sjúklings að lán þeirra hefði verið að vita ekki rétta sjúkdóms- greiningu fyrr en varð. Enn er því spurt. Hvað er erfðagreining og hvaða gagn gerir hún? Afkomendarannsókn Hjartaverndar Fyrir nokki-u óskaði ég eftir því við yfirlækni Hjartaverndar að mér yrði sent afrit af umsókn og grein- argerð Hjartaverndar til vísinda- siðanefndar um afkomendarann- sókn Hjartaverndar. Af einhverjum ástæðum hefur yfirlæknirinn ekki gert það. Hins vegar er í nýjasta hefti blaðsins Hjartavernd sagt frá hugmyndafræði að baki rannsókn- inni, annars vegar í rammagrein á bls. 14, en hins vegar í viðtali við stjómanda rannsóknarinnar, Vil- mund Guðnason. Ég gæti gert margar athugasemdir við málflutn- ing Vilmundar. Ég hef alla tíð stutt rannsóknarstarf Hjartaverndar og hvatt skjólstæðinga mína til að taka þátt og nýta sér starfsemi hennar. Á hinn bóginn ætlast ég til þess að samtökin geri mér og öðrum lækn- um betri grein fyrir þeirri „erfða- greiningu" sem þau hyggjast fara út í. Hvað getur „erfðagreining" Hjartaverndar gert fyrir afkomend- ur okkar sem greinzt höfum með kransæðasjúkdóm? Ekkert, nema útiloka þá á einn eða annan hátt, samanber upphaf þessarar greinar. Þess vegna ráðlegg ég þér sem þetta lest að fara ekki í „erfðarann- sókn“. Ekki einasta er heilsan það dýrmætasta sem þú átt, heldur gild- ir það sama um upplýsingar um hana. Vertu því spar á þær. Veldu þína lækna vel. Höfunclur er Iæknir. Jóhann Tómasson Bens til sölu Bens 220C eleg., árg. 1996(7), ekinn 17 þús. km. Grænsanseraður, sjálfskiptur, ABS bremsur, fjarstýrð sam- læsing, sóllúga, 2 líknarbelgir, álfelgur, litað gler, útihitamælir, rafmagn í rúðum og loftneti, höfuðpúðar afturí o.fl. Mjög fal- legur bíll. Verð 2.990 þús. staðgr. Upplýsingar í síma 896 0747. Samfylkingarfé? TALSMAÐUR Margrét nú er hálft ár liðið síðan ég spurði þig um ástæður fyrir skuldaaukningu Al- þýðubandalagsins úr 33-35 miljónum króna í 52 miljónir. Þú hefur ekki enn virt mig svars. Það er öllum lýðum ljóst að þú hefur haft í mörgu að snúast. Og ekki allt léttaverk. Þú hefur til dæmis þurft að takast á við að semja stefnuskrá sem á augabragði varð fræg um allt land. Einhver tími fór í að koma í veg fyrir prófkjör á vegum samfylk- ingar á einum stað og knýja það fram á öðrum. Og að semja regl- urnar. Gleðistundirnar hafa líka verið tímafrekar; Kúbuferðin með framámönnum í viðskiptalíf- inu, kveðjustundir með félögum sem voru að hætta þingmennsku eða fara yfir í aðra flokka. Svo sá ég í blöðum að þú varst að prjóna jólagjafir í framhjáhaldi og tókst meira að segja til varnar fyrir al- þýðuna á þingfundi í nóvember eða desember. Og ekki allt upp talið. Á þessum sama tíma tókst þér það sem fyrirrennari þinn hóf en lauk ekki við; að leggja Alþýðu- bandalagið í rúst. Að launum ertu orðin talsmað- ur Alþýðuflokksins, Þjóðvaka og rústanna. Fram á kjördag. Og! Bíddu nú hægur, Bogi minn! Hingað kominn í skrifunum heyri ég í útvarpsfréttum að þú munir ganga í þingflokk jafnaðar- manna síðdegis! Það ætlar bara ekkert lát að verða á pólitískum frama þínum? Allt þetta sem upp er talið var og er að sjálfsögðu svo brýnt að það hlaut að ganga fyrir því smá- ræði að gera grein fyrir því hvernig þú og fyrirrennarinn fóruð með miljónatug- ina sem við trúðum ykkur fyrir, við þessir óbreyttu í Alþýðu- bandalaginu. Ég sá það í blöðum á dögunum og haft eftir þér að varafor- maður þinn færi með ýkjur og ósannindi þegar hann talaði um að skuldirnar væru 52 miljónir því það hefði verið tekið til hendi og þær væru komnar niður fyrir 40 miljón- ir. Þetta er aldeilis góður gangur og til hamingju með það. Engu að síður eru spurningar mínar enn í fullu gildi. Og þeim er Spurningar Ætlarðu kannski að láta Alþýðuflokkinn og Þjóðvaka taka við þrotabúinu? spyr tilfar Þormóðsson, í opnu bréfí til formanns AI- þýðubandalagsins. ósvarað. Því spyr ég þeirra nú í hið þriðja sinn. Vegna þess að ég þekki nokkur hundruð af þeim sem létu fé af hendi rakna til AJþýðubandalags- ins á sínum tíma veit ég að þeir muna hvers spurt var. Því þarf ég ekki að endurbirta spurningarnar þeirra vegna. Þér vil ég benda á að þær eru í Morgunblaðinu 14. ágúst og 19. september og í Degi í lok september, allar í greinum sem birtar voru í fyrra. Þær voi-u áréttaðar af fyrrverandi félaga okkar í Flokknum í grein í Mbl. 9. sept. og 15. október á síðasta ári. En nýir tímar krefjast nýrra spurninga. Sökum þess að ég get ekki siglt með þér þann hægri byr sem þú hefur lagað þín segl að spyr ég þig ekki sem félagi að þessu sinni heldur Islendingur sem styður þá tilhögun að þjóðin reiði fram nokk- urt fé til reksturs stjórnmálahreyf- inga og til eflingar lýðræðis. Þar í mót eiga þeir sem við fénu taka að gera fulla grein fyrir því hvernig þeir fara með það. Þess vegna er spurt og ég bið þig að hnýta svörin aftan við þau sem þú veitir mér við gömlu spurningunum: Hvaðan kom þér fé til að borga skuldirnar niður um 12 til 13 milj- ónir króna á 6 mánuðum? Ekki reyna að telja mér trú um að það sé allt sparnaður sem varð við það eitt að loka kontómum, þótt hann hafi kostað sitt, því enn ertu með húsnæðið á leigu. Þar sem þingflokkurinn var veð- settur fyrir skuldunum er ekki nema eðlilegt að spurt sé hver taki við þeim nú þegar þú hefur lagt hann niður? Skuldari þarf að vera til; því spyr ég: Hefiirðu fengið leyfi bankans fyrir nafnabreytingu á láninu? Hvernig ætlarðu að afla fjár til þess að greiða það sem eftir stendur? Ætlarðu ef til vill að halda áfram að hvetja hina óbreyttu til þess að senda þér af naumindum sínum, eða hyggstu hlaupast frá skuldunum? Ellegar! Ég þori nú barasta varla að nefna það! Ætlarðu kannski að láta Alþýðu- flokkinn og Þjóðvaka taka við þrotabúinu? Fá Sighvat og Guð- nýju í pukrið? Hvað segir Jóhanna þá? En þú ert talsmaðurinn. Það er hann sem svarar. Höfundur er rithöfundur. tílfar Þormóðsson Oflugt framhaldsnám - hornsteinn Háskólans UNDANFARIN ái- hefur Háskólinn verið að taka upp framhalds- nám í fjölmörgum deild- um, ýmist meistara- eða doktorsnám. I einhverj- um tilfellum hefur verið byggt upp af vanefnum sökum þess að Háskól- inn hefur búið við fjársvelti í langan tíma. Einnig eru dæmi þess að nýtt framhaldsnám hafi gengið á fjármagn sem veita átti í grunn- nám viðkomandi deild- ar. Þannig hafi nám- skeiðum í grunnnámi fækkað og möguleikar stúdenta skertir. Slíkt er óviðunandi og stúdentar munu aldrei sætta sig við slíkt. Röskva hefur skýra stefnu um framþróun framhaldsnáms við Háskóla íslands. á stefnu varðandi fram- haldsnám. Röskva ætl- ar að beita sér fyrir því að Háskólinn setji sér stefnu varðandi fram- haldsnám til að einfalda deildum að taka það upp. Röskva vill aðstöðu fyrir framhaldsnema Ef Háskólinn vill skipa sér sess sem öfl- ugur Háskóli með áherslu á framhalds- nám og rannsóknir verður að sýna viljann í verki. Það er ekki gert með þeirri bágbomu aðstöðu sem fram- haldsnemum er búin. Röskva vill í samstarfi við Félag framhaldsnema Stúdentaráð Hjörtur Einarsson Háskólinn þarf stefnu um framhaldsnám Til þess að Háskóli Islands geti talist rannsóknarháskóli þarf að auka hlut rannsókna við skólann. Lykill að auknum rannsóknum er blómlegt framhaldsnám innan skól- ans. Framhaldsnám byggir að stór- um hluta á rannsóknum sem nýtast innan skólans og úti í þjóðlífinu. Þannig mætti auka hlut framhalds- nema í kennslu og veita prófessor- um meiri tíma í rannsóknir. Það sem hefur staðið framhaldsnámi í Háskólanum fyrir þrifum er skortur Það er nauðsynlegt, segir Hjörtur Einars- son, að Háskólinn myndi sér stefnu um framhaldsnám við skólann. HÍ fá fram breytingar á aðstöðu- leysinu sem nú ríkir í Háskólan- um. Til þess að Háskólinn geti státað af öflugu rannsóknar- og fram- haldsnámi þarf að stíga skrefið til fulls. Auk þess að móta stefnu þarf hugarfarsbreytingu, ekki aðeins innan Háskólans, heldur úti í þjóð- félaginu og á sviði stjórnmálanna. Fyrir alþingiskosningar í vor ætlar Röskva að krefja íslenska stjórn- málaflokka um stefnu í rapnsókn- ar- og framhaldsnámi. íslenska þjóðin á skilið að vita hvert stjórn- málamenn vilja stefna í þessum málaflokki. Hvernig staðið verður að þessum málum varðar framtíð íslensku þjóðarinnar. Þarf að gera þjónustusamning um framhaldsnám Það er nauðsynlegt að Háskól- inn myndi sér ákveðna stefnu hvað varðar framhaldsnám við skólann. Nú stendur til að gera þjónustu- samning milli ríkis og Háskólans sem lýtur að fjármögnun grunn- náms við skólann. f samningnum miðast fjárframlög við fjölda nem- enda við skólann hverju sinni og verður samningurinn gerður til nokkurra ára í senn sem er mikil bót frá því óvissuástandi sem nú ríkir um fjármál skólans. Röskva telur nauðsynlegt að gera ámóta samning milli ríkis og Háskólans varðandi framhaldsnám og tryggja þannig uppbyggingu framhalds- náms við Háskóla íslands. Höfundur cr íslenskunemi og skipur 2. sæti á lista Röskvu til Stúdentaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.