Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 27

Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 2 7 JÞessí LHS glæsívagn, flaggskipið frá Chrysler, er til sölu á kr. 2.450.000 Argerð '94, með leðri og öllum þægindum, eyðsla aóeins 9-14 L/100 km. Innfluttur, lenti í ferskvatnstjóni fyrir 2 árum, vand- lega yfirfarinn og allt endurnýjaó sem skemmt var. Því til stað- festingar er bíllinn seldur með árs ábyrgð. Ný svona bifreið kostar yfir 5 millj., þessi gefur nýrri bifreið ekkert eftir, enda aðeins ekin 35 þús. km. Upplýsingar í símum 899 9192 og 586 1251. Ottast ágang ferðafólks MÖRGÆSIRNAR á Mánaeyju, sem er ein af Suður- Hjaltlandseyjunum, skammt und- an Suðurskautslandinu, eru mik- ið augnayndi ferðafólki enda ijölgar því stöðugt. Áætlað er, að á sumri komanda muni allt að 10.000 manns koma til eyjarinnar og hafa margir af því miklar áhyggjur því að lífríkið á þessum köldu slóðum er mjög viðkvæmt. Thatcher í forystu nýrrar byltingar í Rússlandi? Moskvu. The Daily Telegraph. RÚSSNESKIR aðdáendur Margi-étar Thatcher, fyn-ver- andi forsætisráðherra Bret- lands, sem hrífast sérstaklega af því hvernig hún umbylti bresku samfélagi á níunda áratugnum, hyggjast stofna stjórnmálaflokk. Vilja þeir að hugmyndir hennar og aðferðir verði lagðar til grundvallar í tilraun til að bjarga Rússlandi frá glötun. „Ihaldsflokkurinn - rúss- neskir Thatchersinnar“ byggir allt sitt starf á einu lögmáli, nefnilega því að umbylting í anda Thatcher geti haft sömu „undraverðu" áhrifín og hún hafði á sínum tíma í Bretlandi. í stefnuyfírlýsingu sinni lýsa hinir rússnesku Thatchersinn- ar því hvernig gamalt og öfl- ugt stórveldi hafl liðast í sund- ur. Efnahagur landsins í rúst, vetur skollinn á en samt sé ekkert rafrnagn eða hita að fá. En aðdáendur járnfrúarinn- ar eru ekki að lýsa Rússlandi nútímans heldur Bretlandi undir lok áttunda áratugarins. Og þegar neyðin var stærst var hjálpin næst, „því þá komst Thatcher til valda í Bretlandi11. „Það er almennt viðurkennt og algerlega óve- fengt að frú Thatcher tókst á skömmum tíma að bjarga Bretlandi út úr kreppu sem var engu minni en sú sem nú þjakar Rússland." Flokkurinn nýi verður stofnaður foi-mlega í næstu viku en þegar hefur verið bent á alvarlegt vandamál sem hann virðist eiga við að stríða. Engan eiga sér hinir rúss- nesku Thatchersinnar nefni- lega leiðtogann, allra síst nokkurn sem þykir jafnast á við átrúnaðargoðið. Reuters Allt þetta fylgir konudagsblómum laugardag og sunnudag Kbl S99#- Heimsendingarþjónasta Konudag frd kl 8:00 Reykjavík: S 0070 Akureyri: S. 1 3200 2 fyrir 1 meö íslandsflugi á alla áfangastaði ISLANDSFLUG innanlands gerir fleirum fært að fljúga Jifflitok > bAbmústorqi og 2 fyrir 1 í Perluna v. Öskjuhlíð og Smiðjuna Akureyri og 2 fyrir 1 \buve Got M@il

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.