Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 25

Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 25 ERLENT Breytt afstaða breskra stjórnvalda til erfðabreyttra matvæla Viðurkenna að huga þurfi að áhyggjum almennings London. The Daily Telegraph. Ottast minni niðurgreiðslur NOKKRIR ráðherrar bresku ríkis- stjómarinnar sendu í íyrradag frá sér yíii-lýsingu þar sem almenningur er fullvissaður um að stjórnin muni koma í veg fyrir að erfðabreytt mat- væli fari á almennan markað í Bret- landi verði sýnt fram á að þau hafí slæm áhrif á umhverfíð. Pótt ríkis- stjórnin hafni að vísu enn hugmynd- um um bann við ræktun erfða- breyttra matvæla viðurkennir hún nú í íyrsta skipti að huga þurfi að áhyggjum almennings vegna máls- ins. Þykir yfírlýsingin marka nokk- ur umskipti á afstöðu ríkisstjórnar- innar sem haldið hefur uppi vörnum fyrir erfðabreytt matvæli, og jafn- framt sakað bresk dagblöð og stjórnarandstæðinga um hræðslu- áróður og ýkjur. I bréfi sem dreift var til allra þingmanna sögðust ráðherrar heil- brigðis-, umhverfis-, matvæla- og landbúnaðarmála sannfærðir um að þau erfðabreyttu matvæli sem þeg- ar væru komin á markað væru full- komlega skaðlaus heilsu manna. Engu að síður er ritun bréfsins sögð til marks um að Tony Blair og ríkis- stjórn hans geri sér ljóst að hún standi höllum fæti í áróðursstríði vegna málsins. „Helsta markmið stjórnarinnar er að vernda almenning í landinu og umhverfi okkar,“ segir í bréfinu. „En við verðum þó að ná þessu markmiði án þess að neita þjóðinni um þá bættu heilsugæslu og þróun í umhverfis- og efnahagsmálum sem hlýst af framþróun í tækni og vísind- um.“ Lét stjórnin umrætt bréf frá sér einungis skömmu eftir að umhverf- isverndarsinnar höfðu hellt fimm tonnum af erfðabreyttum sojabaun- um fyrir framan bústað Blairs við Downingstræti 10 í London í mót- mælaskyni við afstöðu stjórnarinn- ar. Lögreglan í Liverpool hafði jafn- framt handtekið sex Grænfriðunga sem reyndu að koma í veg fyrir að skip með erfðabreytt matvæli innan- borðs væru affermd. Gleymist alveg að reglur ESB ei'u skýrar Deilan um erfðabreytt matvæli hefur mjög sett svip sinn á þjóð- málaumræðu í Bretlandi þessa vik- una en í leiðara The Daily Tel- egraph á fimmtudag er bent á að staðreyndin sé í raun sú að Bretar geta lítið aðhafst í málinu til eða frá. Segir blaðið að Tony Blair sé því verulega að ýkja eigin áhrif í málinu er hann segist hafa „ákveðið" að ekki yrði um bann að ræða, enda valdi reglur ESB því í raun að búið er að taka ákvörðunina fyrir hann. Að sama skapi sé það hræsni af William Hague, leiðtoga stjórnar- andstöðunnar, að krefjast slíks banns því honum sé fullkomlega Ijóst að af því getur ekki orðið. ÍTALSKUR bóndi með hana Skjöldu sína hjá langri lest drátt- arvéla, sem stöðvuð var á landa- mærum Belgíu og Lúxemborgar. Var hún komin alla leið frá Italiu og stefndi til Brussel þar sem land- búnaðarráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna ræða um umbætur á landbúnaðarstefnunni. Þar ætl- uðu einnig að koma saman um 30.000 bændur víðs vegar að úr sambandinu til að mótmæla hug- myndum um minni niðurgreiðslur. Þær gleypa nú um lielming allra útgjalda ESB eða um 3.195 millj- arða isl. kr. Skerst í odda yfir N-írak Ankara, Bagdad. Reuters. BANDARÍSKAR F-16 herþotur skutu í gær tveimur flugskeytum að ratsjárstöð í Norður-Irak eftir að flugmenn urðu varir við að íra- skar loftvarnarsveitir höfðu fest skotmið sín á þotunum. Sögðu tals- menn bandaríska varnarmálaráðu- neytisins að þoturnar hefðu snúið heilu og höldnu aftur til bækistöðva sinna en að eftir væri að meta þann skaða sem flugskeytin ollu á jörðu niðri. „Hinar morðóðu krákur vanvirtu lofthelgi okkar í dag,“ sagði í yfir- lýsingu Iraka. Kom jaínframt fram að loftvamarsveitir Iraka hefðu hafið skothríð á herþoturnar sem, skv. upplýsingum Iraka, voru að koma frá bækistöðvum sínum í Sá- dí-Arabíu og Kúveit. Skærar sem þessar hafa verið nánast daglegur viðburður frá því fjögurra daga árásum Breta og Bandaríkjamanna á Irak lauk í des- ember en írakar neita að viður- kenna flugbannssvæði yfir landinu sem Sameinuðu þjóðirnar settu í kjölfar Persaflóastríðsins árið 1991. Taha Yassin Ramadan, varafor- seti Iraks, sagði fyrr í vikunni að stjórnvöld í Bagdad gætu „valdið umtalsverðum skaða“ ef Kúveit og Sádí-Ai-abía héldu áfram að leyfa vesturveldunum að gera árásir sín- ar út frá bækistöðvum þar. Mistókst Tareg Aziz, aðstoðarfor- sætisráðherra Iraks, hins vegar ný- lega að telja Tyrki á að banna Bandaríkjamönnum að gera út her- þotur frá Tyrklandi. OKKAR MARKMIÐ ER AÐ ÞU NAIR ÞINU Það krefst sérstakrar þekkingar og tækni að búa til þægilegan en jafnframt kraftmikinn fjölskyldubíl. Við nýtum reynslu okkar úr kappaksturskeppnum víða um heim til að gera spræka og kraftmikla vél, þjált gírakerfi og sportlega fjöðrun. Við nýtum áratugalangt þróunarstarf okkar færustu vísindamanna til að tryggja hámarks öryggi ökumanns og farþega. Við nýtum rannsóknir NASA á líkamsstuðningi og plássþörf við hönnun innra rýmis til að ná hámarksþægindum og nýtingu. Takmark okkar er að búa til bíl sem þjónar þér betur. Prófaðu Honda Civic - og þú finnur um leið að okkur hefur tekist það býsna vel. Frá 1.459.000 kr. - hér eru gæði á ferðinni Honda á íslandi • Vatnagörðum 24 • Sími 520 1100 Opið virka daga kl.9-18 og kl. 12-16 á laugardögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.