Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 52

Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 52
■?>2 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HESTAR > s -y Mesta og dýrmætasta auðlind þjóðarinnar Eftirfarandi grein skrifaði Þorgeir Ibsen skólastjóri undir andlát sitt og lauk við hana daginn áður en hann lézt. Greinin fjallar um helztu hugðarefni hans. Hann hafði gengið frá henni til prentunar og er hún þannig síðasti vitn- isburður um langt og farsælt samstarf Þorgeirs og Morgunblaðsins. MESTU auðlind okkar eigum við ekki í sjávarútveginum, landbúnaðinum, fall- vötnunum og jarð- varmanum, þótt þessar auðlindir séu afar mikilsverðar þjóðarbúskapnum. A hinn bóginn eigum við þá auðlind, sem er verðmætari þeim öll- um til samans en það er æskan, sem á að erfa þetta land með gögnum sínum og gæðum, kostum og ókostum. A þessari auðlind, æskunni, byggist framtíð þjóðarinnar. Hún er örlagavaldur- inn og veldur þeim sköpum, hvort búseta og byggð haldist í landinu til frambúðar eða ekki. En hvern- ig umgöngumst við þessa okkar mestu og örlagaríkustu auðlind? Sannast sagna er það með ein- dæmum hversu mikið afskipta- leysi og kæruleysi birtist í breytni okkai- og hegðun gagnvart hinni uppvaxandi kynslóð, æskunni, sem öll gifta þjóðarinnar kemur til með að byggjast á, hvort okkur sem þjóð takist að halda velli hér á norðurhjaranum eða ekki. II Síðustu atburðirnir í ýmsum skólum á grunnskólastiginu, aga- leysið og rótleysið þar, vekur ógn og skelfingu flestra þeirra manna, sem láta skólana, örlög þein-a og æskufólks, sig einhverju skipta. Þrátt fyrir öll ráðin, nefndimar, aukna sálfræði- og félagsráðgjöf o.fl. af því tagi, virðist sem aga- og stjómleysið í mörgum skólum hafi aukist fremur en hitt og er það grafalvarlegt mál. Á síðustu áram hefur hinn veraldlegi efnahagur okkar stóraukist og við eram taldir með auðugustu þjóðum heims. Er það gott svo langt sem það nær. Á sama tíma blasir það við öllum, sem eyra hafa til að heyra og augu til að sjá, að við eram í miklum sál- arháska stödd sem þjóð, í afstöðu okkar eða afstöðuleysi til ung- menna þjóðarinnar, sem era hin eina sanna auðlind, sem framtíð og tilvist þjóðarinnar byggist á. Þetta er að grafa um sig sem sársauka- full, opin und í þjóðarsálinni, sem margir alltof margir ráðamenn og margir aðrir láta sig litlu eða engu varða og láta sem ekkert sé að. Á sínum stað stendur: „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn bíði hann við það tjón á sálu sinni.“ III Og nú gengur maður undir manns hönd, þar sem því er lýst fjálglega yfir, hver muni verða helztu kosningamálin í komandi Alþingiskosningum í vor. Þar ber hæst: fískveiðistefnuna, kvótamál- ið, virkjanamál, stóriðjumál, há- lendismál, (verndun og nýting), gagna- grannsmálið o.fl. af því tagi. Engum dettur í hug hvílíkan háska við eram að búa börnum okkar og æskufólki með af- skiptaleysi okkar og sinnuleysi og látum reka á reiðanum í þeim efnum. Þetta stórmál ætti að hafa forgang, vera tekið fram yfir öll önnur mál sem kosninga- mál. I stað þess að það verði gert, lygn- um við augum og eram þar með að setja margt ungviði þessa lands á guð og gaddinn. Við eram svo upptekin af veraldargæðunum að við látum allt annað sem vind um eyra þjóta, tökum ekki eftir hversu margt ungmenna, allt nið- ur í bamsaldur, er forfallið í drykkjuskap og fíkniefnaneyzlu og þetta tvennt fer svo ört vax- andi í okkar litla samfélagi, sem er um 280 þúsund manns, að okk- ur órar ekki fyrir því hvílík hætta er á ferðum fyrir örlög okkar sem þjóðar. Forspilið að þessum ógnvekj- andi háska er sívaxandi neyzla brennivíns fjölmenns hóps ung- viðis, allt niður í barnsaldur, sem oftast leiðir til neyzlu enn harðari fíkniefna (eiturlyfja), sem sölu- menn dauðans, samvizkulausir eiturlyfjasalar, gera sér veikleika fólks, ekki sízt æskufólks, að fé- þúfu. Þetta er dapurleg staðreynd en hún er dagsönn, þótt margur kunni að segja, að hér sé verið að gera úlfalda úr mýflugunni. IV Undirituðum brá illilega í brún þegar hann las grein Þórarins Tyrfinssonar: „Þarf ástandð að versna mikið meira áður en það lagast?" Þar segii- m.a.: „...þó að tölulegar upplýsingar um árið 1998 liggi ekki endanlega fyrir er ljóst að það slæma ástand sem skapað- ist á miðju ári 1995 í vímuefnamál- um er komið til að vera. I bama- skap okkar, trúgimi og meðfæddri bjartsýni vonuðum við flest að þetta væri tímabundið ástand sem mundi lagast fljótt. En svo er ekki.“ Þá getur hann þess, m.a. í umræddri grein að það forvama- starf sem unnið er í landinu hafi einkum beinst að því að höfða til skynsemi og sjálfstjómar og draga þannig úr eftirspm-n einstaklinga eftii’ vímuefnum og telur að frá ár- inu 1995 hafi vamimar verið að bresta og í ljós hafi komið að ekki sé nóg að höfða til skynsemi og sjálfstjómar við þær aðstæður, sem ríkja, að til þess séu þeir sem era í mestri hættu of ungir og að tvennt þurfi að gera hið bráðasta. I fyrsta lagi að draga úr aðgengi ungmenna að áfengi og öðram Þorgeir Ibsen vímuefnum og í öðra lagi þurfi að nota þá læknisfræðilegu þekkingu sem fyiir er til að finna þá sem era í mestri hættu nógu snemma, og beina kröftum að þeim áður en þeir sýkjast, og segir að allir sem að vandanum koma, verði að gera sér ljóst, að nú sé brýnast að herða róðurinn í aðhaldsmálunum og minnka aðgengið að vímuefnum. Hann telur ábyrgð foreldra og annan-a uppalenda stærsta og að fleiri þurfi að bretta upp ermam- ar. Sveitarstjórnir á suðvestur- horninu verði að standa sig betur og gera sér ljóst að meðan einhver hluti skemmtanaiðnaðar í þessum sveitarfélögum sé í höndum lög- brjóta sé ekki von á góðu og í skjóli hans munu umsvif vímuefna- mangara vaxa. Hann telur að skera þurfi upp herör, m.a. gegn þeim sem bijóta núverandi áfeng- islöggjöf af ásettu ráði í von um aukinn gróða á kostnað æskunnar. Og nú síðast hafa okkur borizt þau ógnartíðindi, að Ósló sé orðin mesta eiturlyfjabæli Evrópu, þar sem rán, gripdeildir, líkamsárásir og morð fari vaxandi. Og þetta er borgin, sem var fram til síðustu ára, talin ein friðsælasta sveita- borg í álfunni. Verðum við næstir í röðinni? V I öllu fréttafárinu sem dunið hef- ur yfir þjóðina, frá því fyrir jól og fram til dagsins í dag, era hinar ískyggilegu fréttir af mörgum ung- mennum á skólaskyldualdri, sem hafa þegar farið sér að voða í áfengis- og fíkniefnaneyzlu, og fer sá hópur nú hratt vaxandi, sem kann ekki fótum sínum forráð og á það einnig við um margt heimilið sem gjörsamlega hefur misst öll tök á bömum sínum, sem að meira eða minna leyti alast upp á götunni fram á nætur, eftir dagvistina í skólanum. I ýmsum skólum, eink- um hér syðra, er þetta farið að bitna mjög á skólahaldinu. Um það hafa birzt frá áramótum hinar ugg- vænlegustu fréttir, þar sem ofbeldi af ýmsu tagi er farið að spilla skólastarfinu og setja á það hinn versta brag, og ekki bætti það úr skák, þegai’ einhver stjómandi skóla hélt því fram í opinbera við- ali, að skólar væra fræðslustofnun, en ekki uppeldis. Hvílíkur mis- skilningur. Óðram þræði, hvort sem okkur líkar betur eða verr, hlýtm- skólinn undfr öllum kring- umstæðum að vera uppeldisstofn- un sem fræðslustofnun. Þetta segir sig sjálft. Uppeldið er alls staðai-. Börn ala sig ekki upp sjálf, hvorki á heimilum né í skólum. Bæði ósjálfrátt, og einnig sjálfrátt, líta bönún á hina fullorðnu sem fyrir- myndir. Böm gera það sem fyrir þeim er haft. I raun vilja þau að agi og regla ríki í skólanum. Á því sviði kemur uppeldishlutverk skólans sterklega við sögu. Undan því verður aldrei vikizt. Þau vilja geta litið á kennara sinn sem sterka fyr- irmynd, karl eða konu, sem hefúr reglu á hlutunum, en á hann þó um leið að vera mildur og skilningsrík- ur, laus við smámunasemi, ai-g og þras. Því miður era ekki allfr kenn- arar færir um þetta. Ná ekki tök- um á viðfangsefni sínu og því fer sem fer. Slíkir kennarar ættu ekki að gera kennslu að ævistarfi sínu. Þeir ættu að hætta hið snarasta áð- ur en þeir valda stórtjóni í við: kvæmu og vandasömu starfi. VI Hvað er til ráða nú, til þess að gera skóla landsins og störfín þar fastmóðaðri en virðist vera nú um stundir, a.m.k. ýmissa þeirra hér syðra, þar sem lausatökin ráða og of margt hefur losnað úr böndum í sambandi við reglu og aga og það er að skyldunámsskólinn fái frið til þess að vera það sem hann á að vera, kalla mætti „normal“ skóla. Þetta þýðir, að skólinn á ekki að neyðast til að sitja uppi með þá nemendur, sem orðnir era það skemmdir og illir að inn- ræti að engu tauti verði við þá komið, jafnvel þótt þeir séu í bekk hjá úrvalskennara. Það á að vera skylda skólastjórnar að vandlega yfirveguðu ráði, að víkja slíkum nemanda eða nemendum úr bekk svo að eðlilegur vinnu- friður fáist. Nemendur, sem í lagi era og aðstandendur þeirra eiga mikla kröfu til þess, að vinnufrið- ur ríki í skólanum. Það verður að hafa í huga, að þeir nemendur sem vísað er á brott, era skóla- skyldir og skólayfirvöldum ber skylda til að sjá strax um, að þeir fái viðeigandi vist og meðferð undir handarjaðri sérfræðinga, sem falið er að taka þá að sér, til að koma þeim á réttan kjöl. Ann- að er hér, sem hafa verður sterk- lega í huga, að ekki er hér átt við fjörkálfana, sem enn eru óskemmdir að innræti og era oft uppátektarsamir og fyrirferðar- miklir af einskærri gleði yfir því að vera til. Það væri harla skrít- inn og jafnvel dauður skóli sem hefði enga slíka nemendur innan sinna vébanda. Það er enginn vandi að róa slíka nemendur þeg- ar ærsl þeirra og lífsfjör gengur úr hófi fram. Slyngur og skiln- ingsríkur kennari á ekki að eiga í neinum vanda með að róa slíká nemendur og halda þeim að verki. Óspillt fjör og lífsgleði þessara nemenda má samt ekki kyrkja með óvönduðum og van- hugsuðum aðferðum. Umburðar- lyndi og skilningur verður að ráða ferðinni, þvi að nemendur þessarar gerðar verða aldrei „normal“-skólanum fjötur um fót. VII Hin ævagamla og lærdómsríka dæmisaga um skemmda eplið, þar sem eitt skemmt epli var sett í skál með fimm óskemmdum. Þar sem það var ekki fjarlægt strax, skemmdi það fljótt hin óskemmdu. Sú ályktun sem við getum dregið af þessu dæmi er öraggari en löng sálfræðileg orð- ræða um álíka eða svipað efni, sem blasir við okkur í grunnskól- anum, þar sem skemmdin fær að grassera í bekkjardeildum, án þess að við því sé brugðizt á skyn- samlegan hátt og allt mun vera við sama heygarðshornið fái bekkirnir ekki vinnufrið og næði til að vera það sem undirritaður kallar „normal“-bekki. Umsjónar- kennarinn og skólastjórinn eiga að fá óskorað vald til að fjarlægja skemmdina áður en hún nær að spilla öllum bekknum. Þórarinn Tyrfingsson sagði í grein inni í Morgunblaðinu 27. janúar sl.: „Frá árinu 1995 hafa varnirnar verið að bresta.“ Og nú má segja að áfengis- og fíkniefnaneyzla aukist ört hin síðustu misseri meðal skólaæskunnar, allt niður í barnsaldur, og fari nú eins og logi yfir akur. Ef við leggjumst ekki á eitt og stöndum öll einhuga sam- an um að reyna að bægja þessari vá frá æsku þessa lands, okkar dýrmætustu auðlind, erum við illa á vegi stödd sem þjóð. Hrossamark aður á Skán- ey og sölu- sýning á Ingólfshvoli SÖLUSÝNINGAR og hrossa- markaðir eru sífellt að ná meiri vinsældum hér á landi og um helgina geta áhugasamir sótt slíkar uppákoinur á tveimur stöðum að minnsta kosti. Hrossaræktasamtök Suðurlands verða með sölusýningu í reið- höllinni á Ingólfshvoli í Ölfusi frá kl. 10-12 í dag, laugardag. Heimilisfólkið á Skáney í Reyk- holtsdal í Borgarfirði ætlar síð- an að efna til hrossamarkaðar í reiðskemmunni sinni á morgun, frá kl. 14-16. Bjarni Marinósson bóndi á Skáney sagði í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin að hrossamarkaði hafi komið upp um síðustu helgi og var ákveðið að slá til. Nokkuð hafi verið rætt um að halda slíka markaði þar sem fólk af bæjunum í hér- aðinu gæti komið með hesta sína og selt, en aldrei hafí orðið úr því. Margir hafi kvartað yfir að fáir kæmu til að skoða og kaupa hross, því væri þetta til- valið tækifæri til að fá fólk á svæðið sem gæti jafnvel komið við á fleiri bæjum í leiðinni. Þau ákváðu því að ríða á vaðið með sín eigin hross til að vekja áhuga fólks á að hafa regluleg- ar sölusýningar. Hátt í 40 hross verða til sölu á markaðnum. Þar á meðal eru þrjár veturgamlar hryssur, 8-9 tveggja vetra trippi, 10-12 á 4. vetri og 10 hryssur tamdar og hálftamdar. Einnig verða tveir stóðhestar sýndir, þeir Reynir og Andvari frá Skáney. Bjarni segist renna svolítið blint í sjó- inn í sambandi við verðlagningu en hann hefur sett sér þá þum- alputtareglu að folaldið kosti 25.000 krónur og síðan bætist 25.000 krónur við hvert ár, en virðisaukaskattur bætist ofan á þetta verð. Hann bendir á að þrátt fyrir þessa verðlagningu sé hægt að semja á alla kanta, til dæmis um að hafa hrossið áfram í uppeldi á Skáney svo eitthvað sé nefnt. „Auðvitað er þetta ævintýra- mennska,“ sagði Bjarni. „En mér fínnst þetta tilvalið tæki- færi til að skapa umræðu og hreyfingu í sölumálunum. Einnig er gott að geta notað reiðskeminuna til þessara hluta. Strax og fréttist af þessu hafði fólk hér í héraðinu sam- band og var ánægt með fram- takið. Vonandi verður þetta byrjunin á reglulegum mark- aðssýningum. Hestamenn virð- ast alltaf hafa gaman af að hittast og eru oft að reyna að finna upp á nýjungum. í janúar kom góður ís á ána og um leið var kominn hópur fólks úr sveitinni sem hittist til að ríða út saman á ísilagðri, spegil- sléttri ánni.“ nsTuns SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 . Austurver Sími 568 4240 —«w-,.=í-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.