Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 70
70 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 FOLK I FRETTUM MORGUNBLAÐIÐ NATENX - er nóg ! Útsölustaðir: Hagkaup, Nýkaup, Blómaval Akureyri og Reykjavík, Apótekin, Lyfja, verslanir KÁ, Kaupfélögin, Urð Raufarhöfn, Homabær Hornafirði, Lónið Þórshöfn, Heilsulindin Keflavík, Melabúðin Neskaupsstað. Dreifing: NIKO ehf - sími 568 0945 Veffang: www.naten.is Fyrirtiða- spenna nánast horfin! UAM.uwAnimmumvm Islensk hár- tíska framsæk in og nútímalej Allt leikur í höndunum á Cort Larson. GARÐAR Thor Cortes heftir fengið hlutverk í söngleikn- um Óperudraugnum, eða „Phantom of the Opera“ í Her Majesty’s Theatre á West End. Þegar haft var samband við Garðar tók hann ráðningunni með stóískri ró. „Það er nú ekki mikið að segja annað en það að ég fékk þetta hlutverk í London og verð þar næstu mánuði.“ Fer með eitt aðalhlutverkið - Hvaða hlutverk í verk- inu fékkstu? „Persónan sem ég leik heitir Raoul og er þetta eitt af þremur aðalhlutverkum sýningarinnar. Raoul er ungi maðurinn sem er ástfanginn af stúlkunni í verkinu. Þau hafa verið ástfangin frá bemsku þegar óperudraug- urinn kemur inn í myndina. Þetta er þessi dæmigerði ástarþríhymingur þar sem tveir elska eina konu.“ - En hvernig vissu þeir af þér úti íLundúnum? „Það var hringt í mig og ég beðinn að koma í prufu. Aðstandendur Operudraugsins vissu af mér í gegnum sýninguna Carmen Negra sem sýnd var síðasta sumar á íslandi. En bæði tónlistarstjórinn Callum McLeod og leikstjórinn Stewart Trotter eru frá Bretlandi og Calluin starfar á West End. Þeir hljóta bara að hafa frétt af mér í gegnum hann.“ Fyrsta sýning Garðars 8. mars - Og hvenær byrjar ball- ið? „Æfingar era þegar hafn- ar, en þær hófust fyrir rúmri viku. Ég verð í sýn- ingunni út nóvembermánuð en fyrsta sýningin hjá mér er 8. mars næstkomandi." Söngleikuriim Óperu- draugurinn er eftir Andrew Lloyd Webber og liefur verið sýndur í West End í þrettán ár. Garðar segist ekki þekkja mikið til sögu þeirra sem leika með honum í sýning- unni en Mike Sterling leikur drauginn og Meredith Braun leikur stúlkuna Kristínu. - Er þetta ekki ótrúlegt tækifæri fyrir ungan söngv- ara? „Þetta er alla vega mjög góð leið til að vinna sér inn peninga fyrir söngnámi,“ segir Garðar hógvær að vanda, en hann hefur verið í söngnámi hjá prófessor Andre Orlowitz í Kaup- mannahöfn undanfarið þótt skiljanlega verði hlé á náminu meðan hann tekur þátt í Óperudraugnum á West End. „Ég ætla nú að reyna að finna mér ein- hvern undirleikara og þjálfara hérna í Lundúnum svo ég geti haldið mér við í söngnáminu." Það verður þvi nóg að gera hjá Garðari á næst- unni, því sýningar á Óperudraugnum verða daglega. „Þetta er eiginlega eins og vertíð," segir Garðar hlæjandi að lokum. muiguxiumoiu/ GARÐAR Thor í hlutverki sínu í Carmen Negra síðastliðið sumar. Með honum á mynd- inni er ensk-finnska söngkonan Caron. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson HARSKURÐARMEISTARINN ásamt bridssveitinni. Talið frá vinstri: Cort Larson, Steve Garner, Barnett Shenkin, Ralph Katz og Zia Ma-hmood. CORT Larson er Bandaríkjameist- ari í hárskurði og var hann staddur hér á landi nýverið, ekki til að klippa hár, heldur til að fylgjast með brids- hátíð sem lauk á mánudagskvöld. Félagi Corts, Steve Gamer, ásamt tveimur öðrum Bandaríkjamönnum kepptu á hátíðinni en sú sveit var undir stjórn Pakistanans Zia Ma- hmood sem er vel þekktur bridsleik- ari. „Ég hef tekið Naten í nokkra mátmði með mjög góðum árangri. Fi/rir utan það að húð mín og hár eru mun frísklegri, fannst mér mesti munurinn að bræðisköst og spenna fyrir blæðingar eru nánast horfin. Einnig er ég orkumeiri og mér líður allri betur. Ég mæli með að konur um og i/fir fertugt taki Naten reglulega. Mín rei/nsla er sú er að Naten dregur verulega úr fi/rirtíðaspennu og ég veit að það hefur mjög góð áhrif á konur á brei/tinga- skeiðinu. Naten er sannkallað fegrunarmeðal úr náttúrunni og frábær fæðubót fi/rir konur á besta aldri.“ þess að vera meistari í hárskurði spilar hann brids. Sunna Ósk Logadóttir frædd- ist um hvort væri meira í uppáhaldi hjá honum, skæri eða spil. En hvemig ætli hárskurður og brids fari samun? .Ágætlega, finnst mér. Ég spOa brids og hef mjög gaman að því en ég keppi ekki. Vinur minn, Steve Garner, er að keppa hérna og ég slóst í fór með honum bara upp á gamanið. Hins vegar keppi ég í hár- skurði _sem er einnig aðaláhugamál mitt. Ég vinn við að hanna hár- greiðslur og er reyndar Ameríku- meistari í hárskurði.“ - Hvixð iinnst þér um íslensku hár- tísku? „Mér finnst Mn mjög framsækin og nútímaleg. Ég hef ferðast um all- an heim og ég tel íslendinga standa mun framar á þessu sviði en flestar þjóðir." -Hefur þú ferðast víða vegna starfsins? „Já ég hef farið um allt til að keppa í hárskurði. Ég er nýkominn frá Þýskalandi en áður var ég í Belg- íu og Frakklandi. Ég hef einnig keppt í Kóreu svo eitthvað sé nefnt.“ -Hvernig kanntu við þig á Is- landi? „Mér finnst það dásamlegt. Þið fylgist greinOega vel með tískunni, ekki bara hvað varðar hár heldur líka fatnað og tónlist. Ég hef virki- lega notið dvaiarinnar og stefni að því að koma hingað aftur næsta sum- ar. Ég er strax farinn að hlakka t0!“ Morgunblaðið/Ásdís CORT Larson leiðbeinir islenskum kollegnm si'num á mánudagskvöld. - Ertu búinn að kynnast næturlíf- inu hér? „Vinkona mín fór með mig út á lif- ið um helgina og ég held að klukkan hafi verið orðin sjö um morguninn þegar við komum heim! Ég skemmti mér konunglega. Götulífið hérna er mjög skemmtOegt; þetta var allt saman alveg ótrúlegt." - Varð þér ekkert kalt af að ganga um í bænum? „Nei, alls ekki.“ - Hvert ferðu þegar þú ferð héð- an? „Ég fer frá íslandi á morgun [þriðjudag] og þá fer ég beint heim til Chicaco. Ég keppi ekki aftur fyi-r en í júlí en þá verður úrslitakeppni fyrir ólympíulið Bandaríkjanna í hárskurði." - Fáum við ekki líka að njóta hæfí- leika þinna? „Jú, ég leiðbeindi á námskeiði hjá Hárgreiðslustofunni Scala á mánu- dagskvöld.“ -Heldurðu að það sé hægt að kenna okkur eitthvað? „Ja, það kemur í ljós en ég vona það! Ég og íslenskir kollegar mínir skiptumst á hugmyndum og ég kem eflaust til með að læra eitthvað líka.“ Baldvitia Sveinsdóttir Húsmóðir og middarí Garðar Thor Cortes á fjalimar í West End MYNPBÖND Vel af stað farið AF NÓGU AÐ TAKA (Have Plenty) Rómantísk gamanin.yiid ★★★ Framleiðandi: Christopher Scott Cherot og Robyn M. Greene. Leik- stjóri og handritshöfundur: C.S. Cher- ot. Kvikmyndataka: Kerwin Devon- ish. Aðalhlutverk: C.S. Cherot og Chenoa MaxweIl.-(94 mín) Bandarísk. Skífan, febrúar 1999. Öllum leyfð. ÞESSI rómantíska gamanmynd segir frá Lee Plenty, lífskúnstner af guðs náð sem stritar við fyrstu skáldsöguna sína. Hann er hálf- gerður ræfill í samanburði við Ha- vOland, vinkonu sína og æskuást, sem hefur komið sér vel fyrir í „uppa“-samfélagi New York borg- ar. Þegar Havill- and býður Lee í helgarheimsókn ásamt nokkrum vinum fara hlut- föllin hins vegar að snúast við. Það er ungur hæfileikamaður, Christopher Scott Cherot, sem stendur að gerð þessarar kvik- myndar, sem er m.a. skrifuð, klippt og leikstýrt af honum sjálfum. Móðir hans mun hafa veðsett húsið sitt til fjármögnunar og tökur hófust með óþekktum leikurum í húsnæði vinafólks. Þegar aðalleik- arinn hætti við á síðustu stundu brá Cherot sér sjálfur í hlutverk aðal- söguhetjunnar. Þó svo að fjársterk- ir aðilar hafi seinna meir haft hönd í bagga, heldur kvikmyndin fersk- um og óháðum keim. Hún er andrík og fyndin auk þess sem leikararnir ljá henni eðlilegt og afslappað yfir- bragð. Myndin birtir samfélagslegt sjónarhorn sem er sjaldséð á hvíta tjaldinu, þ.e. hóp menntaðra og efn- aðra blökkumanna. Cherot snið- gengur þó alla kynþáttaumræðu og leggur þannig áherslu á að hör- undslitur sé ekki aðalatriðið, enda er það fyrst og fremst mannlegi þátturinn sem fær að njóta sín í þessari mynd. Heiða Jóhannsdóttir Ást á vegum úti KOSS EÐA MORÐ (KissorKill)_______________ Þjóðvegamynd ★★★ Framleiðsla: Bill Bennett og Jennifer Bennett. Handrit og leikstjórn: Bill Bennett. Kvikmyndataka: Maleolm McCuloch. Aðalhlutverk: Frances O’connor og Matt Day. 93 mín. Áströlsk. Háskólabíó, febrúar 1999. Aldurstakmark: 12 ár ÞJÓÐVEGAMYNDIR era ein al- gengasta kvikmyndategund sem til er þegar horft er á alþjóðlega kvik- myndagerð. Hér er á ferð vel heppnað ástralskt eintak tegundar- innar, með spennuívafi og óvæntum beygj- um í frásögninni. Útlit myndarinn- ar er mjög hefð- bundið miðað við þessa gerð mynda, mikil áhersla er lögð á eyðileg sjónar- horn, hreyfingu og einangrun. Leik- urinn er góður og í skemmtilegu samræmi við framvindu sögunnar, sem er vel skrifuð og spennandi. Umfram allt veita myndir af þessu tagi ómetanlegt mótvægi við eins- leita sauðahjörðina frá Hollywood. Hefðbundin, en þó ótrúlega nýstár- leg, spennandi og skemmtileg. Guðmundur Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.