Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Verkefnið Skil 21 byggist á nýtingu úrgangs af líffræðilegum uppruna til landgræðslu í landnámi Ingólfs Atvinnu- lífið tekur af skarið í umhverfis- málum Byggð á höfuðborg- arsvæðinu þenst hratt út og í kjöl- farið koma upp ým- is vandamál, eins og til dæmis urðun sorps. Reiknað er með að erfitt verði að finna svæði til urðunar í nágrenni höf- uðborgarinnar í framtíðinni. Með því að endurnýta lífrænan úrgang má minnka úrgang til urðunar um 50%. Það er meðal annars markmið verkefnisins Skil 21 sem hleypt var af stokkunum í vikunni. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér verk- efnið og markmið þess. SAMTÖKIN Gróður fyr- ir fólk í landnámi Ing- ólfs og Verkfræðistofan Línuhönnun í samstarfi við Reykjavík menning- arborg Evrópu árið 2000 hófu í vik- unni umhverfisátakið Skil 21. Verkefnið byggist á endumnnslu úrgangs af líffræðilegum uppruna í þágu uppgræðslu og ræktunar í landnámi Ingólfs. Verkefninu er ætlað að gefa tóninn um meðferð úrgangs á nýrri öld og markmiðið er að nýta lífrænan úrgang til framleiðslu á jarðvegsbæti eða líf- rænum áburði. Bágt ástand gróðurs í landnámi Ingólfs Að sögn Jónu Fanneyjar Frið- riksdóttur framkvæmdastjóra Gróðurs fyrir fólk hefur margoft verið sýnt fram á að helsta um- hverfisvandamál á Islandi er upp- blástur og bágt ástand gróðurs og jarðvegs, og slíkar aðstæður sé víða að finna í nágrenni höfuðborg- arsvæðisins. Markmið verkefnisins sé því að nýta sem mest af lífræn- um úrgangi sem fellur til frá at- vinnurekstri til þess að búa til líf- rænan áburð sem kallast molta. Eliefu fyrirtæki hafa gerst stofnað- ilar að átakinu og skuldbinda sig þar með til þess að flokka úrgang af líffræðilegum uppruna eftir ákveðnum skilyrðum. Að sögn Jónu Fanneyjar er þátt- taka sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana, dýrabúa og heimila mikil- væg þar sem gífurlegt magn líf- ræns úrgangs fellur til frá þeim á hverju ári. I atvinnurekstri fellur fyrst og fremst til mikið af pappa og pappír, frá verslunum og fram- leiðslufyrirtækjum fellur mikið til af grænmetisafskurði og úrkasti, matarleifar frá veitingahúsum og mötuneytum, mykja frá hænsna- og svínarækt, og hrossatað frá hesthúsabyggðum. Jóna Fanney segir að um 70 þúsund tonn falli til af húsdýraáburði frá búrekstri í landnáminu árlega, annað eins falli til af mómold og áætla má að 50 þúsund tonn af lífrænum úrgangi falli til frá atvinnurekstri og heim- ilum. Þetta geri alls tæplega 200 þúsund tonn og hingað til hafi að- eins lítið brot verið nýtt til upp- græðslu. Markmið verkefnisins sé að endurnýta stóran hluta af þess- um úrgangi, en milli 30-40% heim- ilissorps er lífræns eðlis. „Gagn- semi þessara úrgangsflokka við uppgræðslu og ræktun á íslandi er ótvíræð. Þau innihalda áburð og líf- rænt efni sem gróðurvana land kallar á,“ segir Jóna Fanney. Fyrirtæki flokka úrgang eftir settum reglum Endumnnsla lífræns úrgangs í áburð kallast jarðgerð. Það er viða- mikið ferli sem hefst hjá fyrirtækj- unum. Með þátttöku í verkefninu Skil 21 skuldbinda þau sig til þess að flokka lífrænan úrgang eftir ákveðnum staðli en sorphirða úr- gangsins er í höndum nokkurra að- ila. Jarðgerð flýtir niðurbroti úr- gangs af líffræðilegum uppruna og byggist á stýrðu, loftháðu ferli. Þegar massanum er haldið í snert- ingu við súrefni gerist niðurbrotið hratt. Jafnframt myndast mikill hiti sem drepur skaðlegar bakterí- ur sem leynst geta í massa af þessu tagi. Hitastigi massans er haldið uppi með því að snúa honum reglu- lega með sérstöku tæki sem kallast múgasnerill. Afurð jarðgerðarferl- isins kallast molta og er hún massi sem að áferð, útliti og innri gerð líkist frjósömum jarðvegi, en er mun frjósamari en venjulegur jarð- vegur. Fleiri geta gerst aðilar á næstunni Tólf fyrirtæki innan landnáms Ingólfs eru stofnaðilar að verkefn- inu Skil 21, og eiga öll það sameig- inlegt að vilja leggja sitt af mörk- um til umhverfismála. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, kexverk- smiðjan Frón, Radisson SAS Hótel GIFURLEGT magn lífræns úrgangs fellur til á hverju ári. Milli 30 og 40% heimilissorps er lífræns eðlis. MIKIÐ efni hefur verið tekið úr Kapelluhrauni austan Reykjanesbrautar til móts við álverið í Straumsvík. Svona leit svæðið út 1. júlí 1998. HINN 1. október 1998 leit svæðið í Kapelluhrauni svona út eftir að landgræðslusamtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs í samvinnu við Hafnarflarðarbæ höfðu grætt það upp með lífrænum efnum. Helsti ávinningur Skila 21 felst í: j,'\_y Hægt er að minnka úrgang til urðunar um u.þ.b. 50%. FTÍBB "i Rint Stigin eru markviss skref til að stemma stigu við gróðurhúsaáhrifum vegna urðunar sorps. Unnt er að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda um 5-8% hérlendis þar sem aukin uppgræðsla lands hefur einnig jákvæð áhrif í því sambandi. Spornað er gegn gróður- og jarðvegseyðingu og myndu íslendingar þar með sýna jákvætt fordæmi á heimsvísu. ' Komið er til móts við kröfur ESB um flokkun virkra úrgangsefna frá efnum sem urðuð eru. Saga, Nýkaup, Steindórsprent Gu- tenberg, Svínabúið Gæðagrís, Skeljungur hf., ísal, Eimskip, Landsvirkjun, Landssíminn og Afengis- og tóbaksverslun ríkisins eru stofnaðilar að átakinu. For- svarsmenn verkefnisins gera auk þess ráð fyrir því að sveitarfélög í landnámi Ingólfs eða íbúasamtök tilkynni að ákveðin hvei’fl í viðkom- andi sveitarfélagi gerist þátttak- endur í verkefninu á síðari stigum þess. Aðrir aðilar, fyrirtæki, stofn- anir og félagasamtök eru boðin vel- komin til þátttöku í Skilum 21. Gámaþjónustan hf. mun sjá um jarðgerð úrgangsins og fer hún fyrst í stað fram á sérstökum jarð- gerðarstað í landi Hafnarfjarðar í Hamranesi en flyst síðar yfir í Ka- pelluhraun. Jarðgerðarferlið tekur 10-15 vikur og nýtist úrgangurinn allur þótt hann rýrni töluvert að magni. Úr 100 tonnum af úrgangi fást milli 45 og 55 tonn af moltu. Sorpa mun leggja verkefninu til moltu en Sorpa hefur stundað jarð- gerð úr garðaúrgangi af höfuð- borgarsvæðinu í nokkur ár. Sam- tökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs sjá svo um að áburðurinn verði notaður til uppgræðslu lands í landnámi Ingólfs, en samtökin hafa frá árinu 1997 starfað að upp- gi'æðslu í landnáminu. Landnám Ingólfs afmarkast af strandlengju Reykjanesskagans og í austri með- fram Ölfusá, Sogi, Þingvallavatni og Hvalfjarðarbotni í norðri. 17 sveitarfélög tilheyra landnáminu. Dregið úr gróðurhúsaáhrifum og landið grætt Þátttakendur í verkefninu munu innan tíðar hefja flokkun úrgangs eftir umræddum staðli og reikna aðstandendur verkefnisins með að það verði komið vel áleiðis árið 2000. Strax næsta vor er stefnt að því að nota moltu úr verkefninu til uppgræðslu. Verkefninu er ætlað varanlegt líf og á að gefa tóninn um úrgangshirðu á nýrri öld. Bjöm Guðbrandur Jónsson um- hvei’fissérfræðingur hjá Verk- fræðistofunni Línuhönnun hf. segir að meginkostir verkefnisins séu fjórir. I fyrsta lagi verði hægt að minnka úrgang til urðunar um 50% sem sé mjög mikilvægt þar sem hægt verði að nýta dýrmæt svæði til annars en urðunar sorps. í öðru lagi væru stigin markviss skref til að minnka gróðurhúsaáhrif og mögulegt væri að draga úr losun þeima hérlendis um 5-8% ef flokk- un lífræns úrgangs og jarðgerð væru almennir sorphirðuhættir hérlendis. Gróðurhúsaáhrif í úr- gangshirðu stafi að mestu leyti af metangasi sem stígur upp frá urð- unarstöðum og með því að koma í veg fyrir að lífrænn úrgangur verði urðaður hlytist mikill ávinningur af. í þriðja lagi væri moltan nýtt til uppgræðslu lands og þar með yrði ávinningurinn enn meiri. í fjórða lagi uppfyllti verkefnið fyrirsjáan- legar kröfur ESB um að flokka virk efni frá þeim efnum sem urðuð eru. Björn segir að verkefnið komi til móts við margvísleg markmið sem sett hafa verið undanfarin ár á sviði umhverfismála. Alþjóðlegar skuldbindingar séu margar, til dæmis Kyoto-samningurinn, og tvær síðast starfandi ríkisstjórnir hafi sett það markmið að minnka sorp um 50% fyrir næstu aldamót. Verkefnið Skil 21 gefi tóninn fyrir úrgangshirðu á nýrri öld, en mann- kynið verði að vinna ötullega að sjálfbærri þróun í framtíðinni. Endumýting og hringrás efna séu hornsteinn sjálfbærrar þróunar og með verkefninu leggi atvinnulífið sitt af mörkum til þess að halda jörðinni gjöfulli og hreinni með hagsmuni komandi kynslóða í huga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.