Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 54
S4 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR JÓNINGVAR JÓHANNSSON "n. + Jón Ing-var Jóhannsson fæddist í Miðhdsura í Gnúpverjahreppi 10. september 1910. Hann Iést á hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum á Selfossi hinn 9. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jóhann Hannesson, og- Olafía Jónsdóttir. Systir Jóns hét Kristbjörg Jóhanns- dóttir og var hún gift Hjalta Þórhann- essyni og eiga þau einn son, Jóhann. Foreldrar Jóns fluttu að Björnskoti á Skeiðum árið 1917 og bjuggu þar allt fram til ársins 1934. Þá deyr faðir Jóns, en hann býr áfram með móður sinni til ársins 1937. Eftir það fer Jón víða í vinnumensku. Lengst af dvaldi hann hjá lijónunum Jónsteini Melsteð og konu hans Gestrúnu Markúsdóttur er bjuggu í Framnesi á Skeiðum. Áður en hann kemur að Norð- urgarði á Skeiðum, árið 1948, til hjón- anna Rósu Péturs- dóttur og Eiríks V aldimarssonar, hafði hann verið í vinnumennsku að Bitru í Hraungerðis- hreppi. Jón dvaldi hjá Rósu og Eiríki þar til hann fór á Ljós- heima árið 1995. Jón var ókvænt- ur og barnlaus. títför Jóns fer fram frá Ólafs- vallarkirkju á Skeiðum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur systkinin langar til að minnast vinar okkar Jóns, sem var samofínn okkar lífi, allt frá barnæsku til fullorðinsára. Margs er að minnast og margar kærar minningar koma fram í hugann. , Jón var barngóður og má segja ' að hann hafi aldrei glatað barninu í sjálfum sér, eins og gerist hjá okk- ur flestum þegar árin færast yfir. Við börnin vorum fljót að finna þetta og hændumst að honum. Við hlustuðum hugfangin á hann segja sögur af bæði draugum og huldu- fólki. Má þar nefna ýmsar sögur af t.d. Gráhelludraugnum og Kamp- holtsmóra, en Jón hafði oft komið í Kampholt í Flóa og taldi sig hafa orðið varan við móra. Einnig sagðist Jón oft sjá ljóstýru í 'Gráhellu, sem er hraungrýtisklett- ur í landi Norðurgarðs, og taldi hann að það ljós væri ekki af manna völdum. Við börnin reynd- um oft að sjá þetta ljós en höfðum ekki erindi sem erfiði. Huldufólk taldi að hann byggi í hverjum hól og benti hann okkur á hina ýmsu hóla, sérstaklega í kringum fjár- húsin þar sem hann gegndi á vet- urna. Barnshugurinn drakk allar þessar sögui- í sig og sáum við fýrir okkur atburðarás sem var ekki síð- ur áhrifarík en allar þær spennu- og afþreyingai-myndir sem nútím- inn býður upp á. Ekki getum við látið hjá líða að minnast á hve mikill dýravinur Jón var. Það var eins með dýrin og okk- ur börnin, þau hændust öll að hon- um og mátti iðulega sjá heimalning- inn, hundinn, hænurnar og köttinn, elta Jón á röndum um hlöðin. Á vet- urna þegar hart var í ári fyrir smá- fuglana, sat Jón oft úti undir vegg og kastaði til þeiiTa brauðmolum á meðan hann gætti þess að heimilis- kötturinn kæmi ekki of nálægt. Þótt Jón hafi verið heimakær maður, þá hafði hann þann sið á ár- um áður, að leggja land undir fót í bókstaflegri merkingu. Tók hann þá pokann sinn á bakið og lagði af stað labbandi og heimsótti þá bæi sem hann hafði dvalist á áður en hann kom að Norðurgarði. Þessar ferðir sem hann fór yfirleitt á vorin, tóku um hálfan mánuð. Seinna meir ferðaðist Jón mikið með foreldrum okkar um landið og þegar heim kom sagði hann okkur ferðasöguna og gilti þá sami frásagnarblær og forðum þegar hann sagði okkur draugasögurnai', allt var þetta sveipað miklum ævintýrablæ. I augum Jóns var réttardagurinn mesti hátíðisdagur ársins. Fór hann þá ríðandi í réttirnar og gerði sér glaðan dag í góðra vina hópi. Oft urðu þeir samferða heim úr réttunum, Ingimar frændi okkar í Björnskoti og Jón og var þá mikið sungið. Jón var lítið gefinn fyrir breyt- ingar og mátti segja að reglusemi og vanafesta hefðu verið einkunn- arorð í lífi hans og starfi. Hann gekk til allra sinna starfa af mikilli trúmennsku og samviskusemi. I meira en hálfa öld fylgdi Jón fjölskyldu okkar og erum við þakklát fyrir þann tíma sem við átt- um með honum. Hann var heilsu- hraustur lengst af, en hin síðari ár fór að halla undan fæti hjá honum og dvaldi hann síðustu fjögur árin á hjúkrunarheimilinu á Ljósheimum á Selfossi. Við viljum koma á fram- færi þakklæti til starfsfólksins á Ljósheimum, sem annaðist Jón síð- ustu árin hans. Jónas, Ragnheiður, Sigmar, Pét- ur, Sævar, Soffía og Valdimar. EINAR JÓNSSON + Einar Jónsson fæddist í Nesi í Norðfirði 7. mars 1895. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 12. febrúar síðastliðinn. Faðir hans var Jón Einars- son frá Hólum í Mjóafirði, f. 1866, d. 1960, en móðir hans var Kristjana Katar- ina Jakobsen, f. í Þórshöfn í Færeyj- um 1860, d. 1955. Einar átti fjögur al- systkini og þrjú hálfsystkini sammæðra. Alsystkini hans voru: Friðþjófur J.J. Jónsson, f. 19.12 1897, d. 26.12. 1905, Sig- urður Jónsson f. 3.7. 1900, Þor- steinn Jónsson, f. 11.1. 1903, d. 20.2. 1952, og Friðþjófur J. Jóns- son, f. 13.8. 1905, d. 8.3. 1908. Hálfsystkini hans voru: Henri- etta (Jetta) Poulsen, f. 12.6. 1884, d. 4.6. 1977, Hans Lukasen, f. 1889, látinn, og Sigrid K.J. Jensina Lukasen, f. 5.4. 1890, látin. Árið 1927 kvæntist Einar Margréti Hin- riksdóttur, f. í Tröllanesi 12.2 1902, d. 4. septem- ber 1986. Fóstur- sonur Einars og Margrétar er Guð- mundur I. Sigmars- son, f. 17.11. 1930, kvæntur Herdísi Ó. Guðmunds- dóttur, f. 12.2. 1932. Þeirra börn eru Einar, f. 2.11. 1957, Guðmundur Sveinn, f. 7.7. 1960, Hjörvar Þór, f. 18.2. 1964, og Margrét, f. 14.2. 1969. títför Einars fer fram frá Norðfjarðarkirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 14. Látinn er afi okkar og langafi, Einar Jónsson skipstjóri og útgerð- armaður, tæplega 104 ára gamall. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 - Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Við andlátsfregn þína hellist yfir okkur söknuður og sársauki. Þó að menn séu orðnir háaldraðir þá er það alltaf sárt að kveðja þegar kem- ur að lífslokum, en minningarnar lifa í hugum okkar sem þekktum þig og fengum að njóta þess að eiga samleið um tíma. Afi stundaði sjómennsku langt fram eftir aldri, sem skipstjóri og útgerðarmaður. Hann vann sín síð- ustu starfsár við flökun í frystihúsi Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, og hætti er hann var kominn á níræðisaldurinn. Hann þrammaði B>lómat»úðm Öa^skom v/ FossvocjsUiVkjugaeð Sími, 554 0500 um allan bæ og hljóp ef svo bar undir og það var hrein unun að horfa á eftir honum er hann hljóp niður Sverristúnið eins og þar færi unglingur en ekki háaldraður mað- ur. Hann var kominn um nírætt þegar hann fór að læra að synda, og hafði hann mjög gaman af því. Afi fylgdist vel með öllu í þjóðfélaginu og var ekki alltaf sammála því sem framkvæmt var af stjómvöldum, sérstaklega því sem sneri að sjávarútveginum, enda var það hans ævistarf og hafði því talsvert vit á málefnum tengdum útvegi. Hann var að okkar mati framsýnn maður í þeim efnum. Árið 1983 flutti afi frá Tröllanesi þar sem hann hafði búið öll sín búskaparár út á ellideild Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup- stað. Alltaf fylgdist afi með sínu fólki, hvort sern það bjó í Svíþjóð, Danmörku, á Álftanesi eða Selfossi. Hann mundi eftir litla fólkinu sínu og hafði mikið gaman af þegar það kom í heimsókn til hans. Það má segja að það sýni hve gaman var að koma til afa að sonur okkar skrapp oft til langafa til að taka eina skák við hann. Þetta þótti gamla mannin- um mjög skemmtilegt og þeim yngri einnig. Um tíma bjuggum við í Tröllanesi rétt eftir að hann flutti út á elliheimili. Það var góður tími sem gleymist ekki. Held ég að hon- um hafi þótt það skondið að aftur voru komin Gummi og Magga í Tröllanes. Það að eiga ekki eftir að taka í vinnulúnar hendur hans og finna kreppta fingur hans í lófa sér er manni svo fjarlægt en allar minn- ingarnar sem eftir liggja eru ljúfar. Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt. Megir þú hvfla í friði. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gerðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf.ók.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Haligr. Pét.) Guðmundur, Margrét og börn. GUÐMUNDUR EINARSSON + Guðmundur Ein- arsson fæddist á Eyrarbakka 5. ágúst 1911. Hann andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 11. febrúar síðastliðinn. Foreld- rar hans voru Einar Jónsson járnsmiður á Eyrarbakka, f. 1887, og kona hans Þórunn Vigfúsdótt- ir, f. 1891 í Hafnarf- irði. Þegar þau slitu samvistum fór Guð- mundur fjögurra ára í fóstur til föðursystur sinnar Sveinbjargar Jónsdóttur og manns hennar Sveinbjarnar Guðjónssonar að Uppsölum í Hraungerðishreppi. Guðmundur átti eina alsystur, Sólborgu, sem er látin, og þrjú hálfsystkini sam- feðra, Bjarna, Jón og Jónu, sem er ein eftirlifandi systkinanna. Uppeldissystkini Guðmundar voru Guðlaug, sem lést 1999, Jóna og Guðjón Sveinbjörnsbörn. Hinn 11. maí 1940 kvæntist Guð- mundur Steinunni Guðleifsdóttur frá Oddgeirshólahöfða í Hraun- gerðishreppi, f. 6. apríl 1914. Þau eignuðust tvo syni. Þeir eru: Guð- leifur, f. 8. júlí 1941, maki Bára Stefánsdóttir frá Akranesi. Þau eiga þrjá syni, Guðmund Stefán, Steinar og Rúnar, og fimm bamabörn. 2) Einar, f. 16. október 1946, maki Kolbrún Skarphéðinsdóttir frá Neskaupstað. Þau eiga tvær dæt- ur, Steinunni Rósu og Þómnni Guð- rúnu, og einnig ól Einar upp tvær dæt- ur Kolbrúnar, Elínu Jónfnu og Önnu Maríu,' frá fyrra hjónabandi. Fyrir átti Einar einn son, Ragnar. Barnabörn Einars og Kolbrúnar em tíu. Guðmundur og Steinunn hófu búskap á Breiðamýrarholti og bjuggu einnig í Oddagörðum í Stokkseyrarhreppi, en fluttust svo að Arnarstaðarkoti í Hraun- gerðishreppi í Árnessýslu. Þau fluttust til Reykjavíkur 1950. Þar hóf hann störf hjá Olíverslun ís- lands (BP) og vann þar til starfs- loka. Guðmumundur og Steinunn slitu samvistum 1965. Seinni kona Guðmundar var Lilja Tiyggrvadóttir sem er látin. Guðmundur flutti í Baldursheim á Stokkseyri árið 1981 en flutti síðan til Neskaupstaðar árið 1987 og var þar til dauðadags. títför Guðmundar fer fram frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku afi minn, þá ertu loksins kominn þangað sem þú vildir fara. Eg sem hlakkaði svo til að taka ut- an um þig og tala við þegar þú flytt- ir loksins til okkar, en þér vai’ð að ósk þinni að kveðja í Neskaupstað. Ósköp verður tómt að koma austur án afa á Egilsbrautinni. Afa sem tekur á móti mér og strákun- um, eða litlu vinnumönnunum eins og þú kallaðir þá, með kaffi og kexi. Þú hefur kennt mér svo margt. Sérstaklega er mér það minnisstætt þegar ég las Islend- ingasögurnar. Þú hampaðir mér alltaf fyrir að skila bókinni til þín á tilsettum tíma áður en þú yfir- heyrðir mig til að kanna hvort ég hefði öragglega skilið bókina. Þegar ég var unglingur varstu alltaf tfl taks ef ég þurfti á þér að halda, og vinir mínir gátu líka leitað til þín. Alltaf áttir þú góð ráð handa okkur. Síðar eignaðist ég strákana mína sem þú varst svo stoltur af. Þú átt- ir endalausa þolinmæði og fullt af skemmtilegum sögum handa þeim. Ekki skemmdi fyrir að langafi gaf þeim alltaf gotterí ef þeir voru góð- ir og stilltir. Síðar fluttumst við suður en ekki vildir þú koma með. Þú ætlaðir að kveðja þennan heim í Neskaup- stað. Eftir það heyrði ég mest í þér í síma. Því miður sá ég þig bara þrisvar eftir að ég flutti. Þau þrjú skipti eru mér dýrmætari nú en mig hefði órað fyrir. Það að hafa fengið að klippa þig, fara með þér í búðir og almennt að vera með þér er mér mikils virði. Því það var það eina sem ég gat fært þér í staðinn fyrir allt það sem þú hefur kennt mér og vinnumönnunum okkar. Huldu, Gunnari og Rósu (frænku) vil ég sérstaklega þakka fyrir að huga svona vel að honum síðustu daga hans. Ég veit að hann er ykkur líka þakklátur. Nú hvílir þú lúin bein, elsku afi minn. Minning þín mun lifa í huga mér alla tíð. Þín Steinunn. Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Vertu sæll, elsku afi minn. Loks fékkstu hvíldina löngu sem þú vild- irfá. Afi minn, ég er svo ánægð að þú beiðst eftir mér og Þórunni syst- ur. Við fengum að vera með þér síðasta sólarhringinn. Ég á nú margar minningar frá því að við Berglind Ósk bjuggum á Egils- brautinni með þér. Alltaf fékk ég prédikun reglulega, ég færi ekki nógu skynsamlega með peningana þegar ég keypti eitthvað fyrir skíðaíþróttina handa Berglindi en þú varst alltaf stoltasti langafi í heimi í hvert skipti sem litla langafaprinsessan þín kom heim með verðlaunapening um hálsinn. Afi minn, það er svo tómlegt núna. Það er svo skrítið að eiga aldrei eftir að hringja aftur í þig og heyra röddina þína. Afi minn, við Berglind munum alltaf minnast þín og sakna þín mikið. Guð geymi þig, elsku afi minn. Anna María. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Vertu sæH, elsku afi minn, ég mun sakna þín og ekki gleyma þér. Ég minnist þess að þú varst alltaf svo góður. Þegar mamma var að vinna á næturnar svaf ég hjá þér. Ég svaf alltaf á sama stað og í sama svefnpoka. Ég þráði mikið að eignast hann, svo ein jólin fékk ég konfektkassa og brúna svefnpok- ann í jólagjöf. Nú kom að því að þú færir og ég sakna þín mikið. Margt er það, margt er það, sem minningamar vekur, og þær eru það eina, sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stef.) Þitt barnabarnabarn, Berglind Ósk. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.