Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Viðskipti með hlutabréf Nýherja á gamlársdag Verðbréfaþing hefur málið til skoðunar VERÐBRÉFAÞING íslands hefur til skoðunai- fjölmörg viðskipti með hlutabréf í félögum á síðustu dög- um ársins og eru viðskipti með hlutabréf í Nýherja hf. þar á meðal. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort málinu verði vísað til Fjármálaeftirlits eða ekki að sögn framkvæmdastjóra Verðbréfa- þings. Hann segist ekki vita til þess að einstök verðbréfafyrirtæki bjóði þá þjónustu að halda gengi hluta- bréfa uppi með því að fá framlag frá viðkomandi félagi sem kaupi þá eigin bréf. Stjórnarformaður Nýherja, Benedikt Jóhannesson, hefur gefið í skyn að Þróunarfélag Islands hf. hafi gert sér leik að því að hafa áhrif á gengi hlutabréfa félagsins á Verðbréfaþingi. A aðalfundi Ný- herja sl. miðvikudag greindi hann frá því að Verðbréfaþing hefði tekið ákveðin viðskipti með hlutabréf fé- lagsins til rannsóknar. Verðmyndun viðkvæm á síðustu dögum ársins Stefán Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Verðbréfaþings, segir að samkvæmt starfsreglum þingsins eigi það ekki frumkvæði að því að greina frá málefnum ein- stakra félaga eða manna, sem til athugunar eru hjá því, nema sér- stakar aðstæður séu fyrir hendi. Þar sem hins vegar opinberlega hafi nú verið fjallað um viðskipti með hlutabréf Nýherja hf. á gaml- ársdag geti hann staðfest að Verð- bréfaþing hafí skoðað umrædd við- skipti eins og raunar fjölmörg önn- ur viðskipti á gamlársdag og síð- ustu dögum ársins. „Síðustu dagar ársins er tími þegar verðmyndun á hlutabréfamarkaðnum er sérlega viðkvæm enda eru margir sem byggja á lokaverði ársins, til dæm- is við gerð ársreikninga, við sam- anburð á ávöxtun o.s.frv. Kaup- hallir um allan heim vaka því sér- staklega yfir markaðnum á þess- um tíma og viðskipti með hlutabréf í Nýherja á gamlársdag eru eitt af þeim málum sem við höfum skoð- að. Það hefur hins vegar ekki verið tekin ákvörðun um það ennþá hvort því verður vísað til Fjár- málaeftirlitsins eða ekki,“ segir Stefán. Viðskiptavakt með hlutabréf? Stjórnarformaður Nýherja sagði einnig í ræðu sinni á aðalfundinum að einstök verðbréfafyrirtæki hefðu boðið þá þjónustu að halda gengi hlutabréfa uppi með því að fá fram- lag frá viðkomandi félagi sem keypti þá eigin bréf. Stefán segir að Verðbréfaþing kannist ekki við það og viti ekki til þess að slíkt sé stundað. „Hitt er annað mál að menn hafa velt því fyrir sér að taka upp sams konar viðskiptavakt og Seðlabankinn gerði á sínum tíma við þrjú verð- bréfafyrirtæki með spariskírteini og önnur ríkisverðbréf. Sú vakt byggðist á þvf að bankinn lagði þeim til fjármuni og þau sáu um að setja fram kaup- og sölutilboð og greiddu þannig fyi-ir viðskiptum. Engin fyrirmæli um verðmyndun voru hins vegar gefin af hálfu Seðlabankans heldur átti viðskipta- vakinn að laga verð að framboði og eftirspurn. Markmiðið með samn- ingnum var að tryggja að alltaf væri hægt að eiga viðskipti og að tímabundið ójafnvægi í framboði og eftirspurn bitnaði ekki á kaupend- um eða seljendum." Stefán segir að Verðbréfaþingi hafi ekki verið tilkynnt um neinn slíkan viðskiptavakasamning með hlutabréf þótt honum sé kunnugt um að menn hafi velt því fyrir sér að gera slíka samninga. „Slíkur samningur bi-yti ekki í bága við reglur verðbréfaþings ef umgjörðin væri með þeim hætti sem hér hefur verið lýst, enda hefði útgefandi bréfanna, þ.e. hlutafélag, engin áhrif á verðmyndun enda þótt það legði fram fjármagn til að stuðla að því að viðskipti gætu gengið eðli- lega fyrir sig,“ segir Stefán. íbúðaveðlán Landsbanka íslands og húsbréfalán Dæmi 1: Miðað er við hjón með eitt barn, og 250.000 kr. heildarmánaðartekjur. Tryggingartaki líftryggingar er 30 ára karlmaður sem reykir ekki. Upphæð láns 4.000.000 kr. Veðdeildarlán LÍ ÆaÆi Veðdeildarlán LÍ Veðdeildarlán LÍ með söfnunarliftr. Húsbréfalán • ; vhtt til 30 ára, með líftr. til 30 ára, til 30 ára, til 25 ára, frnmril 11 lll I I i I I i I I I I I vextir5,65% vextir5,6% vextir5,5% vextir5,1% Mánaðarleg útgreiðsla 23.714 24.336 24.103 24.174 Heildargreiðslubyrði á lánstímanum 8.537.117 8.760.873 8.677.177 7.252.351 Vaxtabætur á lánstímanum* 392.766 371.180 1.270.288 152.074 Samtals greiðslubyrði m.t.t. vaxabóta 8.144.351 8.389.693 7.406.889 7.100.277 Nettó vextir að teknu tilliti til vaxtabóta 5,41% 5,68% 4,96% 5,20% Dæmi 2: Miðað er við einstakling með 150.000 kr. í mánaðartekjur. Tryggingartaki líftryggingar er 30 ára karlmaður sem reykir ekki. Upphæð láns 4.000.000 kr. Veðdeildarlán LÍ Veðdeildarlán LÍ Veðdeildarlán LÍ með söfnunarlíftr. Húsbréfalán til 30 ára, með líftr. til 30 ára, til 30 ára, til 25 ára, :riTiTi N I! I M I vextir 5,65% vextir 5,6% vextir 5,5% vextir 5,1% Mánaðarleg útgreiðsla 23.714 24.336 24.103 24.174 Heildargreiðslubyrði á lánstímanum 8.537.117 8.760.873 8.677.177 7.252.351 Vaxtabætur á lánstímanum* 1.609.451 1.572.005 3.330.714 940.948 Samtals greiðslubyrði m.t.t. vaxabóta 6.927.666 7.188.868 5.346.463 6.311.403 Nettó vextir að teknu tilliti til vaxtabóta 3,71% 4,01% 2,28% 3,75% ■ Skv. núverandi reglum um vaxtabætur. Heimild: Landsbanki Islands „Frítt spil til hé- gómlegra, fimleika “ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Bene- dikt Jóhannessyni, stjórnarfonnanni Nýherja: „Formaður og varaformaður Þró- unarfélagsins birta í Morgunblaðinu 19.2. 1999 yfirlýsingu um viðskipti félagsins með hlutabréf Nýherja á gamlái-sdag. Þeir verja þar fram- kvæmdastjóra sinn af miklum drengskap og víkja jafnframt vin- samlegum orðum að Nýherja og stjóm hans. I yfirlýsingunni kemur fram að það sé „hluti af starfsemi Þróunarfélagsins að eiga viðskipti á hlutabréfamarkaði með hlutabréfa- safn þess með hámörkun hagnaðar að leiðarljósi...“ Hagnaður Þróun- arfélagsins er reiknaður í ársreikn- ingi með því að miða við ársloka- gengi á Verðbréfaþingi. Hvernig það samrýmist framangreindu markmiði um hámörkun hagnaðar að selja bréf á genginu 7,70 einni mínútu fyrir há- degi í stað 8,10, sem þeir upplýsa að gert hafi verið fyrr um morguninn og lækka þannig viðmiðunina um 5%, er mér ekki jafn ljóst og þeim fé- lögum. í yfirlýsingunni birta þeir jafn- framt frásögn af tilboði sem Þróun- arfélaginu barst rúmu ári áður í hlutabréf sín í Nýherja. Það er óvenjulegt að blanda því máli inn í umræðuna nú en þar sem þá félaga hefur skort pláss til þess að rekja þá sögu frekar vil ég gera það hér. Þróunarfélagið eignaðist hlutabréf í Nýherja eftir að það keypti Draupnissjóðinn sem var einn stofn- enda Nýherja. Það ákvað fljótlega að selja hluta af sínum hlut í Nýherja sem það og gerði sumarið 1995. Þró- unarfélagið var fyrir einn af stærstu hluthöfum í Opnum kerfum hf. sem er eitt af helstu tölvufyrirtækjum landsins. Fljótlega kom í ljós að það gat leitt til óþægilegrar stöðu að sami hluthafi væri í framlínu keppi- nauta á þessum markaði. Ég ræddi oft við bæði Þorgeir Eyjólfsson, for- mann Þróunarfélagsins, og Þórarin V. Þórarinsson, varaformann, og sagði þeim frá áhyggjum mínum af þessari stöðu mála. Þeir sögðu mér þá að hlutur Þróunarfélagsins í Ný- herja væri til sölu. Ég sagðist þá myndu safna saman hópi fjárfesta til þess að bjóða í þennan hlut, sem ég og gerði. Ég hafði svo sérstaklega samband við Þorgeir sama morgun og tilboðið var lagt fram til þess að ganga úr skugga um að þessi hlutur væri falur. Hann sagði svo vera og hvatti mig til þess að senda tilboð fyrir stjórnarfund þann dag. Þar mun hafa verið boðið það gengi sem þá var á markaði eða 3,4. Daginn eft- ir var hringt í mig af stjórnarmanni í Opnum Kerfum hf. og sagt að Þró- unarfélagið myndi ekki selja hluta- bréf sín í Nýherja það árið „því að söluhagnaður af bréfunum yi-ði of mikill.“ Þessi orð framkvæmdastjór- ans urðu mér mikið umhugsunarefni en í ljósi sölunnar á gamlársdag 1998 sem þeir tvímenningar segja af „við- skiptalegum hvötum“ er mér ljóst hvað var að: Tilboðið var einfaldlega of hátt! Eftir að Morgunblaðið bh'ti grein fimmtudaginn 18. febrúar þar sem greint vai' frá ræðu minni á aðal- fundi Nýherja hafa fjölmargir aðilar úr atvinnulífinu þakkað mér fyrir að hafa vakið athygli á þessum við- skiptaháttum. Mai'gir vonuðust til þess að sú umræða sem varð um ára- mótin 1997-98 vegna sýndarviðskipta á Verðbréfaþingi yrði til þess að menn hættu viðskiptum með smá- upphæðir til þess að hafa áhrif á ára- mótagengi. Fyrst ekki var gripið til neinna aðgerða gegn þeim sem í við- skiptunum stóðu þá, virðast sumir telja sig hafa frítt spil til hégómlegra fimleika. Viðskipti á Verðbréfaþingi verða að vera trúverðug og stjórn þess hlýtur að grípa til aðgerða til þess að svo geti orðið á ný.“ Nýtt útboð verður aug- lýst á EES-svæðinu HITAVEITA Rangæinga hefur ákveðið að falla frá auglýstu útboði á pípum og pípuefni fyrir aðveituæð í kjolfar þess að Samtök verslunarinn- ar sendu Eftirlitsstofnun EFTA kvörtun vegna útboðsins, sem aug- lýst var í Morgunblaðinu 9. febrúar síðastliðinn. Telja samtök verslunarinnar að auglýsa hefði átt útboðið á Evrópska efnahagssvæðinu þar sem ljóst sé að samningsfjárhæðin sé yfir tilgreind- um mörkurn um auglýsingu útboða orkufyrirtækja sveitarfélaga á EES- svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Hitaveitu Rangæinga verður nýtt útboð auglýst á EES-svæðinu innan skamms. Að sögn Guðrúnar Astu Sigurðar- dóttur, lögfræðings Samtaka versl- unarinnar, barst ábending frá fyrir- tæki innan raða Samtaka verslunai'- innar um að ekki væri rétt staðið að útboði Hitaveitu Rangæinga og var málið skoðað í kjölfarið. „Það gUda ákveðnar reglur sam- kvæmt EES-samningnum, annars vegar fyrir ríki og stofnanir þess sem þurfa að bjóða út öll verk og vörukaup, og hins vegar sveitarfé- lögin og fyrirtæki í þeirra eigu sem eru undanþegin þessum almennu reglum um útboð nema ef kaupin eða verkið fara yfii' ákveðna hámarks- fjárhæð. í þessu tilviki var okkur nokkuð Ijóst að um væri að ræða út- boð sem færi yfir verðmætamörkin, sem eru 400.000 ECU í þessu tilfelli, eða í kringum 33 milljónir íslenskra króna,“ sagði Guðrún Ásta. Leiðrétting Endurgreiðsla tryggingargjalds til atvinnurekenda Eðlilegt að fá val í KORTI er fylgdi frétt um Heim- ilislán Landsbanka Islands í Morgunblaðinu síðastliðinn þriðjudag komu fram rangar töl- ur. Beðist er velvirðingar á þess- um mistökum og er kortið birt aft- ur með réttum tölum. Bent skal á að í veðdeildarlánum með líf- tryggingu og söfnunarlíftrygg- ingu er iðgjald líftryggingar inni- falið en ekki í öðrum lánsformum sem birtast í kortinu. VILHJÁLMUR Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands, segir að eðlilegt sé að afslátt- ur sem atvinnurekendur fá af tryggingargjaldi, vegna 0,2% gjalds sem þeir borga í viðbótarlífeyrissjóð starfsmanna sinna, verði borgaður bæði mánaðarlega og árlega, að vali viðkomandi atvinnurekanda. Eins og kom fram í Morgunblað- inu í gær fá atvinnurekendur þenn- an afslátt greiddan í einu lagi í des- ember, sem frádrátt af desemberg- reiðslu tryggingargjalds. Vilhjálmur segh' að heyrst hafi gagnrýni frá einhverjum fyrirtækj- um sem telja að þægilegra væri að gera upp einu sinni í mánuði en upphaflega hafi verið ákveðið að endurgreiða einu sinni á ári, sökum þess að það sé almennt þægilegra fyrir atvinnurekendur. „Ég reikna með að það verði ekki mikið mál að koma því í gegn að menn hafí val um þetta. Það er spurning hvort ekki væri rétt að breyta þessu fyrir næsta ár,“ sagði Vilhjálmur. Hann telur að mánaðarlegt upp- gjör sé einkum hagstæðara fyrir stærri fyrirtæki sem borgi hærri upphæðir í tryggingargjöld í hverj- um mánuði, en í flestum tilfellum sé hagstæðara að borga einu sinni á ári. I Morgunblaðinu í gær kom fram að greiðslan ber ekki inneignar- vexti. Vilhjálmur telur að sé um stórar upphæðir að ræða geti vextir skipt máli í þessu sambandi, en al- mennt sé ekki um svo stórar upp- hæðir að ræða að vextir skipti miklu máli. Simplex Compact ónusta HONNUN / SMIÐI / VIÐGERÐIR / ÞJONUSTA = HÉÐINN = SMIÐJA Stórási 6 »210 Garðabæ sími 565 2921 • fax 565 2927 Bókaðu í sólina www.urvalutsyn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.