Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ UR VERINU TEIKNING af skipinu, sem verður um 70 metra langt og 14,40 metrar á breidd. Gjögur lætur smíða eitt fullkomnasta skip flotans r»»Bi GUÐMUNDUR Porbjörnsson, framkvasmdastjóri Gjögurs hf., brosti breitt í fyrrakvöld þegar hann hafði gengið frá samningi við skipasmíðastöðina Asmar í Talcahuano í Chile um smíði nóta- og flottrollsskips, sem gert er ráð fyrir að verði afhent seint á næsta ári en áætlað er að smíðatími verði 12 til 15 mánuðir. Þetta er fjórði samningurinn sem gerður er milli skipasmíða- stöðvarinnar og íslendinga. Fyrst var samið um smíði hafrannsókn- arskips fyrir Hafrannsóknarstofn- un, sem verður afhent í apríl. Haraldur Böðvarsson á Akranesi samdi síðan um smíði fjölveiði- skips sem verður afhent á næsta ári og Huginn ehf. í Vestmanna- eyjum fær ámóta skip síðar sama ár. „Það er gott að vera spor- göngumaður,“ sagði Guðmundur við Verið meðan verið var að ganga frá síðustu atriðum samn- ingsins. Hann bætti við að Asmar- skipasmiðastöðin í Chile hefði orð- ið fyrir valinu vegna góðs orð- spors sem færi af fyrirtækinu. Gjögur gerir út frá Grindavík og rekur róðrabátana Vörð ÞH og Oddgeir ÞH auk nóta- og tog- veiðiskipsins Hákons ÞH. Spurð- ur hvort nýja skipið ætti að koma í staðinn fyrir Hákon sagði Guð- mundur að ekkert hefði verið ákveðið í því efni enda nægur tími til stefnu. Ráðgjafar ehf. veittu Gjögri ráðgjöf í sambandi við kaupin og sagði Jón Atli Kristjánsson, hag- fræðingur, að svo virtist sem hag- stæðast væri að semja við Chile- Morgunblaðið/Jón Svavarsson GUÐMUNDUR Þorbjörnsson til hægri og Sergio Martinez, for- stjóri Asmar, tókust í hendur eftir undirskrift samningsins en Ingi, sonur Guðmundar, fylgdist með. menn, en kaupverðið er um millj- ehf., sem hannaði skipið í sam- arður króna. BP-skip er umboðs- aðili Asmar-skipasmiðastöðvar- innar á íslandi og var Prashant Komar, skipamiðlari, fulltrúi fyr- irtækisins við undirskrift samn- ingsins. Skipið verður 70,20 metrar að lengd og 14,40 metrar að breidd og er stefnt að því að gera það m.a. út á loðnu, síld og kolmunna. „Þetta er mikill fengur fyrir okk- ur,“ sagði Bergsteinn Gunnars- son, framkvæmdastjóri Fengs vinnu við norska fyrirtækið Ul- stein Nordvestconsult. Hann sagði að samvinnan við norska fyrirtækið hefði leitt til þess að Fengur hefði gert samstarfs- samning við það til eins árs til að byrja með. Nýja skipið verður að sjálf- sögðu búið fullkomnustu tækjum og aflmiklum vélum og er ljóst að það verður eitt fullkomnasta nóta- skip íslendinga þegar það bætist í flotann. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson LANDAÐ úr Háberginu í Grindavík. Loönufrysting í Grindavík Grindavík - ÞAÐ ER jafnlíklegt að fyrsta loðnan sem kemur til fryst- ingar í Grindavík verði líka sú síð- asta. Það var verið að landa úr Há- berginu GK-299 í Grindavíkurhöfn þegar blaðamann bar að garði. Undanfarin ár hefur mikil vinna verið í loðnufrystingu og það að áhafnarmeðlimum á Háberginu lít- ist illa á framhaldið vekur upp spurningar. Blaðamaður sló því á þráðinn til Óskars Ævarssonar, rekstrarstjóra hjá Fiskimjöli og lýsi. „Þetta er fyrsta loðnan sem fer í frystingu og kannski sú síðasta en enginn veit neitt um framhald- ið. Þessi loðna er töluvert búin að hrygna og hrognafyllingin er 19% og hún því orðin býsna laus.“ Schröder og Jeltsín funda 1 Moskvu Fórnarlömb nasista fái bætur Moskvu. Reuters. GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, hitti Borís Jeltsín Rússlandsforseta í Moskvu í gær. Var megintilgangur fundarins sagð- ur vera að ræða aukið samstarf ríkj- anna í efnahagsmálum. Jeltsín sagði eftir fundinn að rætt hefði verið um skaðabætur til handa fórnarlömb- um nasista í heimsstyrjöldinni síð- ari og hvatti hann þýsk fyrirtæki til að slá ekki slöku við sjóðastofnun í þeim tilgangi. Eftir fundinn sagði Schröder að allar lögmætar kröfur um skaða- bætur ættu að beinast að fyrirtækj- um, málið væri komið úr höndum þýskra stjórnvalda. Þýsk stjórnvöld tilkynntu á þriðjudag að 12 þýsk stórfyrirtæki myndu greiða sem samsvarar 139 milljörðum íslenskra króna í skaða- bótasjóð fyrir þau fórnarlömb nas- ista sem gert var að vinna nauðung- arvinnu. Jeltsín virðist hafa orðið fyrri til að greina blaðamönnum frá umræð- unum um skaðabætur en kanslarinn hafði áður sagt við blaðamenn að þetta efni yrði ekki tekið fyrir á fundum hans með rússneskum ráðamönnum, heldur myndu þeir aðallega snúast um efnahagsþreng- ingar Rússa og aðstoð Þýskalands í þeim efnum. Schröder hefur verið í tveggja daga heimsókn í Moskvu. Á fímmtu- dag var hann þar í umboði Evrópu- sambandsins (ESB) en Þýskaland fer með forystu í ráðherraráði ESB um þessar mundir. Á fundinum var meðal annars gengið frá samkomu- lagi um matarhjálp ESB við Rúss- land, að andvirði 500 milljóna dala og ski'ifaði Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í fram- kvæmdastjórn ESB, undir samning þess efnis í gær. Tvíhliða samskipti Þýskalands og Rússlands voru hins vegar á dagskrá Schröders og rússneskra ráðamanna seinni daginn. Á blaða- mannafundi í gær sagði kanslarinn að viðræður hans við þá Prímakov og Jeltsín hefðu verið umfangs- miklar og lýsti Schröder því yfir að Þýskaland teldi sig vera „talsmann Rússlands" í viðræðum Rússa við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF). Jeltsín sagði við blaðamenn að hann væri taugaóstyrkur fyrir fund sinn með Schröder en að sögn fjölmiðla virtist hann ekki vera viss um hvort hann hefði hitt hann áð- ur. Reuters BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, og Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, á fróttamannafundi í' Moskvu í gær. Páfagarður beitir sér í máli Pinochets London, Rdm. Reuters, The Daily Telegraph. PÁFÁGARÐUR hefur ritað bresk- um stjómvöldum bréf, þar sem að sögn breskra fjölmiðla er farið fram á að Augusto Pinochet, fyrrum for- seti Chile, verði sleppt úr haldi og leyft að snúa aftur til Chile. Pin- ochet var handtekinn í Bretlandi á síðasta ári eftir að spænsk dóms- málayfirvöld fóru fram á að hann yrði framseldur. Búist er við að dómarar bresku lávarðadeildarinn- ar kunngeri úrskurð sinn í málinu á allra næstu dögum. Að sögn The Daily Telegraph sendi Páfagarður bresku ríkis- stjórninni bréf í nóvember sl. þar sem óskað er eftir því að Pinochet verði sýnd grið af mannúðarástæð- um og að hann njóti að auki frið- helgi sem fyrrverandi þjóðarleið- togi. Yrði Pinochet leiddur fyrir rétt á Spáni myndi það hafa slæm áhrif á lýðræðisþróun í Chile. Segir blaðið að sú ákvörðun Páfagarðs og þar með páfa að beita mætti kaþ- ólsku kirkjunnar í máli Pinochets kunni að hafa mikil áhrif í Ró- mönsku Ameríku. Segir blaðið Páfagarð hafa sent spænskum yfirvöldum svipað er- indi. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins staðfesti í gær að bréf hefði borist frá Páfagarði í nóvember sl. en tók fram að það hefði ekki verið ritað af páfa held- ur „háttsettum embættismanni“. Vitneskja um bréf Páfagarðs varð opinber í kjölfar þess að Norman Lamont, fyrrum fjármálaráð- herra, lagði fram fyrirspurn í þinginu um tilvist þess.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.