Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 90 ára afmæli Vélstjórafélags Islands fagnað f dag Menntun vélstjóra á háskólastig í náinni framtíð Níutíu ár eru í dag liðin frá því að átta vélgæslumenn komu saman á Smiðjustíg 6 í Reykjavík og stofnuðu Gufuvélgæslu- mannafélag Reykjavíkur sem síðar varð Vélstjórafélag Islands. Örar breytingar hafa orðið á eðli starfsins og eru kröfur um menntun vélstjóra nú margfalt strangari en í upphafí. Stefnt er að því að færa námið á háskólastig á næstu árum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson HELGI Laxdal í vélasal Vélskólans. FYRSTI formaður félags vélstjóra og frumkvöðull að stofnun þess var Sigur- jón Kristjánsson, en það var á heimili hans sem vélgæslu- menn komu saman árið 1909. Fjór- um árum eftir stofnun hlaut Gufu- gæslumannafélagið nafnið Eimur og loks var það endurskírt Vél- stjórafélag íslands árið 1916. Af- mælisins verður minnst með sam- komu í Tónlistarhúsi Kópávogs í dag að viðstöddum góðum gestum, þar á meðal forseta Islands og for- sætisráðherra. Starf sem fæstir skildu Eitt helsta verkefni félagsins var að koma á lögum um atvinnuréttindi vélgæslumanna og fengu þeir Svein Björnsson lögmann, síðar fyrsta for- seta íslenska lýðveldsins, til að vinna að undirbúningi frumvarps þar að lútandi. Frumvarpið leit fljótlega dagsins ljós en var ekki samþykkt og staðfest af konungi fyrr en í júní 1911. Að sögn höfunda Afmælisrits Vélstjórafélags Islands mætti frum- varpið litlum skilningi stjórnvalda „enda um að ræða lítt þekkta sjó- menn er höfðu með höndum störf sem fæstir skiidu í þá daga.“ Eftir stofnun félagsins beittu meðlimir þess sér ákaft fyrir að kennsla hæfist í vélfræði. Starf þeirra og samverkamanna skilaði þeim árangri að árið 1911 var stofn- uð vélfræðideild við Stýrimanna- skólann í Reykjavík. Hún var starf- rækt til ársins 1915 þegar Vél- stjóraskóli íslands var formlega settur á stofn. Á þeim tíma sem lið- inn er hafa orðið stórstígar breyt- ingar í tæknilegri þróun á sviði vél- stjórnar og kröfur sem til þeirra eru gerðar tekið stakkaskiptum. Pess má geta að fyrstu námskeiðin sem haldin voru fyrir vélstjóra voru aðeins átta vikna löng, en nú tekur nám vélstjóra sem vill öðlast fyllstu réttindi um sjö ár, að frátöldum svo kölluðum sjótíma. Búast má við að vélstjóranám verði brátt á háskóla- stigi hérlendis, á sama hátt og á hinum Norðurlöndunum, að sögn núverandi formanns félags þeirra, Helga Laxdal. „Pví hefur stundum verið haldið fram að nám vélstjóra hérlendis væri mun lengra en í nágrannalönd- unum. Petta hefur verið kannað og þá kom meðal annars í ljós að námið héma er átta mánuðum styttra en t.d. í Danmörku. Þar eru líka gerðar kröfur um stúdentspróf eða sam- bærilega menntun til að fá inn- göngu í námið og er það komið á há- skólastig. Við hljótum að fara sömu leið, ætlum við að halda í við aðrar þjóðir í þessum efnum. Ég sé fyrir mér að hluti af námi Vélskólans verði viðurkenndur sem nám á há- skólastigi, til dæmis megnið af námsefni fjórða stigsins og eitthvað af námsefni þriðja stigsins. Þá má búast við hertum inntökuskilyrðum. Seinustu ár hafa rúmlega 200 manns lært til vélstjóra, auk þess sem Verkmenntaskólinn á Akureyri hefur útskrifað fjórða stigs nem- endur seinustu misseri, alls um 20 manns á ári,“ segir Helgi. Sameining í sjónmáli Vélstjórafélagið hefur að sögn Helga átt allt frá upphafi drjúgan þátt í uppbyggingu og framförum á sviði véltækni og útgerðar hérlend- is. I félaginu eru nú um 2.100 fé- lagsmenn og starfa um 67% þeirra á sjó en 33% í landi við hin margvís- legustu störf, þar á meðal í orku- veitum, verksmiðjum, frystihúsum og öðrum iðnaði, en einnig í versl- unum við sölustörf og ráðgjöf, og vex sá þópur örast. Auk Vélstjóra- félags Islands hafa verið starfandi þrjú félög vélstjóra hérlendis, í Vestmannaeyjum, á Suðurnesjum og á ísafirði. Hið síðastnefnda, sem hefur um 60 manns í sínum röðum, hefur nú gengið til liðs við Vél- stjórafélag íslands og kveðst Helgi gera sér vonir um að bæði félagið á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum gangi til liðs við það fyrir árslok. Pá myndi félagið hafa á milli 2.400 og 2.500 manns innan sinnan vébanda. „Við höfum unnið hörðum höndum að þessari sameiningu síðan 1984 og ég geri mér vonir um að hún sé loks að verða að veruleika. Pessi stétt er ekki svo stór í raun og vera að taki því að dreifa henni milli félaga. Með því að starfrækja eitt öflugt félag nýtum við sömuleiðis þá takmörkuðu fjánnuni sem era til staðar, getúm haft gott starfsfólk sem veitir félags- mönnum meiri þjónustu en verið hefur. í því sambandi má geta þess að að á seinasta ári réðum við lög- fræðing til starfa, sem sér um túlkun kjarasamninga og hin ýmsu lög- fræðilegu málefni. Vinnumarkaður- inn hefur harðnað hin seinustu ár að stöðugt fleiri mál lenda íyrir dóm- stólum og því tel ég það hafa verið afar skynsamlegt að ráða lögmennt- aðan mann,“ segir Helgi. Atvinnuástand vélstjóra er gott að sögn Helga og era þeir eftirsóttir starfsmenn. Hann segir að í fyrir- sjáanlegri framtíð muni sjálfvirkni aukast í útgerð og á öðrum þeim sviðum sem vélstjórar starfa, þannig að líklegt sé að hefðbundið hlutverk þeirra breytist talsvert. Á móti komi að tækniþróuninni fylgi flókinn búnaður sem menn verði að kunna skil á og hafa sérfræðikunn- áttu til að fást við. Fleiri fara í Iand „í upphafi aldarinnar voru hér örfáir togarar, skip innan við 200 tonn. I dag erum við með stór verk- smiðjuskip, sneisafull af tækjum sem engan óraði íyrir á sínum tíma. Gríðarlega mikið hefur bæst við þá tækniþróun sem menn hafa þurft að tileinka sér, svo sem kælitækni, vökvaþrýstifræði, rafmagnsfræði og rafeindatækni og síðast en ekki síst tölvufræði af margvíslegum toga, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur færst mjög í vöxt að vélstjórar haldi í land og vinni þar sín störf. Fyrir 15 árum þegar ég hóf störf fyrir fé- lagið störfuðu rétt um 300 vélstjór- ar í landi, en nú eru þeir um 600 talsins. Hins vegar hefur vélstjórum fækkað mjög á kaupskipum á sama tíma. Sömuleiðis er fyrirsjáanleg fækkun vélstjóra í fiskiskipaflotan- um, því skipin stækka og um leið fækkar í þessari stétt á sjó. Ég hef hins vegar ekki minnstu áhyggjur af að þessi stétt verði úrelt, miðað við þá þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár. Sannast sagna er talsverður skortur á vélstjórum, sérstaklega á fiskiskipum, sem hef- ur leitt til mikilla yfirborgana. Ég hef gran um að sama þróun geti verið að eiga sér stað í kaupskipa- flotanum, að minnsta kosti man ég ekki eftir að hafa séð auglýst eftir mönnum á kaupskip fyiT en um daginn þegar Eimskip auglýsti eftir vélstjói’um í Morgunblaðinu," segir Helgi. Hann kveður vélstjóra vera sam- heldna stétt sem gott sé að starfa fyrir. „Þegar litið er yfir 90 ára sögu félagsins stendur ekki síst upp úr barátta sú sem átti sér stað fyrir þessa stétt og erfiðið við að fá hana viðurkennda. Þeir sem leiddu félag- ið á undan mér unnu það verk. Nú eru vélstjórar fullkomlega við- urkenndir á vinnumarkaði sem stétt- arfélag og það stendur eitt að sínum samningum eftir útgöngu úr Far- mannasambandinu á sínum tíma. Félagið hefur unnið að mörgum mik- ilvægum málum, þar á meðal að fá sett lög um atvinnuréttindi á sjó. Eftir að ég kom hingað til starfa má einnig nefna undanþágur, en löngum var það þannig að allir fengu undan- þágu til starfa sem vildu verða vél- stjórar á sjó. Það var ákaflega mikil og erfið vinna að koma þessu málum í rétt horf, en ég met það svo að þau séu komin í lag að mestu. Þegai- stefnan er sett berjumst við fyrir henni,“ segii' Helgi. Afmælisdagskráin hefst klukkan 15 í dag í Tónlistarhúsi Kópavogs að viðstöddum Ólafi Ragnari Gríms- syni, forseta íslands. Davíð Oddsson forsætisráðherra flytur þar ræðu ásamt þeim Þórami V. Þórarinssyni framkvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambands íslands, Björgvini Þ. Jó- hannssyni skólameistara Vélskólans og Helga Laxdal. Þá syngur Kai'la- kórinn Fóstbræður, Signý Sæ- mundsdóttir syngur, lúðrasveit leik- ur og einnig strokkvartett. Fimm sólarhringa streð í 12 vindstigum STARF vélsljdra hefur á stundum ekki farið jafn hátt og ýmissa annarra stétta í þjóðfé- laginu. Helgi Laxdal, formaður Vélastjórafé- lags Islands, segir þó margar sögur til um ósérhlífni og elju vélstjóra við verstu hugs- anlegu aðstæður, þar sem jafnvel mannslíf voru í húfi. Helgi nefnir sem dæmi um þetta frásögn af Birni Björnssyni vélstjóra, sem nú er látinn. „Björn vann ásamt áhöfn sinni í vélarúmi Skaftafells þrotlaust í fimm sólarhringa, bundinn við rennibekk eða aðalvél í 12 vind- stigum og tilheyrandi veltingi, við að smíða öxul og hjól í aðalvél skipsins. Það var þá statt suður af Grænlandi á leið sinni til Nýfundnalands, með dýrmætan farm af fiski. Um síðir tókst að Ijúka viðgerðinni en þá hafði skipið rekið um 300 sjómílur. Svo ótrúlega sem það hljómar var skipið nánast á sama stað og þegar bilunin átti sér stað fimm sólarhringum fyrr,“ segir Ilelgi. „Fréttir af því þegar skip verða fyrir vél- SKAFTAFELL á siglingu, en skipið var selt úr landi í lok seinasta áratugar. arbilunum og teijast í hafi eru oftast þannig að sagt er frá að bilun hafi átt sér stað og skipið hafi verið svo og svo lengi á reki. Að lokum hafi nú allt komist í saint lag og skip- ið sé á réttri leið. Áhöfninni, sem illa gekk að festa blund og matast vegna veltingisins, líði nú vel og að skip, áhöfn og farnmr séu úr allri hættu. Það gleymist býsna oft að geta þeirra sem með þrotlausri vinnu, tæknikunnáttu og hagleik tókst næstum hið óframkvæm- anlega miðað við aðstæður. Þeirra sem höfðu þrautseigjuna til þess að reyna aftur og aftur, þeirra sem sveittir, skítugir og útjaskaðir biðu í ofvæni við verklok; „tekst það eða tekst það ekki, er ef til vill allt puðið og svitinn til einskis?". Þetta eru vél- stjórar skipanna, sem hafa í tímans rás bjargað ómældum verðmætum með þraut- seigju sinni, kunnáttu og leikni. Þeir ásamt félögum sínum á sjónum eiga heiður okkar og aðdáun."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.