Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 67 I I I I I FOLK I FRETTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó hefur tekið til sýninga gaman- og spennu- myndina Clay Pigeons með Joaquin Phoenix, Vince Vaughn og Janeane Garofalo í aðalhlutverkum. Fjöldamorðingi eða hrakfallabálkur? Frumsýning EINN heitan sumardag í smá- bænum Mercer í Montana fer tilvera Clay Bidwells á hvolf. Þessi ljúfmannlegi bensínaf- greiðslumaður er í vinnunni þegar besti vinur hans, Earl, kemur til hans og miðar á hann byssu. Earl er búinn að komast að því að Clay hef- ur verið að gamna sér með eigin- konu hans, sem heitir Amanda (Ge- orgina Cates). En Earl ætlar sér ekki að skjóta Clay heldur hefur hann annað í hyggju. Hann fargar sjálfum sér og ætlar að láta líta út fyrir að Clay hafi framið morð. Clay sleppur með skrekkinn í bili. En upp úr þessu fer fólk að hrynja niður í kringum hann. Ástandið verður fyrst alvarlegt þegar veiðiferð með nýjum vini, Lester Long (Vince Vaughn), fer gjörsamlega út um þúfur. Hann fer á stefnumót við konu og það fær hroðalegan endi. Skyndilega er hann kominn undir smásjá starfs- manns alríkislögreglunnar FBI, að nafni Dale Shelby (Janeane Garofalo). Hana grunar að Clay eigi sök á fjölmörgum morðum, sem framin hafa verið í grenndinni. Og sama hvað Clay reynir þá virðist hann sökkva dýpra og dýpra í fenið með hverju skrefi sem hann tekur. Myndin um Clay og fólkið sem hrynur niður eins og leirdúfur í kringum hann er gerð af leikstjóran- um David Dobkin. Þetta er fyrsta mynd Dobkins, sem er um þrítugt, en hann hefur haslað sér völl í tón- listarmyndbandageiranum, m.a. með myndböndum íyrir Tupac heitinn Shakur, Coolio, Elton John og fleiri. Handrit myndarinnar er eftir Matt Healy; handritið vann sam- keppni og er hið fyrsta eftir Healy sem kemst á hvíta tjaldið. „Það var frábærlega skemmtilegt að gera þessa mynd,“ segir leik- stjórinn. „Eins gaman og mér finnst að búa til auglýsingar og tónlistar- myndbönd, þá er þetta tíu sinnum skemmtilegra.“ Dobkin skemmti sér svo vel að hann notaði engan að- stoðarleikstjóra til að taka upp ómerkilegri senur og millisenur heldur gerði hann allt sjálfur. Leikstjórinn segist hafa hrifíst af handritinu. „Það brýst út fyrir hefð- bundin mörk. Það er svolítið dimmt yfír myndinni en samt er hún fynd- in. Clay er andhetja í anda Hem- Þorrablót í Vesturheimi GOTTI Björnsson fær sér svið við mikla kátínu eiginkonunnar Möggu, og greinilegt að þorrablótinn vekja ekki síður lukku í vesturheimi en í norðangarranum á Fróni Ljósmyndir/Kansy Morr GUNNA Humpfrey og Sigga Miolia hlaða sviðakjömmum á bakka áður en veislan hefst. Isstelpurnar hittast ÍSSTELPURNAR. Fremri röð f.v.: Palla Kellog, Berta Ásgrímsdóttir Stan- ick, Teresa M. Laxfoss og Steina Williams. Aftari röð: Asta Cates, Soffía Guðbjörg Ásgrúnsdóttir Kruczek, Bogga Cassidy og Geirlaug Gudmunds. ÍSLENSK-AMERÍSKA félagið í Norfolk í Virginiafylki Banda- ríkjanna hélt sitt árlega þorra- blót 6. febrúar sl. og er það í fjórtánda skipti sem félagið gengst fyrir blóti þorra. Að venju var vel mætt á þorrablótið, eða um 200 gestir sem komu hvaðanæva frá Bandaríkjunum og sumir komu frá Alaska. Heiðursgest- ir kvöldsins voru sendiherra- hjónin Jón Baldvin Hannibals- son og Bryndís Schram en veislustjóri var Gunnar Guð- jónsson. Þorramaturiim var að sjálf- sögðu fluttur inn frá íslandi og voru flestir afar hrifnir þótt sumir væru minna hrifnir af sviðunum og súrum hrútspung- um en aðrir. Eftir matinn var sungið, drukkið og dansað auk þess sem dregið var um happ- drættisvinning kvöldsins. Flug- leiðir hafði gefið hópnum ferð til Islands fyrir tvo og unnu hana þær Sigga Miolla og Magga Björnsson, en þær eru frænkur. Kynntust á Netinu Hópur kvenna hvaðanæva frá Bandaríkjunum og Kanada ákváðu að hittast í fyrsta skipti á þorrablótinu í Norfolk, en þær kalla sig ísstelpurnar eða „Ice Girls“ og kynntust í gegn- um Netið. Ein þeirra, Teresa M. Laxfoss, auglýsti á Netinu eftir Netvinum sem tengdust íslandi og viðbrögðin urðu slík að kvennaliópurinn sem kynntist á Netinu ákvað að hittast. Teresa segir að þeir mánuðir sem kon- urnar hafa spjallað á Netinu hafi sýnt þeim að alltaf var hægt að finna einhver tengsl milli fólks sem þær þekktu. Var því mikill spenningur meðal ís- stelpnanna að hittast á þorra- blótinu. ingways. Menn halda með honum af því að hann er geðugur þótt hann tald hverja vitlausu ákvörðunina eftir aðra.“ Reyndar segist Dobkin líka líta svo á að myndin sæki margt til noir- myndanna og sé óvenjuleg noir- mynd að því leyti að hún gerist í smábæ en dæmigerðar noir-myndir gerast í stórborgum. í hlutverki söguhetjunnar, Clay Birdwell, er Joaquin Phoenix, sem lék m.a. í U-Turn. Hann segist hafa heillast af handritinu og leikstjóran- um. „Eg fann á mér að hann væri nægilega skynsamur og hefði þá sýn að honum ætti eftir að takast að gera þessa óvenjulegu mynd.“ Janeane Garofalo, úr Cable Guy og Cop Land, leikur lögreglukon- una, sem sagt er að sæki ýmislegt til Marge Gunderson, lögreglustjórans í Fargo. Hún segir að sér hafí fund- ist handritið furðulegt. „En mér fannst mikilvægt að hafa sterka konu í aðalhlutverki þar sem það er ofbeldi gegn konum,“ segir hún. Vince Vaughn úr The Lost World, sem leikur Lester Long, segir: „Það er sjaldan, sem maður fær handrit, sem er bæði íyndið og drungalegt. Sú blanda höfðaði til mín. Ahorfendur vita aldrei hvað gerist næsL“ íA(ceturjjaCinn Stniðjuvegi 14, ‘Kópavofii, sími 587 6080 Hí kvöld leikur hinn frábæri Hilmar Sverrisson ásamt Önnu Vilhjálms Opió frá kl. 22—3 Boróapantanir í símum 557 9717 og 587 6080 Munið hin frábæru sunnudagskvöld með hljómsveit Hjördísar Geirs frá kl. 21.30—1.00 ■ .......................... .............. Radisson SAS SagaHolel Reykjavík Heilsubotar dansleikur eflir skemmtidagskrá Ladda og , .tiinj iiumn Arna Þorsteinsdóttir og Slefán Jökulsson slá á léttari nótur á Mímisbar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.