Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 65 í DAG FRÉTTIR Árnað heilla Nína ljósmyndari. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. desember í Hall- grímskirkju af sr. Auði Konráðsdóttur Þórdís Hrafnkelsdóttir og Finnur Sveinsson. Heimili þeirra er í Svíþjóð. KEE Ljósmyndastofa Seltjarnarness. BRÚÐKAUP. Gefín voru saman 9. janúai' sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Sigurði Ai'n- arsyni Arndís Vala Arn- finnsdóttir og Karl Reynir Einarsson. Heimili þeiiTa er í Reykjavík. Ljósmynd Nærmynd. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. september sl. í Digraneskirkju af sr. Gunn- ari Sigurjónssyni Þórný Snædal Húnsdóttir og Svavar Sverrisson. Heimili þeirra er að Fjallalind 93, Kópavogi. BRIDS Með morgunkaffinu Bmsjón (iuðinundur Páll Arnarson SPILIN lágu í AV í síðasta leik Flugleiðamótsins. í leik Norðmanna og Zia fengu Brogeland og Sæ- lendsminde enga plústölu í tíu spilum gegn þeim Zia og Shenkin. Hér voru þeir þó nálægt því að fá væna tölu. Suður gefur; AV á hættu. Vestur ♦ 763 V K10863 ♦ ÁK10 *G8 Norður ♦ Á82 VÁ42 ♦ G3 * ÁKD106 Austur ♦ DG1054 V D9 ♦ D762 ♦ 54 Suður * K9 V G75 ♦ 9854 * 9732 COSPER EINKARITARINN verður að koma með mér elskan, svo hún geti hjálpað mér að skrifa þér á meðan ég er í ferðinni. Vestur Norður Aastur Suður Shenkin Erik Zia Boye ■— — — Pass Pass 2grönd Pass 3grönd Pass Pass Pass Erik Sælensminde mat þessa 18 punkta upp í 20 og opnaði á tveimur gi'öndum. Og Boye Brogeland hækk- aði með sína 4. í sýningar- salnum afgreiddu menn þetta spil snarlega sem einn niður, enda fljótséð að sagn- hafi á nákvæmlega átta slagi og hvergi minnsta möguleika á þeim níunda. En það gleymdist að reikna með hinum óútreiknanlega Zia. Hann átti út og valdi spaðafjarkann!! Þar með var spaðanían orðin níundi slagurinn. En Erik hafði ekki hugmynd um það. Eftir drjúga um- hugsun ákvað hann að stinga upp kóng og reyna að grugga vatnið með því að spila tígli. Spilið fór því einn niður, þrátt fyrir allt, og Erik varð heldur súr á svip- inn þegar hann gerði sér grein fyrir því að nían hefði átt fyrsta slaginn. Norðmenn unnu reyndar tvo IMPa á spilinu, því á hinu borðinu fengu Helness og Furunes að spiia tvo spaða í AV, sem vinnast slétt. SK4K Hiiisjúii Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á opnu móti í Genf í Sviss í janúar. Frakkinn Jean-Christoph Olivier (2.415) var með hvítt en hinn kunni úkraínski stórmeistari Vladím- ir Tukmakov (2.580) hafði svart og átti leik. Hvítur hefur fórn- að manni fyrir sókn og Tukmakov voru mjög mislagðar hendur í vörninni. Hann gat tryggt sér sigur hér með 33. _ Rd2! því bæði 34. Hxc4 _ Rf3+ 35. Kg2 _ Rxe5 og 34. Hxd2 _ Dcl+ 35. Kg2 _ Dxd2 36. De6+ _ Hf7 er vonlaust á hvítt. I staðinn lauk skák- inni þannig: 33. _ Dc2? 34. Hd5 _ Hf7 35. Hf4 _ Hxf4 36. gxf4 _ Df5 37. De7 _ Hd7?? og Tukmakov gafst upp án þess að bíða eftir 38. Hxf5. Þessi ósigur eyðilagði mótið fyrir Tukmakov sem lenti í miðjum hópi kepp- enda. SVARTUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI STJÖRMJSPÁ eftir Frances Urake FISKARNIR Afmælisbarn dagsins: Þú ert agaður og ákveðinn og veist hvað þú vilt. Þérgengur vel í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Hrútur ~ (21. mars -19. apríl) Þú ert gefinn fyrir að rann- saka allt ofan í kjölinn og kynnist nú einhverju nýju sem vekur þér áhuga og mun veita þér mikla gleði. Naut (20. apríl - 20. maí) Það er allt í lagi að vera var- kár sökum fyrri reynslu ef þú bara gætir þess að láta hana ekki verða til þess þú þorir ekki að njóta lífsins. Tvíburar ^ (21. maí - 20. júní) Ef þú kemur auga á veikleika þína muntu forða þér frá því að gera sömu mistökin aftur. Láttu engan tala þig til því eigin reynsla talar sínu máli. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Gerðu ekki þær kröfur til annarra sem þú gerir ekki til sjálfs þín. Vertu ákveðinn og sýndu að þú getir það sem þú ætlai- þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Þú ert kraftmikill þessa dag- ana og drífur í hlutunum. Ekkert vex þér í augum og þú mátt vera ánægður með sjálf- an þig að loknu dagsverki. Meyja j* (23. ágúst - 22. september) (DÍL Gakktu úr skugga um að fólk heyri hvað þú segir því flestir vilja ekki heyra sannleikann og túlka hlutina á sinn hátt. Vertu ákveðinn en sanngjarn. Vog (23. sept. - 22. október) Aður en þú lætur þung orð falla, skaltu ganga úr skugga um að þau eigi við rök að styðjast því þú mátt eiga von á að þurfa að sanna mál þitt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú ert á öndverðum meiði við meirihlutann og þarft á öllu þínu þreki að halda. Gefstu ekki upp því þú ert að vinna að máli sem þú hefur trú á. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) iSCX Þú lætur ýmislegt í umhverfi þínu fara í skapið á þér og mátt ekki láta það bitna á þeim sem standa þér næstir. Vertu umburðarlyndari. Steingeit (22. des. -19. janúar) Þér hefur gengið vel í öllum framkvæmdum undanfarið og engin fyrirsjáanleg hindr- un í vegi. Nýttu þér þetta og kannaðu frekari möguleika. Vatnsberi f (20. janúai' -18. febrúar) QStfc Þótt áhugi þinn á vinnunni sé mikill er óþai'fi að taka verk- efnin með sér heim. Gefðu sjálfum þér tíma til að sinna áhugamálunum og fjölskyld- unni. Fiskar m (19. febrúar - 20. mars) M»*> Einhver reynir að niðurlægja þig svo hafðu í huga að sælir eru hógværir. Slík reynsla kennir þér mai'gt um mann- inn og er leið til aukins þroska. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Fræðslufundur um fjallagrös ANNAR fræðslufyi-irlestur Hins íslenska náttúrufræðifélags á þessu ári verður haldinn mánudag- inn 22. febrúar kl. 20.30 í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskól- ans. Á fundinum flytur Heimir Þór Gíslason, kennari á Höfn í Horna- firði erindi með myndasýningu sem hann nefnir Fjallagrös. Heimir Þór hefur árum saman tínt fjallagi'ös og unnið að nýtingu þeiiTa. Hann er auk þess snjall myndasmiður og náttúruunnandi. í erindinu mun hann segja frá og sýna litskyggnur af fjaUagrösum og fjallagi'asatínslu á Jökuldals- heiði og frá Melrakkasléttu. Hann hefur dvalist í tjaldbúðum í heið- inni í 9 sumur á nær 15 mismun- andi stöðum. Með myndasýning- unni mun hann ræða vítt og breitt um fjallagrös, nýtingu þeirra fyrr og síðar, hérlendis og erlendis og jafnframt um náttúruna á heiðinni, lifandi og dauða. Einnig mun hann segja sitthvað frá búskap sem þar var fyrrum. Fræðslufundir félagsins eru öll- um opnir og aðgangur ókeypis. Lýsa áhyggjum af nýrn kj ördæmaskipan Á FUNDI bæjarráðs Hornafjarðar hinn 17. febrúar 1999 var samþykkt svohljóðandi ályktun um kjör- dæmamál: „Bæjarráð Hornafjarðar hefur fjaUað um tillögur stjórnarskrár- nefndai' um breytta kjördæmaskip- an og lýsir jrfir miklum efasemdum um að stórt norðausturkjördæmi, í samræmi við framkomnar tillögur, gangi upp m.a. með tilliti til starfs- aðstöðu þingmanna, samgangna og stjómmálastarfs. Slík sjónarmið hljóta hins vegar að koma til um- ræðu áður en kjördæmamörk verða endanlega ákveðin. Sveitar- félagið áskilur sér umsagnarrétt um allai' breytingar á kjördæma- mörkum og vekur sérsaka athygli á þeim möguleika að kjördæmin verði sjö þannig að ekki þurfi að koma til heildarsameiningar kjör- dæma á Norðurlandi eystra og Austurlandi." Þakka hlýhug, kveðjur og góðar gjafir á nírœðisafinœli mínu 11. febrúar sl. Ellen Sighvatsson. Gceða matvcel i. ó góðu veröi i Kartöflur - Háfarl - Harðfiskur - Lax - Silungur - HaugiHjöt - Ostar - Síld - kjöt-Flatkökur-Sí ' Hrossakjöt - f latkökur - Sælgæti SMfiskur-Saltfiskur Kökur-Brauö Þú verslar við fólk en ekki frystikistur í Kolaportinu! KOIAPORTIÐ MARKAÐSTORG Opið um helgar kl. 11.00-1 7.00 sr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.