Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Ibúðir fyrir náms- menn í Sunnuhlíð? REKSTRARAÐILAR í verslun- armiðstöðinni Sunnuhlíð hafa rætt um möguleika á að taka nýj- an rekstur inn í húsnæðið og hafa ýmsar hugmyndir komið upp á borðið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu fulltrúar húsfélagsins og fulltrúar frá Fé- lagsstofnun stúdenta á Akureyri, FESTA, hittast fljótlega og ræða þann möguleika að taka hluta húsnæðisins undir stúdentaíbúð- ir. Seselía Gunnarsdóttir, formaður hússtjórnar í Sunnuhlíð og kaup- maður í Vöggunni, og Pálmi Stef- ánsson kaupmaður í Tónabúðinni vildu á þessari stundu ekki ræða málefni verslunarmiðstöðvarinnar. Jónas Steingrímsson rekstrar- stjóri vildi hvorki játa né neita því að þessi hugmynd hafi komið til tals. „Það er þó framkvæmdahljóð í okkur og við stefnum að því að fjölga stúdentaíbúðum íyrir næsta haust. Nemendum fjölgar stöðugt og myndast biðlistar á haustin enda töluverður húsnæðisskortur í bænum,“ sagði Jónas. V erslunarrekstur hefur verið erfíður I verslunarmiðstöðinni Sunnu- hlíð, sem stendur við samnefnda götu í Glerárhverfi, eru yfir 20 verslanir og þjónustufyrirtæki. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í vikunni hefur rekstur mat- vöruverslunar KEA og rekstur ap- óteks félagsins gengið illa og er í endurskoðun. Einnig kom fram að verslunarrekstur þar hafi verið erfiður og að þeir sem til þekktu teldu það reiðarslag fyrir aðrar verslanir yrði matvöruversluninni lokað. Ekki var þó verið að gefa í skyn að allur verslunarrekstur í Sunnuhlíð væri rekinn með bull- andi tapi. Hins vegar eru margir viðmæl- endur Morgunblaðsins sammála um að verslunarmiðstöðin sé ekki vel í sveit sett, fjarri fjölfömum umferðaræðum en þó inni í nokkuð stóra íbúðarhverfi. Þetta kemur til með að breytast eitthvað með til- komu Borgarbrautarinnar og brú- arinnar yfir Glerá. Þá styttist jafn- framt leiðin í Háskólann á Sólborg, komi til þess að gera stúdentaíbúð- ir í verslunarmiðstöððinni. Einnig var nokkuð lengi rætt um að húsnæði Sunnuhlíðar myndi henta mjög vel Heilsugæslustöð bæjarins, bílastæði væra næg og aðgengi gott. Heilsugæslustöðin er við Hafnarstræti og er aðkoman að henni erfið. Þar á líka að fara að framkvæma fyrir tugi milljóna króna, svo að varla verður stofnun- in flutt úr þessu. Morgunblaðið/Kristj án Kirkjustarf Ekkert úti- leguveður ENGU er líkara en þetta unga fólk sé á leið í útilegu en ljós- myndari rakst á það á ferðinni um miðbæ Akureyrar. Veðrið bauð að vísu ekki upp á slíkar áætlanir og líklegast að fólkið hafí verið í öðrum hugleiðingum en að slá upp tjaldi. ----------- Tónlistarskólinn Kynning- arvika KYNNINGARVIKA Tónlistar- skólans á Akureyri hefst næstkom- andi mánudag, 22. febrúar, en í vikunni verða haldnir allt að 60 tónleikar víðs vegar um bæinn auk þess sem sérstök kynning á starf- semi skólans verður fyrir bæjar- fulltrúa, skólanefnd, fulltrúa for- eldra og fleiri. Tónleikamir verða í skólum bæjarins, leikskólum, heil- brigðisstofnunum, bönkum, veit- ingastöðum og fyrirtækjum. I dag, laugardag, kl. 13.30 ætla nemendur í hörpuleik að leika á hljóðfæri sín ásamt kennara sínum í Tónlistarskólanum á Akureyri. AKUREYRARKIRKJA: Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11 á morg- un, sunnudag. Sungnir söngvar frá Taize. Séra Kristín Þórann Tómas- dóttir og sr. Svavar A. Jónsson. Sunnudagaskólaböm og foreldrar þeirra hvött til að koma. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 17. Biblíulestur í safnaðarheimili kl. 20.30 á mánu- dagskvöld í umsjá sr. Guðmundar Guðmundssonar. Mömmumorgunn kl. 10 til 12 á miðvikudag. Föst- uguðsþjónusta kl. 20.30 um kvöldið. Kyrrðar- og fyrirbænastund í há- deginu frá kl. 12 og hefst með orgel- leik. GLERÁRKRIKJA: Bamasam- vera og messa í kirkjunni kl. 11 á morgun. Sameiginlegt upphaf. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvött til að mæta. Sr. Sigurður Ami Þórðarson predikar. Hann verður einnig með fræðslu fyrir fermingarbörn og foreldra þeirra í safnaðarsal eftir messu. Fundur æskulýðsfélagsins er kl. 20. Kyrrð- ar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. Hádegissamvera fellur niður á miðvikudag. Æfingar bamakórs kirkjunnar hefjast að nýju. Fjölskyldusamvera frá kl. 10 til 12 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, almenn samkoma kl. 17 og ung- lingasamkoma kl. 20. Heimilasam- band á mánudag kl. 15. Krakka- klúbbur fyrir 6-10 ára á mivðkudag kl. 17 og hjálpai-flokkur fyrir konur kl. 20 um kvöldið. Á föstudag verð- ur 11 plús mínus fyrir 10 til 12 ára og flóamarkaður frá kl. 10 til 17. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bænastund kl. 20 í kvöld. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun, sunnudag. Biblíukennsla fyrir alla aldurshópa, Ester Jak- obssen og Vörður L. Traustason sjá um kennsluna. Vakningasam- koma kl. 16.30 sama dag, Ester og Vörður predika. Fjölbreyttur söng- ur, fyrirbæn, bamapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Vonarlínan, 462-1210, símsvari allan sólar- hringinn með uppörvunarorð úr ritningunni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag kl. 18 og á morg- un, sunnudag kl. 11 í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. ÓLAFSFJARÐARKRIKJA: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, Taize-messa kl. 20.30, sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir héraðsprestur á Kjalarnesi stjómar messunni ásamt sóknarpresti. Mömmumorg- unn í safnaðarheimili kl. 10 til 12 á miðvikudag. Föstusamvera og Passíusálmalestur á Hornbrekku kl. 20. á miðvikudag. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson ÞÁTTTAKENDUR á námskeiðinu um stofnun fyrirtækja. Konur læra að stofna fyrirtæki Skagaströnd -15 konur úr Skaga- firði og Húnavatnssýslum taka nú þátt í námskeiði um stofnun og rekstur fyrirtækja. Námskeiðið sem kallast „A traustum grunni - frá hugmynd til framkvæmda" er á veg- um Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra og Iðntæknistofnunar. Nám- skeiðið hófst í nóvember og líkur því nú í mars. Á námskeiðinu læra konurnar að stofna fyrirtæki og um leið að gera viðskiptahugmynd sína að veruleika. Konurnar hittast annan hvem laug- ardag og hlýða þá á fyrirlestra um stofnun og rekstur fyrirtækja. Fund- irnir eru haldnir til skiptis á þéttbýl- isstöðunum í Skagafirði og Húna- vatnssýslum til að jafna sem mest ferðakostnað kvennanna. Nokkrar þeirra eru nú þegar með fyrirtæki en aðrar eru með hugmyndir sem þær langar að koma í framkvæmd. Tilgangur námskeiðsins er einmitt sá að ný fyrirtæki verði stofnuð og þar með aukist fjölbreytni atvinnu- lífsins á svæðinu og ný störf verði til. Viðskiptahugmyndir kvennanna eru af margvíslegum toga: verslun og út- gáfustarfsemi, veitingarekstur, framleiðsla handverksmuna og fleira. Aðalleiðbeinendur á námskeiðinu eru tveir starfsmenn Iðnþróunarfé- lagsins, Bjarnheiður Jóhannsdóttir jafnréttisráðgjafi og Hörður Rík- arðsson atvinnuráðgjafi. Auk þeirra koma nokkrir stundakennarar við sögu og fjalla um ýmis sérhæfð mál- efni. Verkefninu lýkur á því að hópur- inn kemur saman í Reykjavík og þar á hver kona að kynna viðskiptaáætl- un sína fyrir hinum í hópnum, sem þá munu gegna hlutverki tilvonandi fjárfesta. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Grímuball í Laugagerðisskóla Eyja- og Miklaholi shreppi - Grímuball var haldið í Lauga- gerðisskóla fyrir nemendur, yngri systkini, foreldra og kenn- ara á öskudaginn. Skylda var að vera í grímubúning og sáust ýms- ir kynlegir kvistir. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og tunnu- kóngurinn krýndur. „Rauðhetta" var krýnd kattardrottning en henni tókst að höggva á bandið sem tunnan hékk í. Þegar allir höfðu gætt sér á sætindum og gosi var dansað og farið í leiki. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Snjóbolti á strengnum Vaðbrekku, Jökuldal - Kláfurinn við brúna yfir Jökulsá á Dal við Brú á Jökuldal hangir enn á sínum stað. Þótt kassinn sé farinn að láta á sjá eru vírarnir enn á sínum stað og í nokkuð góðu ásigkomulagi. Nú á dögunum þegar Ármann Halldórs- son var að moka snjó af veginum við brúarsporðinn hefur einn snjókögg- ullinn lent á öðram vírnum og hang- ir þar uppi. Þarna hefur því mynd- ast allsérstætt umhverfislistaverk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.