Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 20.02.1999, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 29 ERLENT ERLENT BRESKU læknasamtökin (BMA) vöruðu við því á dögunum, að innan fimm til tíu ára kynnu viðamiklar erfðarannsóknir að skapa tæknileg- ar forsendur fyrir smíði lífefna- vopna sem hægt væri að beita gegn fyrirfram ákveðnum hópum fólks. Telja samtökin að hvers kyns vís- indalegar uppgötvanir geti leitt til þróunar á nýjum gerðum vopna og að erfða- og lífefnafræðilegar upp- götvanir séu þar alls ekki undan- skildar. I nýiri skýrslu sem sagt er frá í tímariti samtakanna,Brítish Med- ical Journal, beinast áhyggjur manna aðallega að notkun erfða- fræðilegra upplýsinga sem safnað er í langtímarannsóknum tveggja alþjóðlegra rannsóknarhópa (Hum- an Genome Project og Human Di- versity Project). I rannsóknarverk- efnunum sem áætlað er að ljúki ár- ið 2003, er leitast við að leysa gát- una um það hvers vegna sumir sjúkdómar herja aðains á ákveðna þjóðernishópa. Telja skýrsluhöf- undar að hægt væri að hagnýta slíkar upplýsingar með það að markmiði að beita lífefnavopnum á tiltekna þjóðernishópa. Þeir segja að þegar aðferðir til að breyta erfðafræðilegum eiginleikum verði Söguleg- ur fundur um Kasmír- hérað Islamahad. Reuters. FORSÆTISRÁÐHERRAR Ind- lands og Pakistans, þeir Nawaz Sharif og Atal Behari Vajpayee, hófu í gær sögulegan fund sinn sem mun standa yfir helgina. Va- jpayee er fyrsti forsætisráðherra Indlands sem stígur fæti á pakist- anska jörð. Talið er að málefni Ka- smír-héraðs muni bera hæst á fundinum auk afvopnunarmála en ríkin, sem bæði hafa hafnað aðild að alþjóðlegu banni við útbreiðslu kjamavopna (NPT), framkvæmdu tilraunasprengingar á kjarnavopn- um í maí á sl. ári og kölluðu þar með yfir sig viðskiptaþvinganir. Hið eldfima mál Kasmír-héraðs hefur verið orsök tveggja af þrem- ur styrjöldum ríkjanna síðan árið 1947 er þau fengu sjálfstæði frá Bretum. Indverjar, sem ráða tveimur þriðju hlutum Kasmír- dalsins, líta á héraðið gjöfula sem óaðskiljanlegan hluta af Indlandi en Pakistanar hafa viljað að múslímski meirihlutinn í Kasmír ákveði í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hann sameinist Indverjum sem eru hindúar eða Pakistan sem er íslamskt ríki. Vopnaðir hópar aðskilnaðarsinna í héraðinu hafa undanfarin ár barist á móti ind- verska hernum og er talið að þeir fái aðstoð frá pakistönskum stjórnvöldum. Krefjast sumir þessara hópa sjálfstæðis Kasmír en hefur kröfunni verið hafnað af stjórnvöldum í Nýju-Delí og Islamabad. Kjarnorkutilraunimar á síðasta ári færðu málefni héraðsins í sviðs- ljósið er vestræn ríki, með Banda- ríkin í fararbroddi, lögðu hart að Pakistan og Indlandi að hefja frið- arviðræður. Beinar viðræður ríkj- anna hafa legið niðrí undanfama mánuði en Strobe Talbott aðstoð- amtanríkisráðherra Bandaríkj- anna hefur að undanfömu reynt að fá ríkin til að samþykkja afvopnun- artillögur. Er talið að fundurinn nú sé merki um þíðu í samskiptum ríkjanna. Oryggisgæsla hefur verið stór- hert í Wagah á landamærum ríkj- anna, þangað sem indverski for- sætisráðherrann kemur í lang- ferðabfl og í Lahore þar sem fundahöldin fara fram. Aðskilnað- arhópar í Kasmír-héraði hafa látið í ljós reiði sína yfir viðræðunum og hótað aðgerðum. „Erfðabreytt sýkla- vopn“ ógna mannkyni Mikill niður- skurður hjá sænska hernum orðnar útbreiddar, aukist til muna líkurnar á að erfðafræðilegar upp- lýsingar geti komið þeim aðilum að notum sem hyggja á smíði ógnvæn- legra og áhrifai'íki’a gereyðingar- vopna. I skýrslunni era greindir tveir möguleikar sem gætu leitt til auk- innar misnotkunai' á erfðarann- sóknum í þessum tilgangi. Annars vegar er bent á að nú þegar séu erfðaupplýsingar notaðar til að „betrambæta" lífefnavopn í þeim ríkjum sem þau eiga, m.a. í þeim tilgangi að auka viðnám þeirra gegn bakteríum, sem bendi til að notkun þeiira á vígvelli hafi komið til greina. I öðra lagi benda lækn- arnir á að fræðilega séð er næg vit- neskja fyrir hendi til að hafa áhrif á erfðavísa tiltekinna þjóðemishópa eða fjölskyldna. Dr. Vivienne Nathanson, for- svarsmaður rannsóknarhóps á veg- um bresku læknasamtakanna, segir að mikilvægt sé að undirstrika að í skýrslunni sé fjallað um rannsóknir á erfðatækni og erfðaupplýsingum sem enn standi yfir, en bendir þó á að niðurstöður rannsóknanna verði aðgengilegar innan skamms tíma. „Það væri hræðilegt ef gjörvöll heimsbyggðin myndi innan tíu ára standa frammi fyrir ógninni sem skapast af erfðabreyttum sýkla- vopnum.“ Sérfræðingar telja þó að enn sé of snemmt að tala um yfii'vofandi hættu. I niðurstöðum skýrslunnar er sagt að jafnvel þótt hugtakið „erfðabreytt vopn“ minni einna helst á vísindaskáldsögu, þá verði að taka alvarlega þann aukna fjölda vísindamanna sem varar við því að aðferðir við að þróa slflc vopn gætu verið á næsta leiti. „I erfðafræði- legum skilningi era þeir þættir fleiri, sem era sameiginlegir ólíkum einstaklingum og hópum, en þeir sem skilja þá að. Þó er munur á og fræðilega því hægt að greina milli tveggja mismunandi hópa,“ segir í skýrslunni. Þennan mun væri því hægt að hagnýta með hrikalegum afleiðingum. Ovissuþátturinn felst einkum í því að erfitt kunni að reynast að greina í sundur rétt- mætar rannsóknir og þær sem beinast að framleiðslu vopna. Hafa samtökin því hvatt til þess að komið verði á fót alþjóðlegu eftirlitskerfi með framleiðslu lífefnavopna. Hömlum gegn útbreiðslu lífefnavopna ábótavant Alþjóðlegur sáttmáli um bann við framleiðslu lífefnavopna hefur verið í gildi frá árinu 1972 og era Islend- ingar stofnaðilar að sáttmálanum. Sá hængur er þó á að ekki er um neitt formlegt eftirlitskerfi að ræða í tengslum við sáttmálann, en því er öfugt farið við svipaðan sáttmála um sýklavopn (CWC) og samning- inn um bann við útbreiðslu kjarna- vopna (NPT). Bresku læknasam- tökin hafa bent á að þetta skapi ennfremur möguleika á að ríki eða hópar er hafi i hyggju að fremja ódæðisverk geti þróað erfðabreytt sýklavopn. Enn standa nokkur ríki utan sáttmálans, s.s. nokkur fyrr- verandi Sovét-lýðveldi, Alsír og Súdan. Ennfremur er bent á að írak, sem á aðild að sáttmálanum, hafi ekki vílað fyrir sér að nota líf- efnavopn á Kúrda í norðurhéraðum landsins og á íranska stríðsfanga. Skemmst er einnig að minnast hryðjuverka sértrúarsafnaðarins Æðsta sannleikans í neðanjarðar- lestakeifi Tókýó-borgar árið 1995. í skýrslunni era ífid veraldar hvött tU að koma sér upp virku al- þjóðlegu eftirlitskerfi innan næstu 5-10 ára. „Saga mannkyns er saga styrjalda," sagði dr. Nathanson. „Læknar og aðrir vísindamenn hafa mikilvægu hlutverki að gegna hvað forvarnir varðar. Þeii' verða að sannfæra stjórnmálamenn um að þessa ógn beri að taka alvarlega og að beita þurfi tiltækum aðferð- um til að hindra framleiðslu slíkra vopna.“ Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SVIAR búa ekki lengur við yfirvof- andi innrás frá fjandþjóð og því er eðlilegt að framlag til vamannála verði skorið niður. Þetta er inntakið í nýrri varnarsamþykkt, en slíka samþykkt samþykkir sænska þingið á hverju kjörtímabili. Mæld í krón- um og aurum þýðir samþykktin að á árunum 2002-2004 verður varnar- framlagið skorið niður um 4 millj- arða sænskra króna árlega, en það er nú 40 milljarðar á ári. Ekki er imprað á aðild að NATO eins og þó er rædd í Finnlandi. Ekki náðist samstaða um samþykktina, sem stjórn jafnaðarmanna kom í gegn- um þingið með stuðningi Miðflokks- ins, en hann áskildi sér að spamað- urinn yrði notaður til heilbrigðis- mála. Málið hefur verið pólitískt hitamál, auk þess sem hinn öfiugi sænski hergagnaiðnaður hefur beitt sér gegn niðurskurði. Auk þess að skera niður um tólf milljarða fær herinn fimm milljarða, þannig að heildarsparnaður verður sjö milljarðar. Þeir peningar, sem herinn fær er þó ekki beint framlag, heldur heimild til að halda eftir fimm milljörðum sem nokkurs kon- ar láni, er síðan greiðist til baka. Ymsar efasemdarraddir era uppi um að fyrirkomulagið sé eðlilegt, auk þess sem það verði ekki auðvelt að greiða peningana til baka af lægra framlagi en áður. Þar sem nýja samþykktin felur í sér að áherslan frá því að verjast innrás er flutt yfir í að verjast hermdarverkamönnum og taka þátt í friðarstarfi. Hún mun því hafa í för með sér víðtækar breytingar á skipulagi og starfsemi hersins. Það er því ekki aðeins um að ræða nið- urskurð, heldur einnig breyttar áherslur og starfshætti. Varnarsamþykkt er einn af stór- atburðum í sænskum stjórnmálum á hverjum tíma, svo yfir viðræðun- um hefur verið vakað af athygli. Þær hafa gengið einkar brösótt í þetta skiptið og á endanum var það aðeins Miðflokkurinn, sem fékkst til að styðja samþykktina. Hægriflokk- arnir hafa sakað jafnaðarmenn um að hafa í raun ekki haft áhuga á víð- tæku samkomulagi. Fyrir sitt leyti fór Miðflokkurinn fram á að fjár- munir sem spöruðust færu til heil- brigðismála, en nú fara miklar um- ræður fram í Svíþjóð um bágborið ástand í þeim geira. Akvörðun fyrir næsta kjörtímabil Ymsir halda því þó fram að ekki sé lengur nóg að auka aðeins fjár- framlög til heilbrigðismála, heldur verði að stokka þar upp, en Mið- flokkurinn og stjórn jafnaðarmanna trúa enn á að ástandið verði lagað með peningum. Það vekur einnig athygli að með því að veita fénu til heilbrigðismála er stjórnin að taka ákvörðun langt fram í tímann, fram á næsta kjörtímabil, sem hefst 2002. Þar sem tæpur helmingur af kostnaði við rekstur sænska flug- hersins fer til hergagnakaupa mun niðurskurðurinn bitna þunglega á sænskum hergagnaiðnaði. Auk þess mun samdrátturinn hafa í fór með sér að ýmsum kaupum verður slegið á frest. Niðurskurðurinn hefur einnig áhrif á atvinnuástandið í sænsku di'eifbýli, þar sem herstöðvar eru víða um land. Ekki síst mun það bitna á nyrstu byggðunum, þar sem herinn er víða stór vinnuveitandi. Ahrifm munu einnig koma fram í að færri verða látnir gegna herskyldu. „Varnarsamþykktin er slæm fyrir Svíþjóð,“ skrifar Carl Bildt, leiðtogi Hægi'iflokksins, í fréttabréfi sínu í vikunni. „Við munum eiga eftir að sjá öldu hörkulegs niðurskurðar ganga yfir á sama tíma og varla verður svigrúm fyrir þá endurnýjun sem er svo nauðsynleg hjá hem- um.“ Einnig bendir Bildt á að í sam- þykktinni sé heldur ekki tekið neitt tillit til nýrra aðstæðna í Evrópu. Svíar séu læstir fastir í gömlum andstæðum og útiloki sig frá að leita nýrra leiða. Bildt nefnir ekki NATO-aðild, en bendir á að slík um- ræða sé nú lífleg í Finnlandi. WACON R+ CL 1.099.000 KR. WACON R+ CL 4x4 1.299.000 KR. BÍLLINN SEM SLO TOY OTA COROLLA ANNAÐÁRÍÐ í RÖÐ1 ÚT m Ódýrasti 4x4 bíllinn á íslandi m Skenwitilegur bíll sem gott er að setjast inn í m Öruggur Suzuki fjölskyldu- og fjölnotabíll með ABS hemlalæsivörn (4x4), loftpúðum o.m.fl. Sestu inn... SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is 1997 1998 Suzuki Wagon R+ var mest seldi bíllinn í Japan árið 1998 (eins og árið 1997). Suzuki Wagon R+ 240.207 230.306 Toyota Corolla 238.005 196.498 $ SUZUKI SÞ annist gæslu í A-Tímor JOSE Ramos-Horta, helsti leiðtogi andófsaflanna í Aust- ur-Tímor, hvatti í gær til, að Sameinuðu þjóðirnar héldu uppi lögum og reglu í landinu í þrjú til fimm ár eða þar til landið fengi sjálfstæði frá Indónesíu. I landinu ríkir mik- ill ótti við, að borgarastyrjöld brjótist út, sleppi Indónesar hendinni af því mjög skyndi- lega enda hafa skotið upp koll- inum vopnaðar sveitir og eink- um þeirra, sem andvígir eru sjálfstæði. Hefur Indónesíuher verið sakaður um að útvega þeim vopn. Ramos-Horta, sem fékk friðarverðlaun Nóbels 1996, sagði, að Portúgalsstjórn hefði fullvissað hann um, að hún myndi standa straum af kostnaði við SÞ-herafla og einnig hefðu Bretar boðist til þess sama. Tölvuveira helmingar hagvöxt LÍKLEGT er, að aldamóta- veiran, sem svo er kölluð, muni verða til að helminga hagvöxt í Suður-Afríku á næsta ári. Kemur þetta fram í áliti Krist- inu Quattek, helsta hagfræð- ings ING Barings í landinu. Hann mun þó verða meiri en áætlað var á þessu ári, meðal annars vegna þeirra umsvifa, sem fylgja því að laga tölvu- kerfin, og einnig vegna aukinn- ar neyslu, sem tengist aldamót- unum. Á næsta ári er hins veg- ar gert ráð fyrir veralegu bakslagi vegna tölvuvanda í meðalstórum fyrirtækjum og hjá hinu opinbera, aðallega hjá sveitarfélögunum. Skutu niður orrustuþotu SKÆRULIÐAR í Kongó sögðust í gær hafa skotið niður MiG-herþotu frá Zimbabwe er hún gerði árás á bæinn Kabalo, sem skæraliðai- ráða. Sögðu þeir, að allt væri tíðindalaust á suðurvígstöðvunum í landinu en þeir væra að búa sig undir sókn stjórnarhersins að dem- antaborginni Mbuji-Mayi. „Við höfum átt undir högg að sækja en eram að undirbúa sókn,“ sagði Bon Ngoy, einn herfor- ingja þeirra. Fátæk ríki fái meira UNICEF, Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna, skoraði í gær á fjármálaráðherra helstu iðnríkjanna að auka framlög til fátækra þjóða. Hafa þau minnk- að um 16% frá 1990 og hefur það gert hlutskipti kvenna og bama enn verra en ella. Hæsti maður í heimi JOHN Paul Ofwono, þrítugur maður í Uganda, er líklega hæsti, núlifandi maður i heimi en hann er næstum hálfur þriðji metri eða 2,49 sm. Hæsti maður, sem vitað er um með vissu, var hins vegar Banda- ríkjamaðurinn Robert Wadlow en hann var 2,72 sm. Hann lést 1940. Ofwono sækir líklega ekki vöxtinn í foðurættina því að faðir hans er aðeins 1,65 sm.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.