Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 63

Morgunblaðið - 20.02.1999, Side 63
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÍJAR 1999 63 BREF TIL BLAÐSINS Frá Rúnarí Krístjánssyni: NÝLEGA barst mér í hendur fréttabréf frá Samtökum um að- skilnað ríkis og kirkju - SARK. Oftast lít ég nú yfir þetta blað, svona til að vega og meta rökin sm sett eru fram varðandi baráttumál- ið, sem er aðskilnaður ríkis og kirkju. í sjálfu sér finnst mér það mál vel geta komið til greina, en samt myndi ég ekki vilja ganga til liðs við þessi samtök. Það er nefni- lega grunur minn að nokkuð marg- ir sem í samtökum þessu eru, séu þar vegna andúðar á kristinni trá. Mér finnst sú afstaða skína mjög víða í gegn í því efni sem frá sam- tökum þessum kemur. Kæmi mér ekki á óvart að sumir hugsuðu sér þai- aðskilnað ríkis og kirkju aðeins sem fyrsta skrefið á þeirri braut að koma kristindómnum á kné í þessu landi. Allt er þó sett fram á ákaf- lega jákvæðan hátt í nafni réttlæt- iskenndar, undir formerkjum frels- is og lýðréttinda, svo yfirborð mál- anna er stundum undur sætt á að líta. En þegar grannt er að gáð kemur sitthvað í ljós hjá samtökum þessum. Heiðnir tímar eru dásam- aðir og talað um drengskap og orð- heldni sem heiðin gildi! Við þurfum nú ekki að fara ýkja langt aftur í tímann til að finna fólk sem stóð við öll sín orð og lét handsöl gilda í hvívetna. Ekki var fólk heiðið þá, heldur svo vel kristið að fólk í dag þolir þar sennilega engan samjöfn- uð. Lítum bara til fólks á fyrri Enga sögufölsun hluta þessarar aldar. Við höfum nefnilega glatað ýmsu í því botn- lausa lífsgæðakapphlaupi sem þjóðin hefur staðið í síðustu ára- tugina. Gerviþarfirnar hafa tekið fyrir rétta sýn í svo mörgu og þær hafa vaxið okkur upp fyrir haus. Margir virðast vilja kristindóminn feigan, en vilja þó halda fast í kristna sið- fræði. Þar áttar fólk sig ekki á því að siðfræðin er aðeins grein á hin- um kristna meiði. Ef meiðurinn er höggvinn fer greinin með. Hún lifir ekki og dafnar - ein og sér. Við skulum ekki koma okkur í þá stöðu í þessum málum að enginn viti hvað átt hefur fyrr en misst hefur. í umræddu fréttabréfi SARK er sett upp smásöguhorn þar sem spurt er: Vissir þú...? Síðan koma útlistanir á sex sögulegum atriðum. Margt mætti nú að þeirri sögu- skoðun finna sem þarna kemur fram. Ég ætla þó að láta mér nægja að gagnrýna eitt þessara at- riða. Sagt er: „Vissir þú að frá landnámi íslands til ársins 1000 voru hér engir fjölmennir bardag- ar? Þarna er greinilega verið að koma því viðhorfi fram, að friður hafi ríkt hér mikið til í heiðni og ófriður fyrst hafist að marki eftir kristnitökuna! Ég tel þetta tilraun til sögufölsunar. Vita menn ekki um friðaröldina sem yfirleitt er tal- in hafa staðið frá 1030 til um 1120, einmitt eftir að kristin trá hafði fest sig í sessi? Segir ekki um Giss- ur biskup Ileifsson, að hann hafi friðað svo vel landið að engar stór- deilur hafi orðið með höfðingjum og vopnaburður lagst mjög niður? Nú skulum við taka eitt dæmi: Um 965 var Þórður gellir í mestu vand- ræðum með að ná lögum í eftirmál- um Blund-Ketils brennu vegna andstöðu Tungu-Odds. Þeir höfðin- gjarnir lentu tvívegis í bardaga. í fyrra skiptið var Þórður með 240 menn og Oddur 480. Þá féllu fjórir menn af Þórði og einn af Oddi og 3 urðu alvarlega sárir. I seinna skiptið var Oddur með 360 menn en Þórður sagður miklu fjölmenn- ari. Féllu þá sex menn af Oddi og margir urðu sárir. Þarna átti sér því stað tvívegis fjölmennur bar- dagi áratugum fyrir kristnitökuna. í framhaldi af umræddri deilu voni svo fjórðungsþingin sett. Mörg fleiri dæmi má nefna um mikla bar- daga fyrir kristnitöku, en ég læt þetta nægja. Ef við myndum svo víkja okkur til hinna Norðurlandanna vantar nú ekki orrustumar og svo var til dálítið sem hét víkingaferðir og þótti ekki beinlínis friðsamlegt at- hæfi. Enginn var óhultur fyrir rán- um og gripdeildum. Skyldi sögu- skoðari SARK hvorki hafa lesið ís- lendingasögumar né Fomaldar- sögur Norðurlanda? Mér finnst að það ætti að vera algert grundvall- aratriði þegar menn em að reyna að vinna baráttumálum sínum fylgi, að notuð séu meðöl sem sam- ræmast sannleikanum. Osannar fullyrðingar hljóta að verða við- komandi málstað til skaða og þótt menn hugsi sér að láta tilganginn helga meðalið gengur það engan veginn eftir. Það vantar alla sið- mennt í svona málafylgju. Sá sem tekur ósannindi í þjónustu sína verður að vera því viðbúinn að þau séu rekin öfug ofan í hann aftur. Sannleikurinn er sagna bestur. Það er einlæg von mín að þessi áminn- ing verði til þess að vinnubrögð skili sér á heiðarlegri hátt en þetta héðan af í fréttabréfum frá SARK - samtökum um aðskilnað ríkis og kirkju. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Frá Guðvarði Jónssyni: í BYRJUN desember var grein eftir mig í Morgunblaðinu þar sem ég vakti athygli á þeim mikla mun sem er á staðgreiðslu- og langtíma raðgreiðsluverði. Þar tók ég dæmi ef keyptur væri bíll sem kostaði eina milljón og gefinn væri 10% af- sláttur við staðgreiðslu. Sagði ég í greininni að mismunurinn á stað- greiðslu- og raðgreiðsluverði, mið- að við 10% staðgreiðsluafslátt, væri 440 þús. Mér urðu á þau mis- tök í útprentun greinarinnar að bæta þessum 400 þús. við milljón- ina í staðinn fyrir að bæta þeim við 900 þús. og heildarverðið þar með 1.300.000, en verð í útprentun 1.400.000. Þetta hefði ekki átt að koma að sök, ef menn hefðu tekið eftir því, að ég var að tala um mis- mun á raðgreiðslu- og stað- greiðsluverði. Aðstoðarframkvæmdastjóri Visa ísland, Leifur Steinn Elísson, svar- aði mér í Morgunblaðinu og sagði að ég byggði grein mína á lygi. Ég svaraði strax þessari ásökun Leifs, en bréfið mun hafa villst í skamm- degismyrkrinu og komst því aldrei Að horfa á málið frá báðum hliðum til skila á síður Morgunblaðsins. Ég vil því gera aðra tilraun og leit- ast við að sundurliða kostnaðinn, í samræmi við það sem ég hef sjálf- ur þurft að greiða, þegar ég hef keypt bíl með raðgreiðslum. Þegar bílasali hefur samþykkt að selja manni einnar milljónar kr. bíl með 36 mán. raðgreiðslum, þarf maður að byrja á því að greiða hon- um lánskostnað og virðisaukaskatt af lánskostnaðinum og er sá kostn- aður um 62.000 kr., vaxtakostnaður 155.000 kr., verðbætur 30.000 kr., stimpilgjöld og innheimtukostnaður 25.000 kr., svo er nú orðið gefinn tveggja til þriggja mánaða frestur á fyi-stu greiðslu af stofnverði eftir undirskrift, en greiddir vextii- fyinr þá mánuði. Ef við segjum að frest- urinn sé tveir mánuðii' verða vextir af þeim 16.700 kr. Samtals verður þessi kostnaður 288.700 kr. Þar með er heildarkostnaðurinn orðinn Aðsendar greinar á Netinu S' mbl.is 1.288.700 ki\ og mismunurinn á staðgreiðslu og raðgreiðslu orðinn 388.700 kr. Þetta miðast við það að allt gangi fyiir sig samkvæmt samn- ingi. Ég sagði hka í fyrri greininni að þeh' sem væru í erfiðastri greiðslustöðu þyrftu oft að fresta greiðslum og þá eru dráttarvextir fljótii' að hækka kostnaðinn. Ég veit að Visa ísland leggui' kapp á að inn- heimta heiðarlega samkvæmt samn- ingum og að starfsmenn gleymi eng: um kostnaðarhð við innheimtu. I fýrri gi-eininni beindi ég ekki orðum mínum til kaupmanna eða kortafyr- irtækja, heldur tók ég það fram að þetta greiðslukerfi væri afleiðing láglaunastefnu sem forusta atvinnu- <U-L.TZ\/= eiTTHV'AO HVTT íoo',; baúmullarnærí«»t Fást í öllum betri verslunum um land allt Börnum, tengdabörnum, barnabörnum, vinum og velunnurum sem fierðu okkur mikla gleði, gjafir og hlýjar kveðjur d 70 afinæli mínu 4. febrúar sl., sendum við hjónin hjartkærar kveðjur og góðar óskir. Guð launi og blessi ykkur öll. Kristófer Þorgeirsson og Olína Gísladóttir. nr, Blönduiiaítæki Hitastilltu Mora Mega blöndunartækin fyrir bað tryggja öryggi og þægindi. Mora Mega er árangur maigra ára vöruþróunar og betrumbóta. Mora sænsk gæðavara Heildsöludreifing: Smiðjuvegi 11. Kópavogi 'LW'ILÞ' Sími 564 ,0B8',ax564 1089 Fæst í bvgoinBavöruverslunum um landallt. rekenda og ríkisvalds bæru ábyrgð á. Það er gott að hafa það í huga að ef fjárhagsstaða láglaunafólks batnaði, legðust svona langtímar- aðgreiðslur af sjálfkrafa. Það er einnig rétt að veita því athygli að kaupmenn hafa orðið að bjóða sí- fellt lengri greiðslufrest til þess að geta selt láglaunafólki heimilistæki og bíla. Það má líka veita því at- hygli að lenging greiðslutímans hefur lengst í réttu hlutfalli við vöxt góðærisins og er nokkuð rétt spegilmynd af því tvöfalda þjóðfé- lagskerfi sem búið er að þróa í landinu. Annars vegar hálauna- menn og fjármagnseigendur, sem baða sig í plús góðæri og hins veg- ar láglaunafólk, sem er að sökkva í skuldafeni mínus góðæris. GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. WHITE SWAN (0 C 0 >o co (/) ö) Drcifing: Engey chf. Hvcrfisgata 103 s: 552 88/7 fax: 552 0060 1 1 \ w ... sí lÍi í 21 1 (,i |J 1 Landsvirkjun TÖLVUG FJÖLDI NÝRRA TITLA! fsTÐ ASTl Efþú ótt ekki heimangengt er I |T IL C* ft 1 H i www.boksala.is einföld og örugg leið til að |U »» “ * * nálgast mörg þúsund bókatitla. Opið i dag frá kl. 10:00 - 16:00 \ \ DA6 \ I 15-20 febrúar bók/Ua. /túdeixta, Stúdentaheimilinu við Hringbraut • Simi: 5700 777

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.