Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Nýstárlegt gripahús tekið í notkun í dag Morgunblaðið/RAX SIGURBJORN Hjaltason, bóndi á Kiðafelli í Kjós, mun hafa nýja gripahúsið, sem hann telur vera tímamóta- hús í íslenskum landbúnaði, til sýnis almenningi á niorgun, sunnudag, milli klukkan 14 og 17. 100 stórgrip- um gefíð á hálfri mínútu NÝSTÁRLEGT gripahús verður tekið formlega í notk- un í dag klukkan 15, á bæn- um Kiðafelli í Kjós. Húsið verður siðan til sýnis al- menningi á morgun, sunnu- dag, milli klukkan 14 og 17. Húsinu er ætlað að hýsa fé, nautgripi og hesta og er 520 fermetrar að flatarmáli og hýsir rúmlega 240 fjár allt að 70 nautgripi og 40 hross. Húsið, sem hannað er af ábú- endum jarðarinnar með aðstoð Magnúsar Sigsteinssonar búfræði- ráðunautar, þjónar breyttum kröfum í íslenskum landbúnaði og fer þar fram eldi dilka fyrir páskamarkað, bæði innlendan og erlendan, fyrir Sláturfélags Suð- urlands. Sigurbjörn Hjaltason bóndi að Kiðafelli segir sérstöðu hússins felast í ýmiss konar vélrænum búnaði sem lágmarki vinnuna við hirðingu skepnanna. „Hurðir eru allar opnanlegar með íjarstýringu og fóðurgjöf fer fram með vélrænum hætti þannig að það tekur innan við hálfa mín- útu að gefa 100 stórgripum á ein- um fóöurgangi," segir Sigurbjörn. „Þá er húsið mjög vel upplýst og vel loftræst og með mörgum gluggum þannig að skepnurnar njóta dagsbirtu, en það var lögð áhersla á að skepnunum liði vel í húsinu og því var það gert eins náttúrulegt og mögulegt var.“ I húsinu verður ennfremur hestahótel, sem nefnist „Fimm- stjarnan" og mun vera hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis. Enn- fremur verið innréttaðar sjö sér- búnar stíur fyrir graðhesta. Sveitamannsins draumur Sigurbjörn segir að hin nýja bygging, sem kostaði 15 milljónir króna, hafi verið „sveitamannsins draumur", en hann segist ekki hafa haft sérstaka fyrirmynd að hús- inu. „Eg vildi vera með góða og létta aðstöðu og fara úr þessum saggakofum og myrkrinu og öllu sem því fylgir og hefur slæm áhrif á mann á veturna," segir hann. Sigurbjörn hefur verið með mjólkurframleiðslu síðastliðin 20 ár og vonast til að hætta því, enda segir hann tímann sem hafi farið í umhirðu kúnna hafa tekið tíma frá fjölskyldunni og nú sé kominn tími til að breyta til. Sigurbjörn og kona hans Berg- þóra Andrésdóttir liafa ennfrem- ur gert ráð fyrir ferðamönnum, sem vilja skoða húsið og hafa ver- ið að markaðssetja húsið sem slíkt fyrir sumarið. Flugfélag íslands skrifar Samkeppnisstofnun Yill bæta við þriðju áætlunar- ferð til Egilsstaða FLUGFELAG Islands hefur skrif- að Samkeppnisstofnun vegna þeirrar fyrii'huguðu breytingar á áætlun sinni til Egilsstaða að bæta í næsta mánuði við þriðju ferðinni þangað á dag frá Reykjavík. Jón Karl Olafsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir aukna flutninga kalla á þessa breytingu. Samkeppnisstofnun gerði Flug- félagi Islands í fyrra að fella niður eina ferð af þremur í vetraráætlun sinni milli Reykjavíkur og Egils- staða á grandv.elli samkeppnis- stöðu. Að sögn framkvæmdastjór- ans getur félagið ekki breytt áætl- un til stærstu áfangastaðanna nema að höfðu samráði við stofn- unina. Hann segir forráðamenn sveitarfélaga á Austurlandi hafa óskað eftir fleiri ferðum á dag til Egilsstaða. Frá því innanlandsflug var gefið frjálst hefur Flugfélag Islands flogið fyrstu ferð frá Akureyri snemma morguns með Metró-vél og hefur sú vél verið höfð til vara eða notuð í verkefni út frá Reykja- vík á daginn. Henni er síðan ftogið til Akureyrar að kvöldlagi vegna ferðar morguninn eftir. Metró-vél tóm til Akureyrar Jón Karl segir félagið ekki hafa heimild til að flytja farþega með þeirri vél af samkeppnisástæðum og fljúgi 19 farþega vélin því tóm til Akureyrar á kvöldin. Síðasta áætlunarferð frá Reykjavík til Akureyrar er um kvöldmatarleytið en tóma vélin fer iðulega nokkra seinna norður og þá án farþega. Segir Jón Karl oft mögulegt að selja í þessi sæti. Jón Karl segir talonarkanirnar gera félaginu erfítt fyi'ir, það sé grundvallarat- riði í þessum rekstri að geta stjórn- að tíðninni og nýtt sætin. , Morgunblaðið/Kristinn UNDIRBUNINGUR stóð yfir fyrir tónleika Gus Gus í kvöld í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöld. * Gunnar S. Björnsson, formaður Ibúðalánasjóðs Sjóðurinn bætir ekki hugsanlegt fjárhagstjón GUNNAR S. Bjömsson, formaður stjórnar Ibúðalánasjóðs, segir að sjóðurinn muni ekki bæta fjárhagslegt tjón sem fólk í fasteignavið- skiptum geti hugsanlega orðið fyrir vegna tafa á afgreiðslu lánsumsókna hjá íbúðalánasjóði, sem tók yfir hlutverk Húsnæðisstofnunar ríkisins um áramót. Hann segir að um 500 umsóknir hafí borist sjóðnum frá þvi um áramót. Búið hafí verið að afgreiða um 100 í upphafi þessarar viku, um 150 til viðbótar hafi verið afgreiddar síðan og ráðgert sé að afgreiða það sem á vantar um helgina. Stjóm Félags fasteignasala hefur sent Páli Péturssyni félagsmálaráðherra skeyti þar sem segir að ófremdarástand ríki á fasteignamark- aðnum og krefst stjómin þess að ráðherra grípi tafarlaust til aðgerða vegna langvarandi tafa á afgreiðslu umsókna hjá íbúðalánasjóði. Jón Guðmundsson, formaður Félags fasteignasala segir í Morgunblaðinu í gær að verði þessu ekki kippt í liðinn sem fyrst muni ekki líða á löngu þar til fólk í fasteignaviðskiptum geti orðið fyrir fjárhagslegu tjóni. Dálítið hissa á aðgerðum fasteignasala Gunnar sagðist, aðspurður um viðbrögð við skeyti fasteignasala til félagsmálaráðherra, vera dálítið hissa á þessum aðgerðum fasteignasala. Það væri verið að vinna á fullu í þessum málum og fasteignasalar vissu það ósköp vel. „Eg hugsa að við leysum úr öllum þessum málum sem era inni hér hjá okkur bara núna um helg- ina. Fasteignasalar vita ósköp vel af því. Þeir hafa verið hér í sambandi við okkur, en kannski lítið spurt,“ sagði Gunnar. Hann sagði að íbúðalánasjóður hefði átt í ákveðnum erfiðleikum, sem væra fyrst og fremst tæknilegs eðlis. Þetta kerfi hefði ekki gengið upp eins og þeir vonuðu til að byrja með, fyrst og fremst vegna þess að meðan tölvukerfi Ibúðalánasjóðs hefði ekki verið komið í fullkom- ið lag og bankarnir ættu aðild að ferlinu væra leiðirnar kannski dálítið lengri en þær hefðu verið í gamla kerfinu. „Nú er það allt að lagast þannig að bankarnir era komnir á fullt í greiðslumatinu og þá er raunveralega það sem snýr að okkur að klára þennan gamla bunka sem við ætlum að reyna að gera núna um helg- ina,“ sagði Gunnar. Sum mál eru enn 1 bönkunum Hann sagði að sum þeirra mála sem fast- eignasalar væra búnir að afgreiða frá sér væru enn úti í bönkunum og hefðu ekki borist íbúða- lánasjóði. Þegar búið væri að vinna það sem safnast hefði upp um helgina reiknuðu þau með að þetta ferli tæki ríflega viku til að byrja með, þannig að kæmi umsókn um lán til sjóðsins á mánudaginn mætti búast við að afgreiðslan lægi fyrir fljótlega eftir aðra helgi. Málin væra að komast í þann feril sem reiknað væri með að yrði í framtíðinni og hann teldi að bankastarfs- mennirnir væra að komast mjög vel inn í þessa vinnslu, en menn hefðu verið á fullu úti í bönk- unum að kenna fólkinu. Aðspurður hvort ekki hefði verið nauðsynlegt að kenna fólki þetta á síðasta ári áður en Ibúða- lánasjóður tók til starfa játti Gunnar því og sagði að kannski hefðu menn verið einum of vissir um að tæknimálin myndu ganga upp. „Hins vegar var svolítið erfitt fyrir okkur að fara að kenna meðan við voram ekki komnir með tæknimálin í lag og ekki komnir með forrit- ið í það endanlega form sem það á að hafa,“ sagði Gunnar. Aðspurður neitaði Gunnar því að íbúðalána- sjóður myndi bæta hugsanlegt fjárhagstjón af töfum á afgreiðslu frá sjóðnum. Það væru alveg hreinar línur að sjóðurinn myndi ekki bæta slíkt tjón. Fasteignasalarnir hefðu vitað af þessum erfiðleikum sem sjóðurinn hefði átt í og hefðu átt að gera sér grein fyrir þeim. Yfirmaður gæða- og markaðsmála hjá íbúða- lánasjóði, Þóranna Jónsdóttir, sendi fjölmiðlum yfii’lýsingu vegna umfjöllunar síðustu daga um málefni Ibúðalánasjóðs. Segir þar að sett hafi verið upp ný tölva sem taki við upplýsingum um umsóknir bankanna og sé vonast til að hægt sé að bæta úr hnökrum sem verið hafi á kerfinu síðustu tvær vikur. Verðbréfin flutt á Sauðárkrók Hann sagði aðspurður að búið væri að flytja meginhluta af verðbréfum sjóðsins norður á Sauðárkrók í eldtrausta geymslu, en þau væra um 140 þúsund talsins. Bréfin væra flutt í ákveðnu öryggishólfi norður og eins þyrfti að flytja þau að norðan þegar um uppgreiðslu lána væri að ræða. Aðspurður hvort það tæki ekki langan tíma sagði Gunnar svo ekki vera. Ef ósk- að væri eftir uppgreiðslu væri skuldabréfið til- búið í Ibúðalánasjóði daginn eftir. Tónleikar Gus Gus í kvöld GUS GUS heldur fyrstu tónleika til kynningar á nýrri breiðskífu sveitar- innar This Is Normal í Flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli í kvöld og hefj- ast tónleikarnir klukkan 21. A undan Gus Gus koma fram grindverk og Sigur Rós. Mark Bell spilar með grindverki í forfóllum Hilmars Ai’nar Hilmai'ssonar, en hann var upptökustjóri á síðustu breiðskífu Bjarkar Homogenic og gerði endm-hljóðblöndun á laginu Believe með Gus Gus sem var á fyrstu breiðskífu sveitarinnar Poiydistortion. Tónleikarnir í kvöld era haldnir í samvinnu við Tal hf., en Gus Gus lék síðast hér á landi í fyrrasumar á tónleikum í tengslum við gerð myndarinnar Popp í Reykjavík. Breiðskífan This Is Normal kemur út 26. apríl en smá- skífan Lady Shave kemur út 1. mars. ---------------- Kynjahlutfall á framboðslista gagnrýnt ÓÁNÆGJA kvenna á Vestfjörðum með tillögu kjörnefndar Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum um að í fyrstu fjórum sætum listans sitji að- eins karlar verður rædd á þingi kjör- dæmisráðs flokksins um helgina. Morgunblaðið leitaði til Þóris Amar Guðmundssonar, formanns kjör- nefndar, um viðbrögð nefndarinnar við þessu. Vildi Þórir Örn ekki tjá sig um málið á þessu stigi og sagði að málið yrði tekið upp á þingi kjör- dæmisráðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.