Morgunblaðið - 20.02.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 20.02.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 33 Fyrirlestrar og námskeið í MHÍ HELGI Þorgils Friðjónsson myndlistarmaður kennir á námskeiði þar sem áhersla er lögð á að hugsa með teikningum og að örva bein tengsl milli huga og handar. Kennt er í húsnæði MHI í Laugarnesi og hefst námskeiðið 25. febrúar. Námskeið í þrívíddargrafík fyrir byijendur, helstu grunnatriði í gerð þrívíddarmynda og þvívíddarhreyfímynda, verður kennt í MHÍ í Laugamesi og hefst 2. mars. Kennari er Amfinnur R. Einarsson myndlistarmaður. Námskeið í módelteikningu, ætlað byijendum og lengra komnum, hefst 23. febrúar. Kennt verður í MHÍ í Laugamesi. Kennari er Gunnlaugur St. Gíslason, myndlistarmaður. Fyrirlestrar Myndlistarmaðurinn Kristján Steingrímur heldur fyrirlestur um eigin verk í MHI í Laugarnesi mánudaginn 22. febrúar kl. 12.30. Inga Sigríður Ragnai’sdóttir myndlistarmaður flytur fyiii’lestur um eigin verk í Bai’mahlíð, Skipholti 1, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 12.30. Sýningum lýkur Gallerí Fold, Rauðarárstíg SÝNINGU Dominique Ambroise, Skógarganga, í baksal Gallerís Foldar, Rauðarárstíg 14, lýkur nú á sunnudag. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga til kl. 17 og sunnudaga kl. 14-17. Gallerí Ingólfsstræti 8 Sýningu Asgerðar Búadóttur lýkur nú á sunnudag. Galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18. Kvikmynd um Richard Wagner ANNAR áfangi kvikmyndar Tony Palmers um ævi Richards Wagners verður sýnd í Norræna húsinu í dag, laugardag, kl. 14. í aðalhlutverkum em Richard Burton, sem leikur nafna sinn, Vanessa Redgi-ave leikui' Cosimu og Gemma Craven leik- ur Minnu. I minni hlutverkum era m.a. söngvaramir Gwyneth Jones og Peter Hofmann sem leika hjónin von Carlsfeld, og tónskáldið Sir William Walton leikur Friðrik Ásúst II af Saxlandi. Þriðja og síðasta sýningin verður 27. febrúar. Aðgangur er ókeypis. Hrafnhildur Bernharðs- dóttir sýnir í Kringlunni NÚ STENDUR yfir í sýningar- rými Kringlunnar og Gallerís Foldar sýning á málverkum Hrafnhildai- Bemharðsdóttur. Hrafnhildur er fædd árið 1952 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands og lauk prófi þaðan 1972. Verk hennar eru unnin með olíu á tré. Sýning- arrýmið er á annarri hæð Kringlunnar gegnt Hagkaupi og er það opið á opnunartíma versl- ananna. Sýningin stendur til 6. mars. Ljósmyndir af rithöfundum í ANDDYRI Norræna hússins hef- ur verið opnuð sýning á ljósmynd- um eftir sænska ljósmyndarann Ullu Montan. A sýningunni eru ein- göngu andlitsmyndir af norrænum rithöfundum. Rithöfundarnir hafa allir komið til fslands og tekið þátt í bókmenntadagskrám og bók- menntahátíðum í Norræna húsinu. Sérsvið Ullu Montan er að taka portrettmyndir af rithöfundum. Hún hefur ferðast víða um lönd til þess að heimsækja rithöfunda og taka myndir af þeim. í safni hennar eru um 700 ljósmyndir, þar af um helmingur þeirra af sænskum rit- höfundum, en einnig margir af þekktustu rithöfundum heims. Má nefna Carlos Fuentes, Kenzaburo Oe, Norman Mailer, Patti Smith, Margaret Drabble og Ednu O’Bri- an. Ulla Montan hefur komið til ís- lands og tekið andlitsmyndir m.a. af Thor Vilhjálmssyni, Vigdísi Gríms- dóttur, Einari Má Guðmundssyni og Einari Kárasyni. Ulla Montan hefur haldið sýning- ar í Svíþjóð, m.a. á Bókamessunni í Gautaborg og hjá Riksutstállningar í Stokkhólmi. Einnig hefur hún haldið sýningar í Frakklandi og Bretlandi. Sýningin verar opin daglega kl. 9-18, nema sunnudaga kl. 12-18. Henni lýkur sunnudaginn 21. mars. LJÓSMYND Ulla Montana af Einari Má Guðmundssyni. MYND eftir Iílyn Steinsson sem verður á sýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkur. Litir regnbogans í Ráðhúsinn LITIR regnbogans er yfírskrift listahátíðar þroskaheftra og fjöl- fatlaðra sem opnuð verður í Ráð- húsi Reykjavíkur í dag, laugar- dag, kl. 14. Einnig verður opnuð myndlistarsýning, sölusýning, á akrýl- og vatnslitamyndum eftir þroskahefta. Að lokinni setningu hefst tón- listardagskrá þar sem hljómsveit- in Plútó og ýmis söng- og ein- leiksatriði verða á dagskrá. Tón- listarfólkið kemur frá Brauta- skóla ásamt fullorðinsfi’æðslu fatl- aðra á Selfossi. Kl. 15 verður leik- list, upplestur og dans. Leiksýn- ingahópurinn Perlan mun sýnir tvö verk. Annars vegar leikatriðið „Ef þú giftist“ og hins vegar leik- verkið Mídas konung, sem er unn- ið upp úr þekktu ævintýri um Mídas konung sem týndi gleðinni í leit sinni að gulli. Einnig mun koma fram í fyrsta skipti götu- leikhúshópur frá Hinu húsinu. Ljóðabókin Ljóðaperlur eftir Þóreyju Rut Jóhannesdóttur verð- ur kynnt og dansarar frá Sól- heimum í Grímsnesi og danshóp- ur frá Hinu húsinu sýnir línudans. Myndlistai’sýningin verður opin á tíma Ráðhússins og stendur til sunnudagsins 7. mars. A morgun, sunnudag, verður dansleikur í Ráðhúsinu frá kl. 15-17. HLÍÐARENDI í Fljótshlíð. Verk Steinunnar Helgadóttur í Gryljunni. Mynd- og hljóðlist í Lista- safni ASÍ MYNDVERK, hljóðverk og skúlp- túr er viðfangsefni tveggja sýninga sem opnaðar vei-ða í Listasafni ASÍ í dag, laugardag, kl. 16. í Gryfjunni sýnir Steinunn Helga- dóttir myndverkið Uppstilling og hljóðverk Sveins Lúðvíks Bjöms- sonar, „How do you like Iceland?" verður flutt. Verkið er fiutt með að- stoð Astu Þorleifsdóttur, Garðars Baldvinssonar, Gísla Helgasonar, Grétu Guðnadóttur, Guðmundar Kristmundssonar, Guðna Franzson- ar, Halldórs Bjömssonar, Helgu Helgadóttur, Kolbeins Bjamasonar, Sigríðar Ásu Júlíusdóttur og Þrast- ar Leós Gunnarssonar. Steinunn hlaut menntun sína m.a. í Valandi, listaháskólanum í Gauta- borg, og hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á ís- landi og erlendis. Sveinn lærði tónsmíðar í Tón- skóla Sigursveins og í Danmörku og verk hans hafa verið flutt víða hér á landi og erlendis. Árið 1998 kom út geislaplatan Hvar væri ég þá með tónverkum Sveins í flutningi félaga úr Kapúthópnum. Þetta er í fjórða skipti sem Steinunn og Sveinn Lúð- vík starfa saman, en áður hafa þau verið í samstarfi í Hafnarborg, Butlers Wharf í London og í Nýlistasafninu. Út úr Ásmundarsal I Ásmundarsal verður opnuð sýn- ing Brynhildar Þorgeirsdóttur á skúlptúram. Sýningin teygir sig fram á gang og upp á þak. Verkin eru öll unnin á síðastliðnu ári og eru þrjú þeirra sýnd úti á þaksvölum safnsins. Oll eru verkin úr gleri og steinsteypu. Þetta er tólfta einkasýning Bryn- hildar en hún hefur starfað í mynd- Orgel og ORGEL og safn slagverkshljóðfæra eru efni tónleika í Hallgrímskirkju á sunnudaginn 21. febrúar kl. 17. Þar munu þeir Douglas A. Brotchie og Steef van Oosterhout leika þrjú verk fyrir orgel og slagverk. Fyrsta verkið er Cantus IX (Te Deum) op. 133 eftir Egil Hovland. Hann skrifaði Cantus IX að beiðni organistans og safnaðarins við Uranienborgarkirkjuna í Ósló árið 1986 og var verkið frumflutt þar. Eftir bandaríska tónskáldið Paul Creston (1906-1985) leika þeir fé- lagar verkið Meditation fyrir marimbu og orgel en það er um- skrift höfundarins á hæga kaflanum úr marimbukonsert hans op. 21. Petr Eben skrifaði Landscapes of Patmos að beiðni Bach-félagsins í Heidelberg og það var frumflutt í Lútherskirkjunni þar í borg. Eben slagverk sagði um þetta verk að þegar hann hafi farið að hugleiða hljóðáhrifin frá þessum hljóðfæram (orgeli og slagverki) hafi hann leitað í Opin- berunarbókina og síðan þrengt hug- myndina í landslag. Douglas Brotchie starfar nú tímabundið sem organisti Hall- grímskirkju í leyfi Harðar Áskels- sonar, einnig er hann annar orga- nisti Dómkirkju Krists konungs í Reykjavík. Aukinheldur tekur hann virkan þátt í tónleikahaldi, ekki síst með Mótettukór Hallgrímskirkju. Steef van Oosterhout er fastráð- inn við Sinfóníuhljómsveit íslands auk þess sem hann hefur tekið þátt í ýmiskonar tónlistarflutningi hér á landi, m.a. sem félagi í Caput-hópn- um. Miðasala á tónleikana fer fram í Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Árni Sæberg DOUGLAS A. Brotchie og Steef van Oosterhout æfa tónlist sunnudagsins. BRYNHILDUR Þorgeirsdóttir við verk sín í Ásniundarsal. list í 17 ár, þar af sex ár í New York. Utan Islands sótti hún myndlist- armenntun sína til Hollands og Bandaríkjanna. Brynhildur hefur verið virk í félagsstarfi Myndhöggv- arafélagsins í Reykjavík, hún er stundakennari við Myndlista- og handíðaskóla íslands og er með vinnustofu á Korpúlfsstöðum. Sýningarnar eru opnar alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 og leim lýkur 7. mars. CARNEGI ART AWARD 1998 NORRÆN SAMTÍMA- MÁLARALIST Aðeins 2 dagar eftir Listasafn Islands Opið kl. 11-17 Leiðsögn sunnudaginn 21. febrúar kl. 15 Aðgangur ókeypis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.