Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islenskar sjávarafurðir hf. senda út afkomuviðvörun vegna rekstrartaps Heildartap gæti verið á bilinu 300 til 500 milljónir króna TAP íslenskra sjávarafurða hf. á seinni helmingi ársins 1998 varð miklum mun meira en á fyrri hluta ársins og er það fyrst og fremst rakið til erfiðleika í rekstri Iceland Seafood Corporation, dótturfyrir- tækis ÍS í Bandaríkjunum. Náðu margháttaðar aðgerðir sem gripið var til af stjórn félagsins ekki að skila sér sem neinu nemur í bættri afkomu á síðasta ári. Stjóm IS sendi Verðbréfaþingi Islands af- komuviðvörun í gær og í kjölfarið lækkaði gengi bréfa IS úr 2,0 í 1,85, eða um 7,5%, og var það mesta lækkun dagsins á hluta- bréfamarkáði. Tap fyrstu sex mánuðina rúmar 137 milljónir Tap IS-samstæðunnar fyrstu sex mánuði ársins var rúmar 137 millj- ónir króna og að sögn Rósants Más Torfasonar hjá Viðskiptastofu Is- landsbanka ætti heildartap sam- stæðunnar á árinu því að vera á bil- inu 300-500 milljónir. Segir hann að þar með hafi reksturinn þegar étið upp það fjármagn sem fékkst með hlutafjárútboði fyrr á þessu ári; í tilkynningunni frá IS kemur fram að strax upp úr miðju ári 1998 hafi verið byrjað að vinna að breyt- ingum á rekstri Iceland Seafood Corporation og mikil vinna lögð í stefnumótun, endurskoðun, áætl- anagerð og fjárhagslega endur- skipulagningu. Pessar aðgerðir hafi fengið aukið vægi I byrjun nóvem- ber þegar Benedikt Sveinsson, for- stjóri IS, fluttist vestur um haf og tók við yfirstjórn fyrirtækisins. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun Hal Carper, sem áður var forstjóri fyrirtækisins og síðan sölustjóri eftir að Benedikt tók við stjóminni, láta af störfum hjá fyrir- tækinu í næstu viku. Fram kemur í tilkynningunni að þær aðgerðir sem gripið var til séu farnar að sýna bættan hag á fyrstu vikum ársins 1999 og ástæða sé til að ætla að það stefni í rétta átt þótt of snemmt sé að fullyrða um ár- angurinn ennþá. Rekstraráætlun þessa árs gerir ráð fyrir hagnaði af rekstri samstæðunnar og til að styrkja eiginfjárstöðu og efnahag mun stjóm fyrirtækisins óska eftir heimild til hlutafjáraukningar á að- alfundi sem haldinn verður 26. mars næstkomandi. Að sögn Hermanns Hanssonar, stjórnarformanns IS, voru tals- verð frávik frá áætlunum í af- komu annarra fyrirtækja innan ÍS-samstæðunnar, en þó veiga- minni en hjá Ieeland Seafood Corporation. Sagði hann frávikin vera í báðar áttir, en á þessari stundu gæti hann ekki nefnt nein- ar tölur enda endanlegu uppgjöri ekki lokið. Hlýtur að vekja hluthafa til umhugsunar Rósant Már Torfason hjá Við- skiptastofu Islandsbanka áætlar að heildartap IS-samstæðunnar á ár- inu ætti að vera á bilinu 300-500 milljónir, og þar með hafi rekstur- inn þegar étið upp það fjármagn sem fékkst með hlutafjárútboði fyrr á þessu ári. „Þessi niðurstaða hlýtur að vekja hluthafa til umhugsunar um það hvort ekki sé vænlegra að fara í frekara samstarf eða sameining- arviðræður við Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna en að dæla meiri peningum inn í fyrirtækið, en stjórnin mun á aðalfundi óska eftir heimild til hlutafjáraukningar til að styrkja eiginfjárstöðu og efnahag. Ef félagið fer í hlutafjáraukningu á þessu ári verður það í fimmta skiptið frá árinu 1994 sem hlutafé er aukið í félaginu. Rekstraráætlun þessa árs gerir ráð fyrir hagnaði af rekstri sam- stæðunnar. Verð á hráefni fyrir verksmiðjuna í Bandaríkjunum hefur hækkað um 60% frá því hún var opnuð og erfitt er að sjá að hægt sé að velta þessari hækkun út í afurðaverðið þar sem stað- kvæmdavörur svo sem kjúklingur og svínakjöt hafa verið að lækka í verði. Einnig er þensla á vinnu- markaðnum vestanhafs, sem gerir ÍS enn erfiðara fyrir. Ytri skilyrði virðast því vera mjög erfið og það er greinilegt að nýs stjórnanda bíð- ur erfitt hlutverk," sagði Rósant Már. Hjónum með ungt barn bjarg- að úr neyð- arskýli HJÓNUM með fjögurra ára barn var bjargað úr neyðar- skýlinu við Mánárskriður á Al- menningum á Siglufjarðarvegi í gærmorgun. Pau höfðu lagt af stað á jeppa frá Reykjavík á fimmtudag og höfðu verið á ferðinni á Siglufjarðai-vegi síð- an aðfaranótt föstudags. Þau létu vita af sér úr neyðarskýl- inu á níunda tímanum í gær- morgun. Verktakar á vegum Vegagerðarinnar sóttu strandaglópana á snjóblásara og eftirlitsbíl og afhentu þá björgunarsveitinni Skagfirð- ingasveit við Ketilás en hún kom þeim til Sauðárkróks. Ekkert amaði að fjölskyld- unni, utan þess að henni var farið að kólna. Jeppinn var skilinn eftir, en Siglufjarðar- vegur var lokaður vegna ófærðar, því þar var svartabyl- ur í gær. Nokkur snjóflóð féllu á Siglufjarðarveg aðfaranótt föstudags og lokuðu þau vegin- um algjörlega svo ófært var til Siglufjarðar. Beðið var átekta uns óveðrinu slotaði svo unnt yrði að opna veginn á ný. Morgunblaðið/Ásdís Dæmdir til að lækka kröfur Samning'ur við Verkafl lagður fyrir bæjarráð SAMNINGUR við fyrirtækið Verkafl um byggingu fjölnota íþróttahúss, sem á að verða tilbúið í byrjun næsta árs, verður að öllum líkindum lagður íyrir bæjarráð Reykjanesbæjai- í næstu viku. Húsið verður í eigu verk- takafyrirtækisins sem leigir það út til bæjarins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður leigan um 27 milljónir króna á ári. Bygging hússins var boðin út í lok- uðu útboði í október sl. og aðaltilboð og frávikstilboð bárust frá tveimur fyrirtækjum, Armannsfelli og Verkafli. ,Ákveðið var að fara í svo- kallaðar skýringarviðræður við Verkafl á grundvelli eins af frá- vikstilboðum þeirra,“ segir Jónína Sanders, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. „Þær leiddu í ljós að menn geta náð samkomulagi um að þeir byggi fjölnota íþróttahús sem kostar 371 milljón króna. I húsinu verður knattspyrnuvöllur í fullri stærð og á honum verður gervigras í hæsta gæðaflokki. Húsið verður upphitað og gert er ráð fyrir áhorf- endastæðum fyrir 1000-1500 manns. Loks er í húsinu búningsaðstaða og þjónusturými." Samkvæmt samningnum mun bær- inn leigja og reka húsið og sinna eðli- legu viðhaldi en Verkafl tekur að sér allar meiriháttar viðgerðir utanhúss fyrstu fimm árin. Bærinn hefúr mögu- leika á að kaupa húsið ef óskað er. A gangi um álfalönd GÖNGULEIÐIN á hæðinni við Kópavogskirkju er hlykkjótt og stórgrýtt en konan með hettuna og veskið gengur eins og dáleidd af huldufólki innan um þessa álfa- byggð, og virðist gefa því lítinn gaum þó hún sé á mörkum hins óútskýranlega. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á fóstu- dag að íslenska ríkið hafi eignast fasteign Akranesbúa á nauðungar- uppboði töluvert undir sannvirði og dæmdi því ríkið til að lækka eftir- stöðvar krafna á hendur Akranesbú- anum um 2,3 milljónir króna vegna launaskatts, virðisaukaskatts og annaira opinberra gjalda vegna ár- anna 1988-1996. Akranesbúinn, sem skuldaði 7,9 milljónir króna í opinber gjöld fyrir umrætt tímabil, stefndi ríkinu og krafðist þess að eftirstöðv- arnar yrðu lækkaðar um það sem næmi mismun uppboðsvirðis og sölu- verðs fasteignarinnar að verðmæti 10 milljónir króna samkvæmt mati dómkvaddra matsmanna. Tveir löggiltir fasteignasalar, sem voru meðdómendur við Héraðsdóm Reykjavíkur, töldu hins vegar eignina vera 9,5 miHjóna króna virði og studdist dómari við þá upphæð við uppkvaðningu sína og féllst með þeim hætti á dómkröfur stefnanda. Ríkið eignaðist fasteignina 11. maí 1994 fyrir 7,2 milljónir króna sem hæstbjóðandi á nauðungarupp- boðinu. mrjm Á LAUGARDÖGUM Damon Johnson stefnir í NBA-deildina/B2 Nær Arnar að skora hjá David Seaman?/B4 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.