Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ OLAFUR JONSSON + Ólafur Jóhann Jónsson fæddist á Húmstöðum í Fljótum hinn 5. maí 1932. Hann lést af slysförum 13. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóakims- son, látinn, og Ingi- björg Arngríms- dóttir, látin. Systk- ^ ini Ólafs eru: Dag- björt, hússtjórnar- kennari í Reykja- vík, látin, og Hjálm- ar Jónsson, málara- meistari í Reykjavík. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Þórveig Sigurðardóttir kennari frá Sleitustöðum í Skagafirði. Börn þeirra eru: 1) Drengur, f. 1957, en lést á fyrsta ári. 2) Ragnar Smári, f. 1958, maki Bryndís Símonardóttir. Bryndís á einn son. 3) Sigrún Erla, f. 1959, maki Jóhann F. Þórhalls- son og eiga þau tvö börn. 4) Hafnhildur Inga, f. 1960, maki Magnús Traustason og eiga þau þrjú börn. 5) Sólveig Jóna, f. 1964, maki Jóhann Þorvarður Ingimarsson og eiga þau tvö börn saman en hún á eina dótt- ur fyrir. Árin sem Ólafur og fjöl- skylda hans bjó í Keflavík voru Gerð- ur systir Þórveigar og Ragnhildur Sveinsdóttir dóttir Gerðar til heimilis hjá þeim. Maki Ragnhildar er Ei- ríkur Oddur Ge- orgsson og eiga þau einn son en áður átti Ragnhildur tvær dætur. Eftir hefðbundið skólanám í Fljótum lauk Ólafur lands- prófí frá Siglufírði. Síðan lauk hann kennaraprófi frá Kennaraskólanum. Að námi Ioknu vann Ólafur við ýmis störf á Keflavíkurflugvelli. Ár- in 1957-1972 var hann kennari við Barnaskólann í Keflavík, var þar síðan skólastjóri til árs- ins 1978. Frá 1978-1987 var hann skólastjóri og kennari við Grunnskólann á Svalbarðs- strönd. Frá 1987-1994 var hann skólastjóri og kennari við Grunnskólann í Gaulverjabæ. Síðustu árin hefur Ólafur verið búsettur í Ártúni við Sleitustaði íSkagafirði. Útför Ólafs fer fram frá Hólum í Hjaltadal í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Óvægið og skyndilega hefur dauðinn kvatt dyra. Svona geta ör- lögin verið miskunnarlaus. Þetta hugsaði ég er ég frétti af hinu hörmulega dauðaslysi á Sleitustöð- um. Skammt er stórra högga á milli, jl> því þremur vikum áður lést Sigurð- ur, móðurbróðir minn, bóndi á Sleitustöðum. _ Ólafur eða Óli, eins og ég kallaði hann alltaf, var kvæntur Lóleyju, móðursystur minni. Eg og móðir mín vorum til heimilis hjá þeim hjónum öll mín uppvaxtarár og eru börn þeirra mín uppeldissystkini. Við leiðarlok koma upp í huga minn hans sterkustu eðlisþættir, en þeir voru hjálpsemi, greiðvikni, ósérhlífni, vinnusemi og örlæti. Óli var hamhleypa til starfa og var mik- ið leitað til hans, sérstaklega ef við- halds eða viðgerðar var þörf, því hann var verkmaður góður og allt lék í höndum hans. Hann gekk að ^ hverju verki af kostgæfni og alúð. Hann taldi ekki sporin sín í þágu annarra og ætlaðist ekki til nokkurs í staðinn. Voru þau hjón sérstaklega samhent í dugnaði sínum. Óli var eldhugi og hugdjarfur. Hann hikaði ekki við að hrinda hug- myndum sínum í framkvæmd. Hann var skarpgreindur og víðles- inn. Hann hafði næman skilning og unun af góðum bókmenntum og ljóðlist. Hann var mikill náttúru- unnandi, fróður um landið og dýra- líf þess. Einnig var hann áhugasam- ur um íþróttir og naut hvers kyns útiveru. Hann var farsæll kennari og skólastjóri og hafði gott lag á að laða fram sterkustu hliðar nemenda sinna og var mikill félagi þeirra. Óli var ekki maður sem bar til- fínningar sínar á torg og hann var skarpheitur. Skrúðmælgi og væmni voru honum lítt að skapi. Hann kom til dyranna eins og hann var klædd- ur, var hreinskiptinn og sagði skoð- anir sínar umbúðalaust og vai- þá ekki að sækjast eftir vinsældum eða metorðum. Hann var ákveðinn og fylginn sér. Óli var gamansamur, hafði gott hjartalag og var tryggur félagi. Minningin um hann er björt og góð. Eg og fjölskylda mín höfum ætíð notið mikillar hlýju, velvildar og ör- lætis frá Óla, Lóleyju og börnum þeirra, fyrir það verðum við ævin- lega þakklát. Við rennum þetta jarðlíf ekki á enda án sársauka og sorgar. Sterkir hlekkir í samfélaginu á Sleitustöð- um eru horfnir með þeim mágum Óla og Sigga bónda. Eftir standa samt styrkar stoðir sem nú þurfa að standa þétt saman sem fyrr meðan sársaukinn deyfist. Elsku hjartans Lóley mín og fjöl- skylda. Með ykkur er djúp samúð og hluttekning í sorginni. Guð blessi ykkur. Ragnhildur Björk Sveinsd. Ó, afi, þegar presturinn kom til okkar um morguninn og sagði okk- ur að þú værir dáinn leið mér ems og himinninn væri að hrynja. Ég beið þess bara að vakna því ég var svo viss um að þetta væri bara hræðilegur draumur. Það var svo margt sem við gerðum saman eins og þegar ég var hjá þér og ömmu á meðan mamma og pabbi voru í Þýskalandi. En nú þegar þú ert far- inn finnst mér við ekki hafa gert næstum því nóg saman. Þú áttir eft- ir að kenna mér svo margt. En út af þessum hræðilega degi færð þú ekki að sjá mig upplifa stærstu stund lífs míns þegar ég fermist. Ég vona bara að guð eigi eftir að taka vel á móti þér en við hittumst von- andi aftur á endanum. Jurtagarður er herrans hér helgra Guðs barna legstaðir. Þegar þú gengur um þennan reit þín sé til reiðu bænin heit. Andláts þíns græt, og einnig þá upprisudaginn minnstu á. Þín (Hallgr. Pét) Bryndís. Maður getur ekki miMð sagt þeg- ar æskuvinur og náfrændi er kvadd- ur brott með svo sviplegum hætti, sem þetta skeði. Ólafur var svo full- ur af starfsorku og framkvæmda- gleði að með ólíkindum var. Við fæddumst og ólumst upp í hinni fógru Fljótasveit til unglings- ára, en því miður þá rofnaði sam- bandið okkar á milli nema við ein- staka tækifæri. Þó átti ég því láni að fagna að njóta kennslu hans við Iðn- skóla Keflavíkur, og þótti mér það einstaklega gaman og fyndið þar sem hann var einu ári yngri en ég, en þrátt fyrir aldursmuninn bar ég mikla virðingu fyrir honum bæði sem kennara og lærdómsmanni, sem ég naut góðs af er við vorum saman í barnaskóla. Þegar við hitt- umst þá þraut okkur aldrei um- ræðuefni og var þá helst að minnast gömlu og góðu daganna sem við átt- um saman í sveitinni okkar, og var þar af mörgu að taka. Það voru íþróttir, leikir (prakkarastrik) og fleira. Ég vil innilega þakka þér fyrir samverustundirnar sem við áttum sem hefðu mátt vera fleiri. Við bæt- um úr því þegar við hittumst seinna hinumegin. Innilegar samúðarkveðjui- send- um við hjónin fjölskyldu þinni og ættingjum. í guðsfriði. Jdhann Olafsson Það eru nú liðin 30 ár síðan ég kynntist Ólafi Jónssyni kennara og hans fjölskyldu. Ég hafði þá nýlega flutt sem ungur kennari til Kefla- víkur og þekkti nú varla nokkurn einasta mann í þeim bæ. Satt að segja fannst mér við hjónin vera ósköp umkomulaus þar sem við höfðum sett okkur niður á gömlum læknabiðstofum með börnin okkar tvö og hafið kennslu í þeim ágæta bæ. En það var ástæðulaust að gera sér rellu út af því. EkM höfðum við lengið unnið við skólana í Keflavík þegar við höfðum eignast marga ágæta vini og mörg þau vinabönd hafa aldrei rofnað síðan þó fólk hafi flutt til annarra byggðarlaga. Það á við um Ólaf Jónsson fyrrv. kennara og skólastjóra og hans ágætu fjöl- skyldu. Milli okkar mynduðust vina- bönd sem aldrei rofnuðu. Þótt við hittumst að visu allt of sjaldan eftir að þau hjónin fluttu frá Keflavík þá var ætíð miMll fagnaðarfundur þeg- ar það gerðist. Alltaf stóð til að heimsækja þau á ættaróðal Þór- veigar að Sleitustöðum í Skagafirði og eiga þar saman góðar stundir en því var frestað æ ofan í æ og allt í einu er það um seinan. Að minnsta kosti mun Ólafur ekM taka þar á móti okkur á hlaðinu með sitt breiða bros sem einkenndi hann svo mjög, gestrisinn eins og honum var eðlis- lægt og tilbúinn til að leggja mikið á sig til að leysa hvers manns vanda en það var hans einkenni umfram flesta aðra sem ég hefi átt samneyti við um ævina. Það voru ófá sMptin sem hann gat komið í gang vonlausum bíl- skrjóðum sem við gerðum út hjónin í þá daga. Var þá ekM verið að spyrja um tímann sem fór í verMð. Jafnan lagði hann fram aðstöðu í bílskúmum heima hjá sér þar sem hann hafði af mikilli fyrirhyggju komið sér upp „gryfju" sem nýttist vinum hans vel auk þess að fá að- gang að hinni miklu. tækniþekkingu sem hann hafði viðað að sér gegnum árin. Þó Ólafur hefði lengstum framfæri sitt af kennslu og skóla- stjórnun var hann vel að sér í hvers kyns tækni og áhugi hans á verk- þekMngu mikill sem má sjá af því að hann lagði mikið á sig persónu- lega án endurgjalds til að geta miðl- að slíkri þekkingu til ungra nem- enda sinna. Ég minnist Ólafs frá okkar sam- starfsárum sem einstaklega áhuga- sams skólamanns, mér fannst hann nánast alltaf hlaupa við fót þegar hann átti leið eftir skólagöngunum, svo mikill var áhuginn á að koma sem flestu í verk. Hann horfði aldrei í fyrirhöfnina ef hann gat gert eitthvað fyrir nemendurna. Það eru mörg leikritin sem Ólafur setti upp með ungum nemendum sínum og þau ekM af styttri eða ein- faldari gerðinni. Þar smíðaði hann leiktjöld og Þórveig og Gerður saumuðu alla búninga á leikend- uma. Manni verður hugsað til allra vinnustundanna sem þau lögðu fram án þess að krefjast nokkru sinni endurgjalds og þar er ljóst að fyrir þetta var aldrei þakkað nóg- samlega því reynslan og menntunin sem hinir ungu leikendur uppskáru verður seint mæld. Ólafur var líka alltaf tilbúinn til að grípa tækifæri sem gáfust til að skreppa með nem- endur í stuttar vettvangsferðir eða jafnvel sleðaferðir og sMðaferðir. Þá lá hann auðvitað ekM á liði sínu til að aðstoða tugi barna sem þurftu á skíðakennslu að halda eða viðgerð á bindingum á staðnum en hann var jafnvígur á allt fannst okkur sem vorum að dinglast í kring um hann á slíkum stundum og vorum nú ekki alltaf til miMls gagns. Það var mikil gæfa hveiju bami að lenda í bekk hjá Ólafi. Eg tel að öllum sínum nemendum hafi hann komið til nokkurs þroska sem eru auðvitað þau bestu eftirmæli sem nokkur kennari getur fengið. Sem skólastjóri sýndi Ólafur kennurum sem unnu undir hans stjórn miMð traust, þar var nú ekM verið með nefið niðri í hvers manns koppi en ég tel að með því að treysta okkur svo fullkomlega sem hann gerði hafi hann kallað fram það besta í okkur öllum og er ég honum ævarandi þakklát fyrir mína hönd. Hann gaf mér og að ég tel öðmm sem unnu undir hans stjórn það sjálfstraust sem hver kennari þarf mest á að halda í sínu starfi. Ólafur var traustur fjölskyldu- maður. Heimilið bar jafnan af fyrir myndarskap og börn þeirra hjóna bera foreldmnum fagurt vitni. Ég vil þakka Ólafi Jónssyni fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Sigríður Jóhannesdóttir. Óvænt sorgarfregn barst að góð- ur vinur okkar Ólafur Jónsson hefði látist af slysförum. Hann var að vinna við vatnsaflsvirkjun nærri heimili sínu þegar slysið varð. Við fráfall hans er horfinn hinn mætasti maður sem var virtur og vinsæll af öllum er honum kynntust. Aðalstarf Ólafs var skólastjóm og kennsla, hann var afar fjölhæfur kennari, hafði sterka löngun til að nemendur hefðu sem mest not af skólanáminu. Hann var miMlI félagi nemendanna og átti auðvelt með að vekja áhuga þeirra á námsefni sem var til meðferðar hverju sinni. Nemendur hans fundu að takmark- ið með náminu var að gera þá hæf- ari í þeirri lífsbaráttu sem beið hvers og eins í framtíðinni. Það er stór nemendahópur sem mun minn- ast hans með hlýjum huga og þakk- læti. Þó kennsla væri hans aðalstarf þá gaf hann sér tíma til að sinna öðrum hugðarefnum. Hann var mjög lag- inn við vélar og hverskonar tæki og vann að viðgerðum á bifreiðum á yngri árum. Hann var hjálpsamur og vildi leysa vanda allra þeiiTa sem til hans leituðu. Eftir að Ólafur hætti kennslu vegna aldurs ferðað- ist hann ásamt Þórveigu konu sinni um landið. Hann var fróður um sögu þeirra staða sem leið þeirra lá um hverju sinni og naut þess að sjá fyrir sér atburði á fomum frægðar- slóðum. Síðustu árin dvöldu þau hjónin í húsi sem þau byggðu sér í landi Sleitustaða í Skagafirði á bernsku- slóðum Þórveigai-. Þau ræktuðu fal- legan trjágarð við húsið sitt og hugðust eiga þar fagran friðarreit til að dvelja þar ævikvöldið. Á þá ætlun hefur nú verið klippt með sviplegum hætti. Þegar litið er til baka á lífshlaup Ólafs vil ég telja að hann hafi verið gæfumaður. Hann starfaði við verk- efni sem hugur hans stóð til og náði þar góðum árangri. Hann kvæntist góðri og mikilhæfri konu og saman bjuggu þau bömum sínum gott heimili. Börn þeirra bera foreldrun- um fagurt vitni, öll mannvænleg og foreldram sínum gleðigjafi. Fjöl- skyldan er samhent og gæfa eins er gleði annars. Sá er þetta ritar hafði þá ánægju að njóta vináttu og félagsskapar þeirra hjóna um áratuga skeið. Það eru margar minningar frá þeim ár- um. Ólafur var fróður og sagði frá með þeim tilfinningahita sem ein- kennir marga hugsjónamenn. Skólakennarinn í honum kom fram í viðræðum við þá eldri ekki síður en yngri nemendur hans. Á þessum tímamótum viljum við Halldóra þakka fyrir vináttu þeirra hjóna og vottum Þórveigu og allri fjölskyldunni okkar innilegustu samúð. Þeirra huggun er minningin um góðan eiginmann,_ föður og afa. Blessuð sé minning Ólafs Jónsson- ar. Ari Sigurðsson. Vinur minn og fyrrum nágranni Ólafur Jónsson skólastjóri er látinn af slysfóram. Hann lauk kennara- prófí 1953.1957 var hann kominn að bamaskólanum í Keflavík, sem síð- ar hlaut nafnið 'Myllubakkaskóli. Þegar við hjónin fluttum í Hátúnið vora Ólafur, Þóiveig kona hans og systir hennar Gerður, þar fyrir. Og börn okkar urðu leikfélagar barna þeirra. Eftir skyndilegt fráfall Her- manns Eiríkssonar skólastjóra 1973, en hann var bæði vinsæll af nemendum og kennurum, tók Ólaf- ur Jónsson við með Garðar Schram sér við hlið sem yfirkennara. Menn urðu fljótt breytinga varir. Skóla- lóðin fékk aðra ásýnd, sMðaferðir urðu reglulegur liður í skólastarfi og leikstarf nemenda var stóraukið. Sumum fannst Ólafur fara of geyst og það var synd að segja að flokks- systMni Ólafs stæðu með honum í umbótastarfi hans, þegar tillögur hans og verk voru á dagskrá í skóla- nefndinni. Það var ekki fyrr en Ólafur og Þórveig vora flutt á Svalbarðseyri við Eyjafjörð, að hann fékk skóla vel búinn tækjum. Mér mun seint úr minni líða sýning barna á Sval- barðseyri_ á Gullna hliðinu undir leiðsögn Ólafs Jónssonar, sem allir nemendur skólans tóku þátt í. Fjöl- margir félagar úr Leikfélagi Akur- eyrar komu til að sjá þá sýningu. Eg kom oft til Akureyrar á þessum áram og oftast leit maður við hjá Þórveigu og Ólafi og greip í spil. Einu sinni sMlaði Ólafur mér heim á Hótel Varðborg um fjögur leytið að nóttu. Við höfðum setið að spilum og við höfðum farið að veiða í smá- bátahöfninni. Þegar Ólafur var fluttur í Gaulverjabæ að Þinghóli, heimsóttum við þau þar. Síðustu ár- in vora þau búsett á æskustöðvum Þórveigar, Sleitustöðum í Skaga- firði og þar var ólafur sístarfandi. Við Elísabet sendum Þórveigu og fjölskyldu hennar innilegustu sam- úðarkveðjur. Hilmar Jónsson. • Fleiri minningargreinar um Ólaf Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Frágangur afmælis- og minn- ingargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-texta- skrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar grein- ar um sama einstakling tak- markast við eina örk, A-4, miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Til- vitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.