Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.02.1999, Blaðsíða 39
38 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FR AMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. YIÐVÖRUN VEGNA ÚTLÁNAÞENSLU SEÐLABANKINN hefur séð ástæðu til að koma al- mennum viðvörunum á framfæri við bankakerfið vegna mikillar þenslu í útlánum á síðasta ári. Þá hækk- uðu útlán innlánsstofnana um nær þriðjung (31,2%) og var mestur hluti aukningarinnar vegna endurlána er- lends lánsfjár. Hversu mikil útlánaaukningin var á síð- asta ári má sjá af því, að útlán jukust um 12,7% á árinu 1997, einnig að mestu leyti vegna endurlána erlends lánsfjár. Seðlabankinn bendir á, að mikill vöxtur útlána á skömmum tíma geti verið merki um hættu á fjár- málakreppu, enda leiði hann til áhættusamari útlána; eignaverðbólgu og ójafnvægis í utanríkisviðskiptum. I riti bankans, Hagtölur mánaðarins, segir m.a., að reynsla annarra landa sé víti til varnaðar. Fjármálaerf- iðleikar nokkurra Norðurlanda í upphafi þessa áratugar voru í kjölfar efnahagsþenslu og óheftra viðskipta með erlendan gjaldeyri. Aukin notkun á erlendu lánsfé geti spennt eignaverð upp fyrir eðlileg mörk og gert útlán lánastofnana ótryggari. Fjármálakreppa geti leitt af því, að markaðurinn endurmeti fyrirvaralítið horfur á hag- vexti og hvort gengi gjaldmiðils og eignaverðs sé óraun- hæft. Hagfræðingur Seðlabankans, Már Guðmundsson, segir, að óræk merki um bankakreppu hér á landi hafi ekki enn komið fram, bankinn beiti peningalegu aðhaldi til að hafa hemil á þróuninni og hafi brýnt fyrir bönkun- um að fara varlega. Þá kom fram hjá Má Guðmundssyni, að talnagögn sýni ekki enn mikla hækkun fasteigna- verðs, en þó sé það farið að taka við sér. Full ástæða er til að taka viðvaranir Seðlabankans al- varlega. Hér hafa verið ýmis þenslumerki í góðærinu, þótt verðbólgan hafí ekki farið á skrið á nýjan leik. Mik- ill viðskiptahalli er skuggi á efnahagsþróuninni. Fullyrt er, að launaskrið sé hjá ýmsum atvinnugreinum, einkum þar sem skortur er á sérhæfðu starfsfólki. Þensla er augljóslega í útgjöldum heimila, fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga eins og talnagögn Seðlabankans sýna. Islendingar lifa nú eitthvert mesta velmegunarskeið í sögu sinni og allar spár gera ráð fyrir áframhaldi á því fram yfír aldamótin. Efnahagsumgerðin er hins vegar brothætt, m.a. vegna einhæfni atvinnulífsins, og það er góðra búmanna siður að hafa varann á. MENGUN BREYTT íGRÓÐUR ENDURVINNSLA lífræns úrgangs og endurnýting hans til uppgræðslu á höfuðborgarsvæðinu er mark- mið verkefnis, sem hleypt hefur verið af stokkunum og nefnist Skil 21. Vonast er til að úrgangur til urðunar minnki um 50 til 60% vegna verkefnisins. Að því standa verkfræðistofan Línuhönnun og Land- græðslusamtökin Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs í samvinnu við Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000. Stofnaðilar að verkefninu eru ennfremur 11 stór- fyrirtæki og stofnanir, sem þegar munu hefja flokkun úrgangs samkvæmt reglum áætlunarinnar. Verkefnið Skil 21 er í senn áhugavert og skemmtilegt. Það er byggt á sérstakri bókun Ríó-ráðstefnunnar, sem nefnd hefur verið Dagskrá 21, en í henni er ákveðið ákall til sveitarfélaga um að taka umhverfismál í eigin hendur og vinna að lausn þeirra í þeirri nálægð við borgarana og fyrirtæki þeirra, sem sveitarfélögum er eiginlegt. Astæða er til að fagna þessu framtaki Reykjavíkur- borgar og allra þeirra aðila annarra, sem að þessu verk- efni standa. En jafnframt eru önnur sveitarfélög í land- námi Ingólfs og annars staðar á landinu hvött til að láta einnig til sín taka á þessu sviði. Verkefnið er skemmtileg leið til þess að breyta mengandi úrgangi í frjósaman jarðveg, sem getur orðið undirstaða aukins gróðurs, m.a. skógræktar, sem um þessar mundir fagnar 100 ára skipulegum aðgerðum til að græða landið og fegra. Með þessu má breyta örfoka landi í gróðursælan reit. Tillögur um leiðarval Sundabrautar yfír Kleppsvík kynntar Nýr þingflokkur Samfylkingar stofnaður við lok kjörtímabilsins Saltvík Fyfirhuquð vegtengini ur Sunaum í Kollafjön Alfsnes Víðines Gunnu nes Geldinga nes MOSF svæði á loftmynd Gufunes Ulfars fell verkinu og „meiri en við sjáum fyrir okkur núna.“ Þörf væri á því að „stíga létt og örugg skref ‘ við fram- gang málsins. Halldór þakkaði þeim sem að verkefninu höfðu unnið og bar fram þá ósk að „þessi fallegi draumur megi rætast sem fyrst“. Samgönguráðherra líst betur á leið III Hofsvík Brimnes Skógrækt Mógilsá VINNUHÓPUR um undir- búning Sundabrautar boð- aði til fundar í gær og kynnti þá niðurstöðu sína að svokölluð leið III væri vænlegasti kosturinn við svokallaða „þverun“ Kleppsvíkur. Samkvæmt þeiiTÍ til- lögu mundi vegur um brú frá Gufu- neshöfða tengjast Sæbraut við Kleppsmýrarveg/Skeiðarvog. Leið eitt með tengingu við Sæbraut norð- an Holtagarða sem einnig var til skoðunar þykir ekki eins fýsilegur kostur vegna meiri kostnaðar og minni arðsemi. Á kynningarfundinum, sem hald- inn var í Borgartúni 6 í gær á vegum Vegagerðarinnar og Borgarverk- fræðings, fengu fundargestir ítar- lega bæklinga með tillögunum og ýmsa þætti sem þær varða, s.s. arð- semismat, umferðarskipulag og fjár- mögnun. Að auki gafst færi á að skoða uppdrætti, tölvuunnar ljós- myndir og iíkön af þeim tillögum sem voru til skoðunar í þessum áfanga verkefnisins. Langstærsta verkefni sem fjallað hefur verið um á Islandi Undirbúningur verkefnisins hófst í ársbyrjun 1996. Fundurinn í gær var annar opinberi fundur vinnu- hópsins en haustið 1997 voru kynnt- ar þær tillögur sem þá lágu fyrir. Eftir þann fund var valkostum fækkað og hefur vinna hópsins á síð- ustu tólf mánuðum einkum beinst að samanburði á þeim tveimur leiðum yfír Kleppsvík sem voru kynntar á fundinum nú. Fram kom í upphafí hjá fundar- stjóra, Jón Birgi Jónssyni ráðuneyt- isstjóra, að lagning Sundabrautar er sennilega langstærsta verkefni sem fjallað hefur verið um á Islandi. Til samanburðar benti hann á að áætl- aður kostnaður væri 3-4 sinnum meiri en kostnaður við Hvalfjarðar- göng, „sem þó hafi þótt ærinn.“ Dr. Ríkarður Kristjánsson, verk- fræðingur og stjórnandi verkefnis- ins, hélt fyrsta erindi fundarins þar sem verkefnið og niður- __________ stöður vinnuhópsins voru kynnt. Hann byrjaði á því að gera grein fyrir um- fangi verkefnisins og þeim flóknu tæknilegu vanda- málum sem við er að etja. Þekkingu þurfti að sækja út fyrir landsteinana og „aðalráðgjafi verk- efnisins" Verkfræðistofan Línu- hönnun réð sér undirráðgjafa tO samstarfs. Meðal ráðgjafarfyrirtækja eru t.d. Symonds Travers Morgan, Bret- landi, sem hefur 250 þús. manns á sínum snærum. Aðrir voru Sverd- rup, Bandaríkjunum, Schlaich, Bergermann und Partner, Þýska- Mælt með brú frá Gufu- neshöfða að Skeiðarvogi Lagning Sundabrautar var kynnt á fundi í gær og meðal annars bornir saman kostir um að reisa brýr á tveimur stöðum yfir Elliðaárvog, en ein útfærslan felst í 70 metra hárri brú, sem hægt yrði að sigla undir. Geir Svansson kynnti sér hugmyndir um „dýrasta verkefni, sem Islendingar hafa tekið sér á hendur“. Ekki afger- andi munur hvað varðar umferð landi, Studio Granda, Reykjavík og Landslagsarkitektar sf. Ríkharður sagði að á tímabili hefði verið unnið að verkefninu í þremur heimsálfum og kallaði það „dreifðasta hönnunar- verkefni sem unnið hefur verið á Is- landi hvað dreifingu á ráðgjöfum varðar." Mikill kostnaðarmunur á leiðunum tveimur Ríkarður rakti forsögu málsins. Við útreikninga á kostum og göllum leiðanna tveggja, I og III, var stuðst við spár um umferð, þróun byggðar og atvinnuhúsnæðis. Að sögn Rík- _________ arðs hafði ekki komið fram afgerandi munur á leiðun- um gagnvart umferð. Leið I hentar betur til að tengja norð-austurhverfin við Kvosina en leið III er betri fyrir norður-suður- tenginguna á höfuðborgarsvæðinu. Helsti munurinn á leiðunum tveimur liggur í kostnaði og arðsemi leiðanna. Leið I felur í sér mun dýr- ari og flóknari lausn. En Ríkharður sagðist hreykinn af þeirri einstöku „seglbrú" sem hann hefði hannað, ásamt dr. Schlaieh, „þótt ég viti að hún verður aldrei byggð,“ eins og hann tregaði. I sinni fullkomnustu útfærslu yrði brúin, sem mátti skilja að væri tæknilegt afrek, allt að 70 metra há þar sem hún teygði sig hæst. Munurinn á leið I og leið III er því á bilinu 4-6 milljarðar, eftir út- færslu. Arðsemi leiðar III er 13-21% en leiðar I 8-13%. Vegna þessa kvaðst verkfræðingurinn „leggja fram með tánim að seglbrúin verði ekki byggð“. Fram kom að stofnkostnaður við leiðirnar, miðað við fjórar akreinar upp á Álfsnes en tvær aki’einar um Álfsnesið, er fyrir leið I, yfir Klepps- vík, 8,5-10,5 milljarðar króna, eftir útfærslu, en 4,5-6,5 milljarðar fyrir leið III. Heildarkostnaður er 13,0- 16,0 milljarðar fyrir leið I en 9,0-12,0 milljarðar fyrir leið III. Tillaga vinnuhópsins er því að leið III verði farin. Á þessu stigi er ekki lögð fram tillaga um eina ákveðna útfærslu á leið III. Áður en það verður gert þarf að „kanna betur umhverfísleg og skipulagsleg áhrif valinnar út- færslu,“ eins og segir í tillögubæk- lingi. Fjögurra kflómetra löng jarðgöng Sú framtíðarsýn kom fram hjá dr. Ríkarði að í framhaldi af þverun Kleppsvíkur með leið III, með 2 akreinum, væri, að sínu mati, æski- legt, þegar umferðarþungi í framtíð- inni krefðist, að velja þann kost að leggja 4 km löng jarðgöng úr Gufu- nesi sem kæmu upp við vesturenda Hringbrautar. Þar á eftir væri síðan hægt að tvöfalda leið III. Einnig lagði hann fram hugmynd- ir, sem ekki fylgdu tillögubæklingi, um lausn á tengingu við Sæbraut sem fælu í sér 3 hæða gatnamót, göng og tvær hæðir, til að komast hjá því að umferð krossist. Jafn- framt yrði komist hjá því að beina umferð um Skeiðarvog en fyrir það yrði tekið með sérstökum aðgerðum. Þessi þáttur mundi þýða 600 millj- arða aukakostnað. En „sem væri þess virði“ að mati verkefnisstjóra. Stefán Hermannsson, borgarverk- fræðingur, fjallaði því næst um skipulag og umferð í tengslum við þverun Kleppsvíkur. Hann sagði að Sundabraut væri nauðsynleg, m.a. vegna tengingar við Grafarvogs- hverfi og bætt aðgengi að miðbæn- um. Hún væri auk þess forsenda nýtingar á Geldinganesi og Álfsnesi og stytti og bætti leiðir. Borgarverkfræðingur fór yfír framkvæmdaáætlun þar sem gert er ráð fyrir að þverun Kleppsvíkur verði lokið árið 2003, áfanga yfir í Geldinganes 2004-2006, yfir í Álfs- nes 2008-2010 en tímasetning teng- ingar við Vestm-landsveg er enn óákveðin. Áhersla var þó lögð á að aðeins væri raunhæft að ræða um fyrsta áfangann á þessu stigi. Miklir möguleikar á að skipta verkinu í áfanga Helgi Hallgrímsson, vegamála- stjóri, fór nánar út í framkvæmdirn- ar og fjármögnun þeirra. Einkenni þessa dýrasta verkefnis sem Islend- ingar hefðu tekist á hendur kvað hann einkum af þrennu tagi: um væri að ræða dýr mannvirki; þörfin fyrir þau verður til á löngum tíma; og möguleikar á áfangaskiptingu væru miklir. Þannig yrði hver áfangi sjálf- stætt verk og það auðveldaði verkið. Varðandi framkvæmd og útboð taldi Helgi fýsilegast að famar væru hefðbundnar leiðir. Alút- _______ boð og einkaframkvæmd ættu erfitt uppdráttar í verki af þessu tagi og um- fangi. Helgi kynnti þá nið- urstöðu Hagfræðistofnun- ar Háskóians að „lang- heppilegast væri að verkkaupi aflaði lánsfjár og útboð yrðu með hefð- bundnum hætti.“ Að lokinni kynningu á verkefninu steig Halldór Blöndal samgönguráð- hen-a í pontu. Hann hóf mál sitt á því að lofa gott samstarf ríkis og borgar. Hann kvaðst sannfærður um „að við- stöðulaust yrði haldið áfram við verkið um Álfsnes upp á Vestur- landsveg“, að „knýjandi þörf ‘ væri á Helsti munur fólginn í kostnaði og arðsemi Aðspurður kvað Halldór Blöndal sér lítast mjög vel á leið III. „Eg tel að hún falli betur að landslaginu en leið I. Ég ber ekki ugg í brjósti um það að þeir leggi ekki leið sína til miðborgarinnar eða vestur í bæ sem þangað eiga erindi. Ég vonast svo sannarlega til þess að umhverfismat og skipulagsvinna gangi það vel að hægt sé að ráðast í þessar fram- kvæmdir á tilætluðum tíma.“ Samgönguráðherra sagðist álíta skynsamlegast að fjármagna verkið með hefðbundnum hætti. „Ríkið þarf ekki að láta aðra taka lán fyrir sig. Lánið yrði síðan greitt á hæfilega löngum tíma.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borg: arstjóri, ávarpaði því næst fundinn. I máli hennar kom fram að enn ættu menn að skoða kostina til hlítar. Henni þætti t.a.m. leið I að mörgu leyti betri kostur; hún hentaði betur norð-austurtengingu við Kvosina. Hún lýsti auk þess áhyggjum út af tengingu leiðar I inn á Sæbraut við Kleppsmýrarveg/Skeiðarvog; að ekki mætti beina umferð (allt að 20 þús- und bílum á dag) inn í íbúðarhverfi og fram hjá skólum. Þetta þyrfti að skoða mjög ítarlega áður en endan- leg ákvörðun yrði tekin. Hún taldi hugmyndir um 3 hæða gatnamót at- hyglisverðar og hugsanlega lausn. Að auki benti borgarstjóri á að El- liðavogur væri viðkvæmt svæði, að ýmsir hefðu t.d. áhyggjur af uppfyll- ingu og að umhverfismat væri nauð- synlegt. Hún fagnaði að lokum áhuga ráðheiTa og lagði áherslu á mikil- vægi þess að komast sem fyrst að niðurstöðu. Enn þyrfti þó meiri um- ræðu, innan borgarinnar sjálfrar og borgar við ríki. Hún þakkaði vinnu- hópnum fyrir vandaða vinnu og áhugaverða skýrslu. Ákvarðanir um leiðarval verður að taka nrjög fljótlega í viðtali lagði borgarstjóri áherslu á mikilvægi Sundabrautar fyrir höfuðborgarsvæðið og einnig teng- ingu þess við Vestur- og Norður- land. „Sundabraut er auk þess algjör forsenda þess að hægt að sé_ að byggja uppi í Geldinganesi og Álfs- nesi.“ Um leiðarval sagði borgar- stjóri: „Almennt má segja að leið III hafi þann kost umfram leið I að hún er umtalsvert ódýrari og munar þar allt frá 2 upp í 6 milljarða. Leið I hefur það kannski fram yfir leið III, að minnsta kosti sálfræði- lega, að það virðist vera beinni teng- ing úr Grafarvogshverfum og við norðursvæði Reykjavíkur og miðbæ- inn og Kvosina. Sem er auðvitað mjög mikilvægt. En þá verða menn að minnsta kosti, hvað leið III varð- ar, að skoða mjög vel allar útfærslur til þess að hún nýtist með sama hætti fyrir höfuðborgina og norður- hlutann.“ Um kostnaðarskiptingu ríkis og borgar sagði borgarstjóri að á því hefði enginn útreikningur enn farið fram. „Miðað við aðrar slíkar fram- kvæmdir má ætla að í hlut borgar- innar komi 10-20% af kostnaðinum. Allt miðað við hvað það verða viða- _________ miklar tengingar, eða tengibrautir að stofn- braut.“ Brýnt er að ákvörðun um endanlegt leiðarval fari fram innan tíðar, að ' mati Ingibjargar Sólrún- ar. „Ég held að að það þurfi að taka „prinsipp" ákvörðun um leiðarvalið mjög fljótlega. Það þarf að fara að vinna að umhverfismatinu, sem er að vissu leyti komið í gang, til að hægt sé að bjóða verkið út árið 2000 og ljúka því 2002-2003, yfir Kleppsvík- ina, yfir í Grafarvoginn. Ef umhverf- ismat á að geta farið fram í haust þarf ákvörðun að liggja fyrir í sum- ar. Það má ekki seinna vera.“ Táknræn yfirlýsing um samstarf flokkanna Stofnun þingflokks Samfylkingar, þremur vikum fyrir þinghlé, felur fyrst og fremst í sér táknræna yfirlýsingu um að þau stjórn- málaöfl sem að honum standa ætla að ganga sameinuð til kosninga og starfa saman að --------------------7--------------------- kosningum loknum. I talsverðan tíma hefur stofnun flokksins verið til umræðu, en ýmis vandamál hafa komið í veg fyrir að hægt væri að hrinda henni í framkvæmd. Að mati Egils Ólafssonar hefur atburðarás síðustu vikna leyst flest þessi vandamál. FRÁ því að umræður hófust af fullri alvöru um sameigin- legt framboð Alþýðubanda- lags, Alþýðuflokks og Kvennalista um mitt þetta kjörtíma- bil var öðru hverju rætt hvort rétt væri að stofna sameiginlegan þing- flokk þessara stjórnmálaflokka. Veruleg andstaða var við þessa hug- mynd innan Alþýðubandalagsins, en meirihluti þingmanna hans var andsnúinn því að stefna að sameigin- legu framboði strax í næstu kosning- um. Þrátt fyrir að þrír af hörðustu andstæðingar sameiginlegs fram- boðs yfirgæfu flokkinn um mitt árið var málið áfram viðkvæmt innan þingflokksins. Síðastliðið haust var þessi um- ræða tekin upp að nýju, en samfylk- ingarsinnar innan flokkanna töldu sterkt að flokkarnir mættu til þings sameinaðir í einum þingflokki. Ekk- ert varð af því, ekki síst vegna þess að málið var erfitt innan Alþýðu- bandalagsins. Svavar Gestsson hafði þá ekki lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við Samfylkinguna og sumir alþýðubandalagsmenn óttuð- ust að klofningur innan flokksins myndi aukast ef þingflokkurinn yrði lagður niður. Að leggja þingflokk Al- þýðubandalagsins niður var auk þess í andstöðu við yfirlýsingar for- ystu flokksins um að sameiginlegt framboð þýddi ekki að flokkurinn yrði lagður niður. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, lagði áherslu á það á landsfundi flokksins í júlí, að tillagan sem lögð var fyrir fundinn væri um stofnun kosningabandalags til fjög- urra ára. Vandi innan Alþýðu- bandalags og Kvennalista Vandamál voru einnig innan Kvennalistans því að fyrir lá að Kristín Halldórsdóttir myndi aldrei taka þátt í að stofna nýjan þingflokk. Afstaða hennar til Samfylkingar á þessum tíma var að taka ekki þátt í undirbúningi að sameiginlegu fram- boði, en jafnframt taldi hún ekki rétt að leggja stein í götu þeirra kvenna- listakvenna sem vildu vinna að sam- fylkingu. Eitt af því sem var í veginum íyrir stofnun nýs þingflokks var spurning- in um hver ætti að verða formaður hans. Utilokað var talið að hægt yrði að ganga framhjá Svavari Gestssyni, þingflokksformanni Alþýðubanda- lagsins. Aftur á móti töldu margir að Svavar hefði ekki þá ímynd sem væri heppileg fyrir flokkinn. Hugmyndm um stofnun þingflokks Samfylkingar voru því lagðar á hilluna, enda tók umræða um önnur mál allan hug for- ystumanna Samfylkingar þegar leið á haustið. Eftir að samkomulag tókst um prófkjörsreglur í stærstu kjördæm- unum og niðurstaða þeirra lá fyrir var aftur farið að ræða um stofnun sameiginlegs þingflokks. Þá höfðu ýmsar forsendur breyst. Svavar Gestsson hafði ákveðið að hætta þingmennsku og andstaðan við sam- fylkingu flokkanna var lítil innan þingflokks Alþýðubandalagsins, sem nú taldi einungis fimm þingmenn. Bæði Svavar og Ragnar Arnalds höfðu að mestu sætt sig við niður- stöðuna. Ekki ágreiningur um formann eftir að Svavar hætti Erfiðleikar við að ná samkomulagi um foi-ystu nýs þingflokks urðu einnig úr sögunni þegar Svavar Gestsson var skipaður sendiherra. Eftir að framkvæmdastjóm Alþýðu- flokksins samþykkti að styðja Mar- gréti Frímannsdóttur sem talsmann Samfylkingar lá beinast við að al- þýðuflokksmaður yrði þingflokksfor- maður nýs þingflokks. Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þing- flokks jafnaðarmanna, var því sjálf- kjörinn formaður. Samkomulag tókst síðan um að Ragnar yrði varaformað- ur og Guðný Guðbjörnsdóttir ritari. Samfylkingarsinnar líta á kjör Ragn- ars sem yfirlýsingu um að alþýðu- bandalagsmenn, sem höfðu efasemd- ir um Samfylkinguna, sætti sig við niðurstöðuna og ætli að styðja hana. Þegar Kristín Halldórsdóttir lýsti því yfir að hún ætlaði að ganga til liðs við Vinstrihreyfinguna - grænt fram- boð gerði hún munnlegt samkomulag við Guðnýju Guðbjömsdóttur um að þær störfuðu áfram saman í þing- flokki. Kristín sagði í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum á þessum tíma- mótum, að hún teldi eðlilegt að hún starfaði fyrir Kvennalistann út kjör- tímabilið því kjósendur hefðu kosið sig til að starfa fyrir hann. Innan Kvennalistans var hins vegar óánægja með ákvörðun Kristínar um að ganga til liðs við Vinstrihreyfmg- una og eins það að hún skyldi vera formaður þingflokks Kvennalistans á sama tíma og hún var að undirbúa framboð fyrir annan stjórnmálaflokk. Með stofnun þingflokks Samfylking- ar er Kristín svipt þessum titli. Kristín taldi hins vegar að Guðný hefði gert samkomulag við sig um að þær störfuðu saman í þingflokki Kvennalistans út kjörtímabilið og hún lítur því svo á að þetta sam- komulag hafi Guðný rofið. Á stýrinefndarfundi Samfylkingar- innar fyrir nokkrum vikum vakti Guðný Guðbjörnsdóttir máls á því hvort ekki væri rétt að stofna þing- flokk Samfylkingar og í framhaldi af því var grundvöllur fyrir því kannað- ur. Niðurstaðan varð sem kunnugt er sú að nýr 17 manna þingflokkur var stofnaður. títlit fyrir að það fækki um einn í nýja þingflokknum Svavai- Gestsson hefur störf hjá ut- anríkisráðuneytinu um næstu mán- aðamót og því liggur fyrir að þing- flokkur Alþýðubandalagsins hefði þurft að kjósa sér nýjan formann hefði ekki komið til stofnunar þing- flokks Samfylkingar. Við brotthvarf Svavars sest Guðrún Helgadóttir að nýju á Alþingi, en hún hefur gengið úr Alþýðubandalaginu og til liðs við Vinstrihreyfinguna. Við brotthvarf Svavars hefðu því einungis fjórir þingmenn verið eftir í þingflokknum sem taldi níu menn við upphaf kjör- tímabilsins. Stofnun nýs þingflokks var því að mörgu leyti heppilegur kostur fyrir Alþýðubandalagið á þess- um tímapunkti. Það er að heyra á þingmönnum Samfylkingarinnar, að þeir vonist eft- ir að hægt verði að koma í veg fyrir að Guðrún Helgadóttir setjist á þing, en við innkomu hennar mun fækka um einn í nýstofnuðum þingflokki Samfylkingar. Þau rök eni m.a. sett fram að svo stutt sé eftir af þinginu að ekki taki því fyrir nýjan þingmann að setjast inn á þing. Ljóst þykir að Guðrún og þingflokkur óháðra munu ekki sætta sig við slíka niðurstöðu. Stofnun þingflokks Samfylkingar hefur ekki síst táknræna þýðingu. Stjórnmálaöflin sem að honum standa eru með þessu að lýsa því yfir að þeir gangi sameinaðir til kosninga og ætli að starfa saman að þeim lokn- um. ► ÞINGFLOKKAR A ALÞINGI... ...við upphaf kjörtímabilsins 1995 (fjöldi þingmanna) Framsóknarflokkur Alþýðubandalag og óháðir — Sjálfstæðis- flokkur Alþýðuflokkur Þjóðvaki Kvennalisti ...við lok kjörtímabilsins 1999 (fjöldi þingmanna) Framsóknarflokkur Samfylking Óháðir Kvennalisti (1) Sjálfstæðis- flokkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.