Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 57

Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 57 MINNINGAR + Sigurbjörg L. Agústsdóttir fæddist í Gröf á Vatnsnesi 10. júní 1931. Hún lést í Reykjavík 12 febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágúst Jakobs- son bóndi frá Þverá, f. 10.6. 1895, d. 30.11. 1984 og Helga Jónsdóttir frá Ánastöðum, f. 7.9. 1895, d. 23.9. 1973. Systkini Sig- urbjargar eru: Unn- ur, f. 18.5. 1920; Jakob, f. 6.8. 1921, d. 29.9. 1994; Ósk, f. 20.2. 1923; Jón, f. 28.7. 1924; Þóra, f. 14.10. 1927; Alma, f. 24.8. 1929; Jóhanna, f. 18.3. 1934 og Anna, f. 3.6. 1936. Sigurbjörg giftist Sigurjóni Þorsteinssyni bíl- stjóra, f. 31.7. 1929, d. 12.11. Ég heyrði Jesú himneskt orð. „Kom hvfld ég veiti þér þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt því halla að brjósti mér.“ (Stef.Thor.) Elsku Gogga frænka, það er sorglegt að þú skulir vera farin. Þú varst oft svo mikið veik, en þegar þú varst frísk varst þú alltaf glöð og kát. Það var gaman þegar við fengum að vera hjá þér í sumarbú- staðnum og við vorum svolítið að hjálpa þér, við fengum að vitja um silunganetið með þér. Þú varst svo skemmtileg og sagðir okkur margt sem var svo fyndið og við hlógum mikið. Þú varst alltaf að gefa, lík- lega hefur þú gefíð öllum sem þú þekktir einhverja gjöf. Ég leit til Jesú ljós mér skein. Það ljós er nú mín sól, er lýsir mér um dauðans dal, að Drottins náðarstól. (Stef. Thor.) 1983. Börn þeirra eru: 1) Þorsteinn Sigurjónsson bóndi, f. 15.1. 1953, kvæntur Aðalheiði Böðvarsdóttur hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra eru Kristín, f. 1978, Sigurjón, f. 1980, Sigurbjörg, f. 1984, Guðrún Gróa, f. 1989 og Helga Mar- grét, f. 1991. 2) Guðrún Sigurjóns- dóttir, f. 24.10. 1956, gift Sigur- geiri Arnarsyni _ kaupmanni. Börn þeirra eru Örn, f. 1974, Sigurjón, f. 1976, Sigurgeir, f. 1982 og Arney, f. 1996. Utför Sigurbjargar fer fram frá Staðarkirkju í Hrútafirði á morgun, sunnudag og hefst at- höfnin klukkan 14. Við söknum þín, elsku Gogga, Þökkum fyrir allt og biðjum Guð að geyma þig. Krislján Haukdal og Frímann Haukdal. Enginn veit hvað morgundagur- inn ber í skauti sér. Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði að Gogga föðursystir mín væri dáin og langar mig til að minnast hennar með örfáum orð- um. Fyrir 13 árum leigði ég hjá Goggu og var það mér mikil lífs- reynsla. Gogga var sérstök kona, hún var í eðli sínu lífsglöð og létt- lynd og_ var oft stutt í svolitla stríðni. Átti ég með henni margar skemmtilegar stundir sem ég upp- lifði sem heil ævintýri. Eitt var það við Goggu sem ég dáðist alltaf að en það var hversu óskaplega lítið þurfti til að gleðja hana og hve sú gleði var sönn. Væri stungið að henni vísu, einni rós eða einhverju smáræði var eins og henni hefði verið gefið gull. Eg man eftir helg- arferð í bústaðinn hennar í Gríms- nesinu og hvað hún naut þess að vera úti í náttúrunni. Gogga var vinamörg og hafði hún gaman af að bjóða vinum í mat og var hún þá búin að framreiða stórveislu áður en maður vissi af, hún gerði mikið af að gleðja vini og ættingja með gjöfum og ég man eftir blóma- skreytingum sem hún bjó til. Voru þær oft unnar úr pottablómunum hennar eða öðru sem til var á heim- ilinu og átti hún til alveg ótrúlegt hugmyndaflug við þessa hluti. Eg vai- oft undrandi á því hvað allt lék í höndunum á henni. En þessi tími var ekki bara gleði og skemmtun. Gogga var haldin mjög erfiðum sjúkdómi sem hún þurfti að berjast við í langan tíma og sýndi hún ótrúlegt æðruleysi í þeirri baráttu. Hún var skynsöm og reyndi að njóta hvers dags fyrir sig og nota tímann vel en af biturri reynslu vissi hún að veikindin myndu aftur og aftur draga úr henni mátt og vilja. Það var mér strangur skóli að fínna hvað ég var vanmáttug, að ég gat ekkert gert til að hjálpa henni hversu mikið sem ég vildi. Mér þótti óskaplega vænt um hana Goggu og minningarnar era mér dýrmætar. Stuttu eftir dvölina hjá henni átti ég eldri dóttur mína og skírði ég hana í höfuðið á Goggu og vildi ég með því sýna henni lít- inn þakklætisvott fyrir allt sem hún var mér og gerði fyrir mig þennan tíma. Eg held að þessi tími og það sem ég lærði af Goggu hafi verið mér gott veganesti út í lífið og kannski styrkur til að takast á við það sem síðar skyldi verða. Gunnu, Steina og fjölskyldum þeirra svo og systkinum Goggu sendum ég og fjölskylda mín okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Jakobsdóttir. Lokið er vegferð sálar í mann- heimi, mótstreymi að baki, það birtir. Hún nemur nýtt land, land vonar, land ástar. Það er land í ljúfum draumi, land sem áður svaf í leynum. Það er land baðað birtu og þekkir ekki myrkur, sársauka, örvæntingu, kvöl og þyngsl. Þai- er skugginn gagnsæ himna, litrófið skær bjarmi í regnboganum, form og lína í fullkomnu samræmi. Fölnuð minning kemur úr djúp- inu, gárar yfirborðið, rödd vinar sem réttir hönd um haf og kallar: Komdu. Það er líkn og fró að líða örugg um nýja verand og veröld og skapa hughrif um grösuga dali, hlusta á kátan fuglasöng, umlukt fjöllum og bláhimni og skýjum á sveimi. Hún veður rósabreiður upp í mitti, dumbrauðar, ilmandi, gló- bjartar, áfengar. Hún dansar í himneskum fógnuði, svífur, því engin spor sjást í döggslegnu gras- inu. Hún lifir, gagntekin unaði, sveip- uð eilífu ljósi, í nálægð drottins sem blæs ljúfum anda í tilverana og léttir fargi af harmþrangnum hjörtum sem syi'gja. Unnur, Sigurður, Magn- hildur, Haraldur og Níels. Ég kynntist Sigurbjörgu, eða Goggu eins og hún var alltaf kölluð, fyrir sex árum þegar ég og Örn dóttursonur hennar fórum að vera saman. Þar sem Gogga og tengda- foreldrar mínir áttu sama heimili kynntist ég henni náið og nú þegar hún er farin finn ég til mikils sökn- uðar því hún vai’ mér mjög kær. Gogga átti frá unga aldri við erf- iðan sjúkdóm að stríða og eftir því sem árin færðust yfir urðu tímabil- in þar sem hún var við fulla heilsu stöðugt styttri og færri. Nú hefur hún kvatt þennan heim og það er trú mín að í nýjum heimkynnum líði henni alltaf vel. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari einstöku konu sem hefur kennt mér að ein dýrmætasta gjöf sem maður getur öðlast er góð heilsa. Mikið er ég glöð yfir þvi að hún gat haldið upp á síðustu jól og áramót með okkur. Ég veit að það var henni dýrmætt því það var orð- ið langt síðan hún hafði getað hald- SIG URBJORG LILJA ÁGÚSTSDÓTTIR GUNNAR ÞORSTEINSSON búsettur í Grinda- vík, Rósa, f. 1926, d. 1979, var búsett í Ameríku. Hinn 17. desember 1974 kvæntist Gunnar Fjólu B. Guðnadótt- ur, f. 18. apríl 1930. Foreldrar hennar voru, Guðni Bær- ingsson, f. 1896, d. 1971, og Ólafía Ey- leifsdóttir, f. 1902, d. 1990. Útför Gunnars fer fram frá Grindavík- urkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. + Gunnar Þor- steinsson fædd- ist að Vallarhúsum í Grindavík 20. júlí 1929. Hann lést á St. Jósepsspítala að kvöldi 10. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gróa Magnúsdóttir, f. 1892, d. 1971, og Þorsteinn Símonar- son, f. 1892, d. 1973. Gunnar var yngstur fjögurra systkina. Systkini Gunnars eru: Magnús, f. 1919, d. 1937, Sírnon, f. 1921, Ég man íyrst eftir Gunnari frá því þegar maður sem gutti var að dorga niður á bryggju. Þá var mik- ið um að vera, bátarnir að landa allt í kringum okkur strákana og maður leit upp til þessara sjávar- hetja sem sjómennirnir vora. Einn var það þó sérstaklega sem við strákarnir bárum óttablandna virðingu fyrir og var það Gunni í Múla. Ekki var nóg með að hann var hávaxinn og mikill vexti heldur var sama hversu kalt var í veðri, og jafnvel þótt væri rok og rign- ing, alltaf var Gunni á skyrtunni með brettar upp ermar og virtist aldrei vera kalt. Þetta fannst okk- ur vera stórmerkilegt og þarna fór greinilega mikið hraustmenni. Mín persónulegu kynni af Gunna hófust fyrir u.þ.b. 10 áram þegar ég og kona mín fluttumst í Múla og urðum þar af leiðandi nágranar Gunna og Fjólu. Fyrst í stað vora samskiptin kannski ekki ýkja mikil enda Gunni mikið að heiman vegna sjómennsku sinnar. En smátt og smátt þróaðist vinskapurinn og þá sérstaklega eftir að Gunni hætti til sjós. Alltaf var gaman að ræða við Gunna um málefni líðandi stundar og heyra hann segja sögur frá sjó- mannsáram sínum. Sjórinn var hans líf og yndi og rölti hann reglu- lega niður á bryggju og fylgdist með því hvað bátarnir vuor að fá og rabbaði við sjómennina. Þess á milli undi Gunni sér við að dytta að húsinu og í skúrnum sínum sem hann lauk við að innrétta síðastliðið sumar eins og hann vildi hafa hann. Einnig var gaman að sjá hvernig Gunni breyttist frá því að vera hálfgerður „antisportisti" til þess að fylgjast af miklum áhuga með því hvemig gengi í körfunni hjá mér síðustu árin. Þó ég og fjöl- skylda mín höfum að mestu búið erlendis síðastliðin tvö og hálft ár þá héldum við góðu sambandi bæði sím- og bréfleiðis og var Gunni Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri I WH: blómaverkstæði I IHlNNA^I Skólavörðust/g 12, á horni Bergstaðastrætis, sínii 551 9090. duglegur að senda blaðaúrklippur úr íþróttasíðum dagblaðanna. Síðustu mánuðir hafa verið Gunna erfiðir í baráttu við illvígt krabbamein. Kvalirnar hafa án efa verið miklar en ekki var Gunni að kveinka sér, það var ekki hans sið- ur. Þegar við kvöddumst milli jóla og nýárs átti ég ekki von á öðru en að hitta Gunna^ aftur nú þegar ég kæmi aftur til Islands í enda febr- úar. Hinn illvígi sjúkdómur hafði því miður yfirhöndina og er erfitt að vera í fjarlægu landi og hafa ekki getað stutt Gunna og Fjólu á þessum erfiðu tímum sem hafa ver- ið undanfarnar vikur. Dýrmætar stundir vora þó þær að geta verið í símasambandi við Gunna og var alltaf jafn ánægjulegt að heyra í honum. Elsku Fjóla mín, missir þinn er mikill en við Sirrý biðjum góðan Guð að styrkja þig á þessum erfiðu tímum. Éftir stendur minningin um duglegan og heiðarlegan mann sem eftirsjá er að sem góðum vini og nágranna. Guðmundur Bragason. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Otsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjöri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI JÚLÍUSSON, Dvergholti 1, Mosfellsbæ, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 18. febrúar. Rita Júlíusson, Hendricus E. Bjarnason, inga Jóhannsdóttir, Bjarni B. Bjarnason, Þórunn Guðmundsdóttir, Jón Bjarnason, Emilía Þórðardóttir og barnabörn. ið jól í örmum fjölskyldunnar sök- um heilsu sinnar. Þær mörgu góðu stundir munum við geyma í hugum okkar ásamt öllum hinum fallegu minningunum um hana. Elsku Gunna, Siddi, Örri minn og systkini, aðrir nánir ættingjar og vinir, hugur minn og hjarta er hjá ykkur í ykkar miklu sorg. Blessuð sé minnig þín, elsku Gogga. Inga Ævarsdóttir. Afmælis- o g minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í fonnálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greir.unum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar era beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- menferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er ennfrem- ur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minning@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem við- hengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyiir hádegi á föstu- dag. I miðvikudags-, fímmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað, getur þurft að fresta birtingu minningargi-eina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.