Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 72

Morgunblaðið - 20.02.1999, Page 72
72 LAUGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, sími 530 1919 ★ A-írMhl ★ ★ ★ A Rás 2 , VEISLAN EGyPSKl Tilnefnd til 2 Óskarsverölauna Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. B.i. 16. Sýnd kl. 5 og 7. B.i. 14. www.kvikmyndir.is tilnefningar til Óskarsverðlauna GIWN0II PALTROW FIENNES : BiN AFFLECK „iskrandi fyndin komedia... jud: bædi Fiennes og Paltrow geisla... og Rush er drepfyndinn..." ★★★ ÁS DV Ástfangin Shakespeare Shakespeare In Love Sýnd kl. 2.45, 5.15, 7, 9og11. Sýnd kl. 9. B.i. 16. S**f*l3m sm-.-.uMi smáŒk FYRIR 990 PUffKTA FERDUIBÍÓ ms*$!b mn^Uk NÝn OG BETRA' SACA" Alfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 louve Skeinmtileg rómantísk gamanmynd frá fólkinu sem gerði Sléepless in Seattle Lena Olin Hauana lílark Hamill Star UJars Hann er búinn að undirbúa sig alla æui nú er Sýnd kl. 5, 7.20, 9 og 11. EHlDIGnAL frá höfundum Toy Story Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 óg 11 enskt tal. Sýnd kl. 2.50, 5 og 7 íslenskt tal. HHDIGrTAL tilnéfnd tíFff óskarsverðlauna •AA1 SANOtfR Sýnd kl. 6.40, 9 og 11.20. B.i. 16 HHDIGrTAL mi S s a r;ate T/an edward bums matt damon tom si/emore bjórgun óbreytts rynns Sýnd kl. 6.50, 9 og 11.05 bj. »6. |Sýnd kl. 9. bj. i VylllAN Sýnd kl.3 og 4.50 ísl. tal Sýnd kl. 3 og 5. www.samfilm.is LEIKARARNIR Iben Hjejle, Jesper Asholt, leikstjórinn Soren Kragh Jacobsen og leikararnir Anders W. Berthelsen og Sofie Grabol á blaðamaniiafundi í Berlín vegna Síðasta söngs Mifune. FUCKING Ámál þykir líkleg til að hreppa áhorfendaverðlaunin í Berlín. Kvikmyndahátiðin í Berlín Hverjum er ekki sama um fegurð? Danska dogma-myndin Síðasti söngur Mifune og sænska myndin Fucking Ámál þykja sigurstranglegar á Kvikmyndahátíð- -----------7------------------- inni í Berlín. Urslit ráðast í kvöld. Pétur Blöndal fjallar um myndirnar og ræðir við framleiðanda þeirra, Peter Aalbek Jensen. KVIKMYNDIR frá Norður- löndunum hafa mjög sótt í sig veðrið á alþjóðavettvangi undanfarin ár og hefur norrænn kvikmyndaiðnaður líklega aldrei ver- ið jafn sterkur og um þessar mundfr. Það er tímanna tákn að danska dogma-myndin Síðasti söngur Mifu- ne þykir sigurstranglegust í aðal- keppninni á Kvikmyndahátíðinni í Berlín og ræðst í kvöld hvort hún hreppir Gullbjörninn eftirsótta. Bandaríska kvikmyndin eXistenZ eftir leikstjórann David Cronenberg þykir einnig koma til greina. Þá þykir líklegt að sænska myndin Fucking Ámál, sem leikstýrt er af Lukas Moodysson, vinni áhorfenda- verðlaunin í Berlín og er hún einnig orðuð við Bangsann, sem eru verð- laun samkynhneigðra. Myndin fjall- ar um tvær fjórtán ára stelpur sem eru að uppgötva lífið og tilveruna. Hún þykir bæði einlæg og húmorísk án þess að leiðast út í sósíalrealisma, sem löngum var einkenni sænskrar kvikmyndagerðar. Peter Áalbæk Jensen er framleið- andi beggja myndanna og aðspurðui’ segir hann að sá byr sem norrænar myndir njóti hafi komið sér á óvart. „Annars held ég að þetta sé undir sömu lögmál selt og hlutabréfamark- aðurinn. Stundum verður uppsveifla í verði á hlutabréfum," segir hann og hlær. „Ef til vill er það einfaldleiki myndanna sem kemur mönnum í opna skjöldu. Báðar myndirnar eru mjög ódýrar miðað við það sem al- mennt gerist og kostuðu 7 milljónir danskra króna [70 milljónir íslensk- ar]. Það veldur því að kvikmynda- gerðarmennirnir höfðu ekki efni á öðru en að vera hnitmiðaðir og ein- blína á söguna. Það gafst ekki tími í allar þessar heimskulegu tökur af landslagi og hestvögnum. Enda hverjum er ekki sama um fegurð? Það er mun skemmtilegra að gera ódýra mynd og það getur komið sér vel ef hún fellur ekki í kramið.“ Dogma eins og Levis og kók Hann segir eið einfaldleikans, dogma, hafa reynst afbragðs mai’k- aðssetningu. „Þetta er að verða eins og vörumerkin Coca-cola eða Levis,“ segir hann. „Næsta dogma-mynd er þegar seld án þess að nokkur hafi les- ið handritið eða séð myndina. Það vilja allir vera með í velgengninni sem hófst með Fávitunum eftir Lars von Trier og Veislu Thomas Vinterbergs." Og það eru flefri dogma-myndir að bætast í hópinn. Kóngurinn lifíi' eða „The King Is Alive“ eftir Christian Levring verður frumsýnd í ágúst. Einnig stendur til að gera frönsku myndina Dogma 5 undir leikstjórn Jean Marc Barre og þá hefur banda- ríski leikstjórinn Harmony Korine, sem gerði Kids og Gummo, hugsað sér til hreyfings. En hvernig líst Peter Aalbek á kvöldið? „Auðvitað getur allt gerst en myndirnar eiga að minnsta kosti eftir að fá einhver verðlaun," segir hann. „Annars er það ekki höfuð- atriði hvort myndirnar vinna í kvöld. Viðtökurnar voru það góðar, þegar hafa fengist dreifingaraðilar um all- an heim og árangrinum er náð. Þá var athyglin slík að allir munu bíða spenntfr eftir næsta verkefni." Peter Aalbek segir það ánægjuleg tíðindi frá Islandi að yfirvöld hafi í hyggju að þrefalda styrki til inn- lendrar kvikmyndagerðar á næstu þremur árum. „Til hamingju,“ segir hann. „íslenskur kvikmyndaiðnaður hefiu- verið píndur fram að þessu. Þið eigið hæfileikaríka leikstjóra og ég skil ekki af hverju þetta gerðist ekki fyrir löngu.“ Þá segir Peter Aalbæk að tíma- setningin gæti ekki verið betri eins og málum er háttað í kvikmyndagerð á Norðurlöndum. „Ef ég ætti að veðja á eitthvert eitt land sem væri áhugavert og ætti eftfr að springa út þá væri það Island," segir hann. „Ég þekki vel til íslenska kvikmyndaiðn- aðarins, enda hef ég komið að fram- leiðslu yfii’ 15 íslenskra mynda og ég veit að þar fara saman hæfileikar og kraftur." Kynlíf og skopskyn Síðasti söngur Mifune, sem er sú þriðja í flokki fjögurra dogma- mynda, hefur fengið afbragðs viðtök- ur bæði hjá gagnrýnendum og áhorf- endum. Danski leikstjórinn Soren Ki’agh Jacobsen leikstýrir og Valdís Óskai’sdóttir sér um klippinguna, en hún sá einnig um þann þátt í dogma- myndinni Veislunni, sem sýnd hefur verið hérlendis á þessu ári við miklar vinsældir. Síðasti söngur Mifune þykir bráð- skemmtileg rómantísk gamanmynd um uppa, vændiskonu og vangefinn bróður uppans. „Mifune er sú besta af þremur myndum sem gerðar hafa verið eftir dogma, eiði einfaldleikans. Hún er góð blanda af rómantík, kyn- lífi og skopskyni og á eftir að gleðja augu margra," segir í gagnrýni kvik- myndablaðsins Variety um myndina. Leikstjórinn Soren Kragh-Jacob- sen hefur áður leikstýrt m.a. Eyju á Fuglastræti og Gúmmí-Tarzan og á Síðasti söngur Mifune örugglega eft- ir að auka hróður hans á alþjóðleg- um vettvangi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.