Morgunblaðið - 25.03.1999, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rflrisstjórnin kynnir aðgerðir til að bæta hag lífeyrisþega 1 landinu
Grunnlífeyrir bóta
hækkar um 7%
Morgunblaðið/Ásdís
RIKISSTJÓRNIN kynnti hækkun grunnlífeyris almannatrygginga á fundi með fulltrúum eldri borgara.
RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið
að hækka grunnlífeyri almanna-
trygginga um 7% eða um 1.100
krónur frá og með næstu mánaða-
mótum og að sögn Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra er tilgangur að-
gerðarinnar að bæta hag lífeyris-
þega. Jafnframt hefur verið ákveðið
að hækka vasapeninga þeirra lífeyr-
isþega sem dvelja á stofnunum og
hafa ekki aðrar tekjur, um 34% eða
um 4.000 krónur, þannig að vasa-
peningarnir verði jafnháir grunnlíf-
eyri. Eftir hækkunina verður
grunnlífeyrir samtals 16.830 kr.
Að sögn Geirs H. Haarde fjár-
málaráðherra kosta þessar hækkan-
ir ríkissjóð um 520 milljónir á árs-
grundvelli hér eftir.
Ríkisstjómin kynnti þessa
ákvörðun sína á blaðamannafundi í
Ráðherrabústaðnum í gær en hann
sátu einnig Benedikt Davíðsson,
formaður Landssambands eldri
borgara, og Ólafur Ólafsson, for-
maður Félags eldri borgara í
Reykjavik. Forsætisráðherra benti
á að endurskoðuð þjóðhagsspá sem
fram hefði komið í síðustu viku
sýndi að undirstöður efnahagslífsins
og i-íkisfjármálanna væru traustar.
Forsendur mats um árið 1999 yrðu
vitaskuld tryggaiá eftir því sem liði
á árið og rauntölur tækju við af
spám. „Því hyggst ríkisstjórnin
nýta svigrúm í fjármálum ríkissjóðs
til að koma til móts við sjónarmið
lífeyrisþega um að raunkaupmátt-
araukning lífeyrisbóta verði ótví-
rætt sambærileg við það sem orðið
hefur hjá öðrum,“ sagði hann.
Forsætisráðherra skýrði einnig
frá því að sameiginleg niðurstaða
samráðshóps ríkisstjórnarinnar og
eldri borgara, sem nýlega var stofn-
aður, hefði verið sú að setja hækkun
grunnlífeyris almannatrygginga í
forgang annarra verkefna. Fyrr-
greind ákvörðun ríkisstjómarinnar
um hækkun grunnlífeyris og vasa-
peninga hefði síðan verið kynnt for-
ráðamönnum samtaka aldraðra fyrir
blaðamannafundinn í gær. „Áfram
verður kerfi almannatrygginga til
skoðunar, ekki síst í samráði ríkis-
stjómar og eldri borgara. Einnig
verður litið til annan-a leiða í þágu
bótaþega sem stjómvöld hafa yfir að
ráða. Innan ramma hallalausra fjár-
laga verða markmiðin m.a. að ein-
falda kerfi almannatrygginga, auka
jafnræði milli sambærilegra bóta-
þega og huga áfram sérstaklega að
hag þeirra sem lakast standa,“ sagði
forsætisráðherra.
Áfangi á lengri leið
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
is- og tryggingaráðherra, ítrekaði á
fundinum í gær að það hefði verið
krafa eldri borgara að setja hækkun
grunnlífeyris í forgang og að ríkis-
stjórnin hefði nú orðið við þeirri
kröfu. „Þetta er áfangi á þeirri leið
að ná samkomulagi um bætur,“
sagði hún. Benedikt Davíðsson tók
undir það að vissulega væri um
fyrsta áfanga að ræða á þeirri leið
að leiðrétta tryggingagreiðslur. „Og
fyrir hönd minna samtaka, Lands-
sambands eldri borgara, þakka ég
snögg viðbrögð ríkisstjórnarinnar.
Við voram með fyrsta fund sam-
ráðsnefndarinnar í síðustu viku og
lögðum þá einmitt áherslu á þessar
breytingar sem hér er verið að
kynna.“ Kvaðst hann jafnframt
vænta þess að eiga gott samstarf
við ríkisstjórnina um endurskoðun
almannatryggingakerfisins og
skattkerfisins í þeim tilgangi að
bæta kjör lífeyrisþega. „Við [hjá
Landssamtökum eldri borgara] höf-
um haldið því fram að okkar hópur
hafi ekki fengið eðlilega hlutdeild í
góðærinu sem sífellt er verið að tala
um. En hér er verið að stíga skref í
þá átt að sá hópur fái hlutdeild í
góðærinu."
Aætlun um uppbyggingu listmenntunar á háskólastigi undirrituð
Andlát
SOFFANIAS
CECILSSON
ME NNTAMÁL ARÁDHE RRA og
rektor Listaháskóla Islands undir-
rituðu í gær áætlun til næstu
þriggja ára um uppbyggingu list-
náms á háskólastigi. Samkvæmt
áætluninni tekur Listaháskólinn
að sér menntun í myndlist, leiklist
og tónlist í áföngum á næstu
þremur árum. Listaháskólinn mun
á tímabilinu einnig gera tillögur
um hvernig nám í öðrum listgrein-
um, svo sem hönnun og bygging-
arlist, verði þróað innan veggja
skólans.
Samkvæmt áætluninni sem
Björn Bjarnason, menntamálaráð-
herra og Hjálmar H. Ragnarsson,
rektor Listaháskóla íslands, undir-
rituðu er gert ráð fyrir að mynd-
listarmenntun hefjist á vegum
Listaháskóla íslands frá og með 1.
ágúst 1999. Gerist það með þeim
hætti að sú menntun sem fram hef-
ur farið á vegum Myndlista- og
handíðaskóla íslands fer fram
óbreytt á vegum Listaháskólans,
og starfrækslu MHI verði hætt frá
og með sama tíma. Þá er reiknað
með að leiklistannenntun á há-
skólastigi hefjist á vegum Listahá-
skólans frá og með 1. ágúst árið
2000 og Leiklistarskóli íslands
hætti starísemi frá og með sama
tíma.
I áætluninni er gert ráð fyrir að
tónlistarmenntun hefjist á vegum
Listaháskóla Islands í síðasta lagi
1. ágúst 2001 að undangengnum
viðræðum við þá tónlistarskóla sem
veitt hafa slíka menntun og fengið
til þess fjái-framlög eða styrkveit-
ingar frá ríkinu.
Oll starfsemi fiytji í húsnæði
skólans haustið 2001
Gert er ráð fyrir að þjónustu-
samningar verði gerðir við Lista-
háskóla Islands vegna leiklistar-
náms eigi síðar en 1. ágúst 1999 og
vegna tónlistarmenntunar eigi síð-
ar en 1. maí 2001. Stefnt er að því
að öll starfsemi Listaháskóla Is-
lands flytjist á einn stað haustið
2001 þannig að unnt verði að sam-
þætta nám í öllum deildum háskól-
ans.
Hjálmar H. Ragnarsson segir að
skólinn sé ekki að innlima eða taka
yfir umrædda skóla, heldur sé ver-
ið að stofna til listnáms á háskóla-
stigi sem stenst settar kröfur
Listaháskólans.
Á umræddu þriggja ára tímabili
munu námsbrautir í því listnámi
sem boðið er upp á á vegum Lista-
háskóla Islands verða lagaðar til
og námið þróað og lagað að
breyttum kröfum. Þeir nemendur
sem hafa innritast til náms í lista-
skólum áður en Listaháskólinn
hefur kennslu á viðkomandi sviði
munu fá tækifæri til þess að ljúka
prófum samkvæmt því námsskipu-
lagi sem í gildi var er þeir innrit-
uðust. Hins vegar mun Listahá-
skóli Islands bjóða þeim nemend-
um sem hafa til þess forsendur að
ljúka prófi með háskólagráðu ef
þeir óska þess.
Stjórn Listaháskóla íslands
hefur óskað eftir því við núver-
andi starfsfólk Myndlista- og
handíðaskóla Islands að það gefi
kost á sér til starfa við Listahá-
skólann næsta skólaár, þ.e. til 1.
ágúst árið 2000. Hjálmar segir að
stöður við skólann verði auglýstar
síðar, eða þegar Listaháskólinn
hefur mótað námið samkvæmt
þeim kröfum sem gerðar eru um
listmenntun á háskólastigi og
þeim markmiðum sem skólinn
mun starfa eftir.
SOFFANÍAS Cecils-
son, fiskverkandi og út-
gerðarmaður í Grand-
arfii-ði, er látinn, tæp-
lega 75 ára að aldri.
Soffanías fæddist að
Búðum undir Kirkju-
felli í Grundarfirði 3.
maí 1924. Hann var
einn fimm systkina
sem öll fæddust þar,
en foreldrar hans vora
Kristín Runólfsdóttir
og Cecil Sigurbjamar-
son. Föður sinn misti
Soffanías í sjóslysi árið
1933 og ólust systkinin
því upp hjá móður
sinni að Búðum.
Hugur Soffaníasar stóð alla tíð
til sjósóknar og útgerð hóf hann 12
ára gamall í maí 1936, þegar hann
og Bæring bróðir hans keyptu 2,8
tonna bát, Oðin. Soffanías tók 15
tonna skipstjórnarréttindi árið
1946. Árið 1949 keyptu bræðurnir
38 tonna bát, sem þeir nefndu
Grandfirðing og hófst þar með
óslitin saga útgerðar og fískvinnslu
undir forystu Soffaníasar.
Ái-ið 1952 stofnaði Soffanías
hlutafélagið Grand ásamt EmO
Magnússyni og Guðmundi Runólfs-
syni, sem rak fiskverkun og verzl-
un. Hann keypti svo
síðar hlut þeirra
beggja í fyrirtækinu og
rak einn fram á síðustu
ár undir eigin nafni, en
böm hans tóku við
rekstrinum fyrii' fáum
áram. Soffanías var
meðal þeirra fyrstu
sem stunduðu veiðar
og vinnslu á hörpuskel,
en fyrirtæki hans hef-
ur einnig stundað veið-
ar og vinnslu á rækju
og bolfiski.
Soffanías var einn
þeirra sem tóku þátt í
uppbyggingu Grund-
arfjarðar með útgerð
sinni og fiskvinnslu og tók hann
mikinn þátt í félagsmálum. Hann
var í stjórn, og um tíma formaður,
Samtaka fiskvinnslustöðva, sat í
stjóm Félags rækju- og hörpudisk-
framleiðenda, í 22 ár í stjórn SÍF
(Sölusambands íslenzkra fiskfram-
leiðenda), í Atvinnumálanefnd og
starfaði mikið innan Lions-hreyf-
ingarinnar.
Eftirlifandi eiginkona Soffanías-
ar er Hulda Vilmundardóttir. Böm
þeirra era Magnús, Kristín og
Sóley, en Hulda á að auki eina
dóttur, Bryndísi Vilhjálmsdóttur.
Myndlistarnám hefjist
við Listaháskóla Islands
Soffanías
Cecilsson
m
KÖGUN
Verð-
hækkun
Orðrómur um
samning/B1
[)l
FBA
51%
hlutur
Seldur eftir
kosningar/B2
Sigurlaug meistari á listskautum
fimmta árið í röð/C4
Fylgst með Indriða Sigurðssyni
á móti á Ítalíu/C3
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is