Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 25

Morgunblaðið - 25.03.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 25 Forseti Paragvæ í klípu EINUM degi eftir að Luis Maria Argana, varaforseti Paragvæ, var myrtur af óþekktum byssumönnum sam- þykkti þing landsins að höfða mál á hendur Raul Cubas for- seta til embættismissis. Er Cu- bas sakaður um að hafa misnot- að völd sín er hann sleppti Lino Oviedo, fyrrverandi stjórnanda hers landsins, úr fangelsi en Oviedo afplánaði tíu ára dóm eftir misheppnað valdarán árið 1996. Á þriðjudag hafði þingið sakað Cubas og Oviedo um að hafa fyrirskipað morðið á Arg- ana, sem átt hafði í illdeilum við þá Cubas og Oviedo um völd í Colorado-stj ómarflokknum. Mikil spenna er í Paragvæ í kjölfar morðsins. Boesak fær sex ár í fangelsi DÓMARI í Suður-Afríku dæmdi í gær Allan Boesak, sem á sínum tíma beitti sér gegn að- skilnaðar- stefnu hvítra manna í land- inu, til sex ára fangelsisvistar íyrir að hafa stolið eriend- um fjármun- um sem ætl- aðir voru fórn- arlömbum að- skilnaðarstefnunnar. Boesak sagði eftir úrskurðinn að hann myndi áfrýja dómnum. I síð- ustu viku hafði dómarinn úr- skurðað Boesak sekan en Nó- belsverðlaunahafínn Desmond Tutu bað Boesak griða í fyrra- dag, að sögn vegna framlags hans í baráttunni gegn aðskiln- aðarstefnunni. Clinton hafði hreinan skjöld SUSAN McDougal, sem lék eitt af aðalhlutverkunum í Whitewater-málinu svokallaða, sem Bill Clinton Bandaríkjafor- seti dróst inn í, sagði fyrir rétti í gær að Clinton hefði sagt satt og rétt frá afskiptum sínum af fjármálahneykslinu umtalaða. Fyrrverandi eiginmaður Susan McDougal, Jim McDougal, var dæmdur fyrir fjársvik í Whitewater-málinu en lést í fangelsi í fyrra. Eftir að McDougal var dæmdur árið 1996 breytti hann framburði sínum og bendlaði Clinton við málið en Susan McDougal leiddi í gær líkur að því að lát- inn eiginmaður sinn hefði breytt framburði sínum til að hefna sín á Clinton, vegna þess að honum hefði fundist forset- inn veita sér ónógan stuðning þegar hann var saksóttur. Fjöldamorð í Kongó MEIRA en 250 manns hafa ver- ið myrt í nýjum fjöldamorðum í lýðveldinu Kongó í þessari viku, að sögn fréttastofu kaþólskra trúboðasamtaka í landinu. Voru þar að verki hópar Rúanda- Hútúmanna sem hefna vildu árása manna af ættflokkum Kongómanna. Árásirnar áttu sér stað í austurhluta Kongó í Kivu-héraði og koma í kjölfar frétta um fjöldamorð á eitt hundrað manns fyrr í vikunni. Allan Boesak ERLENT Reuters Lestarslys í Kenýa AÐ minnsta kosti þrjátíu og tveir fórust í lestarslysi í Kenýa í fyrrinótt. Var Ieitt getum að því að hemlar lestarinnar hefðu brugðist og gat þá lestarstjóri ekki haft hemil á hraðanum sem varð til þess að lestin fór út af sporinu. Lestin var á leiðinni frá Naíróbí til Mombasa við Indlandshafið. Voru a.m.k. fimm hinna látnu erlendir ferðamenn. f Ferðahandbókiii 1999 os 9000 Lykill að góðu ferðalagi, sem nýtist þér vel og kynnir þér heillandi KARÍBAHAFIÐ - allt innifalið á frábæru verði Muncfii 28« mars - heimsent til þín með MORGUNBLAÐINU* v FERÐAhKKI hb IUIAIN PRIMA- HEIMSKLÚBBUR INGOLFS Austurstræti 17.4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564 netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: hppt//www.heimsklubbur.is i: kagreinar í búntum (Forsythía) (4-6 greinar í búnti) kr, 399 Kartöflur §9 kr/kf gullauga og rauðar Melónur Páskabegóníur kr.439,« Blómkál ^Hkr/kg Heimaeyj arkerti 12 í pakka gul/græn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.