Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 25 Forseti Paragvæ í klípu EINUM degi eftir að Luis Maria Argana, varaforseti Paragvæ, var myrtur af óþekktum byssumönnum sam- þykkti þing landsins að höfða mál á hendur Raul Cubas for- seta til embættismissis. Er Cu- bas sakaður um að hafa misnot- að völd sín er hann sleppti Lino Oviedo, fyrrverandi stjórnanda hers landsins, úr fangelsi en Oviedo afplánaði tíu ára dóm eftir misheppnað valdarán árið 1996. Á þriðjudag hafði þingið sakað Cubas og Oviedo um að hafa fyrirskipað morðið á Arg- ana, sem átt hafði í illdeilum við þá Cubas og Oviedo um völd í Colorado-stj ómarflokknum. Mikil spenna er í Paragvæ í kjölfar morðsins. Boesak fær sex ár í fangelsi DÓMARI í Suður-Afríku dæmdi í gær Allan Boesak, sem á sínum tíma beitti sér gegn að- skilnaðar- stefnu hvítra manna í land- inu, til sex ára fangelsisvistar íyrir að hafa stolið eriend- um fjármun- um sem ætl- aðir voru fórn- arlömbum að- skilnaðarstefnunnar. Boesak sagði eftir úrskurðinn að hann myndi áfrýja dómnum. I síð- ustu viku hafði dómarinn úr- skurðað Boesak sekan en Nó- belsverðlaunahafínn Desmond Tutu bað Boesak griða í fyrra- dag, að sögn vegna framlags hans í baráttunni gegn aðskiln- aðarstefnunni. Clinton hafði hreinan skjöld SUSAN McDougal, sem lék eitt af aðalhlutverkunum í Whitewater-málinu svokallaða, sem Bill Clinton Bandaríkjafor- seti dróst inn í, sagði fyrir rétti í gær að Clinton hefði sagt satt og rétt frá afskiptum sínum af fjármálahneykslinu umtalaða. Fyrrverandi eiginmaður Susan McDougal, Jim McDougal, var dæmdur fyrir fjársvik í Whitewater-málinu en lést í fangelsi í fyrra. Eftir að McDougal var dæmdur árið 1996 breytti hann framburði sínum og bendlaði Clinton við málið en Susan McDougal leiddi í gær líkur að því að lát- inn eiginmaður sinn hefði breytt framburði sínum til að hefna sín á Clinton, vegna þess að honum hefði fundist forset- inn veita sér ónógan stuðning þegar hann var saksóttur. Fjöldamorð í Kongó MEIRA en 250 manns hafa ver- ið myrt í nýjum fjöldamorðum í lýðveldinu Kongó í þessari viku, að sögn fréttastofu kaþólskra trúboðasamtaka í landinu. Voru þar að verki hópar Rúanda- Hútúmanna sem hefna vildu árása manna af ættflokkum Kongómanna. Árásirnar áttu sér stað í austurhluta Kongó í Kivu-héraði og koma í kjölfar frétta um fjöldamorð á eitt hundrað manns fyrr í vikunni. Allan Boesak ERLENT Reuters Lestarslys í Kenýa AÐ minnsta kosti þrjátíu og tveir fórust í lestarslysi í Kenýa í fyrrinótt. Var Ieitt getum að því að hemlar lestarinnar hefðu brugðist og gat þá lestarstjóri ekki haft hemil á hraðanum sem varð til þess að lestin fór út af sporinu. Lestin var á leiðinni frá Naíróbí til Mombasa við Indlandshafið. Voru a.m.k. fimm hinna látnu erlendir ferðamenn. f Ferðahandbókiii 1999 os 9000 Lykill að góðu ferðalagi, sem nýtist þér vel og kynnir þér heillandi KARÍBAHAFIÐ - allt innifalið á frábæru verði Muncfii 28« mars - heimsent til þín með MORGUNBLAÐINU* v FERÐAhKKI hb IUIAIN PRIMA- HEIMSKLÚBBUR INGOLFS Austurstræti 17.4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564 netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: hppt//www.heimsklubbur.is i: kagreinar í búntum (Forsythía) (4-6 greinar í búnti) kr, 399 Kartöflur §9 kr/kf gullauga og rauðar Melónur Páskabegóníur kr.439,« Blómkál ^Hkr/kg Heimaeyj arkerti 12 í pakka gul/græn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.