Morgunblaðið - 25.03.1999, Síða 28

Morgunblaðið - 25.03.1999, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Umræður tefjast um aðalviðfangsefni leiðtogafundar ESB Einhugur um út- neíningii Prodis Berlín. Reuters. LEIÐTOGAR Evrópusambandsins (ESB) útnefndu í gær einum rómi Romano Prodi, fyrrverandi forsæt- isráðherra Italíu, sem arftaka Jacques Santers í embætti forseta framkvæmdastjórnar ESB. Tuttugu manna framkvæmda- stjóm Santers sagði af sér í liðinni viku í kjölfar birtingar harðorðrar skýrslu um spillingu innan fram- kvæmdastjórnarinnar. Prodi, sem búizt er við að Evrópuþingið sam- þykki í embættið snemma í apríl, fær það hlutverk að „taka rækilega til“ í stjórnsýslu ESB og að reyna að byggja upp traust almennings á henni, sem hefur beðið hnekki eftir neikvætt umtal síðustu mánaða. Eftir að Evrópuþingið hefur sam- þykkt skipan Prodis munu ríkis- stjórnir aðildarlandanna fimmtán, í samráði við Prodi, útnefna hina 19 fulltrúana í nýja framkvæmda- stjórn. Þessir fulltrúar þurfa að hljóta samþykki EÞ áður en þeir geta tekið við embættum sínum og leyst fráfarandi framkvæmdastjóm Santers af hólmi. Hún hafði lýst því yfir að hún myndi ekki taka nema nauðsynlegustu ákvarðanir, unz nýir menn taka við. Útnefningunni var vel tekið hjá leiðtogum Evrópuþingsins og allar pólitískar fylkingar á Italíu fógnuðu henni sem „sigri fyrir Ítalíu“. Prodi er hagfræðingur frá Bologna og var í forsæti miðju-vinstristjómarinnar, sem féll naumlega í nóvember sl. Áður aðeins í tískublöðum. Nú fáanlegt í Valmiki. MISS ROSSI eftir Sergio Rossi LtLLtiÆL-í; FARRUTZ Le Tini eftir Sergio Rossi Echo eftir Sergio Rossi Valmiki eftir Luciano Barachini Verð kr. 9.950 eða 124.00 evrur. Berið saman okkar verð og verð erlendis. Kringlunni sími 552 2888 Reuters PETRA Roth, borgarstjóri Prankfurt, faðmar Romano Prodi í ráðhúsi borgarinnar í gær, eftir að hann var útnefndur næsti forseti fram- kvæmdastjómar ESB. Prodi var í Frankfurt vegna bókarkynningar. þegar þingmenn kommúnista hættu stuðningi við hana. Stjóm Prodis vann það afrek að gera Italíu hæfa til að uppfylla hin ströngu skilyrði fyrir stofnaðild að Efnahags- og myntbandalaginu, EMU. Einhugur ESB-leiðtoganna, sem komu saman til tveggja daga fundar í Berlín í gær, um tilnefningu Prodis kom nokkuð á óvart, en umræður þeirra um hana og Kosovo-deiluna tafði þá frá því að taka fyrir þau mál sem upprunalega stóð til að yrðu að- alviðfangsefni þessa aukaleiðtoga- fundar, en það er leitin að samkomu- lagi um endurskoðun fjármála sam- bandsins fyrir árabilið 2000-2006. Útnefningin sögð auðvelda fjármálasamninga Spænskir stjómarerindrekar sögðu ákvörðunina um útnefningu Prodis vera til þess fallna að auð- velda samkomulag um fjármálin, en meginátakalínan þar liggur milli hinna auðugri og norðlægari ríkja álfunnar og þeirra fátækari og suð- lægari. Ríku ríkin vilja sporna gegn frekari útgjaldaaukningu sambands- ins, einkum til landbúnaðar og byggðastyrkja, áður en fátækum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu er veitt innganga í ESB. Suðlægari rík- in reyna hins vegar eftir mætti að hindra að þau missi spón úr aski sín- um, þar sem þau hafa haft mestan hag af fjárstreymi úr hinum sameig- inlegu sjóðum. Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, stýrir leiðtogafundinum þar sem Þjóðverjar gegna þetta misserið formennsku í ráðherraráði ESB, en hann hafði boðað til hans í þeim tilgangi að ganga frá „Dagskrá 2000“ (Agenda 2000), en það hafa einu nafni verið nefndar tillögur að umbótum á fjárlagagerð ESB í heild næstu sjö árin og á landbúnaðar- og byggðasjóðum sambandsins. Þrátt fyrir hemað á Balkanskaga geta ESB-leiðtogamir ekki annað en reynt að finna sem fyrst lausnir á hinni umdeildu fjármálauppstokkun og stjómkerfiskreppunni í Brassel. Eftir að hafa afgreitt ákvarðanir bæði um tímasetningu árása NATO á Júgóslavíu og um val á nýjum forseta framkvæmdastjómarinnar gátu þeir loks snúið sér að „Dagskrá 2000“. Þjóðverjar hafa varað við því að náist ekki niðurstaða í það mál áður en staðið er upp frá samningaborð- inu í Berlín, sem gert er ráð fyrir að verði I kvöld, kunni það að rýra enn frekar traust á stofnunum ESB og getu þeirra til að leysa fyrirliggjandi vandamál, auk þess að veikja evr- una, hina ungu Evrópumynt. Kjamahluti „Dagskrár 2000“ er umdeilt samkomulag um endurbætur á landbúnaðarkerfi ESB, sem gengið var frá fyrir hálfum mánuði, eftir langar og strangar samningaviðræð- ur. I því var ákveðið að takmarka ár- leg útgjöld ESB til landbúnaðarmála við 40,5 milljarða evra (um 3.200 milljarða króna), en það er 6,3 millj- örðum evra hærri upphæð en gert var ráð fyrir að hámarki í „Dagskrár 2000“-tillögunum. ANDSTÆÐINGAR Pinochets fjölmenntu út á torg í Madríd í gær til að fagna úrskurði um að hann skuli ekki njóta friðhelgi frá ákæru. Lávarðar úrskurða á ný 1 máli Pinochets Báðir aðilar fagna sigri Lundúnum. Reuters. ÆÐSTI áfrýjunardóm- stóll Bretlands úr- skurðaði í gær að Augusto Pinochet, fyrr- verandi einræðisherra Chile, væri ekki frið- helgur fyrir saksókn þar í landi á þeirri for- sendu einni að hann sé fyrrverandi þjóðarleið- togi. En úrskurðurinn, sem hinir sjö dómarar lávarðadeildar brezka þingsins kváðu upp í gær, er engu að síður allmikill áfangasigur fyrir Pinochet, sem berst fyrir því að kom- ast hjá að verða fram- seldur til Spánar, þar sem hann er ákærður fyrir að bera ábyrgð á al- varlegum glæpum sem framdir vora í stjómartíð hans á tímabilinu 1973-1990. Áfangasigur Pinochets felst í því, að samkvæmt brezkum lögum er ekki hægt að höfða nein mál gegn honum þar í landi fyrir önnur ákæraatriði en þau sem ná til af- brota framin eftir haustið 1988, en þá fyrst fullgilti Bretland alþjóðleg- an sáttmála um pyndingar. Fyrir þann tíma sögðu dómararnir að eng- inn gæti verið framseldur frá Bret- landi á grundvelli pyndingarákæra nema til þess lands sem meintur glæpur var framinn. Sex af dómur- unum sjö standa að úrskurðinum. Báðir aðilar málsins, verjendur og stuðningsmenn Pinochets annars PR0TEIN og fæðubótarefni Landsins mesta úrval á verði sem stenst allan samanburð ! GREAT AMERICAN NUTRmON TWINLAB EAS LEPPIN METAFORM ABB NATURES BEST MUSCLE TECH TWINLAB Fljótandi Aminósýrur 948 ml. kr. 1.990,- MegaMass 4000 4kg.|(f. 3.990,- Creatine 500 gr. kr. 3.990,- Ráðgjöfá staðnum Yfir 25 ára reynsla í sölu á fæðubótarefnum á íslandi Skeifunni 19 - S. 568 1 71 7* vegar og andstæðingar hans hins vegar, gátu lýst niðurstöðuna áfangasigur fyrir sig. I augum andstæðing- anna var sú ákvörðun að Pinochet beri að dvelja áfram í Bret- landi og svara fyrir sig í málaferlum vegna framsalsbeiðninnar frá Spáni „nógu gott“, eins og Reed Brody, tals- maður mannréttinda- samtakanna Human Rights Watch, orðaði það. Augusto Pinochet, sem nú er Pinochet 33 ára 0g a sæti í öld- ungadeild chileska þingsins, var handtekinn í Lundúnum í október sl. í kjölfar þess að spænskur dómari fór fram á framsal hans. I nóvember hafði lávarðadómstóllinn úrskurðað að Pinochet skyldi ekki njóta frið- helgi, en sá úrskurður var síðar ógiltur þar sem einn dómaranna þótti vanhæfur vegna tengsla við mannréttindasamtökin Amnesty Intemational, sem höfðu beitt sér gegn Pinochet í málinu. Þessi fyrsti úrskurður lávarða- dómstólsins hnekkti dómi undirrétt- ar í Bretlandi, sem hafði komizt að þeirri niðurstöðu að Pinochet skyldi friðhelgur fyrir málaferlum í Bret- landi á grundvelli laga sem eiga að tryggja þjóðhöfðingjum annarra ríkja slíka réttarvernd. Flest ákæruatriðin „ógild“ Stuðningsmenn Pinochets sáu sér hugarfró í því, að langflest þeirra ákæraatriða sem á hann eru borin - í ákærunni sem framsalsbeiðni Spánar byggist á era tíunduð þús- undir morða og pyndinga - hefðu í raun verið lýst ógild. Flestir þessara glæpa voru framdir á fyrri hluta valdatíma hans, þ.e. fyrir árið 1988, þó að sak- sóknarar í máli hans segi að hann hafi verið viðriðinn ýmis samsæri sem voru í gangi allt til þess dags er hann lét stjórnartaumana af hendi í janúar 1990. Eina tilfellið um pyndingar sem getið er í ákærunni sem framsals- beiðnin byggist á og sem átti sér stað eftir 1988 er mál hins 17 ára gamla Marcosar Quezada Yanez, sem dó eftir að hafa þurft að þola raflost í meðföram chilesku lögregl- unnar. Fyrir utan húsið sem Pinochet hefur dvalið í stofufangelsi í vestan Lundúna fógnuðu andstæðingar hans ákaft með því m.a. að skjóta töppum úr kampavínsflöskum er úr- skurðurinn hafði verið kveðinn upp. „Nú er hægt að hefja málaferlin gegn honum. Við eram vongóð um að hann verði framseldur til Spán- ar,“ sagði einn viðstaddra, sem sjálf- ur flúði harðstjórn Pinochets fyrir 24 áram.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.