Morgunblaðið - 25.03.1999, Side 68

Morgunblaðið - 25.03.1999, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ •68 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999' * Matur og matgerð Páskabrauð með máluðum eggjum Þótt sést hafi til nokkurra þrasta og auðnutittlinga hér í skóginum á Garða- holti segir Kristín Gestsdóttir er langt þar til þeir fara að verpa. FYRR á árum tíðkaðist það suður um álfu að börn fóru út í skóg á páskadagsmorgni til að tína egg. Nýnæmi var að þessum eggjum, enda var eggjaneysla bönnuð á fóstunni. Síðar þegar borgir stækkuðu og erfíðara um vik að fara út í skóg, faldi fólk egg í görðum sínum og sögðu bömun- um að páskahérinn kæmi með þau og leituðu börnin eggjanna við mikinn fögðuð. Seinna var farið að búa til súkkulaðiegg og jafnvel gullegg. íslendingar eiga líklega heimsmet í súkkulaði-páska- eggjaáti, en annars staðar eru auk súkkulaðieggja ýmislegt annað búið til svo sem alls kon- ar sælgæti og kökur í formi unga og héra og mörg lönd eiga sér sitt sérstaka páskabrauð. A Islandi tengist hérinn ekki eins mikið páskum og ungar og egg af skiljanlegum ástæð- um. Þeir sem vilja spara við sig súkkulaðið geta búið til páskabrauð í formi unga og héra auk annars forms og mála venjuleg hænuegg með matarlit, alls engum öðrum lit, móta síðan brauðdeigið utan um eggið og baka svo allt saman. Eggin soðna í bakstrinum. Gott er að skera eggjabakka í tvennt og láta eggiri standa í þeim meðan þau eru máluð. Böm hafa mjög .gaman af þessu og móta oft brauðið af listfengi ef þeim eru gefnar frjálsar hendur. Brauðið má síðan frysta og hita og borða með morgunkaffinu á páskadags- morgni, en eggin vilja stundum springa í frysti. Brauðdeigið 3 meðalstór egg + 1 eggjahvíta 2-3 msk. sykur (mó sleppa) 3. Málið 6-8 egg með matarlit, alls engum öðrum lit. Sjá að ofan. Penslið brauðin með eggjai-- auðu/vatni áður en þau eru bökuð og látið lyfta sér í um 30 mín- útur. Bakið í 15-20 mínútur við 210°C, í blástursofni við 190- 200°C 4. Mótið brauðin: 1) FUGL: Takið vænan bút af deiginu og mótið fugl eins og sést á meðf. teikningu. Fyrst er mótuð kúla, síðan er þrýst á hana og i tsk. salt 600-650 g hveiti 1 msk. þurrger (í smóbréfum) 1 dl matarolía 1 dl fingurvolgt vatn úr krananum, _____________um 37°C______________ 1 eggjarauða + 2 tsk. volgt vatn til að pensla með máluð egg piparkorn, negulnaglar og tannstönglar 1. Þeytið egg, eggjahvítu, salt og sykur saman. Geymið eina rauðu. Setjið volgt vatn og matarolíu út í. 2. Takið frá 1 dl af hveitinu, en setjið þurrger saman við hitt. Líklegt er að hnoða þurfi meira hveiti upp í þar til fengist hefur mjúkt frekar lint deig. Leggið stykki yfir skálina og látið deigið lyfta sér. Þið getið valið um tvær aðferðir: 1) að láta deigið lyfta sér á eldhús- borðinu í 1-2 klst. 2) að setja skálina inn I kæliskáp og láta deigið lyfta sér í 12 tíma eða lengur. deigið togað fram í höfuð og gogg- urinn togaður út. Eins er farið með stélið. Síðan er mótuð hola ekki alveg í gegn og egginu stung- ið í hana. Vængur er búinn til úr smádeigbút og hann lagður yfir eggið neðanvert. Setja má ögn af eggjarauðu undir vænginn svo að hann tolli við eggið. Setjið pipar- korn í augnastað. 2) KANÍNA: Mótuð á sama hátt og fuglinn en með eyi’um og án vængs. Sjá hér að neðan hvernig héraeyrum eru mynduð. 3) HÉRI: Takið heldur stærri bút af deiginu en í fuglinn. Mótið aflangan bút, togið hann í annan endann svo að langur haus mynd- ist. Skerið upp í hann svo að eyru myndist, þrýstið saman um háls- inn. Stingið negulnöglum eða pip- arkornum í augnastað. Búið til smáholu í kviðinn og stingið mál- uðu eggi í. Búið til mjóa fléttu og leggið yfir eggið og smeygið undir hérann á endunum. Mótið smá nef úr deiginu og stingið tveimur tannstönglum í gegn, þeir eru teknir úr um leið og brauðið er bakað. í staðinn eru lakkrísreimar klipptar og klofnar, stungið i götin og hafðar sem veiðihár. 4) SNIGILL: Takið aflangan bút og rúllið í sívalning, þrýstið örlítið á hann miðjan og stingið máluðu eggi þar í, rúllið mjóa rúllu úr deiginu og vefjið um eggið. Mótið haus og togið hann örlítið fram, notið neg- ulnagla sem augu þannig að mjói endinn snúi upp. Athugið: Fylgist með bakstrinum, ef eitthvað aflagast, má taka það úr ofninum og laga, en þetta er með svokölluðu „lif- andi geri“ og maður veit aldrei hvað gerist í lyfting- í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sveitar- ómagar nútímans í GAMLA daga var það versta sem fyrir fólk gat komið að lenda á sveit- inni. Þeir sem urðu veik- indum og fátækt að bráð áttu auma daga. Þeir máttu þakka sínum sæla ef húsmóðirin henti í þá matarleifum. Stagbættir garmarnir héngu utan á þeim. I nútíma samfélagi þar sem býr bæði vel menntað og upplýst fólk mætti halda að slík með- ferð heyrði sögunni til. En því miður hafa ör- yi-kjar það mjög erfitt nú. Það sést best þegar þeir standa úti í kuldanum með mótmælaspjöld til að mótmæla sínum aumu kjörum. Margir í hjóla- stólum og sumir með súr- efnisgrímur. Þetta er hræðilegt að sjá. Samt geta ráðherrar talað um hvað þetta fólk hafi það gott. Gætu þeir lifað af 50-60 þús. á mánuði? Sigrún. Þakklæti fyrir góða Þjóðlífsþanka ÉG vil færa Guðrúnu Guðlaugsdóttur þakkir fyrir góða Þjóðlífsþanka- grem „Börn í fullorðins heirni" en hún birtist í Morgunblaðinu sunnu- daginn 14. mars. Finnst mér þetta frábærlega góð grein og er þessi grein tímabær því að fólk í dag er að gera bömin fullorðin, yngri og yngri með hverju árinu, bæði í klæðaburði og alls kyns venjum. Lesandi. Rennibraut á stól ÉG vil eignast renni- braut á stól. Má vera hálfsaumuð. Upplýsingar hjá Ingigerði í síma 462 7037. Tapað/fundið Svört kápa með skinnkraga tekin í misgripum SVÖRT kápa með skinn- kraga var tekin í mis- gripum á skemmtistaðn- um Alabama í Hafnar- firði um síðustu helgi og önnur svipuð skilin eftir. Þeir sem kannast við kápuna skili kápunni á Alabama á Dalshrauni í Hafnarfirði. Dýrahald Óska eftir páfagauk ÓSKA eftir páfagauk gefins. Upplýsingar í síma 552 2903.' mánaðamót. Otto Borik (2.415), SK Del- merhorst, hafði hvítt og átti leik gegn Peter Köhn (2.350), SV Wattenscheid. Svartur lék sið- ast 19. - Dd7- e8?? og lék sig þar með beint í mát. 20. Bxf7+! - og svartur gafst upp, því mátið blasir við. Eins og oft áður berjast Solingen og Köln-Porz hat- rammri baráttu um efsta sætið í þýsku 1. deildinni, Bundesligunni, sem er sú sterkasta í heimi. Dxf7 21. Hd8+ - De8 22. De6+! HVITUR leikur og vinnur SKAK IJmxjon Margeir l'étursson Staðan kom upp í þýsku fyrstu deildar keppninni um síðustu HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji sknfar... NOKKUR athyglisverð erindi voru flutt á ráðstefnu Háskóla Islands um byggðamál um liðna helgi. Einna fróðlegast fannst Vík- verja erindi Gylfa Magnússonar, dósents við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla íslands. Virðast nið- urstöður hans í mörgum meginat- riðum ganga þvert á mörg viðtekin sjónarmið sem einkenna svo mjög umræður um byggðaþróun og þörf- ina á aðgerðum stjórnvalda til að koma í veg fyrir flutning fólks úr dreifbýli í þéttbýli. Gylfi Magnússon nálgaðist þetta viðfangsefni með nýstárlegum og ferskum hætti. í erindi sínu sagði hann að búsetuflutningar væru í eðli sínu ekki vandamál því þeir væru fyrst og fremst „merki um þjóðfélag í örri þróun og skilvirkan vinnumarkað sem beinir fólki til þeirra verka og þeirra staða þar sem starfskraftar þess nýtast best.“ Líkt og fram hefur komið í frétt- um er nú komin fram tillaga um að þrjú þúsund milljónum af peningun- um skattborgaranna verði á næstu þremur árum varið til að koma í veg fyrir frekari búseturöskun og flutn- ing fólks úr dreifbýlinu til höfuð- borgarsvæðisins. Ein röksemdin sem lögð hefur verið fram til að réttlæta slík afskipti er sú að því fylgi mikill kostnaður fyrir höfuð- borgarsvæðið að taka við fólki sem þangað flytur utan af landi. I máli Gylfa Magnússonar kom fram að slíkar fullyrðingar eru ein- faldlega ekki réttar. Hann sagði að flutningum fólks úr dreifbýlinu á höfuðborgarsvæðið hefði ekki fylgt verulegur kostnaður. Að auki legð- ist kostnaðurinn ekki á sameigin- lega sjóði heldur fælist hann eink- um í útgjöldum þeirra einstaklinga sem þyrftu að finna sér nýtt starf og nýtt heimili. í erindi dósentsins var einnig að finna þessa athyglis- verðu fuilyrðingu: „Þótt stöðugur straumur hafi verið á höfuðborgar- svæðið hefur hann sem fyrr segir ekki verið meiri en svo að á flestum þéttbýlisstöðum úti á landi hefur íbúunum eigi að síður fjölgað e.n ekki fækkað með árunum." Víkverji fær ekki betur séð en að þeir stjórnmálamenn sem mest hafa fjallað um vanda landsbyggðarinnar og ki-afist hafa þess að stjórnvöld grípi til miðstýrðra aðgerða til að hefta búsetuþróunina í landinu þurfi að rökstyðja mál sitt betur. Víkverji hefur einnig efasemdir um að þrjú þúsund milljóna króna framlag á næstu þremur árum dugi til að snúa þróuninni við. Byggðastefnan hefur kostað miklu meira en jafnframt gjörsamlega mistekist eins og mál- flutningur landsbyggðarþingmanna er reyndar skýrt dæmi um. Þegar áformin um menningarhúsin á landsbyggðinni bætast við stefnir í að mörgum milljörðum króna verði á allra næstu árum varið til að fá íbúa í dreifbýlinu til að halda sig á sínum heimaslóðum. Trúa menn því í alvöru að þessar aðgerðir skili til- ætluðum árangi’i? X X x STEFÁN Ólafsson, forstöðumað- ur Félagsvísindastofnunar, flutti einnig mjög forvitnilegt erindi á mál- þinginu. I máli hans kom m.a. fram að talsverður fjöldi Islendinga hefur afráðið að flytjast úr landi þrátt fyrir að efnahagsástand hafi verið hér með allra besta móti á síðustu árum. Stefán Ólafsson fjallaði um íyiTÍ brottflutningshrinur í íslandssög- unni sem hann sagði jafnan hafa tengst efnahagserfiðleikum. „Þróun- in í þessum efnum á allra síðustu ár- um virðist eðlisólík fyrri brottflutn- ingshrinum vegna þess að þær fyrri tengdust yfirleitt kjaraskerðingar- tímum en nú hefur talsvert tapast af íbúum í góðærinu. Það er svo að hluta til bætt upp með aðflutningi erlendra farandverkamanna.“ Líklegasta skýringin á þessari þróun er sú staðreynd að langskóla- gengið fólk býr við mun verri kjör á Islandi en í flestum nágrannaríkj- anna. Víkverji verður þess og var að slíkan samanburð gerir fólk í mun ríkari mæli en tíðkaðist fyrir nokkr- um árum og er þar ekki einungis um menntamenn að ræða. Saman- burðurinn er þó ekki einvörðungu bundinn við kjörin. Vera kann einnig að ýmislegt í sjálfu þjóðfélag- inu hvetji fólk sem býr yfir alþjóð- lega gjaldgengi'i menntun enn frek- ar til að hverfa úr landi. Margir þeirra sem búið hafa erlendis eru t.d. ósáttir við þau höft, boð og bönn sem einkenna svo mjög daglegt líf neytenda hér á landi. Víkverja sýnist ljóst að áhrifa „hnattvæðingarinnar" svonefndu sé tekið að gæta á Islandi. Hvernig ætla íslenskir stjórnmálamenn að bregðast við þeirri þróun? XXX VÍKVERJI var á dögunum staddur þar sem nokkrir 10-11 ára drengir voru að ræða saman. Af einhverjum sökum barst talið að sálmaskáldinu einstaka Hallgrími Péturssyni. „Hallgrímur Péturs- son?“ sagði þá einn. „Bíddu, er hann ekki körfubol taþ.j álfari ?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.