Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 72
JT2 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Leikstjóri myndarinnar Zero Effect ekki ára Jake Kasdan er ekki hár í loftinu eða boginn af löngu ævistriti. Hann er nýfluttur að heiman og var að framleiða og leikstýra sinni fyrstu stóru kvikmynd í Hollywood. Pétur Blöndal talaði við hann og aðalleikarann, Bill Pullman, um hárgreiðslu og sérvitra einkaspæjara. „ÞAÐ ER ekki án vandlegrar um- hugsunar sem ég sest niður og byrja að skrá aðferðir mínar,“ seg- ir í bréfí frá einkaspæjaranum Dai-yl Zero. I framhaldi af því lýsir hann því hvemig hann þurrkaði út >011 ummerki eftir sig „á hurðarhún- um lífsins“ og sálarangistinni sem fylgdi því að svipta hulunni af vinnuaðferðum sínum þótt það væri nauðsynlegt til að koma sér „á stall sem fremsta einkaspæjara í heiminum". Bréfið er skrifað til eins af yngstu leikstjórum kvikmynda- borgarinnar Hollywood, Jake Kas- dan, sem leikstýrði myndinni Zero Effect auk þess að skrifa handritið - sögu Daryl Zero. Þetta er íyrsta kvikmynd Kasdans. Hann er sonur virts leikstjóra í Hollywood, Lawi-enee Kasdans, sem á að baki myndir á borð við The Bodyguard, Grand Canyon, The Accidental Tourist og Wyutt Earp. Jake er spurður að þvi í upphafí hvort það hafi alltaf legið fyrir að hann færi í fjölskyldubransann. Skrifaði leikrit 15 ára „Ég hefði nú getað komist hjá því og lagt eitthvað annað fyrir mig,“ segir hann og brosir stráks- lega og þótt rómurinn sé skrækur er alvara í augunum. „En þetta var það sem ég vildi. Alveg frá því ég var lítill vissi ég að ég gæti átt eftir að leggja kvikmyndagerð fyrir mig og þegar ég skrifaði leikrít 15 ára varð ekki aftur snúið.“ - Hvatti faðir þinn þig áfram eða reyndi hann að fá þig ofan af þessu? „Hann hefur aldrei sagt mér fyr- ir verkum. Hins vegar leyfði hann mér að fylgjast með sér að störfum og veitti mér þannig innsýn í kvik- myndagerðina. En maður ráðlegg- ur ekki syni sínum að leggja þetta fyrir sig því það gæti verið ávísun á ömurlegt líf. Það era svo margir sem reyna en komast aldrei að. Sem er auðvitað ömurlegt. Engu að síður á maður ekki að draga úr neinum ef hann vill þetta á annað borð. Og maður á auðvitað alltaf að styðja við bakið á syni sínum. - Hvað ertu gamall? „23 ára.“ - Þú ert ennþá nokkuð ungur. „Já, en ég er ekki fimm ára,“ svarar Jake og hlær eins og hann sé ekki deginum eldri en fimm ára. Síaðist inn í mig frá fæðingu - Hverjir eru kostirnir og gall- amir við þann starfa sem þú hefur? „Kostirnir... ég held mjög góðu sambandi við foreldra mína, - sem er mjög fátítt í Los Angeles. Mér er vel við þau bæði. Þau era ást- fangin, mjög náin og þeim þykir vænt hvoru um annað. Það er auð- vitað fyrir öllu. Svo hefur það sína kosti að eiga föður sem er kvikmyndagerðar- maður. Það þýðir að frá barnsaldri hafði ég aðgang að mikilli þekkingu á kvikmyndaiðnaðinum og það sem virðist flókið, dularfullt og jafnvel Ég er fímm óviðráðanlegt fyrir sumum og aðrir þurfa áralanga menntun til að leysa síaðist inn í mig frá fæðingu. Ég lærði jafnvel um tæknilegu hliðamar á kvikmyndagerð. Gallarnir era léttvægir. Vissu- lega skrifa menn illa um mig úr launsátri, en það er ekki á mínu valdi að stöðva það. Svo ég reyni að kippa mér ekki upp við það, - hvað sem þeir segja. Það eina sem ég get gert er að leggja harðar að mér.“ Sömu myndir aftur og aftur - Er rúm fyrir óháða kvik- myndagerðarmenn í Hollywood eða eru stóra kvikmyndaverin að sölsa undir sig allan markaðinn? „Setjum sem svo að Hollywood ákveði að gera sömu fimm mynd- irnar aftur og aftur og aftur,“ segir Jake og brosir sjálfúr við tilhugs- unina. „Að einu kvikmyndastjörnurnar verði 35 til 40 ára hvítir karlmenn sem era fullkomnir í útliti. Það hlýtur að skapa rúm fyrir aðra á jöðrunum því það verða alltaf ein- hverjir áhorfendur sem vilja horfa á eitthvað annað - hugsa um eitt- hvað annað. Þá koma óháðir kvik- myndagerðarmenn til skjalanna því þar er sagan oftast í fyrirrámi. Svo gerist alltaf eitthvað á sex mánaða fresti sem kollvarpar þess- ari kenningu alfarið. Hvað sem mönnum finnst almennt um Titanic er hún ekki af hinu góða fyrir þá sem vilja segja sögur. Skilaboðin sem hún færir Hollywood eru þau að maður geti gert 200 milljóna dollara mynd og grætt alla pening- ana. Godzilla skilaði 100 milljónum dala fyrstu sýningarhelgina í Bandaríkjunum sem þýðir að nán- ast ekkert annað var sýnt í Banda- ríkjunum á sama tíma. Bill Pullman í Zero Effect Þar g’engnr ástin af manni dauðum un á myndinni. En svona vinnur Lynch. Hann fer í ferðalag með myndir sínar. Stundum gengur það upp og stundum ekki.“ Eins og Godzilla sé að koma DARYL verður einbeitingarlaus þegar hann verður ástfanginn af Gloriu, sem leikin er af Kim Dickens. BILL Pullman leikur einfarann ogeinkaspæjarannDarylZero. „ÉG HEILLAÐIST snemma af leikhúsi en leiklist virtist of lítill og þröngur gluggi fyrir mig svo ég byrjaði að Jeikstýra og það vatt jjipp á sig. Aður en ég vissi af var ' ég farinn að fást við kvikmyndir," segir Bill Pullman sem fer með hlutverk sérviskufulla spæjarans Daryl Zero. Háralitur eftir innræti -Þú hefur ekki skipt um hár- greiðslu síðan í myndinni. „Nei, ég verð að viðurkenna að hún er nokkuð öfgakennd,“ segir hann og hlær. „Það virðist vera regla að ef ég leik í gamanmynd er ég ljóshærður og ef ég fæst við drama er ég dökkhærður." Pullman kom síðast fyrir sjónir manna í kvikmyndinni Zero Effect, fem er eftir ungan leikstjóra, Jake Kasdan, og annarri mynd sem nefnist Lok ofbeldis og er eftir öllu eldri og reyndari leikstjóra, David Lynch. En hver er munurinn á þessum tveimur myndum? „Zero Effect er húmanísk saga,“ segir Pullman. „Þar læknar ástin öll mein. I myndum David Lynch er hins vegar annað upp á teningn- um. Þar gengur ástin af manni dauðum. Lok ofheldis er umbreyt- ingasaga. Persónurnar þróast eftir því sem á myndina líður. Þetta er forvitnileg mynd. En leikstjórinn klippti hana í miklum flýti til að koma henni á hátíðina í Cannes í fyrra og ég held að það hafi verið stór mistök. Fyrstu klippingarnar voru þróttlausar og mér fannst þær of stirðar. Hann klippti mynd- ina aftur áður en hún var sýnd í Bandaríkjunum en það var of seint. Fólk hafði þegar myndað sér skoð- -Snúum okkur aftur að Zero Effect. Þú ert kannski hinn nýi Marlowe? „Það er erfitt að segja,“ svarar Pullman, „hvort [Daryl] Zero getur flokkast undir dæmigerðan einka- spæjara eða leynilögreglumann vegna þess að hann er hálfskyggn. Hann byggir ályktanir sínar á eðl- isávísun ekki síður en óyggjandi staðreyndum." - Hvernig kanntu við hann? „Það sem heillar mig við hann er snilligáfan og hvað þessi eini veik- leiki sem hann hefur er stór. I fyrstu vissi ég ekki alveg hvort það gengi upp en svo fannst mér þetta frábær uppbygging á persónu: [Hann líkir eftir sögumanni sem er mikið niðri fyrir] „Hann nálgast! Hann er svo einkennilegur! Hann er svo furðulegur! Hann hefur náð svo langt! Hann nálgast!“„ Pull- man tekur sér stutta kúnstpásu áð- ur en hann heldur áfram. „Það er eins og Godzilla sé á leiðinni. Þannig er þetta stóra augnablik sem bíógestir upplifa. „Þarna er hann.“ Og þeir horfa á hann stór- um augum og gera upp hug sinn.“ Hr. Rangur strembnust - Hvernig nærðu tökum á hlut- verkum? Kanntu einhver brögð úr leikhúsinu eins og til dæmis Mich- ael Caine sem setur upp viðeigandi hárgreiðslu? „Hárið er hluti af því..." Kabúmm! Gífurlegur hávaði heyrist utan úr salnum þar sem verið er að loka veröndina af með rennihurðum. -... þögn og kyrrð er mikilvæg, skýtur blaðamaður inn í og brosir. „Já,“ svarar Pullman og snýr sér við í stólnum. „Þögn og kyrrð er grííííðarlega mikið atriði!“ Kabúmm! Ekkert lát verður á hávaðanum og Pullman lítur aftur á blaða- mann: „Þeir eiga eftir að rálla þessum hurðum þangað til í fyrra- málið.“ Kabúmm! „Þetta er nokkuð spennandi,“ heldur Pullman áfram. Kabúmm! „Bráðum verður allt komið á sinn stað.“ - Hvaða hlutverk hefur verið strembnast á ferlinum? „Maður tekur stærstu áhættuna í óháðum myndum því þeim fylgir óformlegt leyfi til að breyta gegn hefðinni," svarar Pullman. „Ætli erfiðasta hlutverkið hafi ekki verið Hr. Rangur vegna þess að myndin átti að hafa almenna skírskotun þrátt fyrir að því færi órafjarri. Það var óneitanlega kreíjandi hlut- verk því ég átti að leika mann sem er mjög óaðlaðandi en hefur samt eitthvað við sig.“ Hann þagnar aðeins og bætir svo við: „Og sú staðreynd að eng- inn hafði gaman af henni!“ Pullman hlær en blaðamaður passar sig á því að hlæja ekki. „Og geta samt sagt að mér hafí fundist hún góð,“ heldur hann áfram. Blaðamaður getur ekki stillt sig um að spyi'ja: „Fannst þér hún góð?“ „Já, það fannst mér. Raunar á hún sinn fylgjendahóp. Hún halaði inn 12 milljónir [840 milljónir króna] í kvikmyndahúsum og 14 milljónir á myndbandaleigum. Það er mjög fátítt að tekjurnar séu meiri af myndböndunum. Ástæðan fyrir því að hún gekk ekki upp að mínum dómi var sú að kvikmynda- verið hélt verndarhendi yfír aðal- kvensöguhetjunni. Hún var látin hverfa út í sólarlagið með manni sem var mun yngri en hún og engin ástríða var á milli þeirra. Þetta gekk ekki upp; það var verið að ljúga að áhorfendum. Mér fannst mjög sorglegt að myndin skyldi þurfa að hljóta svona endi vegna þess að hún fór virkilega vel af stað og manni leist vel á allt til að byrja með.“ Skilningsríkt kvikmyndaver - Hvernig gekk samstarfið við leikstjórann unga Jake Kasdan? „Jake er frábrugðinn öðrum leikstjóram sem ég hef kynnst og eru að vinna að sinni fyrstu kvik- mynd,“ svarar Pullman. „Ég hef áður unnið myndir með mönnum sem era að leikstýra í fyrsta skipti og þess vegna virði ég það að kvikmyndaverið lét sér nægja að veita honum aðstoð án þess að taka af honum völdin. Hann fékk að ráða og hafa öll þessi Cul de Sac-atriði sín. Hjá öðrum kvikmyndaveram hugsa menn ef til vill er þeir sjá myndina: „Al' hverju stöðvuðu þeir ekki þetta? Al' hverju gripu menn ekki inn í? Þá hefði hún orðið full- komlega söluvæn." En kannski hefði það ekki orðið. Hvað þá? Hann fær að minnsta kosti að gera myndina eins og hann vill hafa hana.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.