Morgunblaðið - 25.03.1999, Side 80

Morgunblaðið - 25.03.1999, Side 80
a MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIS69UOO, SÍMBRÉF5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Ingó Kaupmannasam- tök íslands Mikill meiri- hluti studdi Samfylkingin vill þjóðarsátt um breytt fískveiðistjórnkerfí í síðasta lagi árið 2002 Erfíðar viðræður um Smuguna Oljóst er hvort samningar takast í Moskvu SAMNINGAR hafa enn ekki tek- ist um gagngjald fyrir veiðar Is- lendinga í Barentshafi, en viðræð- ur um það standa nú yfir í Moskvu. Vonast er eftir að við- ræðum Ijúki með undirritun samn- inga í dag, en ekki er talið útilokað að samninganefndir haldi heim án þess að hafa náð samkomulagi um atriðin. Samkomulag náðist um öll meg- inatriði Smugudeilunnar milli Is- lands, Noregs og Rússlands á samningafundi í Bodö í Noregi í byrjun þessa mánaðar. Ekki vannst hins vegar tími til að ljúka viðræðum um atriði sem snúa að því gagngjaldi sem ísland þarf að greiða fyrir að fá veiðiheimildir í Barentshafí. Halldór Asgiímsson utanríkis- ráðherra sagði að það hefði alltaf verið ljóst að þessar viðræður í '■——Moskvu yrðu erfíðar, en kvaðst vonast eftir að þeim lyki í dag með samkomulagi. Hann vildi ekki tjá sig um stöðuna í viðræðunum þar sem þær væru á viðkvæmu stigi, en sagði að verið væri að takast á um það gagngjald sem kæmi fyrh’ veiðiheimildirnar, sem samkomu- lag varð um 5. mars sl. að Island fengi í Barentshafi. Viðræður skemmra komnar Samkomulagið kvað á um að Is- lendingar fengju að veiða 8.900 tonn af þorski í Barentshafi, sem skiptist jafnt milli lögsagna Rúss- lands og Noregs. Áður en viðræð- urnar hófust í Moskvu lá fyrir í meginatriðum samkomulag milli Islands og Noregs um veiðiheim- ildir Norðmanna hér við land, en viðræður um gagngjald til Rúss- lands vora skemmra á veg komnar. Einnig átti eftir að ná samkomu- lagi um kröfu Norðmanna og Rússa um að Islendingar hættu veiðum í Barentshafí ef heildar- veiðin þar færi niður fyrir ákveðið lágmark. Fantur leikur sér HANN er ekki nema tveggja mánaða, labradorhvolpurinn Fantur, enda hefur hann nóg að gera við að uppgötva furður náttúrunnar. Hann sleppti ekki tækifærinu til að Ieika sér aðeins með gosumbúðir sem urðu á vegi hans. stofnaðild Hluti aflaheimilda leigð- ur á opinberu uppboði SAMFYLKINGIN vill ná þjóðar- sátt um breytt stjórnkerfí fiskveiða í síðasta lagið árið 2002. Fram að þeim tíma verði gerðar þær breyt- ingar að frá og með næsta hausti verði sá hluti aflaheimilda, sem nemur aukningu frá fyrra ári, leigður til eins árs á opinberu upp- boði og frá haustinu árið 2000 auk- ist þessi leigukvóti árlega um 5- 10% af úthlutuðum kvóta. Petta kemur fram í stefnuyfirlýs- ingu Samfylkingarinnar sem kynnt var í gær. Þar segir einnig að taka verði sanngjarnt gjald fyrir not af sameiginlegum auðlindum lands og ^jávar, m.a. til þess að standa straum af þeim kostnaði sem þjóð- in ber af nýtingu þeirra og stuðla að réttlátari skiptingu á afrakstri auðlinda. Fram kom í máli Mar- grétar Frímannsdóttur, talsmanns Samfylkingarinnar, í gær að áætl- að væri að auðlindagjaldið myndi skila þremur milljörðum króna á ári. „Á meðan unnið er að fyrr- greindri sátt verða þær breyting- ar gerðai- á núverandi kerfi, að haustið 1999 verður sá hluti afla- heimilda, sem nemur aukningu frá fyrra ári, leigður til eins árs á op- inberu uppboði. Frá haustinu 2000 aukist þessi leigukvóti árlega um 5-10% af úthlutuðum aflaheimild- um þar til ákvörðun hefur verið tekin um nýtt stjómkei-fi. Slíkan leigukvóta verður ekki heimilt að framselja. Takmarkað verður hversu mikið einstakir aðilar geta leigt af aflaheimildum við slík upp- boð og þess jafnframt gætt að til- lit sé tekið til byggðarlaga sem höllum fæti standa vegna skorts á aflaheimildum. Á meðan þessi að- lögunartími varir skal sérstaklega gætt að stöðu báta- og smábátaút- gerðar,“ segir í stefnuyfirlýsing- unni. Boðaðar aðgerðir taldar kosta 35 milljarða á kjörtímabilinu í stefnuyfirlýsingu Samfylking- arinnar era boðaðar aðgerðir í sex málaflokkum, s.s. menntamálum, velferðarmálum, ríkisfjármálum og byggðamálum. Að sögn Margrétar er áætlað að heildarkostnaður við aðgerðimar á kjörtímabilinu verði um 35 milljarðar kr. Samfylkingin vill m.a. taka upp fjölþrepa tekju- skattskerfi og breyta lögum um fjármagnstekjuskatt þannig að sett verði frítekjumark á vaxtatekjur, en þær og aðrar fjármagnstekjur umfram það verði meðhöndlaðar eins og atvinnutekjur, ótekju- tengdar bamabætur verði hækkað- ar, tenging örorku- og ellilífeyris- bóta við tekjur maka verði afnum- in, teknir verði upp umhverfis- og mengunarskattar og fjárfesting í menntun og menningu verði stór- aukin á næsta kjörtímabili. ■ Heildarkostnaður/10 FÉLAGAR í Kaupmannasamtökum íslands samþykktu með yfirgnæf- andi meirihluta á aðalfundi samtak- anna í gær að stjórn samtakanna tryggði stofnaðild að Samtökum verslunar og þjónustu, nýrra hags- munasamtaka verslunar- og þjón- ustugreina. 141 greiddi atkvæði með stofnaðild, en 18 á móti. Benedikt Kristjánsson var endur- kjörinn formaður samtakanna til næstu tveggja ára. Búist hafði verið við að kosið yrði á milli Benedikts og Birgis Rafns Jónssonar, sem einnig hafði gefið kost á sér til for- mennsku. Var Birgir Rafn jafn- framt fulltrúi aðila innan Kaup- mannasamtaka íslands sem voru á móti þvi að samtökin gerðust aðili að Samtökum verslunar og þjón- ustu, en vildu að KÍ fylkti liði með Samtökum verslunarinnar. Nokkrar umræður urðu um málið á fundinum en mikil samstaða virð- ist hafa náðst meðal félagsmanna um að fylkja sér um Benedikt og að- ild að hinum nýju samtökum. ■ KÍ gangi í/B2 Skarlatsótt og hálsbólga í hámarki Kögun ehf. hefur þróað flugstjórnarhermi NATO kannar kaup INFLÚENSAN sem náði hámarki um síðustu mánaðamót er í rénun að sögn Þórðar Olafssonar, yfir- læknis hjá Læknavaktinni, og er ^ékki annar faraldur að hefjast. Hins vegar eru margir með kvefpest og að auki eru skarlatsótt og strept- ókokkahálsbólga í hámarki um þessar mundir. Þórður segir að ekki megi búast við nærri eins miklum fjarvistum úr skóla og vinnu að öllu þessu saman- lögðu ef kvefpestirnar, skarlatsóttin cig hálsbólgan eru bornar saman við ástandið sem ríkti þegar inflúensan náði hámai'ki sínu. „Fjarvistir verða ekki nærri því eins áberandi," segir Þórður. „Streptókokkarnir valda líka skar- latsóttinni og eru meðhöndlaðir með pensilíni ef þeir greinast og þá er viðkomandi læknaður og kemst fijótt til vinnu aftur,“ segir Þórðui-. Undanfarnar tvær vikur hafa skarlatsóttinn og hálsbólgan farið vaxandi og segir Þórður að skarlat- sóttin leggist mest á börn og yngra fólk. ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ, NATO, hefur lýst vilja til að kaupa flugstjórnarhermi sem Kögun hf. hefur búið til, en fyrii-tækið hefur varið tugum milljóna króna í þróun á herminum. Engir samningar um sölu á honum hafa verið undirritað- ir, en menn frá fyrirtækinu eru nú að kynna hann erlendis. Um er að ræða hugbúnaðarkerfi sem ætlað er til að nota við þjálfun flugumferðarstjóra, og að sögn Gunnlaugs M. Sigmundssonar, framkvæmdastjóra Kögunar hf., er gífurleg framlegð í búnaði af þessu tagi ef tekst að selja hann. NATO hefur að hans sögn varið fjármun- um í að kaupa eintak af herminum til prófunar, en á það reynir hvort fleiri aðilar bjóða fullkomnari bún- að af svipaðri gerð og það gæti orð- ið til þess að ekki yrði úr frekari viðskiptum við NATO. Gengi bréfa í Kögun hækkaði talsvert á Opna tilboðsmarkaðn- um í gær, eða úr 16 í 20, og sagðist Gunnlaugur enga skýringu hafa á því aðra en þá að orðrómur hefði komist á kreik um að búið væri að ganga frá samningum um sölu flugstjórnarhermisins, eða að gengið hefði verið frá öðrum samningum sem væru í deiglunni hjá Kögun. ■ Orðrómur/Cl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.