Morgunblaðið - 27.03.1999, Qupperneq 83
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 27. MARZ 1999 83
FÓLK í FRÉTTUM
Edward Norton í Óskráðu sögunni
Hópar heila-
dauðans
Óskráða sagan eða „American History
Xa var sýnd utan keppni á nýafstaðinni
kvikmyndahátíð í Berlín. Aðalleikarinn
Edward Norton fékk óskarstilnefningu
fyrir túlkun sína á ofbeldisfullum hægri
öfgasinna. Rósa Erlingsdóttir spurði
hann út í hlutverkið.
EDWARD Norton stendur sig
stórkostlega í hlutverki nýnas-
ista í Óskráðu sögunni.
‘'‘"‘iksrr.
EDWARD Furlong, sem lék áður í Tortímandanum, fer með
hlutverki yngri bróðurins.
ágreiningur varð á milli Kayes,
Nortons og framleiðendanna og
með leyfi Wamer Bros. eða réttara
sagt peningavaldsins breytti
Norton myndinni eftir eigin höfði.
Kaye kærði og krafðist þess að
nafn sitt yrði ekki bendlað við mynd-
ina. Hann hóf málaferli og kom í veg
fyrir að myndin yrði sýnd á kvik-
myndahátíðinni í Toronto og sama
dag og hún var Evrópufrumsýnd í
Berlín mótmælti hann eftirminnilega
við Brandenborgarhliðið með ræðu-
höldum. Fram til þessa hafa tilraun-
ir og mótmæli Kayes engu breytt.
Hann brást þagnarskyldu sinni, af-
salaði sér öllum réttindum af mynd-
inni og er því í mun lakari stöðu en
framleiðendumir. Blákaldur vera-
leiki Hollywood. Enn einu sinni fá
kvikmyndaunnendur fregnir af því í
fjölmiðlum að Hollywood sé ekki
rétti staðurinn fyrir leikstjóra sem
vilja nýta miðilinn til listsköpunar.
Reiði og biturleiki
Edward Norton neitaði að svai-a
spumingum um ofangreind málaferli
enda er hann einnig bundinn þagn-
arskyldu um framleiðslu myndarinn-
ar. Hann segir myndina vera banda-
rískan hannleik og líkir innviðum
sögunnar við grísku harmleikina.
Derek kemur fjölskyldu sinni á von-
arvöl og í lok myndarinnar borgar
hann fyrir voðaverk sín með lífi
bróður síns. Harmleikur myndarinn-
ar felst í því, að mati Nortons, að
hefja aðalpersónuna upp til skýjanna
í minningu bróðurins, til að full-
komna afbyggingu hennar seinna í
sögunni. Hann vísar á bug þeirri
gagnrýni að sinnaskipti Dereks séu
ótrúverðug og verðskuldi þar af leið-
andi ekki samúð áhorfandans. Hann
segir vendipunkt myndarinnar felast
í því að Derek geri sér grein fyrir á
hverju blekking hans byggist. A inn-
antómri, öfugsnúinni hugmynda-
fræði sem aldrei hafi valdið honum
öðra en reiði og biturleika.
Noi-ton segir að í myndinni sé
reynt að sýna fram á að ungt fólk,
sem leiðist inn í slíkar klíkur, sé ekki
upp til hópa heiladauðir fantar. Og á
þeim staðreynd byggist einnig fyrr-
nefndur harmleikur. Hann segir
öfgahópa mynda stóran menningar-
kima á útjaðri bandarísks samfélags
og að þeir hafi ógnvænlegt aðdrátt-
arafl á ungt fólk úr öllum stéttum
sem finnist það ekki tilheyra þjóðfé-
laginu á neinn hátt. Um leið og mað-
ur hafni því að þau ungmenni, sem
láta leiðast inn í slíka hópa, séu jafn-
gáfuð og önnur ungmenni, jafn vel
máli farin og komi úr öllum stéttum
þjóðfélagsins loki maður augunum
fyrir vandanum.
X-ið í titli myndarinnar stendur
fyrir þá sögu Bandaríkjanna sem
ekki er talað um. Sögu um hatur á
milli kynþátta í Bandaríkjunum sem
kostar árlega hundruð ungmenna
lífið. Misþyrmingu bandaríska
draumsins, óþægilegan veraleika
sem ráðamenn kæra sig ekki um.
Um leið er Oskráða sagan að sjálf-
sögðu saga sem fyrir löngu var
tímabært að segja.
IÞÝSKALANDI hefur Óskráða
sagan eða „American History
X“ nú þegar hlotið mikla aú
hygli almennings sem og tölu-
verða umfjöllun í fjölmiðlum. Enda
er efni hennar ekki alls óskylt þeim
vanda er við blasir í austurhluta
Þýskalands samfara uppgangi
stjómmálaflokka hægri öfgasinna
og hylli þeirra meðal ungs fólks.
Óskráða sagan er dramatískur
sjónleikur um afleiðingar kynþátta-
haturs, um heiftúðlegt hatur sem
getur sundrað heilu fjöldskyldun-
um. Handritshöfundurinn David
McKenna ólst upp í útjaðri Los
Angeles og kynntist þar af eigin
raun heimi haturs og oíbeldis klíkna
sem ráða lögum og lofum meðal
ungs fólks víðast hvar í suðurríkjum
Bandaríkjanna.
Myndin er framraun breska leik-
stjórans Tony Kayes sem jafnframt
starfaði sem aðalkvikmyndatöku-
maður hennar. Sérkennilegt og mjög
óvanalegt að einn og sami maðurinn
stjórni samtímis svo mikilvægum
þáttum í framleiðslu kvikmyndar.
Kvikmyndatakan hefur tvímælalaust
mikil áhrif á sérstakan frásagnarstíl-
inn sem flæðir á milli fortíðar og nú-
tíðar fyrir tílstilli snilldarlegi-ar
tækni og valds eins manns á nútíma
kvikmyndatækni. Auk þess era
glæsileg frammistaða sterkra leik-
ara í krefjandi hlutverkum enn ein
rósin í hnappagat Tony Kayes.
Krúnurakaðir fantar
Sagan er sögð frá sjónarhomi
Danny Vinyards (Edward Furlong),
sem dýrkar og dáir eldri bróður sinn
Derek Vinyard (Edward Norton). í
byrjun myndarinnar er Danny vísað
til skólastjórans af enskukennara
skólans sem meinar honum aðgang
að skólastofu sinni í framtíðinni. Sá
hinn sami er gyðingur og miður sín
þar sem Danny kaus að skrifa um
Mein Kampf eftir Adolf Hitler þegar
nemendur bekkjarins áttu að skrifa
stíl um heimsbókmenntir. Skólastjór-
inn, herra Sweeney (Aveiy Brooks),
ákveður að gefa kauða annað tæki-
færi og biður hann að skrifa ritgerð
um líf og örlög eldri bróður síns sem
sama dag á að losna úr fangelsi eftir
að hafa afplánað þriggja ára dóm.
Eldri bróðirinn hafði myrt þrjá
blökkumenn á grimmúðlegan hátt
og að því loknu gefið sig á vald lög-
reglunnar með bros á vör, ber að of-
an með hakakrossinn húðflúraðan á
hægra brjóstið. Fyrir yngri bróð-
urnum fór sá eldri í grjótið með
reisn og virðingu; í minningunni er
hann mikilmenni þrátt fyrir glæp-
ina sem hann framdi.
A unglingsaldri hafði Derek villst
af leið inn í heim ofbeldis og haturs
krúnurakaðra nýnasista. Hallur
undir öfgafulla hægri hugmynda-
fræði, vel máli farinn og vel að
manni ávann hann sér virðingu fé-
laga sinna. Honum er fagnað sem
hetju hreyfingarinnar þegar hann
losnar úr fangelsinu.
En Derek er nýr og betri maður. í
fangelsinu varð hann sjálfur fyrir
barðinu á fyrrverandi samferða-
mönnum sínum og þar að auki ving-
aðist hann við svertingja sem hann
vann með í nauðungarvinnunni. Sá
hlaut sex ára dóm fyrir að missa
sjónvarpstæki á tæmar á eiganda
raftækjabúðarinnar þar sem hann
stal því stuttu áður en Derek
þurfti aðeins að afplána þriggja
ára dóm með þrjú mannslíf á
samviskunni. Fullur iðranar
reynh' hann að telja litla bróður
sinn á að segja stólið við hug-
myndafræði nýnasismans.
Boðskapurinn óljós
Edward Norton er góður leikari.
Einn sá besti í Hollywood. Sú fregn
barst fljótt út eftir stórkostlegan
leik hans í myndinni Primal Fear,
sem var var frumraun hans sem
kvikmyndaleikara. Fyrir það hlut-
verk hlaut hann tilnefningu til
Oskarsverðlauna _sem besti leikari í
aukahlutverki. Óskráða sagan er
fjórða kvikmynd Nortons og í henni
sýnir hann að hann býr yfir hæfi-
leikum sem eiga eftir að gera hann
að stórstjömu.
Góður leikur kostar mikla vinnu.
Norton bætti á sig tíu kílóum af fitu-
lausum vöðvamassa í líkamsræktar-
sölum Los Angeles fyrir hlutverk
sitt í myndinni. Enda fer hann oftar
úr að ofan en Brad Pitt hefur gert á
öllum leikferli sínum. En hlutverk
kaldrifjaða nýnasistans Dereks
Winyards krefst meira en að sýna
sig beran að ofan. Auk glæsilegra
líkamsburða á hann að ná til áhorf-
enda sem gáfaður, geðfelldur ungur
maður sem lendir á villigötum í líf-
inu. Sama hvað og hvern hann leikur
- áhorfendur eiga að kunna vel við
hann, þeir eiga að finna til með hon-
um og vorkenna honum vegna ömur-
legra örlaga hans. Þeir eiga að taka
skyndilegt hughvarf Dereks trúan-
legt. Edward Norton tekst að upp-
fylla þessar kröfur með glæsilegum
leik sem án efa mun verða mjög þýð-
ingarmitóll fyrir leikferil hans.
Myndin lætur engan ósnortinn en
margir bíógestir hverfa á braut á
báðum áttum um boðskap hennar
og það skyggir á gæði myndarinnar.
Maður spyr sjálfan sig endram og
eins hvort kvikmyndagerðannenn-
irnir hafi í ófáum senum reynt að
réttlæta hatur hvíta mannsins á
blökkumönnum. Svertingjarnir era
óheflaðir í framkomu, þeir svindla í
körfubolta, faðir bræðranna er
skotinn af svertingja og ekki tekur
betra við í lotón. Eins og verið sé að
segja manni að það sé ekkert at-
hugavert við að ungt, vel gefið fólk
verði að kynþáttahöturam við slíkar
kringumstæður.
Málaferli vegna myndarinnar
Framleiðendurnir gerðu samning
við New Line Cinema sem er dótt-
uríýrirtæki Warner Bros-risans og
með fulltingi þeirra var handritinu
komið í þann Hollywood-búning
sem áhorfendur fá að líta á hvíta
tjaldinu. Hugmyndir Kayes þóttu of
róttækar enda er Kaye óánægður
með endanlega gerð myndarinnar,
segir hana ekki miðla sinnaskiptum
aðalpersónunnar á trúverðugan
hátt. Þetta leiddi til þess að mikill
Esteban ilmvörur
Ingólfsstrœti 5 S. 551 50S0