Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 34

Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Blair og Ahern snúa aftur til viðræðna um lausn afvopnunardeilunnar á N-írlandi Reyna til þrautar að stuðla að farsælli niðurstöðu Hitlsborough, N-írlandi. Reuters. FORSÆTISRÁÐHE RRAR Bretlands og ír- lands sneru í gærkvöld aftur til Hillsborough á Norður-írlandi í því augnamiði að reyna til hins ýtrasta að stuðla að því að viðræður um lausn afvopnunardeilunnar fengju farsæla lausn. Á föstudaginn langa verður eitt ár liðið frá því að hið sögulega páskasamkomulag um frið náðist á milli fylkinga mómælenda og kaþólskra á N-ír- landi. Þá rennur einnig út fresturinn sem samn- ingamönnum var gefínn til þess að fínna lausn á afvopnunardeilunni og skipa heimastjóm. Þeir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Bertie Ahem, forsætisráðherra Irlands, höfðu yfirgefíð N-írland snemma um morgun- inn til að sinna öðram aðkallandi verkefnum en tilkynntu síðan að þeir myndu snúa aftur til N- írlands, og þótti sem það væri vísbending um að möguleiki væri á að viðræðurnar kæmust í far- sæla höfn. „Samkomulag er mögulegt en til þess að það náist þurfa menn að vera allir af vilja gerðir og sér meðvitandi um ábyrgðina sem á þeim hvílir gagnvart íbúum og framtíð Norður-írlands,“ sagði Tony Blair í gær. Ahern og Blair eyddu þremur dögum í Hillsborough í tilraun til þess að komast að samkomulagi um afvopnun öfga- hópa á N-Irlandi. Afvopnunardeilan hefur stað- ið framkvæmd friðarsamningsins fyrir þrifum og komið í veg fyrir að hægt sé að skipa heima- stjóm í samræmi við samkomulagið. „Það verð- ur mikið áfall ef samkomulag næst ekki,“ sagði Ahem í gær. David Trimble, leiðtogi sambandssinna og tilvonandi forsætisráðherra í heimastjórninni, hefur neitað aðild Sinn Féin að heimastjórn- inni nema að því tilskildu að Irski lýðveldis- herinn (IRA) skili vopnum sínum. En IRA vill ekki afvopnast. „Viðræðum mun fram haldið," sagði Mitchel McLaughlin í gær. „Og við von- um að sambandssinnar setjist aftur að samn- ingaborði í dag.“ David Trimble sagði lýðveld- issinna hins vegar ekki á þeim buxunum að uppfylla sinn hluta samningsins og því gengi hvorki né ræki. I gærmorgun hafði IRA sent frá sér páskayf- irlýsingu sína og var því þar heitið að vopnahlé hersins stæði enn traustum fótum. Engum orð- um var hins vegar farið um þær viðræður sem nú fara fram um afvoprtun öfgahópanna og her- inn lýsti því ekki yfír að stríð hans væri lokið, eins og vonast hafði verið til. Fátæktin í Irak sögð gríðarleg New York. Reuters. IRAK hefur breyst úr „tiltölulega velmegandi þjóðfélagi í veralega fá- tækt“ frá Persaflóastríðinu 1991. Til að bæta ástandið og komast yfir versta hjallann ætti að leyfa erlend- ar fjárfestingar í oh'uiðnaði íraka. Þetta kom fram í skýrslu nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna sem birt var í vikunni. I skýrslunni segir að jafnvel þótt ströngustu ákvæðum viðskipta- bannsins á Irak yrði aflétt „myndi það taka langan tíma að koma sam- félaginu og efnahagnum á réttan kjöl“. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að áætlun SÞ, sem nefnd hef- ur verið „oha fyrir mat“, þjónaði ekki tilgangi sínum þar eð yfirvöld dreifðu ekki nauðsynjavöram, svo sem lyfjum, sem skyldi. Samkvæmt áætluninni er Irökum heimilt að fiytja út olíu að verðmæti 5.256 milljarða dollara á hálfs árs fresti til að kaupa nauðsynjavörar fyrir al- menning. Nefndin lagði ekki til að við- skiptabanninu yrði aflétt en kom með tillögur um hvernig mætti milda það. Til að mynda lagði hún til að fjárfestingar einkafyrirtækja í olíuiðnaðinum yrði leyfðar og að út- flutningur yrði hafinn á ýmsum landbúnaðarvöram. Ástandið í írak er vægast sagt slæmt, af því er segir í skýrslunni, en ungbarnadauði er hvergi eins al- gengur auk þess sem að fjórða hvert barn, undir fimm ára aldri, þjáist af næringarskorti. Aðeins 41% af þjóðinni hefur reglulegan aðgang að hreinu vatni og uppbygg- ingar er þörf á um 83% allra skóla í landinu. FRA HASKOLA ISLANDS MEISTARANÁM í félagsvísindadeild háskólaárið 1999-2000 Lengdur umsóknarfrestur Frestur til að sækja um nám til meistaraprófs í upp- eldis- og menntunarfræði og stjórnmálafræði í félagsvísindadeild hefur verið framlengdur til 1. maí 1999. í MA-námi, uppeldis- og menntunarfræði, er hægt að velja um tvær leiðir: Mat á skólastarfi og Almennt rannsóknarnám. í MA-námi í stjórnmálafræði er boðið upp á nám í opinberri stjórnsýslu og stefnumótun. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu félagsvísindadeildar, sími 525 4502, netfang: felvisd@hi.is, vefslóð: www.hi.is/pub.fel. Umsóknir skulu berast fyrir 1. maí nk. til skrifstofu félagsvísindadeildar, Háskóla íslands, Odda v/Sturlugötu, 101 Reykjavík. Fjölgar í dönsku konungsfj ölskyldunni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR mikla bið og vangaveltur er nú fjölgunar von hjá Jóakim prins, yngri syni Margrétar Þór- hildar Danadrottning- ar, og Alexöndru prinsessu, eiginkonu hans. Danska hirðin tilkynnti í vikunni að prinsessan vænti sín í september en gegndi skyldum sínum eftir því sem hægt væri fram eftir sumri. Til- kynningin var gefin út einmitt þegar tíma- rit, sem hafa augun sérstaklega á kon- ungsfjölskyldunni, voru nýkomin út og gátu því ekki gert fréttinni skil. Allt frá því prinsinn gekk að eiga Alexöndru 1995 hafa verið uppi stöðugar vangaveltur um barn- eignir og undanfarið ár hafa slúðurblöð stöðugt orðið ákafari og að margra dómi ósmekklegri í getgát- um sínum. Fyrir nokkrum vikum full- yrti eitt blaðanna að á útgáfudegi blaðsins kæmi til- kynningin í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þegar hún á endan- um kom var það hirðmarskálk- urinn, sem sendi frá sér stutt- orða tilkynningu. Af hálfu hirð- arinnar er fullyrt að tímasetning tilkynningarinnar hafi verið óháð útgáfudegi slúðurblað- anna. í miklum metum Alexandra er Hong Kong-búi af kínverskum og breskum ætt- um. Hún verður 35 ára á árinu ALEXANDRA prinsessa og Jóakim prins. og Jóakim þrítugur. Hún hefur á stuttum tíma unnið hug og hjörtu Dana, talar orðið góða dönsku og hefur lagt af mikinn andlitsfarða og uppsett hár, en tekið upp látlaust útlit. Hún var áður í viðskiptalífinu en er nú verndari danska Rauða krossins og sextán annaraa samtaka, sem hún þykir sinna mjög vel. Prins- inn hefur lagt stund á landbún- aðarfræði og rekur búskap á landareigninni við Schacken- borgarhöll, sem hann erfði níu ára gamall. Victoría — Antík Antík og gjafavörur — sígildar vörur kynslóð eftir kynslóð. Antík er fjárfesting ★ Antík er lífsstíll. ★ Postulínsstell og kristalsglös í úrvali. Silfurborðbúnaður, Ijósa- krónur, vegglampar og bókahillur. Greiðslukjör á allri vöru. Sölusýning í dag frá kl. 12—18, lau. kl. 11—18 á Sogavegi 103 Sími 568 6076, einnig utan opnunartíma. Nýr reyk- ingaskaða- bótadómur DÓMSTÓLL í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur dæmt tó- baksfyrirtækið Philip Morris til að greiða 81 milljón dollara, um 5,8 milljarða króna, í skaðabæt- ur til fjölskyldu manns sem lézt úr lungnakrabbameini eftir að hafa reykt þrjá pakka á dag af Marlboro-sígarettum í fjóra áratugi. I síðasta mánuði var Philip Morris-fyrirtækið dæmt til að greiða reykingakonu nokkurri 51,5 milljónh' dollara, nærri 3,7 milljarða ki'óna, í skaðabætur vegna tengsla sem töldust sönnuð milli krabba- meins sem konan þjáðist af og reykinga hennar. Dæmdur fyrir 52 morð DÓMSTÓLL í Úkraínu dæmdi í gær hinn 39 ára gamla Anatoly Onoprienko sekan um að hafa framið 52 hrottaleg morð sem slógu óhug á alla íbúa landsins á árunum 1989-1996. Sergei Rogozin, 36 ára, var dæmdur samsekur að níu af fyrstu morðunum. Onoprienko hafði játað á sig morðin. Samaranch neitar að bera vitni JUAN Antonio Samaranch, forseti Alþjóðaólympíunefndar- innar (IOC), neitar að hlýða kalli um að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeild- ar Bandai'íkjaþings, sem var falið að fara ofan í saumana á mútuhneykslinu í kring um um- sókn Salt Lake City um að fá að halda Vetrarólympíuleikana árið 2002. John McCain, fomað- ur nefndarinnar, sagði í gær að svo virtist sem Samaranch gerði sér ekki grein fyrir alvöru málsins. Samaranch tilkynnti í bréfi, að varaforseti IOC, Anita DeFrantz, myndi mæta í sinn stað. Eyðni skæð í Kambódíu HUN SEN, forsætisráðherra Kambódíu, sagði í gær að eyðnifaraldur sá sem lagzt hef- ur yfir landið leggi daglega 22 í valinn og sé alvarlegri ógn við kambódískt þjóðfélag en hið áralanga borgarastríð. Sagði hann þetta í ávarpi við lok fyrstu ráðstefnunnar um eyðni- sjúkdóminn sem efnt hefur ver- ið til í Kambódíu. Hundaæði út- rýmt í Sviss TEKIZT hefur að útrýma hundaæði í Sviss með skipu- lagðri bólusetningu villtra refa, og er Sviss þar með fyrsta landið í Evrópu sem hefur náð þessum árangri. Refir eru helztu smitberar hundaæðis í álfunni. Byrjað var að bólusetja villta refí í Sviss árið 1978 og hefur hundaæðis þar ekki orðið vart frá því 1986.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.