Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Leiklistin skorin
inn að beini
s
Ahrif Odin leikhússins í Holsterbro ná langt út fyrir Danmörku.
Sigrun Davíðsdóttir sá afmælissýningu leikhússins og rifjar upp
heimsókn hópsins til Islands fyrir um þremur áratugum.
EGAR Odin leikhúsið kom
til íslands og sýndi
nokkrum sinnum í lok sjö-
unda áratugarjns voru
framúrstefnuleikhús ekki aðeins
sjaldséðir gestir á íslandi, heldur
víðast annars staðar líka. Hið hefð-
bundna leikhús í grónum stofnunum
átti leiklistarsenuna. Það er kannski
þess vegna sem sýning þeirra,
byggð á grískum goðsögnum eins og
svo oft síðar, varð svo minnisstæð.
Raddbeiting, hreyfmgar, notkun
leikbmða og að leikið var í leikfimis-
al gamla Miðbæjarskólans hefur
orðið liður í leikhúsreynslu undimt-
aðrar æ síðan. Það var því vægast
sagt með eftirvæntingu í huga að
kynnin voru rifjuð upp á tveimur
sýningum hópsins á einu kvöldi í
Kaupmannahöfn nýlega. Heimurinn
hefur breyst síðan í lok sjöunda ára-
tugarins, en Odin leikhúsið er enn
eins og það var þá og leikararnir níu
eru fiestir þeir sömu og í upphafí,
bara orðnir eldri. En það var samt
sem áður heillandi upplifun að sjá
sýningar hópsins, sem snerust um
stðrf leikaranna, innblástur þeirra
og vinnuaðferðir.
Frá suðri til norðurs
og aft.ur til baka
Eugenio Barba er stofnandi og
stjórnandi Odin leikhússins. Hann
fæddist á Suður-Ítalíu 1936 og hafði
í fyrstu í huga að fylgja í fótspor föð-
urins og gerast atvinnuhermaður.
Svo varð þó ekki, heldur fór hann til
Noregs 1960, þar sem hann las
franskar og norskar bókmenntir og
trúarbragðasögu við háskólann, en
hélt svo næsta ár til Varsjár til að
kynna sér leikhúsmenningu þar. I
Póllandi kynntist Barba Jerzy
Grotowski, sem er þremur árum
eldri en Barba og þau kynni hafa æ
síðan markað afstöðu og vinnubrögð
Barba.
Grotowski, sem lést í janúar sl.,
var þekktur fyrir starf sitt með
Teatr 13 Rzedow í Opole og síðan
við Teatr Laboratorium í Wroelaw.
Grandvallarhugmynd pólska leik-
hússmannsins var hið einfalda leik-
hús, þar sem allt á leiksviðinu væri
skapað af leikurunum, bæði hið
sjónræna og eins tónlistin. Breski
leikhúsmaðurinn Peter Brook hefur
sagt að á síðari tímum hafi enginn
kannað einkenni leiklistarinnar,
birtingarmyndir, þýðingu, eðli og
hugmyndalegar og tilfinningalegar
undirstöður hennar á jafn djúpstæð-
an og umfangsmikinn hátt og
Grotowski. Þessar hugmyndir hrifu
Barba og Grotowski varð síðar fast-
ur gestur hjá Odin.
Eftir þriggja ára dvöl í Póllandi
hélt Barba til Indlands og kynnti sér
indverskar leikhúshefðir, sem hann
áleit gamlar hefðir er gleymst hefðu
á Vesturlöndum. Um reynslu sína á
Indlandi skrifaði hann fyrstu bókina
sína, „In Search of the Lost
Theatre", sem kom út 1965.
Eftir pólsku og indversku reynsl-
una hélt Barba aftur til Oslóar og
freistaði þess að komast inn í norskt
leikhúslíf. En fyrir útlending með
óhefðbundnar hugmyndir reyndist
það ókleift, svo hann brá á það ráð
að safna að sér leikurum, sem ekki
höfðu komist inn í norska leiklistar-
skólann. Þau komu sér fyrir í gömlu
flugskýli og 1. október 1964 var Od-
in leikhúsið stofnað. Þarna vann
hópurinn og setti saman sýningu,
sem hann ferðaðist með um Norður-
löndin.
Upp úr leikferðinni fékk hópurinn
boð frá bæjarstjórninni í Holsterbro
um fasta aðstöðu í bænum. Þau
fengu til umráða yfirgefinn bónda-
bæ og smá fjárstyrk. Bærinn hefur
síðan verið fast aðsetur hópsins og
það vissu víst fáir utan Danmerkur
af Holsterbro ef Odin hefði ekki bor-
ið hróður bæjarins langt út fyrir
dönsku landamærin. Hópurinn hef-
ur verið sjálfseignarstofnun síðan
1984 og í honum eru níu starfsmenn
auk leikaranna níu.
Leiklist og fræðiiðkun
Mannfræði og félagsfræði hafa
verið ríkur þáttur í starfi leikhússins
og 1979 stofnaði Barba ISTA,
„International School of Theatre
Anthropology". Hópurinn hefur
ferðast um allan heim til að kynnast
lífi og háttum fólks og þá einnig leik-
húshefðum. Auk þess að nota
reynsluna sér til innblásturs á sviði
hefur þessi þáttur tengt hópinn há-
skólaheiminum. Barba og leikendur
hópsins fara ekki aðeins um heiminn
til að leika og læra, heldur einnig til
að halda fyrirlestra við háskóla um
allan heim og til að ski'ifa um leik-
hús og eðli þess.
Auk áherslunnar á líkamsþjálfun
og raddbeitingu hefur samspil leik-
hússins og þjóðfélagsins alla tíð ver-
ið ríkur þáttur í starfi Odin leikhúss-
ins. Ef fólkið vildi ekki koma til leik-
hússins kom leikhúsið til þess, svo
leikið hefur verið á stöðum, sem
venjulega eru ekki leiksvið og þá
einnig á götum úti.
Hinn skapandi leikari
Sýningarnar tvær, „Hviskende" og
„Hvid som jasmin“ snúast um starf
leikaranna. I fyrri sýningunni fengu
fjórir leikaranna það verkefni hjá
Barba að setja saman stuttan þátt
um hvað mestu máli skipti í leiknum.
Julia Varley sagði frá hvernig hægt
væri að vinna úr hreyfingum, draga
stórar armsveiflur saman í litlar, fin-
gerðar hreyfingar, sem gæfu vís-
bendingu um hið stóra og ki'öftuga,
en þetta hefur einmitt verið kjai'ninn
í hreyfivinnu Barba.
Varley er bresk, en talar norsku
og rödd hennar virðist afar veik og
að því komin að bresta, svo erfitt var
að skilja hvernig hægt væri að vera
leikkona með þessa rödd. En með
hreyfingunum fór hún með texta á
móðurmáli sínu með mun styrkari
og fjarska fallegri röddu. I lokin
beitti hún rödd grátkonu fyrir sig og
þá var röddin svo mikil að hún skar í
hlustirnar. Við textann bætti hún
síðan hreyfmgu og tónhst.
Hin ítalska Roberta Carreri lagði
áherslu á samspil texta og hreyfing-
ar með því að fara með upphafið að
„Ulysses" eftir James Joyce á móð-
urmáli sínu. Iben Nagel Rasmussen,
þriðja meginleikkonan í hópi Barba,
útskýrði hvernig hún notaði ákveðn-
ar grunnhreyfingar í kennslu til að
efla hreyfinæmni nemendanna. I
„Hvid som jasmin" sagði Iben Nagel
frá leit sinni að sinni eigin rödd sem
leikkona og hvernig Odin leikhúsið
ynni með röddina.
Fyi'h' utan að frásagnir leikar-
anna veittu hrífandi innsýn inn í
starf þeirra þá vakti vitneskjan um
langt starf í þessum eina hópi óneit-
anlega ýmsar vangaveltur. Við erum
svo vön að sjá þrautþjálfaða unga
líkama, en hér blöstu við þraut-
þjálfaðir líkamar miðaldra fólks.
Ekki stinnir líkamar með hnykluð-
um vöðvum, heldur mjúkir líkamar,
sem leikararnir höfðu fullkomin tök
á og gátu notað til að koma fjöl-
mörgum hreyfibrigðum og tilfinn-
ingum til skila.
Tíminn virðist vissulega hafa
staðið í stað hjá Odin, en það er ekki
þar með sagt að ekkert hafi gerst.
Aginn, sem vinna þeirra einkennist
af, hugsunin bakvið vinnubrögð
þeiiTa, leitin að tjáningarmöguleik-
um og það hvernig þau hafa helgað
allt sitt líf þessum hugmyndum sín-
um skilar sér sterklega á sviðinu.
Það er samt sem áður dapurlegt að
yngsti leikarinn í hópnum skuli
fæddur 1960, að yngra fólk bætist
ekki í hópinn. Sjónræn fullkomnun
og útpælt hreyfimynstui' leikhús-
manna á borð við Robert Wilson er
vissulega áhrifamikið, en það væri
sorglegt að innileikann og sterka
hugmyndafræði í verkum Odin leik-
hússins dagaði uppi.
Norræn menning
fyrir kristni
BÆKUR
Sagnfraíði
DEN FORNA SEDEN
eftir Östen Kjellinan. 668 bls.
Valkyria Förlag. Gautaborg. 1998.
í BÓK þessari er saman dreginn
geysimikill fróðleikur um norræna
fommenning, og raunar germanska
yfirleitt. Höfundur minnir á þá við-
teknu skoðun að menningin hafi
borist til Norðurlanda með kristn-
inni, þá fyrst hafi Norðurlandabúar
lært að lesa og skrifa og þar með
hafi þeir horfið frá sínum frumstæðu
lífsháttum og heiðnu trúarbrögðum.
Þessi viðhorf telur höfundur vera
röng. Kirkjan hafi haldið þessari
söguskýringu á lofti og sé reyndar
ekki ein um slíkt. Sá sé háttur valda-
stofnana á öllum tímum; þær hyllist
til að þakka sér hvaðeina sem til
framfara horfi en gera lítið úr at-
höfnum forveranna, sjálfum sér til
enn meiri vegsauka. En til að koma í
veg fyrir þann misskilning að höf-
undur sé að deila á kristna trú sem
slíka minnir hann á að miðaldakirkj-
an hafí verið allt annars konar en nú-
tímakirkjan. Miðaldakirkjan hafi
fyrst og fremst verið kröfuhörð
valdastofnun og ekki alltaf vönd að
meðulum. Kristnitakan hafi haft
hnignun í för með sér, bæði menn-
ingarlega og félagslega. Norður-
landabúar hafi ekki verið ólæsir og
óski’ifandi fyrir kristni, síður en svo.
Rúnaletrið hafi verið mun meira not-
að en menn geri sér almennt ljóst
nú, bæði í viðskiptum og daglegu lífi.
Samfélagið hafi verið í fóstum skorð-
um samkvæmt fornri hefð. Tilkoma
kristninnar hafi breytt því til hins
verra. Ættasamfélagið forna - sem
byggðist á heiðri og drengskap - hafi
vikið fyrir stéttskiptu þjóðfélagi,
segir Kjellman og vitnar í rit Einai's
Olgeirssonar, Ættasamfélag og rík-
isvald í þjóðveldi Islendinga.
Kjellman fer ítarlega ofan í stöðu
konunnar í hinu forna norræna sam-
félagi. Réttindi kvenna telur hann að
gefi jafnan afdráttarlausa mynd af
menningararástandi þjóðar. Stöðu
konunnar megi því hafa sem mæli-
kvarða á menningarástand Norður-
landabúa fyrir kristni. Yfirhöfuð
megi segja að staða konunnar hafi
þá verið sterk með Germönum. Til
að hnykkja á þeim sannindum vitnar
Kjellman í orð Tacitusai'. Fyrsta
hluta verksins nefnir Kjellman
reyndar Konan, fjölskyldan, ættin.
En ættin hafi verið grunneining hins
germanska samfélags, baktrygging
einstaklings og fjölskyldu þar til
kirkjan tók við því hlutverki.
Kjellman sparar sér háfleygar
málalengingar en byggir verk sitt
mest á beinum tilvitnunum sem hann
svo leggur út af. Svo víða hefur hann
leitað fanga að virst gæti sem hann
hafi kembt í þaula hin fornu heim-
ildarit. Hann er sýnilega maður lat-
ínulærður og vitnar óspart í
classicos. I íslenskum fornbók-
menntum er hann svo vel heima sem
best má verða. Er stuðningur sá,
sem hann sækir í íslensk fornrit,
augljóslega byggður á traustri þekk-
ingu og skilningi á hugsunarhætti ís-
lendinga. Og lofsvert er að hann
skuli vita á hvaða tungumáli fornrit-
in íslensku voru samin, sem sé á ís-
lensku en hvorki á Old Norse né
gammelnorsk eins og margra er-
lendra fræðimanna var háttur á fyrri
tíð. Og er jafnvel enn! Sá er þetta
ritai' er því miður lítt innlífaður í
blæbrigði sænskrai' tungu en telur
sig eigi að síður merkja að áhrifa frá
hinum fornu textum gæti í stíl höf-
undar. Og skyldi engan undra.
Kjellman ársetur ekki venjunni
samkvæmt fyrir og eftir Krists burð
heldur fyrir og eftir núll. Og það er
auðvitað jafnrökrétt. Þótt ekkert ár
beri töluna núll stendur tímatalið að
sjálfsögðu á núlli við áramótin eitt
fyi'ir Krist og eitt eftir Krist.
Enda þótt bók þessi fjalli að tals-
verðu leyti um íslensk efni má ljóst
vera að Kjellman er að tala til skand-
ínavískra lesenda þar sem staða
kirkjunnar sem valdastofnunar var
aldirnar í gegnum mun sterkari en
hér. Kjellman slær því að vísu fram
að Svíar hafi aldrei alveg horfið frá
heiðninni. Sú staðhæfing gæti þá
ekki síður átt við Islendinga, kannski
ekki beinlínis varðandi trúarlegu
hliðina heldur hina menningarlegu,
huglægu.
Fornritin hafa verið lesin hér
óslitið írá því er þau voru samin til
þessa dags. Tilraunir Guðbrands
biskups til að láta skáldin snúa baki
við fornum köppum en yrkja þess í
stað Biblíurímur báru slakan árang-
ur. Meira að segja sálmaskáldið
Hallgrímur Pétursson dáðist að
garpskap fornmanna.
Kjellman rekur það til áhrifa
kirkjunnar manna á miðöldum að hin
germönsku Eddukvæði skyldu ekki
varðveitast í Skandínavíu, aðeins á
hinu afskekkta Islandi. Ekki er hann
fyrstur manna til að velta fyrir sér
íslenskri geymd Eddukvæðanna.
Víst er kenning hans íhugunarverð.
Og ef til vill rétt. Samt þarf hún ekki
að vera hin eina rétta. Rangalar sög-
unnar eru krókóttir og villugjarnir.
Og sannleikurinn hefur margar hlið-
ar!
Sá er meginkostur þessa rits
hversu skipulega það er samið og
hversu texti þess er ljós og skýr og
laus við útúrdúra og málalengingar.
Frá sjónarmiði bókagerðar séð er
Den forna seden hins vegar langt frá
því að vera ríkmannlegt rit! Sannast
þar hið fornkveðna að oft leynist
viska undir vondri kápu.
Erlendur Jónsson
Inge Knutsson hlýtur
sænsk-íslensku
menningarverðlaunin
SÆNSK-íslenski sam-
starfssjóðurinn hefur
veitt Inge Knutsson
þýðanda menningar-
verðlaun sjóðsins.
Hann er jafnframt
fyrsti verðlaunahafi
sjóðsins úr hópi þeirra
sem skarað hafa fram
úr við menningarsam-
skipti Islands og Sví-
þjóðar.
Inge Knutsson hefur
á undanförnum árum
verið afkastamikill
kynnir og þýðandi ís-
lenskra bókmennta í
Svíþjóð, mjög oft t.d.
þýtt þau íslensku verk
sem lögð hafa verið fram til bók-
menntaverðlauna Norðurlanda,
skáldsögur, smásögur, ljóð og leik-
rit.
A lýðveldisafmælinu 1994 færðu
Svíar Islendingum að gjöf fé sem
varið skyldi til að efla menningar-
leg samskipti Svía og Islendinga.
Hefur sjóðurinn veitt
styrki tO ýmissa verka
á sviði menningar,
menntamála og vísinda
á undanfórnum árum.
Þá hefur hann stuðlað
að því að farið er að
undirbúa vinnu við
nýja sænsk-íslenska
orðabók.
Auk menningarverð-
launanna var í ár veitt
fé úr sjóðnum til að
efla sænskukennslu í
íslenskum skólum og
til undirbúnings að út-
gáfu bókar um sam-
skipti Svía og Islend-
inga. Loks voru veitt
fimm fei'ðastyrkir.
Formaður sjóðsins er Sveinn
Einarsson og varaformaður Berit
Oscarsson, fv. þingmaður. Aðrir í
stjórn eru Haraldur Olafsson,
Hörður Bjarnason sendiherra, Maj
Britt Imnander menningai'fulltrúi
og Lennart Slmevik prófessor.
Inge
Knutsson
Ljós unnm úr ryksugum
og gleri í Galleríi Geysi
BJARNI Þór Sigurbjörnsson opn-
ar sína fyrstu einkasýningu í Gall-
eríi Geysi, Hinu húsinu við Ingólfs-
torg, laugai-daginn 3. apríl kl. 16.
Bjarni Þór hefur stundað nám á
hönnunarbraut við Iðnskólann í
Hafnarfirði og verið aðstoðarmaður
og lærlingur hjá Jónasi Braga
Jónassyni glerlistamanni um nokk-
urt skeið.
Sýningin samanstendur af ljós-
um sem flest eru unnin úr íyksug-
um og gleri, en einnig sýnir hann
ýmsa glermuni. Með þessu vill
Bjarni Þór sýna fram á að ekki er
aðeins hægt að endurnýta gosflösk-
ur og mjólkurfernur, segir í fi'étta-
tilkynningu.
A sýningunni frumflytur tónlist-
ai-maðurinn Lo-Fi nýjustu tónlist
sína og Zirkús Ziemsen skemmtir
gestum.
Sýningin stendur til 18. apríl og
er opin mánudaga til fimmtudaga
8-22, föstudaga kl. 8-19 og 13-18
um helgar.