Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 54
,j54 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ÞORLEIFUR
EINARSSON
+ Þorleifur Jó-
hannes Einars-
son fæddist í
Reykjavík 29. ágúst
1931. Hann lést í
Bergisch Gladbach í
Þýskalandi 22. mars
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskirkju 31.
Ég man hvað ég
'^varð undrandi þegar
skeggjaður, úfinn og
útiklæddur maður kom
askvaðandi inn gang
iðnaðarráðuneytisins og spurði með
fjarlægð í augum hvar herbergi
Magnúsar Kjartanssonar væri.
Hann hafði ekki fyrir því að forvitn-
ast um hvort Magnús væri á staðn-
um eða hvort hann væri upptekinn,
heldur gekk rakleiðis inn á skrif-
stofu hans og lokaði á eftir sér.
Hann yfirgaf ráðuneytið með sama
gusti og óróleika í augum, án þess
að kveðja frekar. Þegar ég spurði
Magnús í gamansömum tón, hver
þessi villimaður væri, svaraði hann
_ um hæl.
- „Hvað, þekkirðu ekki hann Þor-
leif?“ Þetta mun hafa verið á út-
mánuðum 1973 þegar Vestmanna-
eyjagosið var enn í hámarki og Þor-
leifur barðist ásamt öðrum við að
stöðva hraunrennslið sem ógnaði
höfninni.
Án nokkurs efa var það afar
merk aðgerð og ég minnist þess nú,
að síðar, eftir að við vorum orðnir
vinir, lét hann í ljós við mig von-
brigði sín yfir því að hans þáttar
væri varla getið í frásögnum af
^hraunkælingunni. Hann taldi hlut
sinn þar fyrir borð borinn, enda
hefði hugmyndin verið hans, þótt
fleiri hefðu komið að framkvæmd-
inni.
Næst bar fundum okkar saman á
svipuðum slóðum ári síðar. Banka-
stjórar höfðu tjáð Magnúsi að þeir
sæju engin önnur ráð en loka Máli
og menningu vegna mikilla van-
skila. Hann hafði kallað á Þorleif,
Ólaf R. Einarsson, sem nú er látinn,
og mig til að gera okkur ábyrga fyr-
ir félaginu, hrinda í framkvæmd
nauðsynlegum breytingum og koma
í veg fyrir endanlega lokun þess.
Verkaskipting og aðgerðaáætlun
var ákveðin og skyldi Þorleifur taka
sér stjómarformennsku en mig
skyldi ráða sem framkvæmdastjóra,
sennilega til að friða bankastjórana.
Þar með vorum við Þorleifur orðnir
samherjar og þróaðist samstarf
okkar til vináttu á skömmum tíma.
Þorleifur var stjórnarformaður
Máls og menningar frá haustmán-
uðum 1974 til ársins 1991 eða alls í
17 ár. I félagsráði var hann til
dauðadags. A fyrri hluta þessa
tímabils réðst framtíð félagsins. Það
JTT TTTTTTTT I T I I T Tj
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
tókst að ná tökum á
miklum fjárhagsvanda
og jafnframt að beina
útgáfustefnu félagsins
í nýja farvegi. Tímarit-
ið fékk nýjan búning
og breytt innihald.
Búðin á Laugaveginum
var stækkuð og svo
mætti halda áfram.
Skapaðar voru for-
sendur síðari tíma vel-
gengni. Um þessar
breytingar voru harka-
leg átök á milli að-
standenda og velunn-
ara félagsins. í þeirri
orrahríð stóð Þorleifur eins og
klettur. Hann hristi allt hlæjandi af
sér og sló upp í glens þegar erfiðast
var. Þetta voru eiginleikar sem voru
ómetanlegir við þessar aðstæður og
auðvelduðu umskiptin. Þó var hann
óhefðbundinn stjómarformaður
sem kunni hvorki fundasköp né
stjórnunarreglur. En það kom ekki
að sök. Þegar tekin hafði verið
ákvörðun hélt hann fast við hana,
hvað sem á gekk. Það var vart á
nokkurs manns færi að hnika hon-
um. Þar kom í ljós einbeitnin og
harkan sem hann þroskaði með sér í
handboltanum. Persóna hans sam-
anstóð af sjaldgæfri blöndu af ein-
stakri mennsku og ljúflyndi sam-
fara athafnaþörf, sem knúin var
áfram af miklu skapi. Þetta gerði að
verkum að hann fékk sitt oftast
fram. Samskipti hans við starfsfólk
Máls og menningar voru á vissan
hátt einstök. Hann var í senn sálu-
sorgari þess og einlægur vinur. Allt
þetta gerði Þorleif að sterkum
stjórnarformanni.
En Þorleifur var einnig mikils-
virtur vísindamaður og eftirsóttur
fyrirlesari víða um heim. Hann fjall-
aði þar um hugðarefni sín sem
tengdust jarðfræði og náttúruvemd
í víðum skilningi. En hann var ekki
vísindamaður sem skrifaði eingöngu
fyrir vísindaheiminn, þótt hann
gerði það líka. Hann skrifaði ekki
síður fyrir almenning. Kennslubók
hans í jarðfræði kom út í yfir 28
þúsund eintökum og má fullyrða að
engin ein bók hafi opnað og mótað
eins sýn Islendinga til jarðsögu
landsins og þessi bók. Hún hefur
verið notuð sem kennslubók til
margra ára og er svo enn. Sú
ánægjulega vakning um náttúm-
vernd og umhverfismál, sem átt
hefur sér stað hérlendis undanfarin
ár, átti sér stuðning í skrifum hans
og bókum og dyggan bandamann í
honum sjálfum. Hann skrifaði
einnig alþýðlegar bækur um gosin í
Surtsey og á Heimaey, sem seldust
í miklum upplögum. Hann var
frumkvöðull að stofnun Landvemd-
ar, sem var á vissan hátt rökrétt
framhald af skrifum hans og lífssýn.
Með smákaldhæðni má segja að
vísindaleg viðfangsefni hans hafi
verið tengd eyðingaröflum gróðurs
og náttúra. Lífshugsjónir hans
snerust hins vegar um landvernd í
víðasta skilningi þess orðs. Hvort
heldur var í einkalífi eða stjórnmál-
r-' ■
SJómabúðm
öaKSskom
v/ Fossvogsl<irl<ju0cii'ð
Símii 554 0500
LEGSTEINAR f Marmari
Islensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágrýti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Revkjavík
I sími 5871960, fax 5871986
um, við bókaútgáfu eða fræði-
mennsku, á sviði umhverfismála eða
náttúruverndar þá var Þorleifur
Einarsson framar öllu landvemdar-
maður. Nú er Þorleifur allur. Alltaf
kemur mér fráfall vina minna jafn
mikið á óvart. Við hittumst skömmu
áður en hann fór í þá utanferð sem
hann sneri ekki aftur úr; ætluðum
að ná saman þegar hann kæmi
heim, því ég þurfti að ráðfæra mig
við hann í ákveðnu máli. Af því
verður ekkert úr því sem komið er.
Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd
Máls og menningar þakka Þorleifi
forystu hans og störf í þágu félags-
ins. Þau skiptu máli.
Við hjónin þökkum aldarfjórð-
ungs vináttu sem var okkur mjög
dýrmæt. Bömum hans, Guðrúnu og
öðram ástvinum votta ég samúð
okkar.
Þröstur Ólafsson.
Á æviskeiði þeirra, sem komnir
era yfir miðjan aldur mælist tíminn
í áratugum og hálfum öldum.
Vangaveltur þessu líkar koma í
hugann nú við lát vinar míns Þor-
leifs Einarssonar jarðfræðings. Við
höfðum þekkst í nær 40 ár, þegar
hann var allur. Fundum okkar bar
fyrst saman árið 1961, þegar ég hóf
störf á búnaðardeild atvinnudeildar
Háskólans. Þorleifur starfaði á iðn-
aðardeild. Þessar stofnanir voru í
sama húsi á háskólalóð. Allan þenn-
an tíma hefur margt verið að gerast
á sviði jarðfræði og umhverfismála
hérlendis. Bæði þessi svið áttu hug
Þorleifs. Náttúran hefur heldur
ekki legið á liði sínu við að sýna
okkur í tvo heimana þessa áratugi.
Fyrst ber að nefna Öskjugos, Surts-
eyjargos, Heklugos, Vestmanna-
eyjagos, Kröfluelda, Grímsvatnagos
og Grímsvatnahlaup, hafísár og loks
snjóflóðavetur. Þorleifur tók þátt i
flestu þessu með einum eða öðrum
hætti beint og óbeint. Um marga
þessara atburða skrifaði hann
greinar og jafnvel bækur.
Á atvinnudeildarárunum hóf Þor-
leifur það verk, sem hann er ef til
vill kunnastur fyrir meðal almenn-
ings, en það var samning kennslu-
bókar; Jarðfræði - saga bergs og
lands, útgefin 1968. Bókin var í
senn handbók fyrir almenning og
kennslubók fyrir efri skólastig. Síð-
ar þegar Þorleifur var formaður
Máls og menningar sagði Halldór
Laxness um hann eitt sinn, eitthvað
í þá vera að hann ætti ekki að
standa í svona stjórnunarstússi
heldur ætti hann að skrifa, hann
væri svo góður penni. Halldór var
þá að vitna til jarðfræðibókarinnar.
Jarðfræði, sem var fremur sniðin til
kennslu, kom út árið 1971. Næstu
tuttugu árin kom sú bók út allmörg-
um sinnum og oftast talsvert breytt.
Þorleifur fylgdist mjög vel með þvi
sem unnið var á jarðfræðasviði og
því var nýjungum bætt við eða
breytt eftir atvikum, eftir því sem
við átti við hverja nýja útgáfu.
Annað aðaláhugasvið Þorleifs
Einarssonar var náttúravernd og
umhverfismál. Hann átti sæti í
Náttúruverndarráði, sem varamað-
ur, í nokkur ár og í stjórn Land-
verndar, en hann var formaður
þeirra félagasamtaka um alllangt
skeið. Þorleifur beitti sér fyrir betri
umgengni um landið. í því skyni
benti hann okkur m.a. á rusl og
drasl sem fauk um og spillti ásýnd
umhverfisins. Þannig varð svokali-
aður pokasjóður til, en peningar,
sem í hann komu, voru notaðir til að
styrkja einstaklinga, félög og sveit-
arstjórnir víðs vegar um land til
þrifnaðarverka og gi'óðurbóta. Upp-
hæðirnar voru ef til vill ekki háar,
en þær vöktu marga til umhugsun-
ar og til fylgis við þjóðþrifastarf. I
kjölfarið hefur ásýnd landsins batn-
að til muna.
Annað verk, sem Þorieifur vann
okkur til heilla í náttúruverndar- og
umhverfismálum, var að koma því
til leiðar að línulagnir t.d. raf-
magnslínur voru lagðar þannig að
sem minnst bæri á. Hann var í
mörg ár eftirlitsmaður Náttúra-
verndarráðs með verklegum fram-
kvæmdum í landinu, svo sem vega-
gerð og línulögnum svo dæmi séu
nefnd. Ég undirritaður er honum til
dæmis ævarandi þakklátur fyrir að
koma raflínulögn, svokallaðri
byggðalínu, þannig fyrir á Vatns-
skarði að óheft útsýni var yfir
Skagafjörð og út til eyja.
Þótt Þorleifur væri sannfærður
náttúraverndarmaður, gerði hann
sér þó vel ljóst að landsmenn yrðu
að nýta sér hana sér til hagsbóta.
Hann var einn af hvatamönnum
þess, þegar hann átti sæti í nefnd á
vegum iðnaðarráðuneytis á dögum
Magnúsar Kjartanssonar ráðherra,
að steinullarverksmiðja var reist á
Sauðárkróki. Sömuleiðis var hann
einn af hvatamönnum að perlu-
steinsvinnslu úr Prestahnúki á
Kaldadal. Á þeim árum safnaðist
hingað til lands verðmæt þekking á
vinnslu perlusteins og margvíslegri
nýtingu hans. Mætti dusta rykið af
þeim áætlunum, því það sem kann
að hafa verið óhagkvæmt fyrir ald-
arfjórðungi, kynni að vera hag-
kvæmt í dag.
Erlendir vísindamenn voru
einnig kunnugir störfum Þorleifs
Einarssonar og hlaut hann af þeim
ýmsan sóma. Hann hafði hlotið hinn
eftirsótta Humbolt styrk í Þýska-
landi. Hann var „fellow“ í Churchill
College í Cambridge og hann átti
giftudrjúgt samstarf við bandaríska
jarðfræðinga. Þá átti hann, fyrir
hönd Norðurlanda, sæti í svo-
nefndri Bruntlandnefnd á vegum
Sameinuðu þjóðanna um umhverfis-
mál.
Samstarf okkar Þorleifs má segja
að hafi byrjað fyrir alvöra, þegar ég
hóf nám í jarðfræði í nýstofnaðri
raunvísindadeild í Háskóla Islands.
Þorleifur hafði komið mikið að
stofnun jarðfræðiskorar og varð
annar af prófessoram hennar. Hinn
var Sigurður Þórarinsson. Aðrir
kennarar vora allmargir, allir vora
þeir afbragðs kennarar, en ég trúi
að á engan sé hallað þótt haldið sé
sérstaklega fram hlut þeirra Sig-
urðar.
Síðar unnum við Þorleifur saman
við gerð jarðganga í Oddskarði.
Einnig við fornleifauppgröft í
Reykjavík og fundum þar elstu
minjar sem þá höfðu fram komið,
hleðslu úr torfi, sem í var land-
námsöskulagið. Elsa Nordal,
sænskur fornleifafræðingur, stóð
fyrir þeirri rannsókn á vegum
Reykjavíkurborgar og Þjóðminja-
safns. Ymislegt fleira mætti til tína.
Fyrir nokkram áram, þegar hann
efaðist um ótrúlegar niðurstöður í
rannsókn minni á jarðvegssögu
vesturhluta Norðurlands, tók hann
boði mínu um rannsóknarferð svo
hægt væri að ganga úr skugga um
hið sanna með áþreifanlegum hætti.
Eftir að hafa sannfært sjálfan sig
var hann dús við niðurstöðu mína.
Þá er eftir sú ósérhlífna vinna sem
hann innti af höndum við yfirlestur
greina fyrir vini sína og kunningja.
Hann var smekkvís á málfar, sagði
sem svo: „Málið þarf að renna fram,
mjúklega."
Þorleifur Einarsson var drengur
góður. Hans er sárt saknað.
Sambýliskonu hans, Guðrúnu
Bauer, bömum hans og barnabörn-
um sendi ég og fjölskylda mín sam-
úðarkveðjur.
Grétar Guðbergsson.
Skjótt skipast veður í lofti. f byrj-
un mars ræddumst við Þorleifur við
í síma. Lék þá aUt í lyndi og hann
hress að vanda. Áður en mánuður-
inn er úti er Þorleifur allur, horfinn
án nokkurrar viðvörunar.
Þorleifi kynntist ég fyrst, þegar
fjölskylda mín flutti til Reykjavíkur
haustið 1947 og tók sér búsetu í
Vogunum. Þar höfðu foreldrar Þor-
leifs, þau Einar og Kristín, komið
sér upp húsi af takmörkuðum efn-
um en miklum dugnaði, og bjuggu
þar með börnum sínum Þorleifi og
Rögnu. Vogarnir voru á þeim tíma
lítið hverfí í uppbyggingu. Um-
hverfis skiptust á túnblettir smá-
býlanna og ósnortin grjótholtin.
Langt var í næstu hverfí og enn
lengra í bæinn, en þangað þurfti að
sækja allt, atvinnu, skóla og afþrey-
ingu.
Af einu státaði þó hverfið, sem
ekki átti sinn líka í Reykjavík, en
það var íþróttahúsið við Háloga-
land. Þetta var raunar braggi frá
stíðsáranum, en var langstærsta
íþróttahús Reykjavíkur. Það fór
auðvitað ekki hjá því að margir ung-
lingar hverfisins löðuðust að þessu
húsi.
Þorleifur tók snemma forystu
fyrir þessu liði og hélt því til
íþróttaiðkana. Einkum var hand-
bolti vinsæll, enda sú grein, sem
mest var stunduð í Hálogalandi á
þessum áram. Þorleifur var í
íþróttafélagi Reykjavíkur og fylgd-
um við margir honum þangað.
Stundum var hann allt í senn for-
maður handknattleiksdeildarinnar,
þjálfari og burðarásinn í liðinu.
Þrátt fyrir þetta náði hann miklum
tökum á íþróttinni og var í landsliði
íslands, sem fyrst lék landsleik hér
heima.
Þama komu strax fram margir
skapgerðarþættir hjá Þorleifi, sem
einkenndu hann alla tíð. Hann var
skjótráður og drífandi og hafði
metnað til að ná árangri í hverju því
verkefni, sem hann lagði lið. Hann
var stjómsamur, svo að stundum
jaðraði við ráðríki að okkur fannst.
Yfirleitt reyndust ráð hans þó vel
og öll vora þau veitt af áhuga fyrir
farsælum framgangi mála.
Á þessum áram fylgdumst við
Þorleifur að í Menntaskólanum í
Reykjavík og tókum þar stúdents-
próf vorið 1952. Við áttum því sam-
an margar stundir, í skólanum,
handbolta og við margskonar iðju
þess utan. Margar eru minningarn-
ar frá þessum tíma og allar góðar.
Stúdentar frá MR 1952 sjá nú á bak
enn einum félaga sínum og era
skörðin orðin æði mörg.
I menntaskóla kom fram hinn
mikli áhugi Þorleifs á náttúrafræði
og þá einkum jarðfræði. Hann var
ekki í neinum vafa um val á fræði-
grein. Jarðfræðin átti hug hans og
leiðin lá til Þýskalands til að nema
hana. Námi sínu lauk hann með
doktorsprófí í Köln 1960.
Þegar Þorleifur sneri heim að
námi loknu voru jarðfræðingar fáir
á landinu. Þeir urðu því að vera fjöl-
hæfir og sinna bæði grandvallar-
rannsóknum og verkefnabundnum
rannsóknum. Þetta hentaði Þorleifi
að mörgu leyti vel, enda lagði hann
sitt af mörkum á báðum sviðum.
Fljótlega lágu leiðir okkar Þor-
leifs aftur saman og nú í starfi.
Hann varð ráðgjafi Vegagerðarinn-
ar um jarðfræðileg efni og umhverf-
ismál og sinnti þeim störfum með
ágætum um árabil. Verður nánar
vikið að þeim annars staðar.
Skjótt skipast veður í lofti.
Otímabær brottför Þorleifs Einars-
sonar af leikvelli lífsins varð skyndi-
leg og óvænt fyrir ástvini hans, vini
og kunningja. Þó finnst mér að hún
sé með hans stfl, engin tvístígandi
heldur drifið í hlutunum. Ég votta
börnum hans, sambýliskonu og fjöl-
skyldunni allri samúð mína og bið
þess að minningin um góðan dreng
mildi söknuð þeirra.
Helgi Hallgrímsson.
Þegai- okkur barst það til eyrna á
þriðudagsmorgni að vinur okkar,
samstarfsmaður og fyrrum lærifað-
fr, Þorleifur Einarsson prófessor,
væri látinn urðu okkar fyrstu við-
brögð þau að telja einhvem mis-
skilning á ferðinni.
Þorleifur væri ekki farinn lengra
frá okkui' en til Þýskalands, í rann-
sóknarleyfi. Þjóðverjar höfðu jú hér
um árið birt dánartilkynningu Þor-
leifs í virtu vísindariti eftir að bréf
til hans var af misgáningi talið vera
til Trausta Einarssonar sáluga og
endursent með þeim skilaboðum að
viðtakandi væri látinn.
Síðustu vikuna höfum við horfst í
augu við þann bitra veraleika sem
dauðinn er.
Okkar fyrstu kynni af Þorleifi
vora í menntaskóla þegar við lásum
bók Þorleifs, Jarðfræði - saga
bergs og lands, til stúdentsprófs í
jarðfræði. Þorleifsbiblía, eins og
bók hans var oft kölluð, átti stóran
þátt í þeirri ákvörðun okkar, og
fjölda annarra menntskælinga, að
nema jarðfræði við Háskóla ís-
lands. Það var því með nokkrum
spenningi að við mættum í fyrsta
fyrirlestur hjá Þorleifi þegar í Há-