Morgunblaðið - 01.04.1999, Side 55

Morgunblaðið - 01.04.1999, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 5% skólann var komið. Kennarinn Þor- leifur var í eigin persónu jafn skemmtilegur og bókin hans hafði gefíð til kynna. Hugtakið lærifaðir hæfír honum best þar sem hann var ekki bara góður kennari heldur lét sig einnig miklu skipta andlega vel- ferð nemenda sinna. Þorleifur kunni að halda okkur við efnið. Hann bjó yfir víðtækri þekkingu á mörgum sviðum sem hann miðlaði til okkar með hressleika og skemmtilegri stríðni í bland. Það kom sérstaklega vel fram í þeim mörgu námsferðum sem við tókum þátt í með honum. Þorleifur á stóran hlut í menntun allra jarðfræðinga sem numið hafa við Háskóla Islands frá því að kennsla hófst í jarðfræði árið 1968. Auk jarðfræðinnar voi'u ýmis mál sem tengdust náttúruvernd og verndun menningarminja honum hugleikin. Einnig var pólitíkin aldrei langt undan. I umhverfísmál- um var Þorleifur langt á undan sinni samtíð og minnumst við þess alltaf með stolti hvemig hann fékk landsmenn á sitt band í baráttunni íyrir því að sett væri skilagjald á gosumbúðir. í dag má gefa einnota umbúðir til styrktar góðu málefni en ekki er nema rúmlega áratugur síðan Þorleifur fékk sjónvarpið í lið með sér til að sýna okkur hvernig áldósirinar lágu eins og hráviði um alla borg. Eftir að hafa stundað framhalds- nám erlendis lá leið okkar til baka til Háskóla Islands. Með nýjar upp- lýsingar um þau innrænu og út- rænu náttúruöfl sem mótað hafa Is- land í aldanna rás knúðum við dyra hjá meistara Þorleifi og hvöttum hann til að birta niðurstöður okkar í næstu útgáfu af Þorleifsbiblíu. Þor- leifur tók okkur vel, en benti jafn- framt föðurlega á það, að ný þekk- ing yrði að fá sinn reynslutíma áður en hún væri tekin inn í kennslubæk- ur. Ef kenningar okkar varðandi uppbyggingu jarðskorpunnar undir Islandi, áhrif efnaveðrunar á berg og vatn, jarðvegsrof og sögu um- hverfisbreytinga við jaðar ísaldar- jökulsins sem þakti landið fyrir rúmlega 11.000 árum stæðust myndi sú nýja þekking sem þær veittu sjálfsagt rata í kennslubækur í fyllingu tímans. Það vakti þó gleði Þorleifs þegar nýjustu rannsóknir staðfestu kenningar hans um mynd- unartíma Búðaraðarinnar, jökul- garða sem liggja um Suður- landsundirlendið, en þær höfðu ver- ið dæmdar úr leik fyrir áratug. Okkur, sem lifum á tölvuöld, fannst Þorleifur kannski helst til seinn að tileinka sér nýjungar. Þeg- ar við stungum t.d. upp á því að tími væri kominn til að hann fengi sér tölvu svaraði hann því til að hann mundi ekki láta verða af því fyrr en Mercedes Benz færi að framleiða tölvur. Okkur fannst það nokkuð kúnstugt þar sem sjálfur ók hann alltaf Lödu Sport. Þorleifur var mjög góður íslenskumaður og lagði metnað sinn í að skrifa gott mál eins og skýrt kemur fram í bókum hans. Við þökkum fyrir að hafa fengið að njóta samfylgdar Þorleifs í námi og starfi um leið og við sendum fjöl- skyldu hans okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Bryndís Brandsdóttir, Áslaug Geirsdóttir, Auður Andrésdóttir, Guðrún Gísladóttir, Sigurður Reynir Gíslason. Látinn er Þorleifur Einarsson jarðfræðingur um aldur fram, lærifaðir, samstarfsmaður, félagi og vinur til margra ára og íslenzk jarð- fræði hefur misst einn af sínum allra beztu sonum. Leiðir okkar lágu fyrst saman haustið 1969 þeg- ar Þorleifur kenndi í fyrsta sinn námskeið sitt í jarðsögu við nátt- úrufræðiskor verk- og raunvísinda- deildar Háskóla íslands, ári eftir að nám í þeirri grein hafði hafizt við skólann. Það varð svo hlutverk Þor- leifs að útskýra fyrir stúdentum hvers vegna þekking í jarðlagafræði og jarðsögu fjarlægi'a heimshluta hlýtur að vera sjálfsagður hluti jarðfræðináms og þessu hlutverki gegndi Þorleifur betur en allir aðrir hafa gert við þá stofnun. Þorleifur lét sér alla tíð mjög um- hugað um jarðfræðinám við HI, allt frá þeim tíma að hann starfaði að undirbúningi þess. Hann hafði góða yfirsýn yfir jarðfræðisviðið og ef hann þóttist greina einhver sérstök áhugasvið hjá nemendum sínum hvatti hann þá til framhaldsnáms. Taldi hann það mesta viðurkenn- ingu fyrir jarðfræðinámið hér á landi að sem flestir erlendir háskól- ar viðurkenndu stúdenta með BS- próf héðan til framhaldsnáms. Þess- um stúdentum var hann innan handar á ýmsan hátt, aðstoðaði við sumai’vinnu, rannsóknaiverkefni, mælti með við erlenda háskóla og hjálpaði á ýmsan annan hátt. Þá var stundum talað í flimtingum um „bláeygu drengina hans Þorleifs" og var þar átt við þá stúdenta sem Þorleifur tók upp á sína arma. Víst er að ef allir væru taldir væri þar nokkur hópur manna og ekki vist að margir aðrir gætu státað af jafn fjölmennu liði. Snemma á ferli sínum sem jarð- fræðingur tókst Þorleifur á við ákaflega stórt og viðamikið verk- efni. Þetta verkefni var að skrifa nýja kennslubók í jarðfræði fyrir framhaldsskóla og bæta þannig úr sárum skorti á því sviði. Þá voru miklir uppgangstímar í jarðvísind- um og nýjar og ferskar hugmyndir sem opnuðu fyrir nýja sýn og túik- un þeirra upplýsinga sem fyrri kyn- slóðir höfðu safnað. Þorleifur bætti um betur og hagaði áherslum í bók- inni þannig að hún nýttist einnig sem aðgengilegt uppflettirit fyrir allan almenning. Þessi bók Þorleifs var Jarðfi’æði - saga bergs og lands. Hún var árum saman mjög vinsæl í farteski fólks á ferðalagi um landið. Ekki spillti heldur að nóbelskáldið lét svo um mælt að á þeirri bók væri einstaklega gott og fallegt mál. Síðar lagaði Þorleifur bókina að kennslu og uppfærði hana svo reglulega og hefur hún verið að- alkennslubókin í jarðfræði á ís- lensku í um aldarþriðjung. Að öðrum kennurum mínum ólöstuðum fullyi-ði ég að engir hafa lagt sig eins fram um að koma jarð- fræði sem fagsviði og jarðfræðing- um sem sjálfsögðum starfsmönnum á framfæri við opinberar stofnanir og Þorleifur og vann hann þar stundum að tjaldabaki þannig að ekki var alltaf ljóst hver þáttur hans var í raun og veru. Sá þáttur verður sjálfsagt seint rétt metinn því að á stundum fennir furðu fljótt í sporin þeirra sem fyrstir fara. Hann var einnig óeigingjarnasti samstarfsmaður sem ég hef kynnst um dagana. Þegar hann aflaði sér- tekna með ráðgjafai'vinnu eins og gengur og gerist lét hann þær gjarnan renna inn á rannsókna- reikning jarðvísindastofu Raunvís- indastofnunar þannig að annað- hvort nýttust þeir fjái-munir sem laun fyrir stúdent í sumar- eða verkefnisvinnu eða þeir voru notað- ir í þágu heildarinnar. Þannig varð t.d. upphafið að tölvuvæðingu jarð- fræðiskorar. Upphafsframlögin komu ekki af fjáríögum, heldur komu þau af sértekjum Þorleifs enda þótt það væri líka alveg ljóst að Þorleifur nyti þar aðeins óbein- línis hagræðingar af. Aðrir nutu þar meira af. Slíkur var háttur Þorleifs; að greiða fyrir öðrum en hagnast ekki á því sjálfur. Náttúruvemd og umhverfismál voru málaflokkur sem Þorleifur lét SJÁ NÆSTU SÍÐU t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SOFFANÍAS CECILSSON útgerðarmaður, Grundarfirði, lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni miðviku- dagsins 24. mars. Útför hans fer fram frá Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Grundarfjarðarkirkju. Hulda Vílmundardóttir, Bára Bryndís Vilhjálmsdóttir, Magnús Soffaníasson, Sigríður Finsen, Kristín Soffaníasdóttir, Rúnar Sigtryggur Magnússon, Sóley Soffaníasdóttir, Sigurður Sigurbergsson og barnabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN AXELSDÓTTIR, Álfhóli 5, Húsavfk, lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur sunnudaginn 28. mars. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 8. apríl kl. 14.00. Reynir Jónasson, Jakobína Reynisdóttir, Kristinn Jónsson, Jónas Reynisson, Brynja Björgvinsdóttir, Oddfríður Dögg Reynisdóttir, Magnús Hreiðarsson, Axel Reynisson, Jóhanna Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR GUNNARSSON, frá Einarsstöðum, lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar fimmtudaginn 25. mars sl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Stefanía Ingimarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARIANNE STEHN ÓLAFSSON, sem lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum fimmtudaginn 25. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 7. apríl kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Anna Atladóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Lúther Jónsson og vandamenn. + Móðir okkar, MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Hörpugötu 7, lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn 28. mars. Sigurrós Jónsdóttir, Gunnlaugur Jónsson, Jóhannes Jónsson, Magnús Jónsson. + Frænka okkar, LOVÍSA ÞÓRUNN LOFTSDÓTTIR, Víðimel 47, sem lést sunnudaginn 28. mars, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 7. apríl kl. 10.30. Þórunn Edda Sigurjónsdóttir, Loftur Þór Sigurjónsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, KARÓLÍNA KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Hverfisgötu 38B, Hafnarfirði, lést mánudaginn 29. mars. Jónína S. Lárusdóttir, Gísli H. Sigurðsson, Birna Lárusdóttir, Valur Hugason, Oddný F. Lárusdóttir, Finnbjörn Þ. Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn, Björney J. Björnsdóttir. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR kaupkona, Óðinsgötu 1, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 31. mars. Jarðarförin verður auglýst siðar. Reynir Þorgrímsson, Rósa Gísladóttir, Víðir Þorgrímsson, Jóhanna Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR EGILSSON fyrrverandi innkaupastjóri, Sólheimum 25, Reykjavík, sem lést á Landakotsspítala sunnudaginn 28. mars, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju miðvikudaginn 7. apríl kl. 13.30. Margrét Thoroddsen, María L. Einarsdóttir, Hannes Sveinbjörnsson, Egill Þ. Einarsson, Hlaðgerður Bjartmarsdóttir, Þórunn S. Einarsdóttir, Halldór Árnason, Sigurður Th. Einarsson, Auður Vilhjálmsdóttir, Margrét H. Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 'fM » -----------------------------------------------------r4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.