Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
ALDARMINNING
Safnaðarstarf
Kvöldvaka í
Hjallakirkju
KVÖLDVAKA verður við krossinn
í Hjallakirkju í Kópavogi á föstu-
daginn langa, 2. apríl, kl. 20.30.
Þá er leitast við að lifa atburði
dagsins á myndrænan hátt og
minnast dauða Kiists með tákn-
rænum hætti.
I kórdyrum kirkjunnar verður
reistur kross sem minnir á kross-
inn á Golgatahæð, þann sem frels-
ari okkar var negldur á og líflátinn.
Krossinn er tákn lífgjafarinnar,
. björgunarinnar sem við höfum
þegið í heilagrí skírn, og við hann
munu fermingarbörn lesa sjö orð
Krists á krossinum.
Fólk úr kirkjustarfinu annast
lestur píslarsögunnar og kór kirkj-
unnar leiðir safnaðarsöng.
Þátttakendur í kvöldvökunni yf-
irgefa kirkjuna myrkvaða. í henni
verða ekki tendruð ljós fyrr en árla
á páskadagsmorgun.
Mót um
bænadagana
ÍSLENSKA Ki-istskirkjan verður
með mót um bænadagana og pásk-
•' ana á Bíldshöfða 10, 2. hæð. Morg-
unsamkomur með biblíufræðslu
verða á fímmtudags- og föstudags-
morgun kl. 10. Kvöldsamkomur
verða á miðvikudags, fimmtudags-
og föstudagskvöld kl. 20. Páska-
guðsþjónusta verður á páskadag
kl. 11. Sameiginleg samkoma verð-
ur með ýmsum kristnum samfélög-
um í Fíladelfíu, Hátúni 2, á annan í
páskum kl. 20.
, Helgihald í
Digraneskirkju
FERMINGARMESSA verður í
Digraneskirkju á skírdag, 1. apríl,
kl. 11 og 14. Samfélag við altari
Drottins á skírdagskvöld kl. 20.30.
Altarissakramentið verður fram
borið með sérbökuðu ósýrðu brauði
og bergt verður af sameiginlegum
kaleik. Prestur sr. Gunnar Sigur-
jónsson, organisti Kjartan Sigur-
jónsson.
A fóstudaginn langa, 2. apríl, er
passíuguðsþjónusta kl. 20.30. Písl-
arsagan lesin. Litanía sungin. Flutt
verður krossfestingararía úr Mess-
íasi eftir Handel. Prestar sr. Gunn-
ar Sigurjónsson og sr. Magnús B.
Bjömsson. Organisti Kjartan Sig-
urjónsson. Kór Digraneskirkju
syngur. Einsöngur Sigríður Sif
Sævarsdóttir.
Laugardaginn 3. apríl, aðfanga-
dag páska, kl. 22 verður páska-
vaka. Vitað er að kristnir menn
söfnuðust saman laugardagskvöld-
ið fyrir páskadag og vöktu saman
til þess að bíða árroða páskamorg-
uns, en þá minntust þeir upprisu
Jesú Krists. Páskavakan hefst kl.
22 fyrir utan kirkjuna, hún færist
síóan inn í kirkjuna og lýkur vænt-
anlega á fyrstu stundu páskadags-
morguns. Prestar era sr. Gunnar
■ Sigurjónsson, sr. Jón Hagbarður
Knútsson, sr. Iris Kristjánsdóttir,
sr. Flóki Kristinsson og sr. Magn-
ús Bjömsson. Organisti er Kjartan
Sigurjónsson.
A páskadag, 4. apríl, kl. 8 verður
hátíðarmessa. Flutt verður tón-
verkið Páskadagsmorgunn eftir
Sveinbjörn Sveinbjömsson sem
stólvers, ílutt af Kór Digranes-
kirkju og einsöngvuranum Eiríki
Hreini Helgasyni, Guðrúnu Lóu
Jónsdóttur og Sigríði Sif Sævars-
dóttur. Eftir messu verður morg-
... unmatur í safnaðarsal og er mælst
til þess að kirkjugestir komi með
eitthvert meðlæti með sér, en
einnig verður boðið upp á smá-
brauð, heitt súkkulaði og kaffí.
Annað ræðst af því hvað sönfuður-
inn kemur með.
Sr. Gunnar Sigurjónsson prestur.
Samkirkjuleg
hátíð í Fíladelfíu
ANNAN dag páska verður sam-
kirkjuleg hátíð í Fíladelfíu, Hátúni
2. Hefst hún kl. 20 og verða ýmis
atriði úr nokkram kirkjum m.a. má
nefna hljómsveitina Trampet, dans
og vitnisburði. Söngur, lofgjörð og
tilbeiðsla.
Morgunkaffi og
fagnaður KFUM
og KFUK
Á PÁSKADAGSMORGUN kl. 9
eða að loknum guðsþjónustum
bjóða KFUM og KFUK til fagnað-
ar í aðalstöðvum sínum við Holta-
veg til að minnast og fagna upprisu
frelsarans Jesú Krísts frá dauðum
og til að njóta saman samfélags og
morgunhressingar. Kl. 20.30 verð-
ur hátíðarsamkoma á páskum í að-
alstöðvum KFUM og KFUK við
Holtaveg. Ritningarlestur, vitnis-
burð og bæn flytur Ragnheiður
Arnkelsdóttir, skrifstofustjóri
KFUM og KFUK. Ólöf Inger
Kjartansdóttir syngur einsöng og
sr. Sigurður Sigurðarson vígslu-
biskup flytur hátíðarræðu.
Sigurbjörn Þorkelsson, fram-
kvæmdastjóri KFUM og KFUK í
Reykjavík.
Bústaðakirkja. Starf TTT mánu-
dag kl. 17.
Friðrikskapella. Kyrrðarstund í
hádegi á morgun, mánudag. Léttur
málsverður í gamla félagsheimilinu
að stundinni lokinni.
Grensáskirkja. Mæðramorgunn
mánudag kl. 10-12. Allar mæður
velkomnar með lítil böm sín.
Hallgrimskirkja. Æskulýðsfélagið
Örk (eldri deild) mánudag kl. 20 í
kórkjallara.
Neskirkja. Hjónastarf Neskirkju í
kvöld kl. 20.30. Fjármál heimil-
anna. Elín Jónsdóttir, forstöðu-
maður ráðgjafarstofu heimilanna,
heldur erindi og ræðir vandann
sem fjölskyldur komast stundum í
og gefur góð ráð um skipulagningu
fjármála fjölskyldunnar. Fótsnyrt-
ing á vegum Kvenfélags Neskirkju
mánudag kl. 13-16. Upplýsingar í
síma 551 1079. TTT, 10-12 ára
starf, kl. 16.30. Mömmumorgunn
miðvikudag kl. 10-12. Fræðsla:
Svefn og svefnvenjur. Hjúkrunar-
fræðingur frá Heilsugæslustöð Sel-
tjamarness. Ungar mæður og feð-
ur velkomin.
Seltjarnarneskirkja. Æskulýðs-
st.arf fyrir 9. og 10. bekk kl. 20-22.
Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn
í safnaðarheimilinu þriðjudag kl.
10-12.
Digraneskirkja. TTT-starf 10-12
ára á vegum KFUM og K og
Digraneskirkju kl. 17.15 á mánu-
dögum. Starf aldraðra á þriðjudög-
um kl. 11.15 í umsjá Önnu Sigur-
karlsdóttur. Leikfimi, léttur máls-
verður, helgistund. Benedikt Arn-
kelsson can. theol. kemur í heim-
sókn og sýnir myndir frá starfi ís-
lenskra kristniboða í Eþíópíu.
Fella- og Hólakirkja. Þriðjudagur;
starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl.
17.30. Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk
kl. 20.30.
Grafarvogskirkja. Þriðjudagur;
eldri borgarar, opið hús kl. 13.30 til
15.30. Helgistund, söngur, handa-
vinna, létt spjall og kaffíveitingar.
Æskulýðsstarf fyrir 8. bekk kl. 20
til 22. KFUM fyrir drengi 9-12 ára
kl. 17.30-18.30. „Kirkjukrakkar" í
Rimaskóla fyrir 7 til 9 ára börn ld.
17 til 18.
Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur
presta í Roykjavíkurprófastsdæmi
eystra er á þriðjudögum kl.
9.15-10.30. Umsjón dr. Sigurjón
Árni Eyjólfsson. Bæna- og kyi-rð-
arstund þriðjudag kl. 18.
Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í
safnaðarheimilinu Borgum þriðju-
dag kl. 10-12.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu þriðjudag
kl. 18.30. Bænarefnum má koma til
sóknarprests í viðtalstímum hans.
Seljakirkja. Mömmumorgnar á
þriðjudögum kl. 10-12.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Þriðju-
dagur; opið hús íyrir 7-9 ára börn
frá kl. 17-18.30 í safnaðarheimil-
inu, Linnetstíg 6.
Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar-
stund kl. 22. Kaffí eftir athöfn. Bi-
blíulestur kl. 21.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgunn
milli kl. 10 og 12. Opið hús fyrir
10-12 ára börn kl. 17-18.30.
@texti:Fríkirkjan Vegurinn. Mót
í Veginum, Smiðjuvegi 5, til 2. apr-
íl. Kennarar Michael og Gloria
Cotten frá Bandaifkjunum ásam
Samuel Kaniaki. Annan í páskum
verður sameiginlegg uppskerahá-
tíð í Fíladelfíu.
Hvítasunnukirkjan Ffladelfía.
Brauðsbrotning á skírdag kl. 16.30,
ræðumaður Óli Ágústsson. Almenn
samkoma kl. 16.30 á föstudaginn
langa. Ræðumaður Vörður L.
Traustason. Hátíðarsamkoma á
páskadag kl. 16.30. Ræðumaður
Vörður L. Traustason. Sameigin-
leg samkoma kristinna samfélaga
kl. 20 á 2. í páskum.
Kefas. Skírdagur, lofgjörðarbæna-
stund kl. 20.30. Brauðsbrotning.
Laugardaginn 3. apríl samkoma kl.
14. Ræðumaður Helga R. Ár-
mannsdóttir. Páskadagur, 4. april,
morgunstund kl. 8. Upprisunni
fagnað og Drottinn lofaður. Þriðju-
daginn 6. apríl bænastund kl.
20.30. Miðvikudagur 7. apríl sam-
verastund unglinga kl. 20.30.
Hjálpræðisherinn. Samkirkjuleg
útvarpsmessa í Aðventkirkjunni kl.
11 fimmtudaginn 1. apríl. Kl. 20.30
Getsemanesamkoma á hemum.
Majórarnir Turid og Knut Gamst
stjórna og tala. Föstudaginn langa
kl. 20.30 Golgatasamkoma. Kafteinn
Miriam Óskarsdóttir talar. Páska-
dag kl. 8 upprisufögnuður og sam-
eiginlegur morgunverður. Majór
Knut Gamst. KI. 19 bænastund. Kl.
20 páskafógnuður. Kafteinn Miriam
Óskarsdóttir. Annan í páskum kl. 20
samkirkjuleg samkoma í Hvíta-
sunnukirkjunni Hátúni 2.
Akraneskirkja. Fyrirbænastund
kl. 18.30.
Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin kl.
16-18. Kyrrðar-, fyrirbæna- og
fræðslustund í kirkjunni kl.
17.30-18. Lilja G. Hallgrímsdóttir
kynnir djáknastarfíð.
Landakirkja, Vestmannaeyjum.
Guðsþjónusta í kapellu sjúkrahúss-
ins á skírdag kl. 14. Um kvöldið kl.
20.30 messa sem lýkur með af-
skrýðingu altaris. Föstudagurinn
langi kl. 14 helgistund með kór-
söng og krossljósastund í stað pré-
dikunar. Páskadagur kl. 8 árdegis
hátíðarguðsþjónusta. Rúnnstykki
og kaffí í safnaðarheimilinu eftir
guðsþjónustuna.
ÁSGEIR
BJARNÞÓRSSON
Nú í dag, fyrsta apríl,
eru liðin hundrað ár frá
fæðingu Ásgeirs Bjarn-
þórssonar, sem á sínum
tíma var einn af okkar
ágætustu listmálurum
einkum í gerð andlits-
mynda, en eftir hann
liggur einnig fjöldi
landslagsverka og all-
margar fágaðar kyrra-
lífsmyndir.
Auk þess að vera góð-
ur listmálari var hann
mikill og fjölhæfur
íræðasjór og fagurkeri.
Hann var frásagnar-
glaður, og krydduðu umræðui' hans
hversdagslega tilveru með listrænu
skrúði samofnu úr þáttum mynda og
máls, lags og ljóða.
Ásgeir var hispurslaus í fasi,
sneyddur alh‘i tilgerð og sýni-
mennsku, gat hann verið harður í
dómum sínum, en annað veifíð lék
hann á þýða strengi og naut sín við að
svelgja í sig fegurð og unaðssemdii-
umhverfisins eða ausa úr nægta-
brunni fróðleiks til þess að veita öðr-
um innsýn á eitthvert leiksvið þein-a
ævintýraheima, sem honum hafði tek-
ist að lyfta hulunni af með sínum
skyggnu augum skoðarans.
Ásgeir var í hópi þeirra málara,
sem stofnuðu Myndlistarfélagið 1961.
Vora þetta listamenn, sem nutu mik-
illar hylli almennings, en ekki allra
gagnrýnenda. Nýlega hefur verið gef-
ið út ágætt, myndskreytt yfirlitsrit
yfir þessa málara, þai- sem saga
þeirra er rakin (Islenskir myndlistar-
menn útg.: Sigurður K. Árnason
EHF 1998). Skrifai- Gunnai- Dal þar
gagnmerkan formála fyrir ritinu, og
gerir þai- grein íyrir viðhorfum þessa
hóps okkar ágætustu listamanna og
segir meðal annars: „I hugum þeirra
listamanna, sem lentu í illum veðrum
á valdatíð hins menningarlega marx-
isma kom uppgjör aldrei til greina". -
„Allir hughyggjumenn í röðum skálda
og listamanna, sem ekki vildu versla
með hin foi-nu gildi trúar og listar,
urðu utangarðsmenn, ekki aðeins á
Norðurlöndum heldur svo að segja
um allan heim.“
Ásgeir mætti mörgu því líku móL
læti með karlmennsku, gekk oftast
um með glaðvært stef á vöram og æv-
inlega með skoplegt og nýstárlegt
viðhorf til lífsins. Hann var bjartsýnn
og áhyggjulítill, frábitinn því að
leggja lag sitt við hefbundnar venjur
kerfisins, setjast í fastar skorður
embætta og skoðana eða ánetjast
gróðahyggju og taka þátt í kapp-
hlaupi um veraldargæði eða auðs- og
eignasöfnun. Lífshlaup hans var ekki
að hefðbundnum hætti íslensks
sveitadrengs, sem hann var að upp-
lagi.
Ásgeir Bjamþórsson var fæddur á
Grenjum í Mýrasýslu 1. apnl 1899.
Faðir hans var Bjamþór sonur
Bjarna frá Knarrarnesi Benedikts-
sonar frá Hítai-dal og
Þórdísar Jónsdóttur frá
Alftanesi. Móðir Ásgeirs
var Sesselja Soffía dótt-
ir Níelsar Eyjólfssonai-
frá Helgustöðum og
Sigríðar, en hún var
dóttir Sveins Níessonar
prófasts á Staðastað og
Guðnýjar skáldkonu frá
Klömbrum Jónsdóttur
frá Grenjaðarstað. Að
Ásgeiri stóðu því ættir
af suðvestan- og norðan-
verðu landi, bændur og
bústýrur, prestar og
maddömur. Ættmenni,
sem voru meðal annars kunn fyrir
verklagni, sagnaritun og skáldskap-
arhneigð.
Á námsáranum erlendis kynntist
Ásgeir hópi manna, sem vora á líku
reki og samtíma honum við nám í list-
greinum og bókmenntum. Varð hon-
um tíðrætt um þennan félagsskap og
hafði frá mörgu að segja úr þeirra
hópi og þeirra samskiptum og vora
þeir þættir settir fram með gaman-
sömum frásagnaiTnáta. Sumt af því
var fært í letur í bókinni: ,Af lífí og
sál“, sem Andres Kiistjánsson rit-
stjóri skráði eftir honum 1973.
Þeir Islendingar, sem leitað höfðu
utan eftir lok fyrri heimsstyrjaldar og
flestir vora fæddir um og eftir síðustu
aldamót, bára til landsins menningar-
strauma í greinum, sem vora nær
óþekktar áður hér á landi. Þeir urðu
brautryðjendur á sviði lista, heim-
speki og nýrra bókmennta, og áttu
sinn þátt, líkt og Fjölnismenn forð-
um, í að gera íslenskt mannlíf litrík-
ara og alþjóðlegra. í þeim hópi var
Ásgeir þó fremui' boðberi hinnai' sí-
gildu listai', sem heillaði hann, en
hann átti ekki samleið með nýsköpun-
armönnum og abstrakt-máluram
þessa sama tímabils. Eða eins og
hann sagði: „Tískulist er eins og
hrímið, sem myndast á einni nóttu
eða degi, en hjaðnar síðan fyrir þeirri
sól sem eilíflega skín.“ Þá sólarsýn
leitaðist hann við að birta þjóð sinni.
Þegar Ásgeir leit yfir langan ævi-
feril, sem var orðinn 88 ár, taldi hann
sig vera mikinn gæfumann, enda þótt
fjárhagur hans væri oftast þröngur.
Hann trúði á framhald lífsins og jafn-
vel endurfæðingu, en eitt er víst, að
mörg góð listaverk Ásgeirs halda
áfram að endurspegla skoðanir hans
og sjónarmið og lýsa viðhorfum hans
til þeirra þátta í ríki náttúrannar,
sem hann hafði mestar mætur á. Og
þær svipmyndir, sem hann festi á lé-
reft munu ylja þeim sem á horfa um
mörg ókomin ár.
Á miðjum aldri gekk Ásgeir að eiga
unga konu ættaða frá Eistlandi, Inge-
borg Lorensson að nafni. Gengu þau í
hjónaband 1950, en slitu samvistum
tíuárum síðar.
Ásgeii' andaðist í Reykjavík 16.
desember 1987.
Sturla Friöriksson.
BRIÐS
llinsjón Arnór G.
II a g n a r s s o n
Félag eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni
Mánudaginn 21. mars spiluðu 22
pör Mitchell tvímenning. Urslit
urðu þessi:
N/S
Jón Stefánsson - Sæmundur Björnsson...........276
Rafn Kristjánsson - Júlíus Guðmundsson .......261
Bergljót Rafnar - Soffía Theodórsdóttir.......251
A/V
Viggó Nordquist - Tómas Jóhannsson............261
Oliver Kristóferss. - Sigurieifur Guðjónss....260
Haukur Guðmundsson - Örn Sigfússon ..........230
Fimmtudaginn 25. mars spiluðu
25 pör. Úrslit urðu þessi:
N/S
Pórarinn Árnason - Fróði B. Pálsson...........281
Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lúthersson ........261
Sigurleifur Guðjónss. - Oliver Kristóferss....244
A/V
Jón Andréss. - Guðm. Á Guðmundss.............262
Jón Stefánsson - Sæmundur Björnsson..........257
Sigurður Pálsson - Þórhildur Magnúsd.........247
Meðalskor báða dagana var 216.
Bridsfélag Borgarfjarðar
Mánudaginn 15. mars hófst
þriggja kvölda einmenningskeppni
sem jafnframt er firmakeppni fé-
lagsins. Spilað er á 6 borðum undfr
öraggri leiðsögn Jóns Þórissonar í
Reykholti. Eftfr fjör og læti fyrsta
kvöldið stóðu eftirtaldir sig best:
Kristján Axelsson, Bakkakoti ....................188
Magnús Bjamason, Birkihlíð.......................180
Lárus Pétursson, Hvanneyri.......................160
Eyjólfur Sigurjónsson, Kópareykjum...............158
Jón Þórisson, Reykholti..........................151
Sveinn Hallgrímsson, Vatnshömrum.................149
Þorstehm Pétursson, Árbergi .....................149
22. mars hélt fjörið áfram og
stuðið hélst á efstu mönnum:
Magnús Bjamason, Birkihlíð.......................184
Kristján Axelsson, Bakkakoti ....................173
Þorsteinn Pétursson, Árbergi ....................170
Jóhannes Sigvaldason, Hvanneyri..................166
Höskuldur Gunnarsson, Hvanneyri..................163
LárusPétursson, Hvanneyri........................162
Ljóst er að ekkert verður gefið
eftir síðasta kvöldið.
I lok febrúar fékk félagið góða
gesti er Bridsdeild Starfsmannafé-
lags Sementsverksmiðju ríkisins
kom í heimsókn. Vinátta hefur hald-
ist með þessum félögum í áratugi og
verður áfram. Spiluð var sveita-
keppni þai- sem hvort félagið atti
fram fimm sveitum. Úrslit urðu þau
að Borgfirðingar mörðu sigur og var
kominn tími til því Sementið hefur
haft betur nú um nokkra hríð.