Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 61

Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 61 Islandsmeist- aramót á snjó- brettum LAUGARDAGINN 3. apríl verður í fyrsta sinn haldið íslandsmeistara- mót á snjóbrettum og fer mótið fram á skíðasvæði KR í Skálafelli. Mótið er haldið á vegum Skíðasam- bands íslands og hefst á laugardag kl. 14.00. Keppt verður í bretta- stökki og snjóbrettaati (Bo- ardercross), þar sem fjórir renna sér hlið við hlið og leika listir og þrautir. Keppt verður í þremur flokkum: Strákar, 16 ára og yngri, fæddir 1983 og síðar; Strákar 17 ára og eldri, fæddir 1982 og fyrr, og stelp- ur, allir aldurshópar. Skráning keppenda hefur staðið yflr í íþróttaverslunum að undan- förnu og er skráningargjald 1000 krónur, en þeim sem ekki hafa skráð sig, er bent á að þeir geta gert það í Skálafelli frá kl. 11.00 á laugardag. I fréttatilkynningu frá aðstand- endum mótsins kemur fram að reiknað er með því að fjöldi kepp- enda verði á bilinu 100-200 og að veitt verði verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Það eru Skíðasamband íslands og Skíðadeild KR sem sjá um keppn- ina og öryggisgæslu á mótsvæðinu. Starfsmenn Skálafells ásamt móts- höldurum sjá um gerð brautar, stökkpalla, og annað sem lýtur að sjálfri gerðinni, svo sem uppsetn- ingu á svokölluðum „snjóbrettara- mpi“ (Half-pipe). Gáfu fæðinga- deild Landspít- alans sjón- varpstæki KVENFÉLAGASAMBAND ís- lands gaf fyrir skömmu tvö sjón- varpstæki með innbyggðu mynd- bandstæki á fæðingadeild Lahdspít- ala íslands. Gjöf þessi er vegna 50 ára afmælis fæðingadeildarinnar, sem er í ár. Drífa Hjartardóttir, for- seti Kvenfélagasambands íslands, afhenti þessi tæki ásamt fulltrúum úr stjórn KÍ, en Álfheiður Árna- dóttir, deildarstjóri á meðgöngu- deild, ásamt fleira starfsfólki veitti tækjunum móttöku. Var Kvenfé- lagasamband Islands fullvissað um að tæki þessi kæmu sér vel fyrir deildina. Annað tækið á að vera kennslutæki í ljósmæðranámi en hitt til afnota fyrir sjúklinga. Handmálaðir grískir íkonar Verð frá kr. 1.990 til 25.000 Falleg fermingargjöf /Htíft O)lofnn0 1974 ítíUíílt Klapparstíg 40, sími 552 7977. FRÉTTIR Bíóin opin um páskana KVIKMYNDAHÚSIN hafa í sam- einingu ákveðið að hafa opið alla páskana. Aukast því enn möguleik- ar fólks á skemmtunum yfir pásk- ana. Það er af sem áður var þegar allt var lokað og lítið hægt annað að gera en dvelja heima við. Sífellt fleiri möguleikar bjóðast nú fólki sem vill gera sér eitthvað til upp- lyftingar og er lengri afgreiðslutími kvikmyndahúsanna einn kosturinn í viðbót. Vonir standa til að þetta mælist vel fyrir hjá íslenskum kvik- myndahúsagestum, segir í fréttatil- kynningu. Nú er svo komið að kvikmynda- húsin eru opin allan ársins hring að undanskildum þremur hátíðisdög- um. Hér er átt við aðfangadag, jóla- dag og gamlársdag og má búast við að svo verði áfram um okomna tíð. Foreldrahópur Málbjargar STOFNAÐUR hefur verið foreldra- hópur innan Málbjargar. Markmið Málbjargar er að vinna að málefnum þeirra sem stama. Foreldrahópur- inn samanstendur af foreldrum bama sem stama og er markmiðið að auka þekkingu innan skólakerfis- ins á stami ásamt því að miðla öðr- um þekkingu um meðferðir við stami. Stofnfundur var haldinn 3. mars og verður næsti fundur haldinn miðvikudaginn 7. apríl kl 20.30 í kaffisalnum í húsi Öryrkjabanda- lagsins að Hátúni 10 neðstu hæð. Öllum foreldrum bama sem stama og öðrum sem áhuga hafa á málefn- inu er velkomið að mæta og kynna sér félagið. LEIÐRÉTT Röng fullyrðing í Staksteinapistli Morgunblaðsins í gær er sagt að Björgvin Sigurðs- son hafi stjórnað kosningabaráttu Svanfríðar Jónasdóttur í prófkjör- inu, sem fram fór fyrir norðan á dögunum. Þessi fullyrðing er feng- in á vefsíðu Vef-Þjóðviljans, en hún mun svo hafa verið tekin þar út eftir að Björgvin benti rekstrar- aðilum vefsíðunnar á þessar rang- færslur. En þær komu í Stakstein- um í gær inna gæsalappa, tilvitnun í Vef-Þjóðviljann. Morgunblaðinu þykir leitt hafa miðlað þessu og biður Björgvin afsökunar. Spegluð mynd í sérblaði Morgunblaðsins í til- efni af hálfrar aldar afmæli Atl- antshafsbandalagsins er á bls. 11 að mynd af forvígismönnum undir- skriftarsöfnunarinnar „Varið land“. Myndin hefur verið spegluð og er nafnalistinn því réttur séð frá hægri til vinstri. í UMFJÖLLUN um úrslit Mús- íktilrauna Tónabæjar var rangt farið með röð hljómsveita í öðra og þriðja sæti tilraunanna. Rétt er að hljómsveitin Sinnfein varð í öðra sæti en Etanol í þriðja sæti. Beðist er velvirðingar á þessu. Einnig urðu mistök við birtingu umfjöllunar um tilraunakvöldið 19. mars sl., er myndum af hijóm- sveitunum Tini og Sauna var víxl- að. Vegna gífulegrar eftirspurnar hefur okkur tekist að fá viðhótargistingu í Algarve í Portúgal Gardon Choro QualitySuiti Sol Dolro Albufeiia stiöndin íbúðir með 1 eða 2 svefnlnerbergjum Oura-ströndín m.v. 4ra manna fjölskyldu, 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára Innifalið: Flug, gisting og allir flugvallarskattar Mjög vel staðsett 2ja og hálfs iykla íbúðahótel alveg við endann á „Laugaveginum". Stendur í hliðargötu við hliðina á Monte Choro hótelinu. Lítill en notalegur sundlaugargarður með barnalaug og laug fyrir fullorðna. Góð sólbaðsaðstaða. í garðinum er skemmtilegur snakkbar þar sem oft er grillað á kvöldin. 23. mai-29. agúst Danmörk/Billund 27665.» Innifalið: Flug, bílaleigubíll í A-flokki í eina viku, allirflugvallarskattar m.v. 2 fullorðna og tvö börn 2ja-11 ára Wk Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 568 2277 • Fax 568 2274 • Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is Akranes ísafjörður mvwyrt Selfoss Keflavík Kirkjubraut 3 Vesturferðir, Aðalstræti 7 S: 462 5000‘Fax:"462 7833 Suðurgarður hf., Austurvegi 22 Hafnargötu 15 S: 431 4884 • Fax: 431 4883 S: 456 5111 • Fax: 456 5185 S: 482 1666 »Fax: 482 2807 S: 421 1353 «Fax: 421 1356 Borgames Sauðárkrókur Vestmannaeyjar Grindavík Vesturgarður, Borgarbraut61 Skagfiröingabraut 21 S: 478 1000 • Fax: 4781901 Eyjabúð, Strandvegi 60 Flakkarinn, Víkurbraut 27 S: 437 1040 • Fax: 437 1041 S: 453 6262/896 8477 • Fax: 453 5205 Sími 481 1450 S: 426 8060 «Fax: 426 7060 FERÐIR Sími 568 2277

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.