Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 64
64 FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk IT'5 A VALENTINE FOK OOR TEACHER..5EE? I PREU) A 6REAT 516 HEART. Þetta er ástarbréf til kennarans Þetta er líkara bakaðri kartöflu ... Hún er grænmetisæta ... ég ætla að okkar ... sérðu? Ég teiknaði risa- teikna nokkrar gulrætur og spergil- stért hjarta ... kál í kringum það ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni I 103 Reykjavík # Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Til verka, Þórarinn Frá Birgi Hólm Björgvinssyni: ÞÓRARINN V. Þórarinsson, stjórnarformaður Landssímans og fram-kvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins, skrifar í Morg- unblaðið þar sem hann býsnast yfír sjómannaafslættinum og kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að sjómannaafslátturinn komi út- gerð í landinu ekkert við. Þórarinn fer víðar í grein sinni, en mig lang- ar að benda honum á fá atriði sem vonandi geta leitt hann áfram í þessu áhugamáli sínu, það er að allir þegnar skuli jafnir standa. Það fyrsta sem ég vil nefna kem- ur reyndar beint inn á starf Þórar- ins sem formanns stjómar Lands- símans. Og þá um leið inn á hinn augljósa áhuga hans á að þegnun- um sé ekki gert mishátt undir höfði. Til upprifjunar fyrir Þórarin og einhverja aðra, ef þörf er á, er ekki langt síðan ákveðið var að allt landið væri eitt gjaldsvæði hvað varðar gjöld fyrir þjónustu Lands- símans. Til að fullum jöfnuði verði náð er þá ekki sjálfsagt að stækka gjaldsvæðið út á miðin, þannig að sjómenn fái notið þess að hringja á sama verði og aðrir íslendingar? Til að gera þetta að veruleika þarf Þórarinn ekld að ráðfæra sig við, leita til, eða reyna að hafa áhrif á mann eins og Geir H. Haarde fjár- málaráðherra og alls ekki að gera ágreining við hann um málið. Nóg er jú samt. Þannig er að í áðurnefndri Morgunblaðsgrein fullyrti Þórar- inn, eins og kom fram hér að ofan, að sjómannaafslátturinn komi út- gerðinni ekkert við. Ég nenni ekki að deila við Þórarin. í minn stað fæ ég til þess Geir H. Haarde. I skrif- legu svari á Alþingi við fyrirspurn Péturs Blöndal segir Geir orðrétt: „Já, það er skoðun fjármálaráð- herra að sjómannaafslátturinn sé í eðli sínu niðurgreiðsla á launa- kostnaði útgerðar og að uppruni afsláttarins og saga beri það með sér.“ Þetta les ég þannig að ráð- herrann segi að sjómannaafsláttur- inn komi sjómönnum ekkert við. Enda er það hárrétt hjá honum. Nógum það. Að lokum vil ég vara við þeim kenningum sem koma fram í grein Þórarins um að sjómenn hafi of góð laun. Ég hef starfað með og fyrir sjómenn allan minn starfsald- ur. Ég þekki ekki einn einasta sjó- mann sem ekki vildi fara í land fyr- ir sömu laun og þeir hafa til sjós. Það er vegna launanna sem menn fást til sjós og það er ekki síst vegna þessara manna sem okkur hefur tekist að búa til það glæsi- lega þjóðfélag sem hér er. Það get- ur verið þægilegt fyrir mann eins og Þórarin að reyna að skapa óein- ingu meðal fólks um stöðu sjó- manna. Það er ekki við hæfi að gera það sama dag og hann leggur fram ársreikning í einokunarfyrir- tækinu Landssímanum þar sem hagnaður af rekstri telur milljarða króna. Það má ætla að það hafi tek- ist í krafti einokunar og því sé ver- ið að rukka þegnana um alltof hátt verð. Ég held það. BIRGIR HÓLM BJÖRGVINSSON, stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Heimahlynning Krabbameinsfélagsins Frá Ragnheiði Haraldsdóttur, Gunnlaugi Sverrissyni og Einari Þór Sverrissyni: NOKKUR hlýleg orð og þakklæti til Heimahlynningar Krabbameins- félagsins fyrir þá umhyggju og að- stoð er þetta einvala lið af færu fólki veitti okkur fjölskyldunni í veikind- um sem komu eins og reiðarslag. Allt í einu var fullfrískur maður, er aldrei hafði verið misdægurt í sínu lífi, orðinn fárveikur af krabba- meini. Hans sjúkdómur dró hann til dauða á fimm mánuðum. Hann lá heima þegar mögulegt var, nema tvær vikur er hann var í aðgerð á Landspítalanum. Er heim var komið, settum við okkur í samband við heimahlynn- inguna, og þá kynntumst við þess- um hópi lækna og hjúkrunarfræð- inga en hvert þeirra var einstaklega kærleiksríkt, umhyggjusamt og elskulegt. Þetta er aðdáunarvert starf sem þetta fólk vinnur, alltaf tilbúið að koma hvenær sem er sól- arhringsins og hjálpa, og á vissum tímum sem þörf er á í viðkomandi tilfellum. Við getum eigi orða bundist yfir þeirri gífurlegu hjálp og styrk sem þetta fólk veitti okkur, og hefðum verið ansi illa stödd ef hjálpar þeirra hefði ekki notið við. Við vonum að þið fáið allan þann styrk er þið þurfið á að halda til að halda þessari starfsemi áfram. Með innilegu þakklæti Valgerður og þið öll, hvert öðru betra. RAGNHEIÐUR HARALDSDÓTTIR, Úthlíð 5, Reykjavík, GUNNLAUGUR SVERRISSON, Hæðargerði ld, Reyðarfirði, EINAR ÞÓR SVERRISSON, Laufásvegi 20, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.