Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 01.04.1999, Blaðsíða 66
66 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 MORGUNB LAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Lífsins hátíð Það má lesa út úr táknmáli páskanna, segir Stefán Friðbjarnarson, að við eigum að rækta með okkur bjartsýni og jákvæð viðhorf. TUTTUGASTA öldin er senn kveður, færði mannkyni framfar- ir sem eiga engan sinn iíka í gjörvallri sögunni. Við fljúgum heimshorna á milli á einu dægri. Við sitjum fyrir framan sjón- varpsskjá í stofunni okkar - á ströndu hins yzta hafs - og horf- um á atburði hinum megin á jarðarkringlunni á sama tíma og þeir gerast. Við horfðum á þess- um sama skjá á samtímamann okkar stíga fæti á tunglið. Við setjumst við tölvuna okkar eða tökum upp gemsann okkar og skiptumst á skoðunum við við- mælendur í Astralíu, Afríku og á Suðurskautslandinu! Framfarimar í fjar- skipta-, heilbrigðis- og samgöngumálum og gjörvöllum öðrum málum, sem mynda rammann um mann- lífið, eru ótrúlegar - en veruieiki engu að síður. Tæknin hefur gert okkur kleift að gjömýta auðlindir jarðar, sem forsjón- in hefur lagt okkur upp í hendur til framfærslu og varð- veizlu, jafnvel ofnýta þær í sumum tilfellum. Lífskjör okkar eru allt önnur og betri en áa okk- ar. Við lifum ára- tugum lengur en þeir! En hvað um okkar innri mann? Hafa framfarimar hið innra með okkur, í hugar- heimi okkar, í breytni þjóðar við þjóðlegu menningar- og hjálpar- starfi. Minna má á Hjálparstofn- un kirkjunnar, Rauða krossinn og fleiri hjálparsamtök. Það fagi-a og jákvæða í mannheimi rís ávallt upp, til nýs lífs. Það kemur ekki sízt fram þar sem mannshugurinn rís hæst, í vís- indum og listum, í læknisfræði og hjálpai’starfí, í bókmenntum, hljómlist og myndlist. Páskar era sigurhátíð lífsins yfir dauðanum, sigurhátíð kær- leikans, ljóssins og sannleikans. Það má lesa út úr táknmáli UPPRISA Krists, altaristafla Dómkirkjunnar í Reykjavík. þjóðir og manna við menn hald- izt í hendur við hinar ytri fram- farir? Era ekki í farteski 20. ald- arinnar, tækni- og vísindaaldar, tvær heimsstyrjaldir, „helför“ brúnna og rauðra öfga, óteljandi staðbundin stríð, hryðjuverk, hungurdauði milljóna fólks, hrikalegur eiturlyfjavandi o.s.frv. o.s.frv.? Píslarganga Rrits, krossfest- ing og upprisa, sem heyrir til 'páskum að hugleiða, minna okk- ur ónotalega á, að breyskleiki manna er engu minni á öld tækni og vísinda, sem við nú lifum, en þá er krossinn var reistur á Gol- gata. Hversu víða í sögu 20. ald- arinnar sjáum við ekki dómarana og valdsmennina, sem dæmdu Krist, hermennina sem pyntuðu hann og múginn sem heimtaði Barrabas lausan? Hefur ekki mannkindin á öllum öldum krossfest kærleikshugsjón Krists - oft og mörgum sinnum? Heimsmynd samtímans, stað- bundin stríð, milljónir flótta- manna, sjúk og sveltandi börn vanþróaðra ríkja, mengun nátt- úru og umhverfis og margs kon- ar fordómar í garð náungans eru talandi vitnisburður um Hausa- skeljahæðir í lok 20. aldar. Það er sem betur fer einnig önnur hlið á tilverunni, hlið feg- urðar og kærleika. Samtími okk- ar speglar einnig hið fagra og já- kvæða í veröldinni, sem hvar- vetna blasir við ef grannt er gáð. Þar vegur þyngst kærleiksboð- skapur kristninnar, sem víða segir til í daglegum samskiptum fólks, ekki sízt þegai- óvæntir at- burðir og ytri aðstæður kalla á samstöðu fólks og samhjálp. Kærleiksboðskapurinn kemur einnig í ljós í margvíslegu, fjöl- páskanna, sem og annarra kirkjuhátíða, að við eigum að rækta með okkur bjartsýni og jákvætt hugarfar, jákvæð við- horf, jákvæða afstöðu til um- hverfís okkar og samferðafólks. Megi páskasólin skína hið innra með okkur, verða vermireitur fyrir það góða sem í sérhverjum manni býr. Það fer vel á því að enda þenn- an páskapistil á orðum Sigur- björns biskups Einarssonar, lokaorðum greinarinnar Páskar í bókinni Haustdreifar: „Þannig er tilveran öll gegn- lýst af þeim leyndardómi, sem Jesús Kristur býr yfir, maðurinn eini, sem var Guð á jörð. Og saga hans var úrslitaskref í sig- urgöngu þess Guðs, sem ætlar sér að afmá dauðann að eilífu. Páskarnir hans eru eilífgild yfír- lýsing, óhagganlegt sigurorð hans: Ég lifi. Og nú er það sælt að hugsa til þess að mega áfram eiga vitund, líf, tilveru um enda- lausar aldir, sem þó verða aldrei annað en ein eilíf andrá fullkom- innar, ólýsanlegrar lífsnautnar í ríki þeirrar elsku, sem braust í gegnum allar víglínur hins illa á páskum. Þá var það stríð unnið, sem markar endanlegar sigur í stjrjöldinni, þó að enn sé barist og mvrkrið á flótta sínum mátt- ugt og ægilegt. Það er dæmt. Og þá vil ég ekki láta myrkrið eiga mig, dauðans dæmda myrkur. Ég vil játast lífínu. Það er trú, kristin trú, páskatrú, að taka sigur Guðs gildan og láta sigrast af honum, sem hefur lykla dauð- ans og heljar og lifir um aldir alda.“ Höfundur er fyrrverandi blaðamaður við Morgunblaðið. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags SD-smyrsl MIG langar enn og aftur að minna á þetta undur- samlega SD-smyrsl. Við sem erum með hinn hvim- leiða psoriasis exem sjúk- dóm ættum öll að eiga það í ísskápnum hjá okkur og nota það minnst tvisvar á dag á sýkta bletti. Til marks um ágæti þessa smyrsls og græð- andi mátt þess, er saga af konu sem í þrjú ár er búin að vera haldin blæðandi exemi sem læknar sem hún hafði leitað til aftur og aftur, höfðu engin ráð til að lækna. Ég hitti þessa konu í leikhúsinu fyrir 3 vikum, þá var hún með sár um allt andlit og sagði mér sína þrauta- föngu frá lækni til læknis. !g fékk hana til að nota SD-smyrslið og fylgdist með henni í vikutíma en þá voru komin mikil bata- merki, eftir 2 vikur voru öll sárin sem sagt gróin. Sem nærri má geta er hún himinlifandi yfir batanum og notar nú ekki annað en SD-smyrsl. Mig undrar stórum hvað húðsjúkdómalæknar og psoriasis félagið eru áhugalaus um þetta SD- smyrsl, þar sem svo mikill lækningamáttur er í því. Það er alíslenskt úr ís- lenskum jurtum, vatni og lýsi og angar af reyrilmi. Þetta læknar flest exem og útbrot og ver húðina gegn kulda. Ég hef reynsl- una, því smyrslið bjargaði mér eftir tveggja ára leit að bata, bæði hjá læknum, í ljósum og inntökum. R.G. Lífeyrir öryrkja GRUNNLÍFEYRIR ör- yrkja hækkaði um 1.100 krónur sl. mánaðamót og af því fara 400 krónur í skatt samkvæmt upplýs- ingum frá Tryggingastofn- un. Ja hérna, húrra fyrir ríkisstjóminni. Bótaþegar geta aldeilis keypt sér fína steik íyrir páska og keypt sér hitt og þetta sem þá vanhagai- um. Hrafn Hauksson segir í Velvak- anda að hann ætli að selja atkvæði sitt dýrt. Hvernig væri fyrir verðbréfamark- aði að markaðssetja at- kvæði nú fyrir kosningar? Er það ekki í tísku núna að markaðssetja allt, því ekki atkvæðin líka? Sigrún. Hringlandi MIKIÐ er leiðinlegur þessi íslenski siður að vera alltaf að breyta um vörutegundir. Það er al- veg óþolandi að bjóða fólki upp á annað eins. Hvers vegna fæ ég ekki uxahala, medistarpulsur, stikilsberjasultutau, svínafætur og margt fleira? Svið eru óæt í dag vegna nýrrar hreinsunar- aðferðar, svo þau er ég hætt að kaupa. Finnst hins vegar afleitt að geta ekki fengið svínalappm nema með höppum og glöppum og hinar vörurn- ar og margar fleiri era horfnar og eitthvað annað komið í staðinn. En það er ekki fyrir minn smekk svo ég kaupi það ekki. Af hverju fást makkarónu- lengjur og „maraud“-kúl- ur ekki lengur? Mér þótti það best. Hvar fæst það? Svo eru það brauðin. Fyr- ir mörgum árum fengust hér brauð sem hétu bóndabrauð, ágætis brauð sem ég og fleiri keyptum mikið. En Adam var ekki lengi í Paradís; það breyttist fljótlega og við hættum að kaupa þetta. Svona er það með öll önn- ur brauð það er sifellt ver- ið að breyta þeim. Ég er eiginlega hætt að borða brauð en hef fengið mér hrökkbrauð í staðinn, þetta sænska, það er best. Nú fæst það ekki lengur, það er komið enskt hrökk- brauð sem mér fínnst ekki eins gott. Hvað segja neytendasamtökm, þarf maður að sætta sig við þetta eða hvað? Út yfír tekur þó hringlandinn með strætis- vagnana hér í Reykjavík. Það er sífellt verið að breyta númerum á vögn- unum og ökuleiðum. Mað- ur kemst ekki með vagni frá Mjódd upp í Amar- bakka. En nú er enn verið að breyta til og er það ekki í fyrsta skipti. Nú stansar vagninn neðst á Amar- bakka. Þaðan verður mað- ur svo að arka með fullan poka af vörum upp á Bakk- ana og er það erfitt fyrir margar eldri húsmæður. Ég er hissa á að Islending- ar skuli láta fara svona með sig, þetta er eitthvað svo austantjaldslegt að taka ekkert tillit til fólks. Með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Lýk ég svo spjalli þessu, í von um að fleiri láti í sér heyra. Með kærri kveðju, Sigríður Johnsen. Tapað/fundið Vasagullúr týndist VASAGULLÚR týndist sl. mánudag annað hvort við Kringluna eða í Skeif- unni. Skilvís finnandi hafi samband í síma 560 5976 á daginn og 568 5097 á kvöldin. Fundarlaun. SKAK Ums.jón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur. STAÐAN kom upp á opnu móti í Lugano í Sviss í mars. E. Sedina (2.370) var með hvítt, en rúmenski stórmeistarinn Florin Ghe- orghiu (2.450) hafði svart og átti leik. 31. - Hel+ 32. Bxel - Hxel+ 33. Kf2 - Rd3+ 34. Kf3 - Rxb2 35. Hxg7+ - He7 og þar sem hvítur er orðinn manni und- ir í endatafli gafst hann upp. Englendingur- inn Joe Gallagher, sem búsettur er í Sviss, sigraði á mótinu með 6 vinninga af 7 mögulegum. Hálf- um vinningi á eftir komu þeir Tuk- makov, Úkraínu, P. Horvath, Ung- verjalandi og Cvitan, Króa- tíu. Gheorghiu var í hópi þeirra sem hlutu 5 v. VfOíUVI HRF.KKVISI , þe Ha er etrkí sprungln, apa—£ q m. Yíkverji skrifar... VÍKVERJI þurfti nú nýlega að eiga viðskipti við fyrirtækið Frumherja, bifreiðaskoðun, sem áð- ur var Bifreiðaeftirlit ríkisins, og hafði einokun á að skoða bíla lands- manna í áratugi. Einkaleyfi Bifreiðaeftirlitsins var afnumið fyrir nokkrum árum og Bifreiðaeftirlitinu breytt í hlutafélag. Jafnframt komu til sögunnar ýmis önnur skoðunarfyrirtæki, sem fengu leyfi til skoðunar á bifreiðum lands- manna - samkeppni hóf innreið sína í þessa starfsgrein, bifreiðaskoðun. Víkverji telur að hvergi sé ljósara dæmi um það hve samkeppni hefur góð áhrif og einmitt í þessari þjón- ustu við bifreiðaeigendur. Bifreiða- eftirlitsmennirnir voru auðvitað mis- jafnir eins og þeir voru margir, en alltaf völdust í það starf menn sem virtust hafa gaman af því að sýna vald sitt og gera sig merkilega gagn- vart kúnnanum, sem gat ekkert ann- að farið en til þessara manna í Bifreiðaskoðun ríkisins. Þeir, sem höfðu farið ár eftir ár með bíl sinn í skoðun, þóttust góðir ef þeir slyppu við hrokagikkina hjá Bifreiðaeftirlit- inu og það var á stundum, að menn fengu það á tilfinninguna að menn hefðu unnið í happdrættinu kæmust menn hjá gikkjunum. En nú er öldin önnur. Þegar kom- ið er að manni í bifreiðaskoðun tekur elskuleg stúlka á móti manni og býð- ur inn á biðstofu þar sem á boðstól- um er kaffi og/eða ávaxtasafi og maður er beðinn um að hafa biðlund meðan bíllinn er skoðaður. Þegar svo skoðunarmaðurinn er búinn með sitt verk er viðkvæðið: „Þakka þér fyrir komuna og gagni þér vel í umferð- inni.“ Það er einkar ljúft að mæta mönnum, sem eru ekki uppfullir hroka gagnvart viðskiptavinunum og þakka mönnum fyrir að viðkomandi skiptir við fyrirtæki þeirra. XXX OFT áður hefur Víkverji minnst á það að Mjólkurbú Flóamanna hafi fyrir nokkru hætt framleiðslu á rjómaosti með jurtakryddi og lauk, sem að mati Víkverja var langbezti rjómaosturínn, sem fyrirtækið fram- leiddi. Hefur Víkverji skorað á MF að hefja þessa framleiðslu aftur, en allt hefur komið fyrir ekki. Þessi ost- ur mun ekki hafa selzt í nægjanlegu magni. Nú hefur hins vegar Nýkaup hafið innflutning á dönskum rjómaosti, sem ber nafnið Pikant, sem er svo til sami osturinn. Þeir Nýkaupsmenn mega hafa þakkir fyrir þetta fram- tak, því að nú geta aðdáendur þess- arar ostategundai- fengið hann, þótt verðið sé auðvitað mun hærra en á þessum frábæra MF-osti, sem mjólkurbúið hefur hætt framleiðslu á. PASKAHÁTÍÐIN gengur nú í garð, helzta hátíð kristinna manna. Ymislegt er á döfinni yfir há- tíðirnar, m.a. er skíðahátíð mikil á Isafirði og huga margir áreiðanlega á ferðir um landið þessa kærkomnu fríðdaga, sem framundan eru. Vík- verji vill í lokin minna fólk á að fara varlega og hvetja alla til þess að taka nú höndum saman í því, að þessir há- tíðisdagar verði slysalausir og að all- ir aki heilum vagni heim að lokum. Að svo mæltu býður Víkverji öllum lesendum sínum gleðilegra páska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.