Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 80

Morgunblaðið - 01.04.1999, Page 80
0 r ------------------------------------------------------------ [ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 | PÓSTHÓLF3040, FfETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Bensín hækkar í verði um 1,90 kr. OLÍUFÉLAGIÐ hf. (Esso) hækk- ar í dag verð á bensínlítranum, bæði 95 oktana og 98 oktana, um 1,90 krónur og einnig hækkar verð á dísilolíu um 40 aura á bensín- stöðvum. „Við erum alltaf sakaðir um að hækka eldsneytisverð hratt og lækka hægt, miðað við þróun á heimsmarkaði, en ef við værum að selja bensín á því verði sem það er skráð þessa dagana ytra, þyrfti hækkunin að vera vel á sjöttu krónu. Nú njóta viðskiptavinir birgðaverðsins hjá okkur,“ segir Geir Magnússon, forstjóri Olíufé- lagsins. Stríð áhrifavaldur „Við höfum átt meiri birgðir af öðrum olíutegundum þannig að við þurfum ekki eins á verðhækkun að halda þar, en lítið var til af bensíni og því hækkar það fyrr. Nú er stríð í Evrópu og verð á bensíni hækkar um 5-6 dollara á dag, sem er hreyf- ing sem menn hafa kannski séð á tveggja mánaða tímabili til þessa. Mig minnir að tonnið hafi hækkað um eina 40-50 dollara á einum mánuði, sem er snarbrött hækk- un.“ Hann kveður sér ekki vera kunn- ugt um viðbrögð annarra olíufélaga hérlendis, en hann reikni með að fyrirtækið sé leiðandi að þessu sinni. Verði hækkanir annarra fé- laga minni verði reynt að bregðast við í samræmi við það. s A faraldsfæti um páskana UM 4.000 manns héldu til útlanda frá Leifsstöð í gær og á mánudag. Uppselt var í flestar sólarlanda- ferðir hjá Satnvinnuferðum-Land- sýn, tírvali-Útsýn og Heimsferð- um auk þess sem fjölmargir fóru út á eigin vegum, ýmist í stór- borgarferðir eða á skíði. Pétur Sigurðsson, fjögurra ára, var að fara til Kaupmannahafnar í gærmorgun ásamt langafa sín- um, Astráði Sigursteindórssyni, sem er á níræðisaldri. Hvorugur þeirra lætur aldurinn hamla ferðalögum sínum um heiminn en einnig voru með í för eiginkona Ástráðs og langamma Péturs og foreldrar Péturs. ■ Flestir á leið/6 mm--------------------- Dómsmálaráðherra um ástandið á Höfn Engar kvartanir borist ^ÞORSTEINI Pálssyni dómsmálaráð- ^llferra hafa ekki fyrr borist til eyrna fréttir af ástandi sem margir bæjar- búar á Höfn í Homafirði hafa áhyggjur af vegna fíkniefnamisnotk- unar ákveðins hóps og vandamála sem hún leiðir af sér, eins og kom fram á fjölmennum borgarafundi í Sindrabæ á þriðjudagskvöld og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. „Ef menn hafa áhyggjur af þessu er eðlilegt að ræða það við lögreglu- yfírvöld á staðnum og síðan við ríkis- lögreglustjóra sem fer með yfir- stjóm lögreglunnar í umboði ráð- herra. Þá eru allar umkvartanir og tillögur um það sem betur má fara teknar til jákvæðrar skoðunar, en menn verða auðvitað að vega og ■^yneta þau rök sem fram era borin ,*^rir þeirri gagnrýni og fyrr en það hefur verið gert get ég ekki tekið neina afstöðu til þess,“ segir dóms- málaráðherra um þá hörðu gagnrýni á lögregluyfirvöld á Höfn í Homa- firði, sem kom fram á borgarafund- inum, þess efnis að lögreglan væri ekki í stakk búin að taka á vandan- um vegna þess hversu fáir lögreglu- mennirnir væra og hefðu úr litlu fjármagni að moða. ■ Ríkir óöld?/20 ------------ Landssíminn ■Farsímagjöld lækka LANDSSÍMINN hefur ákveðið að lækka verð á farsímaþjónustu frá og með 15. apríl næstkomandi. Þannig mun kosta 18 krónur á mínútu að hringja í almenna símkerfið og NMT-kerfíð í stað 20 kr. nú og nem- ur lækkunin 10%. Símtöl innan GSM-kerfisins lækka úr 18 kr. í 16 kr. mínútan, eða um rúmlega 11%. Símtöl úr almenna símakerfinu í GSM-símakerfi Lands- olímans lækka úr 21,90 kr. mínútan á dagtaxta í 18 krónur. Þetta er tæp- lega 18% lækkun. ■ 10-18%/10 MORGUNBLAÐIÐ kemur tnæst út miðvikudaginn 7. aprfl. Morgunblaðið/RAX Landsliðið gerði jafntefii í Úkraínu Islenska útvarpsfélagið Tap upp á 113 milljónir króna ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu er enn taplaust í 4. riðli undankeppni EM í knattspyrnu eftir l:l-jafntefli gegn Ukraínu á Olympíuleik- vanginum í Kænugarði. Leik- menn íslenska liðsins stóðu sig frábærlega í þéttum varnar- leik gegn heimamönnum og létu mark þeirra í seinni hálf- Ieik ekki slá sig út af laginu heldur jöfnuðu skömmu síðar með marki varnarmannsins Lárusar Orra Sigurðssonar. Á myndinni sést hvar ís- lensku leikmennirnir fagna í leikslok, markaskorarinn Lár- us Orri er í miðið en á bak við hann glittir í Tryggva Guð- mundsson, Eyjólf Sverrisson, Sigurð Jónsson og Helga Sig- urðsson. Fremst til hægri faðmast þeir Auðun Helgason og Sverrir Sverrisson en til vinstri eru þeir í fangbrögðum markvörðurinn Birkir Krist- insson og Hermann Hreiðars- son. TAP íslenska útvarpsfélagsins á síð- asta ári nam 113 milljónum króna en 60 rn.kr. vora í hagnað árið á undan. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 544 milljónum og hækkaði um 73 milljónir frá fyrra ári. Tap af reglulegri starfsemi nam 142 milljón- um. Hreggviður Jónsson, forstjóri Is- lenska útvarpsfélagsins, segist ánægður með rekstrarhagnað fyrir afskriftir og fjármagnskostnað sem hækkaði um 73 milljónir á milli ára. Hann segir meginástæðuna fyrir þvl að félagið horfi upp á tap en ekki hagnað á árinu vera tvíþætta. Annars vegar hafi afskriftir aukist um 82 milljónir á milli ára, sem skýrist aðal- lega af því að nú eru Islensk marg- miðlun og Sjónvarpsmarkaðurinn inni í ársreikningnum. Þá hækkaði fjármagnskostnaður samstæðunnai- einnig um nærri 80 milljónir á milli ára og nam 221 mifljón króna í fyrra. I rekstraráætlunum þessa árs er gert ráð fyrir að félagið skili hagnaði. ■ Fjármagnskostnaður jókst/Bl Ekki ástæða til rhlutunar ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnis- mála hefur komist að þeirri niður- stöðu að aukastörf kennara lagadeild- ar Háskóla Islands við samningu lög- fræðilegra álitsgerða séu ekki skað- leg samkeppni eða stríði gegn mark- miði samkeppnislaga eða einstökum ákvæðum laganna. Því er staðfest sú ákvörðun Samkeppnisráðs að ekki sé ástæða til íhlutunar ráðsins. í niðurstöðu áfrýjunamefndar seg- ir að ágreiningsefnið lúti að sam- keppnisstöðu lögmanna gagnvart kennurum lagadeildar Háskóla ís- lands, en það er Lögmannafélag Is- lands sem áfrýjaði ákvörðun Sam- keppnisráðs til áfrýjunamefndarinn- ar. Segir að að mati áfrýjunarnefnd- arinnai- sé ekki ástæða til að draga í efa staðhæfingar kennara lagadeild- ar háskólans um vinnutilhögun þeirra varðandi lögfræðilegar álits- gerðir og að sú vinna fari ekki að neinu leyti fram með fjármunum skólans eða styrk eða aðstoð frá há- skólanum. Hið sama gildi um fullyrð- ingu þeirra varðandi fjölda álitsgerða sem þeir hafi samið, en fram kemur að gera megi ráð fyrir að þær hafi ekki farið yftr 20-25 undanfarin ár. FRÁ 1. aprfl 1999 hækkar áskriftarverð blaðsins úr 1.579 kr. í 1.667 kr. Að viðbættum virðisauka- skatti breytist því áskriftar- verðið úr 1.800 kr. í 1.900 kr. Helgaráskriftarverð verður 965 kr. og með virðisaukaskatti 1.100 kr. Lausasöluverð verður 150 kr. með virðisaukaskatti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.