Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 1

Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913 78. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS S Kosovo-Albanar á flótta fluttir nauðungarflutningum frá Makedóníu til Albaníu Afdrif tugþúsunda flóttamanna óljós Tirana, Belgrad, Brussel, Genf. Reuters. I öruggt skjól ZEQIR Ferata, 89 ára gamall Kosovo-Albani, skríður undir grindverk á landamærum Kosovo-héraðs og Svartfjalla- lands. Gamli maðurinn hafði verið í felum í skógum Kosovo frá því að loftárásir NATO hófust en lagði á sig þriggja daga göngu til þess að komast í öruggt skjól. FLUGSKEYTUM var skotið á miðborg Belgi'ad í gærkvöldi í annað sinn frá því loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu hófust. Að sögn sjónar- votta stóð bygging er áður hýsti herstöð í ljósum logum að lokinni árásinni. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) tókst ekki að henda reið- ur á því hvað orðið hefði um 30.000 Kosovo-búa sem urðu innlyksa á landa- mærum Júgóslavíu og Makedóníu, að því er Paul Stromberg, formælandi UNHCR, greindi frá. Þó var ljóst í gær að í það minnsta 10.000 manns voru fluttir nauðungarflutningum frá Makedóníu til Albaníu í íyrrinótt. í gær brá svo við að landamærastöðvum var lokað og serbneskir hermenn hvöttu fólk á flótta frá Kosovo til þess að snúa til síns heima. Ómönnuð eftirlitsflugvél frá bandan'ska flughernum var skotin niður yfir Júgóslavfu, að því er staðfest var í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í gærkvöldi. Stjórnvöld í Makedóníu hafa verið sökuð um að flytja flóttamenn með valdi yflr landamærín til Albaníu. Þau hafa hins vegar gagnrýnt NATO- ríkin harðlega fyrir úr- ræðaleysi gagnvart hinum gífurlega fióttamanna- vanda á Balkanskaga, en 130.000 flóttamenn frá Kosovo hafa streymt inn í Makedóníu frá því loft- árásimar hófust. Banda- ríkjastjórn sá þó ástæðu til þess að brýna fyrir yf- irvöldum í Skopje að Reuters GÖMUL kona hvílist við hlið sofandi barnabams síns fyrir utan flóttamanna- búðir í Kavaje í Albaníu í gær. slæm meðferð á flótta- mönnum væri litin mjög alvarlegum augum af ráðamönnum í Washington. Hart var deilt á fundi innanríkis- og dómsmálaráðherra ESB í Lúx- emborg í gær um móttöku flótta- manna. Aimennt samkomulag var um að leggja allt kapp á að hjálpa flóttafólkinu þar sem það er niður- komið en nokkur ESB-ríki, þ.ám. Frakkland og Bretland, neituðu að tilgreina sérstaklega fjölda flótta- manna sem þau gætu tekið við, af ótta við að slíkt mætti túlka sem óbeina aðstoð við þjóðernishi'einsan- ir á Balkanskaga. James P. Rubin, formælandi utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna, nefndi níu háttsetta foringja innan júgóslavneska hersins með nafni á blaðamannafundi í gær. Rubin sagði mennina alla eiga yfir höfði sér kæru fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa fylgt skipun- um Slobodans Milosevic um þjóðern- ishreinsanir í Kosovo-héraði. Fimm spurningum ósvarað Loftárásum á Júgóslaviu var hald: ið áfram af miklum þunga í gær. í svari utanríkisráðherra Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu og Bandaríkjanna við yflrlýsingu Slobodans Milosevic frá því í fyrra- dag um einhliða vopnahlé segir að til- boð Júgóslaviuforseta svari ekki fimm grundvallarspurningum: Hvort Milosevic sé tilbúinn til þess að leggja niður vopn með óyggjandi hætti; hvort Milosevic ætli að kalla allai' her- og öryggissveitir frá Kosovo; hvort hann samþykki veru erlends herliðs í Kosovo; hvort flótta- fólkinu verði öllu leyft að snúa til síns heima og hjálparstarf leyft; og að lokum hvort Milosevic hyggist ganga að tillögum Rambouillet-samkomu- lagsins að pólitískri lausn Kosovo- deilunnar. Jákvætt svar við ofan- greindum spm'ningum er skilyrði vopnahlés af hálfu landanna fimm. Loftárásir eru tíðari og harðari en nokkru sinni frá upphafi. I gær gerðu tíu breskar Harrier-orrustu- þotur árás á fjögui' hernaðarleg skotmörk í Kosovo, þ.ám. á skrið- dreka og bílalestir, með svokölluðum klasasprengjum sem springa rétt fyrir ofan yfii'borð jarðar til þess að valda sem mestu tjóni. Rambouillet-samkomu- lagið sagt gagnslaust Erindreki ESB í Kosovo, Wolf- gang Petritsch, lét svo um mælt í gær að Rambouillet-samkomulagið væri svo gott sem dautt. „Eg er hræddur um að með hverjum degin- um sem líður færumst við fjær Ram- bouillet," sagði Petritsch í útvarps- viðtali. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, ritaði í gær bréf til leiðtoga landanna er skipa G7-hópinn svokallaða og bað þá ekki slá á útrétta sáttahönd Serba, en í fyrradag höfnuðu leiðtog- ar Bretlands og Bandaríkjanna til- lögu Milosevic um vopnahlé í átökun- um á Balkanskaga. Jeltsín segir í bréfinu að „heimsfriðnum sé stefnt í hættu“ verði ekki gengið að tilboði Serba. Joschka Fischer, utanríkis- ráðherra Þýskalands, segir Rússa gegna lykilhlutverki í friðarumleit- unum í Kosovo og kvað í gær fulla þörf á fundi stórveldanna um ástand- ið í Kosovo á allra næstu dögum. ■ Sjá umfjölIun/22-24 Reuters Vaxandi stuðningur við loftárásir París. lteutei*s. YAXANDI stuðningur er við hernaðaraðgerðir NATO í Frakklandi að því er niðurstöður skoðanakannana hermdu í gær. 75% Frakka telja Slobodan Milos- evic bera ábyrgð á ófriðnum og loftárásir réttlætanlegar til þess að stöðva skipulögð dráp á Kosovo-Albönum. Niðurstöður bandarískrar skoðanakönnunar á vegum NBC-Wall Street Journal sýna að tveir þriðju hlutar al- mennings í Bandaríkjunum styðja nú loftárásirnar. Rétt rúmur helmingur, eða 53%, sagð- ist mundu styðja landhernað til þess að stemma stigu við þjóð- ernishreinsunum í Kosovo, að því er Associated Press greindi frá. Ahyggjur af grannríkjum Serba Podgorica. Reuters. London. The Daily Telegraph. SVARTFJALLALAND hefur leyft eriendum fréttamönnum að starfa óáreittum í landinu á meðan að loftárásir NATO standa yfir. Serbar hafa hins vegar snúist gegn fréttafrelsinu í Svart- fjallalandi. Þýskir og franskir sjónvarpsfrétta- menn voru teknir höndum af júgóslavneskum her- mönnum og voru þeir enn í haldi í gærkvöldi - tveimur dögum eftir handtökuna. Er þetta talið vera merki um þá spennu sem einkennt hefur samskipti ríkjanna en hermenn annarrar herdeild- ar júgóslavneska hersins, sem staðsettur er í Svartfjallalandi, taka við skipunum beint frá Belgrad og á herstjórnin í mjög stirðu sambandi við frjálslynd stjórnvöld Svai'tfjallalands. I síðustu viku lýstu talsmenn bresku ríkisstjórnarinnar því yfir að þeir hefðu sannanir fyrir því að Slobodan Milosevic, Júgóslavíuforseti, hygðist steypa Milo Djukanovic, forseta Svartfjallalands, af stóli með aðstoð hersins. I kjölfar átakanna í Júgóslavíu nú eru margir orðnir mjög uggandi yfir því hverjar lyktir máls- ins verða. Beinast áhyggjur aðallega að því hvort átökin magnist og breiðist út til nálægra ríkja á Balkanskaga. Að baki óhæfuverkum júgóslavneska hersins í Kosovo er talin búa áætlun serbneskra stjórn- valda um að „hreinsa“ héraðið af fólki af albönsk- um ættum og opna þar með leiðina fyrir aðkomu þeirra 400.000 Serba sem flúðu Krajina-hérað í stríði Serba og Króata árið 1995. Með stríðsrekstri sínum í Kosovo hefur Slobod- an Milosevie Júgóslavíuforseti skapað óvissuá- stand í Svartfjallalandi, glundroða innan landa- mæra grannríkjanna Makedóníu og Albaníu - ríkja sem þegar búa við óstöðugt stjórnarfar - og stofnað viðkvæmu jafnvægi á sunnanverðum Balkanskaga í hættu. Blikur á lofti Strobe Talbott, aðstoðai'utanríkisráðhen-a Bandaríkjanna, sem var í gær á ferð um Mið- og Austur-Evrópu vegna átakanna í Júgóslavíu, leit- aðist við að fullvissa nágrannaríki Júgóslavíu um að Bandaríkjastjórn myndi ekki bregðast þeim líkt og gerðist í Balkanstríðunum 1912 og 1913. í yfirlýsingu sem hann hélt í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu á þriðjudag, sagði Talbott að Bandaríkin væru að vinna að gerð áætlunar fyrir allt svæðið í heild sinni með það að markmiði að suðausturhluti Evrópu gæti dafnað við friðsamlegar aðstæður. Lagði hann ennft'emur áherslu á að landamærum ríkjanna yrði að halda föstum. Hins vegai' virðast blikur vera á lofti um að Milosevic hafi tekist það ætlunarverk sitt að stofna núverandi ríkjaskipan Balkanskaga í hættu. Makedónía hefur fyllst af flóttamönnum frá Kosovo og hefur gætt aukinnar andúðai' þar- lendra slavneski-a harðlínumanna í þeirra garð að undanförnu. Og í kjölfar flóttamannastraumsins til Albaníu eru þegar farnar að heyrast raddir sem boða tilkomu ríkis „Stór-AIbaníu“ á Balkanskaga. Fréttaskýrendur telja því að fyllstu varúðar verði að gæta í öllum aðgerðum og ákvörðunum Vestui'veldanna. I ljósi sögunnar beri að forða því að Milosevie takist að bera eld að „púðurtunn- unni“ á Balkanskaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.