Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 78. TBL. 87. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS S Kosovo-Albanar á flótta fluttir nauðungarflutningum frá Makedóníu til Albaníu Afdrif tugþúsunda flóttamanna óljós Tirana, Belgrad, Brussel, Genf. Reuters. I öruggt skjól ZEQIR Ferata, 89 ára gamall Kosovo-Albani, skríður undir grindverk á landamærum Kosovo-héraðs og Svartfjalla- lands. Gamli maðurinn hafði verið í felum í skógum Kosovo frá því að loftárásir NATO hófust en lagði á sig þriggja daga göngu til þess að komast í öruggt skjól. FLUGSKEYTUM var skotið á miðborg Belgi'ad í gærkvöldi í annað sinn frá því loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu hófust. Að sögn sjónar- votta stóð bygging er áður hýsti herstöð í ljósum logum að lokinni árásinni. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) tókst ekki að henda reið- ur á því hvað orðið hefði um 30.000 Kosovo-búa sem urðu innlyksa á landa- mærum Júgóslavíu og Makedóníu, að því er Paul Stromberg, formælandi UNHCR, greindi frá. Þó var ljóst í gær að í það minnsta 10.000 manns voru fluttir nauðungarflutningum frá Makedóníu til Albaníu í íyrrinótt. í gær brá svo við að landamærastöðvum var lokað og serbneskir hermenn hvöttu fólk á flótta frá Kosovo til þess að snúa til síns heima. Ómönnuð eftirlitsflugvél frá bandan'ska flughernum var skotin niður yfir Júgóslavfu, að því er staðfest var í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í gærkvöldi. Stjórnvöld í Makedóníu hafa verið sökuð um að flytja flóttamenn með valdi yflr landamærín til Albaníu. Þau hafa hins vegar gagnrýnt NATO- ríkin harðlega fyrir úr- ræðaleysi gagnvart hinum gífurlega fióttamanna- vanda á Balkanskaga, en 130.000 flóttamenn frá Kosovo hafa streymt inn í Makedóníu frá því loft- árásimar hófust. Banda- ríkjastjórn sá þó ástæðu til þess að brýna fyrir yf- irvöldum í Skopje að Reuters GÖMUL kona hvílist við hlið sofandi barnabams síns fyrir utan flóttamanna- búðir í Kavaje í Albaníu í gær. slæm meðferð á flótta- mönnum væri litin mjög alvarlegum augum af ráðamönnum í Washington. Hart var deilt á fundi innanríkis- og dómsmálaráðherra ESB í Lúx- emborg í gær um móttöku flótta- manna. Aimennt samkomulag var um að leggja allt kapp á að hjálpa flóttafólkinu þar sem það er niður- komið en nokkur ESB-ríki, þ.ám. Frakkland og Bretland, neituðu að tilgreina sérstaklega fjölda flótta- manna sem þau gætu tekið við, af ótta við að slíkt mætti túlka sem óbeina aðstoð við þjóðernishi'einsan- ir á Balkanskaga. James P. Rubin, formælandi utan- ríkisráðuneytis Bandaríkjanna, nefndi níu háttsetta foringja innan júgóslavneska hersins með nafni á blaðamannafundi í gær. Rubin sagði mennina alla eiga yfir höfði sér kæru fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa fylgt skipun- um Slobodans Milosevic um þjóðern- ishreinsanir í Kosovo-héraði. Fimm spurningum ósvarað Loftárásum á Júgóslaviu var hald: ið áfram af miklum þunga í gær. í svari utanríkisráðherra Þýskalands, Frakklands, Bretlands, Ítalíu og Bandaríkjanna við yflrlýsingu Slobodans Milosevic frá því í fyrra- dag um einhliða vopnahlé segir að til- boð Júgóslaviuforseta svari ekki fimm grundvallarspurningum: Hvort Milosevic sé tilbúinn til þess að leggja niður vopn með óyggjandi hætti; hvort Milosevic ætli að kalla allai' her- og öryggissveitir frá Kosovo; hvort hann samþykki veru erlends herliðs í Kosovo; hvort flótta- fólkinu verði öllu leyft að snúa til síns heima og hjálparstarf leyft; og að lokum hvort Milosevic hyggist ganga að tillögum Rambouillet-samkomu- lagsins að pólitískri lausn Kosovo- deilunnar. Jákvætt svar við ofan- greindum spm'ningum er skilyrði vopnahlés af hálfu landanna fimm. Loftárásir eru tíðari og harðari en nokkru sinni frá upphafi. I gær gerðu tíu breskar Harrier-orrustu- þotur árás á fjögui' hernaðarleg skotmörk í Kosovo, þ.ám. á skrið- dreka og bílalestir, með svokölluðum klasasprengjum sem springa rétt fyrir ofan yfii'borð jarðar til þess að valda sem mestu tjóni. Rambouillet-samkomu- lagið sagt gagnslaust Erindreki ESB í Kosovo, Wolf- gang Petritsch, lét svo um mælt í gær að Rambouillet-samkomulagið væri svo gott sem dautt. „Eg er hræddur um að með hverjum degin- um sem líður færumst við fjær Ram- bouillet," sagði Petritsch í útvarps- viðtali. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, ritaði í gær bréf til leiðtoga landanna er skipa G7-hópinn svokallaða og bað þá ekki slá á útrétta sáttahönd Serba, en í fyrradag höfnuðu leiðtog- ar Bretlands og Bandaríkjanna til- lögu Milosevic um vopnahlé í átökun- um á Balkanskaga. Jeltsín segir í bréfinu að „heimsfriðnum sé stefnt í hættu“ verði ekki gengið að tilboði Serba. Joschka Fischer, utanríkis- ráðherra Þýskalands, segir Rússa gegna lykilhlutverki í friðarumleit- unum í Kosovo og kvað í gær fulla þörf á fundi stórveldanna um ástand- ið í Kosovo á allra næstu dögum. ■ Sjá umfjölIun/22-24 Reuters Vaxandi stuðningur við loftárásir París. lteutei*s. YAXANDI stuðningur er við hernaðaraðgerðir NATO í Frakklandi að því er niðurstöður skoðanakannana hermdu í gær. 75% Frakka telja Slobodan Milos- evic bera ábyrgð á ófriðnum og loftárásir réttlætanlegar til þess að stöðva skipulögð dráp á Kosovo-Albönum. Niðurstöður bandarískrar skoðanakönnunar á vegum NBC-Wall Street Journal sýna að tveir þriðju hlutar al- mennings í Bandaríkjunum styðja nú loftárásirnar. Rétt rúmur helmingur, eða 53%, sagð- ist mundu styðja landhernað til þess að stemma stigu við þjóð- ernishreinsunum í Kosovo, að því er Associated Press greindi frá. Ahyggjur af grannríkjum Serba Podgorica. Reuters. London. The Daily Telegraph. SVARTFJALLALAND hefur leyft eriendum fréttamönnum að starfa óáreittum í landinu á meðan að loftárásir NATO standa yfir. Serbar hafa hins vegar snúist gegn fréttafrelsinu í Svart- fjallalandi. Þýskir og franskir sjónvarpsfrétta- menn voru teknir höndum af júgóslavneskum her- mönnum og voru þeir enn í haldi í gærkvöldi - tveimur dögum eftir handtökuna. Er þetta talið vera merki um þá spennu sem einkennt hefur samskipti ríkjanna en hermenn annarrar herdeild- ar júgóslavneska hersins, sem staðsettur er í Svartfjallalandi, taka við skipunum beint frá Belgrad og á herstjórnin í mjög stirðu sambandi við frjálslynd stjórnvöld Svai'tfjallalands. I síðustu viku lýstu talsmenn bresku ríkisstjórnarinnar því yfir að þeir hefðu sannanir fyrir því að Slobodan Milosevic, Júgóslavíuforseti, hygðist steypa Milo Djukanovic, forseta Svartfjallalands, af stóli með aðstoð hersins. I kjölfar átakanna í Júgóslavíu nú eru margir orðnir mjög uggandi yfir því hverjar lyktir máls- ins verða. Beinast áhyggjur aðallega að því hvort átökin magnist og breiðist út til nálægra ríkja á Balkanskaga. Að baki óhæfuverkum júgóslavneska hersins í Kosovo er talin búa áætlun serbneskra stjórn- valda um að „hreinsa“ héraðið af fólki af albönsk- um ættum og opna þar með leiðina fyrir aðkomu þeirra 400.000 Serba sem flúðu Krajina-hérað í stríði Serba og Króata árið 1995. Með stríðsrekstri sínum í Kosovo hefur Slobod- an Milosevie Júgóslavíuforseti skapað óvissuá- stand í Svartfjallalandi, glundroða innan landa- mæra grannríkjanna Makedóníu og Albaníu - ríkja sem þegar búa við óstöðugt stjórnarfar - og stofnað viðkvæmu jafnvægi á sunnanverðum Balkanskaga í hættu. Blikur á lofti Strobe Talbott, aðstoðai'utanríkisráðhen-a Bandaríkjanna, sem var í gær á ferð um Mið- og Austur-Evrópu vegna átakanna í Júgóslavíu, leit- aðist við að fullvissa nágrannaríki Júgóslavíu um að Bandaríkjastjórn myndi ekki bregðast þeim líkt og gerðist í Balkanstríðunum 1912 og 1913. í yfirlýsingu sem hann hélt í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu á þriðjudag, sagði Talbott að Bandaríkin væru að vinna að gerð áætlunar fyrir allt svæðið í heild sinni með það að markmiði að suðausturhluti Evrópu gæti dafnað við friðsamlegar aðstæður. Lagði hann ennft'emur áherslu á að landamærum ríkjanna yrði að halda föstum. Hins vegai' virðast blikur vera á lofti um að Milosevic hafi tekist það ætlunarverk sitt að stofna núverandi ríkjaskipan Balkanskaga í hættu. Makedónía hefur fyllst af flóttamönnum frá Kosovo og hefur gætt aukinnar andúðai' þar- lendra slavneski-a harðlínumanna í þeirra garð að undanförnu. Og í kjölfar flóttamannastraumsins til Albaníu eru þegar farnar að heyrast raddir sem boða tilkomu ríkis „Stór-AIbaníu“ á Balkanskaga. Fréttaskýrendur telja því að fyllstu varúðar verði að gæta í öllum aðgerðum og ákvörðunum Vestui'veldanna. I ljósi sögunnar beri að forða því að Milosevie takist að bera eld að „púðurtunn- unni“ á Balkanskaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.