Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 2

Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hyggjast stefna ráðherra Á ANNAÐ hundrað eigenda krókabáta í sóknardagakerfí hyggjast stefna sjávanátvegsráð- herra fyrir niðurskurð á sóknar- dögum sem þeir telja að stangist á við jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar. Hópurinn hefur ráðið til sín lög- mann sem mun á næstu vikum fara yfir gögn. Friðþjófur Jóhannsson, smábátaeigandi og talsmaður hópsins, segir að lögmanninum hafí verið afhent gögn og væntanlega líði nokkur tími áður en ráðherran- um verður stefnt fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Hann segir að málið verði rekið á einstaklingsgrund- velli en hinsvegar verði kostnaðin- um dreift milli manna. Málið verði því rekið sem prófmál. ■ Sóknardagar brjóti/20 ------------- SPRON ekki brotlegur við lögbann SÝSLUMAÐURINN í Reykjavík hefur hafnað þeirri kröfu Greiðslu- miðlunar hf. Visa-Islands að notk- un Sparisjóðs Reykjavíkur á orð- unum „veltukreditkort SPRON“ feli í sér brot á lögbanni því sem fyrmefnda fyiirtækið fékk sett á notkun SPRON á orðinu „veltu- kort“. Visa-Island fékk 30. mars síðast- liðinn sett lögbann á notkun Spari- sjóðs Reykjavíkur á orðinu „veltu- kort“ og brást SPRON þegar við með þeim hætti að hætta notkun orðsins, í samræmi við lögbannið. Þess í stað tók SPRON upp heit- ið „veltukreditkort SPRON“ sem Visa-ísland taldi fela í sér brot á lögbanninu. í úrskurði sýslumanns í Reykjavík kemur fram að hann fallist ekki á að notkun þessara orða feli í sér brot á umræddu lög- banni. Verði því ekki séð að emb- ætti sýslumannsins hafi ástæðu til að grípa til aðgerða vegna málsins. Morgunblaðið/Þorkell Hringanóranum sleppt HRINGANÓRINN sem dreginn var upp úr Reykjavíkurhöfn í janúar sk, illa á sig kominn, hef- ur náð heilsu og verður sleppt í Faxaflóa í dag. Hringanórinn var með stórt graftarkýli á bakinu, að líkindum eftir bit, þegar hann náðist og þurfti að gera á honum aðgerð til að fjarlægja það. Hann hefur dvalist í Húsdýragarðinum sér til heilsubótar undanfarnar vikur. Selurinn virtist hinn hressasti þar í gær og horfði stórum, for- vitnum augum á ljósmyndarann. Hringanórinn var tíður gestur í Reykjavíkurhöfn ásamt full- vöxnum félaga sínum áður en hann var tekinn upp úr sjónum til lækninga. Ekki er að vita nema hann geri sig þar heima- kominn aftur. Samstarfsverkefni NATO og Albaníu Aðstoðar Albana í gerð almanna- varnalöggjafar UNGUR íslenskur lögfræðingur, Sigur- björg Asta Jónsdótt- ir, er á leið til árs- dvalar í Albaníu í næstu viku til að að- stoða Albana við samningu almanna- varnalaga með al- mannavarnalög ríkja Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, að fyrirmynd. Sigurbjörg, sem lauk meistaraprófí í alþjóðalögum frá Há- skólanum í Cam- bridge í Englandi í fyrra, hefur verið í starfsþjálfun á Almannavarna- skrifstofu Atlantshafsbanda- lagsins í aðalstöðvum þess í Brussel síðan í janúar. Mun það vera í fyrsta skipti sem Islend- ingur fer í slíka starfsþjálfun hjá NATO. Ferð Sigurbjargar til Albaníu er liður í samstarfs- verkefni NATO og Albaníu og er eitt af mörgum verkefnum sem bandalagið mun aðstoða Albana með. Nokkrar ráðstefnur um almannavarnalöggjöf „Fyrsta skrefið í þessu sam- starfsverkefni var ráðstefna, sem fór fram 15.-17. mars síð- astliðinn í Albaníu þar sem fyr- irlesarar frá NATO-ríkjum lýstu löggjöf sinni á þessu sviði. Einnig mættu nokkrir fyrirles- arar frá samstarfslöndum NATO sem nýverið hafa breytt, sinni almannavarnalöggjöf," segir Sigurbjörg. Þau ríki sem Sigurbjörg á hér við eru Ung- verjaland, Rúmenía, Litháen og Tékkland. Fyrsta ráðstefnan um löggjöf á sviði almannavarna var haldin í Ung- verjalandi árið 1994 og í Póllandi var önnur ráðstefna árið eftir. „Síðan voru tvær ráðstefnur í Stokk- hólmi og þar var samþykkt plagg sem kallast „The Stock- holm ProposaT' þar sem lögð voru fram grundvallaratriði í því hvernig megi byggja upp almanna- varnalöggjöf en ekki er um bindandi regl- ur að ræða. Þetta eru eingöngu leiðbeiningar og í raun er mjög breytilegt frá einu ríki til annars hvernig þau hafa hannað sína almannavarnalög- gjöf, miðað við breytilegar að- stæður hvers ríkis.“ Tengiliður milli Brussel og Albaníu Nú stendur til að stíga seinna skrefið í samstarfsverkefninu en það felst í því að senda starfs- mann til Tirana, höfuðborgar Albaníu, til að aðstoða Albana við að semja Iöggjöfina sem slíka og mun Sigurbjörg ganga til þess starfs. „Eg verð í hlutverki tengi- liðar milli Brussel og Albaníu og mun safna saman upplýsing- um frá NATO-ríkjum þegar upp koma vandamál og spurt verður hvernig aðildarnki NATO hafa leyst þau. Ég kem til Albaníu sem lögfræðingur, en ekki sem sérfræðingur í almannavörnum, en það verður endanlega á hendi Albananna sjálfra hvernig þeir vilja þróa sína löggjöf." Sigurbjörg Ásta Jóns- dóttir lögfræðingur Öllu starfsfólki Loðskinns sagt upp Góður felu- búningur DVERGSNÍPA, skógarsnípa og keldusvín hafa sést í Fossvogin- um að undanförnu. Dvergsnípuna er afar erfitt að finna því hún hverfur í landslag- ið. Eftir að fuglinn hafði fundist var hægt að komast mjög nálægt honum þar sem hann treystir á felubúninginn sinn. Fuglaáhugamenn hafa tekið eftir að lappajaðrakan hefur ver- ið að fíakka milli Skerjafjarðar og Arnarnesvogar undanfarið. Hægt er sjá fyrstu sumarfjaðr- irnar á þessum fugli, nokkrar rauðar fjaðrir á síðunum, sem benda til að þetta eigi eftir að verða hinn fallegasti fugl. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson Sauðárkróki. Morgunblaðið. UM TUTTUGU starfsmönnum Loðskinns hf., sem enn voru í fóst- um störfum hjá fyrirtækinu, var sagt upp nú eftir páskana. Að sögn Jóns Magnússonar, verkefnisstjóra stjórnar, verður framleiðsla Loðskinns stöðvuð í júní, í ljósi þess að aðalmarkaðir fyrirtækisins lokuðust. Því hafí verið ákveðið að segja fastráðnu fólki upp. Engu að síður verður séð til þess að starfsmenn verði til þess Allmikið til af fullunninni vöru í verksmiðjunni að afgreiða pantanir og halda fyrir- tækinu opnu fram til haustsins. Jón telur hugsanlegt að ein- hverjir markaðir geti opnast fyrir þann tíma, og þá verður væntan- lega tekin um það ákvörðun hvort og hvenær verksmiðjan fer í gang aftur. Meðan útlit á sölu afurða verksmiðjunnar er ekki betra en nú er sé tilgangslaust að framleiða vöru sem enginn vill kaupa. I verksmiðjunni er til allmikið af fullunninni vöru og skinnum sem á eftir að lita og ganga frá. Þess vegna er möguleiki á því, ef birtir til hvað varðar reksturinn og sölu á mörkuðum, að taka þráðinn upp að nýju. VIDSiaFTI MVINNULÍF VERÐBRÉFAÞING Innsláttar- villa Mistök ollu lækkun á lokagildi vísitalna/B1 TÖLVUR Kaupæði eða framsýni? Margeir Pétursson skrifar um fjármála- markaðinn/B7 Carsten Jancker jafnaði í lokin í Kiev/C2 Markamet hjá Bjarka Sigurðssyni/C3 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.