Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 6

Morgunblaðið - 08.04.1999, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti Islands um aldraða á alþjóða heilbrigðisdegmum Könnun á högrim aldraðra Urskurðum ekki alla úr leik á ákveðnum aldri „HVAÐAN er sú speki að sköpun- arkrafturinn falli í dá um leið og tekið er við fyrstu eftirlaunagreiðsl- unni? Hvers vegna afsalar samfé- lagið sér þeim auðæfum sem felast í nýsköpunargetu og framfarasókn þeirra sem komnir eru á efri ár?“ Þannig spurði forseti Islands, Olaf- ur Ragnar Grímsson, meðal annars í ávarpi sínu sem hann flutti á ráð- stefnu á alþjóða heilbrigðisdeginum í gær. Forsetinn gerði hugtakið eldri borgarar að umtalsefni, sagði það undarlegt að mörgu leyti, kannski tískufyrirbæri og varpaði fram fleiri spumingum. „Er það ávísun á brotthvarf úr önn hversdagsins, iðjuleysi og rólegt líf? Eða er það þægileg formúla sem þjóðfélagsþró- unin hefur smátt og smátt smíðað til að rýma til á vinnumarkaði og skapa reglur og siði sem henta hin- urn yngri?" Ólafur Ragnar spurði ennfremur hvað væri aldur eða öldrun, hvort það væru ákveðin vegamót, þátta- „Hinir öldruðu búa yfir ólgandi nýsköpunarkrafti“ skil, þar sem tilkynnt væri með til- stuðlan laganna að nú sé ævistarfið orðið nokkuð gott, best fyrir alla að hætta á sama tímapunkti og sætta sig við að vera samkvæmt skilgrein- ingum byi’ði á lífeyrissjóðum, byrði á Tryggingastofnun, byrði á ríkis- kassanum. „Hvemig i ósköpunum höfum við og aðrar vestrænar þjóð- ir náð að koma þessari firru í skipu- lagt lagakerfi og þar með gefa út leiðarvísi sem færir okkur frá frjó- um akri og út í botnlausa mýri?“ Kraftur til nýrra uppgötvana ævina á enda Forsetinn benti á að dæmi væru óteljandi um að frumkraftur til nýiTa verka, kraftur til nýiTa upp- götvana, listsköpunar, nýrra hug- mynda og framkvæmda byggi með mönnum nánast ævina á enda og minnti á verk aldraðra listamanna og stjómmálamanna máli sínu til stuðnings, m.a. Bertrand Russpl, Picasso, Churchill og Reagan og Is- lendingana Jónas Kristjánsson, Pál Bergþórsson, Gunnar Eyjólfsson og Kiistján Davíðsson. „Væri ekki vit- urlegra að leita nú leiða sem færa munu samfélagi, atvinnulífi, menn- ingu og vísindum ágóða og ánægju af sköpunarverkum hinna eldri og hætta að úrskurða nær alla úr leik á þeim vettvangi um leið og ákveðnu aldursmarki er náð?“ Undir lok ávarpsins sagði forset- inn það fagnaðarefni að efnt skyldi hafa verið til þessa mannfagnaðar og skilaboðin gerð skýr: „Að hinir öldraðu búa yfir ólgandi nýsköpun- arkrafti sem við eigum að fagna og virkja og gera síðan lög og reglu- gerðir þannig úr garði að þessi fjár- sjóður nýtist þjóðfélagi okkar, menningu, mannlífi og framföram til hins ýtrasta." Um 60% aldraðra hafa ekki fjárhags- áhyggjur „ÞEKKING og reynsla þeirrar kyn- slóðar sem nú er að nálgast efri ár er ekki bara mikil, hún er líka einstök. Þeir sem nú era um sjötugt hafa upp- lifað og átt ríkan þátt í að breyta ís- lensku þjóðfélagi. Og einmitt þessi kynslóð getur við aldahvörf horft stolt um öxl,“ sagði Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra í ræðu sinni á alþjóða heilbrigðisdeginum í gær. Heilbrigðisráðherra sagði það skyldu þeirra sem yngri væru þá að „vekja áhuga barnanna okkar á þeirri miklu auðlegð sem felst í reynslu og þekkingu kynslóðarinnar sem nú telst til eldri borgara." Þá gerði Ingibjörg að umtalsefni bráðabirgðaniðurstöður úr könnun Gallups á högum aldraðra og sagði þar hafa komið fram að nærri 60% þeirra hefðu ekki fjárhagsáhyggjur, 97% teldu sig ekki hafa þurft að hætta við að kaupa lyf af fjárhagsá- stæðum og að 84% aðspurðra væru ánægðir með lífið og tilveruna. „Þetta er allt önnur mynd sem aldraðir gefa sjálfir af ástandi sínu, en dregin hefur verið upp opinberlega síðustu misser- in. Þetta skulum við hafa hugfast," sagði ráðherra. Þá sagði Ingibjörg Pálmadóttii- að í Kópavogi mætti finna dæmi um brautryðjendastarf aldraðra, nefndi Sunnuhlíð, félagsstarfið í Gjábakka og Hana-nú leikhópinn, og væru þetta dæmi um nýsköpun á efri ár- um, lifandi dæmi um það sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin væri að hvetja aðildarríkin til að stuðla að. „Það er hvatt til þess á alþjóða vettvangi að þjóðir heims reyni að byggja Jijóðfé- lag fyrir fólk á öllum aldri. I þessu eins og svo mörgu öðru stöndum við íslendingar betur að vígi en sumir aðrir. Þjóðfélagið hér er ennþá fyrir fólk á öllum aldri. Við búum vel að öldruðum, og einmitt okkur í þessu fámenna þjóðfélagi er Ijósai'a en mörgum hversu dýrmætur hver ein- staklingur er - óháð aldri,“ sagði ráð- herra undir lok ræðu sinnar. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Rjúpur í páskaheim- sókn í Eyjum Vestmannaeyjum. Morgunbiaðið. RJIJPUR eim sjaldséðir gestir í Vestmannaeyjum. Um páska- helgina heimsóttu þó tvær slíkar Eyjamenn og spígsporuðu roggn- ar um í hrauninu við Hamarinn á Heimaey. Rjúpurnar tvær, eins og aðrir ferðalangar sem heim- sóttu Eyjamenn um páskana, nutu þar veðurblíðunnar sem ríkti fyrri hluta páskahelgarinn- ar og teyguðu í sig vorloftið. Sigurgeir rakst á rjúpurnar í hrauninu í Eyjum og smellti þess- ari mynd af annarri þeirra. Morgunblaðið/Ásdís Benedikt Davíðsson formaður Landssambands eldri borgara FJÖLMENNI var á fundi um málefni eldri borgara í Ásgarði í Glæsibæ í gær. Fált jakki klassísk yæði Tilboð mánaðarins kr. 14.900 W*L E I G A N ■ ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina Lauyavegi 25 Símí 551 9805 Simi 551 9800 Framlög til aldraðra hærri á hinum Norðurlöndunum BENEDIKT Davíðsson, formaðúr Landssambands eldri borgara, seg- ir að framlög til aldraðra og öryrkja sem hlutfall af landsframleiðslu hér á landi séu að jafnaði um helmingi lægri en á hinum Norðurlöndunum. Halldór Asgrímsson utanríkisráð- hen-a segir að tölurnar séu ekki samanburðarhæfar og til þess að hlutfallið yrði það sama hér á landi þyrfti að auka framlög um meira en fimmtíu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi um mál- efni aldraðra sem haldinn var á vegum samtakanna ITC í félags- heimili eldri borgara í Glæsibæ í gær. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri hreyfingar - græns fram- boðs, og Asta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, þingmaður Samfylkingar- innar, sögðu á fundinum að tekjur aldraðra hefðu ekki aukist í sam- ræmi við hækkun launa á undan- fórnum áram. Asta benti meðal annars á að tekjutenging hefði ver- ið aukin og hlutur sjúklinga í heil- brigðiskostnaði hefði hækkað. Ogmundur sagði að til að bæta kjör aldraðra mætti til dæmis seinka byggingu Sundabrautar, og spara með því á annan tug milljarða króna. Einnig sagði hann að fremur ætti að greiða kostnað af heilbrigð- isþjónustunni með því að hækka skatta heldur en að láta sjúklinga greiða þjónustugjöld. „Það er ekki sátt í þjóðfélaginu um skattahækkanir til að fjár- magna þessa loforðalista," sagði Halldór Ásgrímsson um málflutn- ing stjórnarandstæðinga. „Við get- um ekki gert ísland að sérstökum einangraðum heimi með allt öðrum reglum en annars staðar gilda, við þurfum að standa í alþjóðlegri sam- keppni.“ Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði að ekki þýdda að lofa og lofa, einhvers stað- ar þyrfti að finna peningana. Hún hvatti hins vegar til þess að al- mannatryggingakerfið yrði einfald- að til þess að almenningur áttaði sig á því hvaða rétt hann hefði í þjóðfé- laginu. Sérstaklega þyrfti að huga að því að draga úr tekjutengingu. Fram kom í máli utanríkisráð- herra að hann vill fara varlega varð- andi afnám tekjutengingar. „Við megum ekki gleyma því að fyrst og fremst á að hjálpa þeim sem þurfa þess með,“ sagði Halldór.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.