Morgunblaðið - 08.04.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 11
FRÉTTIR
Húsmæður, rafvirki, prentari og kennari meðal Kosovo-Albananna sem eru á leið til íslands
Tveggja
mánaða
barn yngst
í hópnum
FJÓRAR fjölskyldur flóttamanna,
þrettán fullorðnir og tíu börn, eru
væntanlegar til landsins síðdegis
með flugvél Landhelgisgæslunnar.
Vélin hélt frá Petrovec-flugvelli í
Skopje, höfuðborg Makedóníu, á
sjöunda tímanum í gærkvöldi. Gist
var í borginni Kérkira á Korfú og
þaðan átti að halda í býtið áleiðis til
Islands með viðkomu í Maastricht í
Hollandi til eldsneytistöku.
Hjálmar W. Hannesson sendi-
herra sagði í gærkvöldi að um væri
að ræða fjórar fjölskyldur Kosovo-
Albana. Hann sagði að fólkið hefði
verið fúst til fararinnar, enda væri
það skilyrði sett fyrir brottför þess
frá Makedóníu. Gærdagurinn fór í
að velja fólk til þess að koma hing-
að og sagði Hjálmar það hafa geng-
ið vel miðað við þá ringulreið sem
nú væri í Makedóníu.
Hann sagði að sett væru ákveðin
skilyrði fyrir því að fólk yrði flutt
brott frá Makedóníu og ræða yrði
við hvern og einn. Aðalatriði væri
að fólk vildi fara, en einnig væri
lögð áhersla á að skipta ekki upp
fjölskyldum.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur borið við að þau skil-
yrði hafi ekki alltaf verið virt og
hafa stjórnvöld í Makedóníu legið
undir ámæli í'yrir það.
Yngsta barnið
tveggja mánaða
„Við erum að bíða eftir leyfi til að
fara í land yfir nóttina og höldum
bara til í vélinni á meðan,“ sagði
Gréta Gunnarsdóttir sendiráðu-
nautur þegar Morgunblaðið náði
sambandi við hana í Korfú. „Börnin
voru orðin þreytt og eru flest sof-
andi og það er spenna í fólkinu eftir
volkið og flugið."
I hópnum eru fimm konur og
fimm karlar, tíu börn, það yngsta
aðeins tveggja mánaða, og síðan
þrjú uppkomin börn. Gréta segir
konurnar vera húsmæður en einn
karlanna er kennari, annar rafvirki,
einn er prentlærður og einn hefur
starfað við byggingaivinnu. Hún
sagði lítið um enskukunnáttu en Al-
bert Ugeson, Kosovo-Albani sem er
með í för, hefur annast túlkun.
Rúmlega klukkutíma flug er frá
Skopje til Korfú og sagði Gréta
tímann hafa verið notaðan til að
fræða fólkið svolítið um ísland.
Hún sagði það afar þakklátt fyrir
að fá að komast til Islands og ekki
síst hefði komið þeim þægilega á
óvart að geta ef til vill fengið að
stunda vinnu hériendis eins og
flóttamenn hefðu yfirleitt fengið að
gera.
„Þau eru búin að vera á hrakhól-
um en mér hefur þótt góður andi í
hópnum og þetta er þægilegt fólk.
Þau hafa verið að spyrja hvort þau
verði ekki á sama stað þegar til Is-
lands kemur og leggja mikið upp úr
því.“
Gekk vel niiðað
við ringulreiðina
Valið á flóttamönnunum sagði
Gréta hafa farið fram í samráði við
stjórnvöld í Makedóníu og að það
hefði gengið vel miðað við þá
ringulreið sem ríkir í landinu. Var
beðið eftir flóttafólkinu í nokkra
tíma og haldið frá Skopje undir
klukkan átta að staðartíma eftir
dvöl þar frá hádegi í gær.
Vélin lagði af stað frá Islandi á
þriðjudag og á leiðinni var millilent
í Maastricht í Hollandi og Ancona á
Ítalíu. Flugið frá Ancona til Skopje
tók lengri tíma en ella vegna þess
að fara þurfti suður yfir Adríahaf
og norður á ný yfir Eyjahaf í stað
þess að fljúga beinustu leið.
Tómas Helgason flugstjóri sagði
daginn vera orðinn nokkuð langan,
en viðdvölin í Skopje var mun
lengri en ráðgert var. Ráðgert var
að halda af stað klukkan átta að
staðartíma og fljúga til Islands með
viðkomu í Maastricht til eldsneytis-
„ Reuter
FLOTTAMENN streyma enn frá Kosovo og í gær kom þessi hópur yfir landamærin til Svartfjallalands.
stýiimennirnir Vilberg Magni
Oskarsson og Páll Geirdal og Hilm-
ar Þórarinsson flugvirki.
Hjálmar sagði að flóttamanna-
stofnun Sameinuðu þjóðanna hefði
forræði í málefnum flóttafólksins í
orði, en á borði væri það svo vegna
ástandsins á svæðinu að það væri í
höndum Atlantshafsbandalagsins.
Einnig væri Rauði krossinn vita-
skuld mjög atkvæðamikill þarna.
Hann sagði að nú ríkti alger
ringulreið á svæðinu og reynt væri
að leysa vandamálin eftir hendinni.
„Fólk er líkamlega og andlega of-
keyrt og það er ljóst að það þarf að
hlúa vel að þessu fólki,“ sagði
hann.
Verða í Reykjavík
til að byrja með
Flóttamennirnir sem koma í dag
verða fyrst um sinn í Reykjavík en
Hjálmar W. Hannesson sagði fram-
haldið óráðið. Ríkisstjórn Islands
ræddi það á fundi á þriðjudag að fá
allt að 100 flóttamenn til íslands.
Hjálmar sagði að ekkert hefði verið
ákveðið um hvernig að því yrði
staðið, en vísast yrði vél Landhelg-
isgæslunnar ekki notuð til að flytja
það fólk hingað til lands.
Um borð í vélinni frá Islandi
voru hjálpargögn, sem vel gekk að
afferma, 1.200 ullarteppi, drykkjar-
föng, matarílát og dýnur.
Flug Landhelgisgæslunnar
til Makedóníu
Lagt ai
stað urrí
kl. 5 a ð
morgni
6. apríl
Til Maastricht'
eftir 5 klst. flug.
Afturafstað
umkl. 17-18
ogþáflogið ;t |í\
tilAncona. Ilfa ^
Anconíi
Frá Ancona um kl. 6 að morgni 7. april.
Flogið þaðan suður yfir Grikkland og
Eyjahaf og siðan inn til Skopje.
Aftur frá Skopje um kl. 18, flogið Kortu Grikkland
tiigrisku eyjarinnar Korfu og gist þar.
töku. Flugtíminn frá Korfú til Ma-
astricht er fimm klukkustundir og
annað eins áfram til Islands. Tómas
sagði að gærdagurinn hefði verið
langur, ekki síst vegna langrar við-
dvalar í Skopje, en flugtíminn hefði
ekki verið miklu meira en þrír tím-
ar.
Asamt Tómasi eru í áhöfninni
Sigurjón Sverrisson flugstjóri,
Ný reglugerð kynnt í ársskýrslu Orðabókar Háskólans
Ný vefsíða með nýrri
upplýsingatækni
NÝ vefsíða Orðabókar Háskólans
var opnuð á síðasta ári og er þar
meðal annars hægt að fá beinan að-
gang að orðum, orðasamböndum og
notkunardæmum í heildstæðu
gagnasafni.
Þetta kemur meðal annars fram í
ársskýrslu Orðabókarinnar vegna
síðasta árs. Þar segir að við hvert
orð sem skoðað sé í ritmálsskránni
á vefsíðunni komi fram frá hvaða
tíma eða tímabili dæmi séu um orð-
ið, hversu mörg dæmi séu tiltæk í
gagnasafni og hver elsta heimildin
sé. Þá birtist leitarorðið í stafrófs-
runu nálægustu flettiorða sem öll
séu virk til frekari leitar. Slóðin er
www.lexis.hi.is
A síðasta ári gekk í gildi ný reglu-
gerð um Orðabókina, en þar er hlut-
verki hennar svo lýst: „Orðabók
Háskólans er vísindaleg orðfræði-
stofnun. Hlutverk hennar er að
safna heimildum um íslenskan orða-
forða frá upphafi prentaldar á ís-
landi til samtímans, annast úr-
vinnslu þess efniviðar sem þannig
safnast og sinna hvers kyns rann-
sóknum á orðaforðanum og þróun
hans. Stofnunin gegnir jafnframt
þjónustuhlutverki við fræðimenn og
almenning. Því hlutverki skal stofn-
unin sinna með útgáfustarfsemi og
með því að gera söfn sín aðgengileg
eftir því sem kostur er, á því formi
sem best þykii- henta hverju sinni.
Forgangsverkefni Orðabókarinnar
er að vinna að samningu sögulegrar
orðabókarlýsingar."
Segir síðan í ársskýi-slunni að
þetta sé í fyrsta skipti sem kveðið
sé á um þjónustuhlutverk stofnun-
arinnar í reglugerð og útgáfustarf-
semi í því sambandi, auk þess sem
áhersla sé lögð á úrvinnslu á efniviði
safnanna og að söfnin séu gerð að-
gengileg eftir því sem best eigi við á
hverjum tíma. „Segja má að lýsing-
in endurspegli þær breytingar sem
orðið hafa á starfseminni undanfar-
in ár, þar sem nýjungar í tölvutækni
hafa gegnt mikilvægu hlutverki og
ný upplýsingatækni hefur leitt til
þess að orðabókarlýsing tak-
markast ekki lengur við prentaðar
orðabækursegir síðan.
Einnig kemur fram í ársskýrsl-
unni að alls unnu fimmtán stai’fs-
menn á Orðabókinni á síðasta ári,
þar af sjö í fullu starfi í árslok.
Morgunblaðið/Ingvar
Datt af hestbaki og slasaðist
TUTTUGU og fimm ára gamall út-
lendingur slasaðist er hann datt af
hestbaki um miðjan dag í gær á
reiðvegi milli Vífilsstaðavatns og
spennistöðvarinnar í Hnoðraholti.
Maðurinn var í útreiðartúr ásamt
hópi útlendinga er slysið varð og er
talið að hestur hans hafi fælst og
maðurinn hafi fótbrotnað. Send var
sérútbúin neyðarbifreið, sem getur
athafnað sig utan vega, til að koma
manninum undir læknishendur.
Sjúki-abifreið tók síðan við hinum
slasaða á Reykjanesbrautinni og
flutti hann á slysadeild Sjúkrahúss
Reykjavíkur.