Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 1999 13 FRÉTTIR Viðræður íðnaðarráðuneytisins við Allied Efa um kaup á Kísiliðjunni Ráðherra vill kísilduft sam- hliða kísilgúr KÍSLIIÐJAN í Mývatnssveit. FINNUR Ingólfsson iðnaðarráð- herra kveðst þeirrar skoðunar að kaup Allied Efa á Kísiliðjunni í Mývatnssveit gætu verið ákjósan- legur kostur fyrir sveitina. Við- ræður þær sem fyrir höndum eru, miðist fyrst og fremst að því af hálfu ráðuneytisins að fyrirtækið kaupi Kísiliðjuna og hefji þar framleiðslu á kísildufti, samhliða vinnslu á kísilgúr. Ráðuneytið og Allied Efa hefja viðræður um þetta mál á morgun, fimmtudag. „Við munum leita leiða til að tryggja að sá rekstur geti haldið áfram og það er vilji til þess,“ seg- ir Finnur. Hann bendir hins vegar á að starfsleyfi verksmiðjunnar gildi einungis til ársins 2010 og við því megi búast að kísilgúrmagnið verði uppurið fyrr, eða um 2004. „Því þarf að leita annarra leiða,“ segii’ ráðherra. Gylfi Ai’nbjömsson fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélags- ins Alþýðubankinn hf., sem á 40% hlut í Allief Efa, segir ekki útilok- að af hálfu fyrirtækisins að taka hugmynd um samhliða vinnslu til greina. „Þetta er fræðilegur mögu- leiki og við erum tilbúnir að skoða hann,“ segir Gylfi. „Við munum meta þessar hugmyndir með hlið- sjón af hagkvæmni og þessar við- ræður snúast meðal annars um þau mál.“ Ný vinnsluaðferð kísilgiírs óhagkvæm Finnur segir of snemmt að spá fyrir um hvenær framleiðsla kísil- dufts gæti hafist í Mývatnssveit, fari svo að af kaupum Allied Efa verði. „Fyrst er að athuga hvort við náum samkomulagi við Allied Efa og síðan að kanna í framhald- inu hversu hratt menn geti byrj- að að byggja upp slíka fram- leiðslu. Það veltur meðal annars á mati af umhverfisáhrifum og fleiri slíkum þáttum,“ segir Finn- ur. Ráðheira kveðst ekki vilja tjá sig um áætlað verðmæti Kísiliðj- unnar, en hins vegar sé ljóst að um ágætlega stöndugt fyrh-tæki sé að ræða. Taka verði þó með í reikn- inginn að starfsleyfi sé tímabundið og hráefni hugsanlega af skornum skammti. Allief Efa hóf viðræður við iðn- aðarráðuneytið um kaup fyrirtæk- isins á Kísiliðjunni seinasta haust, en ráðuneytið sá ekki ástæðu til að halda þeim viðræðum áfram og lauk þeim í desember síðastliðn- um. „Það er ekki hægt að segja að viðræðunum hafi verið formlega slitið," segir Finnur. „Hugmyndin var uppi í desem- ber og þá taldi ég ekki möguleika á því, miðað við kringumstæður sem þá voru uppi, að við færum að tala um að selja verksmiðjuna. Eg held hins vegar að aðstæður hafi breyst í þeim efnum og tel rétt að við göngum til slíkra könnunarviðræðna. Það er kannski einkum eitt sem gerir þetta að verkum. Við höfðum áhuga á fyrir því að láta reyna á og kanna til hlítar, hvort hægt væri að hefja nýja vinnsluaðferð á kísilgúrnum í vatninu, svokall- aða undanskurðaraðferð, og hvort væri möguleiki á að fara á aðra staði í vatninu til kísilgúr- töku. Okkur sýnist fljótt á litið að sú aðferð sé mjög dýr og geti ver- ið mjög erfitt og kostnaðarsamt að fara út í slíkt, sem breytir stöðunni,“ segir Finnur. Ekki kosningamál Aðspurður segir Finnur að end- urvakning þessarar hugmyndar tengist ekki á neinn hátt yfirvof- andi kosningum. „Það er ekki hægt að nota mál sem þessi sem einhvers konar kosningabragð og af og frá að menn hafi eitthvað slíkt í huga. Þarna er mjög mikil alvara á ferð, því ef okkur tekst ekki að tryggja áframhaldandi rekstur Kísiliðjunnar, hvflir mikill voði yfir sveitinni og einnig Húsa- vík. Eindreginn vilji heimamenn er sá að rekstur Kísiliðjunnar verði tryggður með einhverjum hætti, sem gefur manni byr undir báða vængi með að skynsamlegt sé að ráðast í þessar viðræður," segir Finnur. Sigbjörn Gunnarsson, sveitar- stjóri í Mývatnssveit, kveðst ekki hafa haft tök á að kynna sér hug- myndir Allied Efa til hlítar en af þeim fregnum sem borist hafa af málinu lítist honum vel á við fyrstu sýn að í Þingeyjarsýslu bætist kís- ilduftsverksmiðja til viðbótar við Kísiliðjuna. Hann setji hins vegar ýmsa fyi-irvara ef ekki sé um við- bót að ræða. Heimamenn kaupi verksmiðjuna? „Það er hið besta mál ef kísil- duftið bætist við, en fljótt á litið er ég ekki sérstaklega hrifinn ef kísil- duftið á að ryðja vinnslu kísilgúrs úr vegi. Einkum þar sem ég tel að hugmyndin um kísflduftsverk- smiðju sé ekki langt komin. Við eigum hér auðlind í Mývatni sem eðlilegt er að nýta meðan ekki er sýnt fram á að vinnsla kísilgúrsins valdi skaða,“ segir Sigbjörn. „Ég fagna því ekki kísilduftsfram- leiðslu nema hún sé föst í hendi og held að þetta mál sé skemmra á veg komið en svo að ástæða sé til að fagna.“ Hann kveðst hins vegar telja jákvætt að efnt sé til viðræðna um málið. Sigbjörn kveðst einnig telja fleiri hugmyndir koma til gi-eina í því sambandi að hann og fleiri hafa spurt iðnaðarráðherra hvort heimamenn gætu ekki fest kaup hlut ríkisins í Kísiliðjunni. „Það getur vel verið að sú hug- mynd komi upp aftur,“ segir hann. Hjálparstarf RKÍ vegna Kosovo-deilunnar Starfsmenn á leið til neyðar- svæðanna ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda Úlf Björnsson, sendifulltrúa Rauða kross íslands, til Albaníu til þess að taka þátt í dreifingu hjálp- argagna til flóttafólksins frá Kosovo. Signin Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross ís- lands, hyggst á næstunni kynna sér ástandið í Albaniu og meta þörfina fyrir neyðaraðstoð. Úlfur er reyndur sendifulltrúi. Hann hefur áður starfað fyrir Rauða kross Islands og fleiri hjálpar- stofnanir í Afríku. Rauði kross Islands mun taka virkan þátt í hinu umfangsmikla hjálparstarfi Rauða kross hreyf- ingarinnar við flóttafólkið frá Kosovo. í dag fer bréf til deilda félagsins með beiðni um þátttöku í hjálparstarfinu og tekið er við framlögum frá almenningi á söfn- unarreikningnum í SPRON, 1151-26-12. Einnig er minnt á giróseðla í bönkum og sparisjóð- um og jafnframt er tekið við framlögum í síma 570 4000 á skrifstofutíma. Aðalfundur Verðbréfastofunnar hf. 15. aprílkl. 17.00 i að Hótel Loftleiðum, Víkingasal | 3 sH, VERÐBREFASTOFAN SuBurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 570-1200 HLAUPTU - STÖKKTU - HJÓLAÐU ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR OFNAR HELLUBORÐ ÍSSKÁPAR U PPÞVOTTAVÉLAR SJÓNVÖRP HLJÓMTÆKI - FVRSTIR KOMA FVRSTIR FÁ.. ATH. TAKMARKAÐ MAGN á íslandi Stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja I Evrópu RflFTffKDflPERZLUN ÍSLflNDS Ff -ANNO 1929- Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.